Morgunblaðið - 08.07.2014, Page 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Nýtt verk um listakonuna Karit-
as verður frumsýnt á Stóra sviði
Þjóðleikhúsinu í október. Leik-
gerðina vann Ólafur Egill Eg-
ilsson í samvinnu við Símon
Birgisson, en hún byggist á
skáldsögunum Karitas án titils
og Óreiðu á striga eftir Kristínu
Mörju Baldursdóttur. Leikstjóri
er Harpa Arnardóttir.
Verkið fjallar um líf listakonu
á fyrri hluta síðustu aldar og
hlutskipti kvenna á Íslandi fyrr
og síðar, ekki síst þeirra sem
hafa þráð að feta aðra slóð en
samfélagið hefur ætlað þeim.
Með hlutverk Karítasar fer
Brynhildur Guðjónsdóttir, en
Björn Hlynur Haraldsson leikur
Sigmar eiginmann hennar. Aðr-
ir leikarar eru Kristbjörg Kjeld,
Elva Ósk Ólafsdóttir, Lilja Nótt
Þórarinsdóttir, Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, Arnmundur Ernst
Backman, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Oddur Júlíusson,
Ragnheiður Steindórsdóttir,
Stefán Hallur Stefánsson, Svan-
dís Dóra Einarsdóttir og Þórir
Sæmundsson.
Leikmynd er í höndum Finns
Arnars Arnarssonar, búninga
gerir Þórunn Elísabet Sveins-
dóttir og Ólafur Ágúst Stef-
ánsson hannar lýsingu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ástsæl Bækur Kristínar Mörju Bald-
ursdóttur um Karitas eru mörgum les-
endum afar hjartfólgnar, og hafa hlotið
ýmis verðlaun og viðurkenningar.
Karitas á svið
Þjóðleikhússins
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Frá austri til vesturs er yfirskrift
tónleika sem fram fara í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld
kl. 20.30. Þar flytja Ingrid Karls-
dóttir fiðluleikari og Bjarni Frí-
mann Bjarnason píanóleikari Són-
ötu ópus 134 eftir Dmitri
Shostakovitsj og Peace Piece eftir
Bill Evans í útsetningu Hjartar
Ingva Jóhannssonar fyrir fiðlu og
píanó, auk þess sem Ingrid leikur
fjóra kafla úr Partítu II BWV
1004 fyrir einleiksfiðlu eftir Jo-
hann Sebastian Bach.
Fyrsta dúótónleikarnir
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
höldum dúótónleika saman en við
Bjarni erum búin að þekkjast
lengi. Við vorum á sama tíma í
Tónlistarskóla íslenska Suzuk-
isambandsins sem krakkar og á
svipuðum tíma í Listaháskóla Ís-
lands áður en leiðir skildu,“ segir
Ingrid Karlsdóttir, sem sjálf
stundaði framhaldsnám í tónlist
við Oberlin Conservatory í Ohio
og útskrifaðist 2007. Bjarni hefur
frá 2011 stundað nám í
hljómsveitarstjórn við Tónlistar-
háskóla Hanns Eisler í Berlín.
Að sögn Ingrid hefur hana lengi
dreymt um að leika ofangreint
Shostakovitsj-verk. „Ég er mikill
aðdáandi Shostakovitsj og hef
lengi verið. Þetta tiltekna verk er
mjög kraftmikið og dramatískt.“
Af öðrum verkum tónleikanna seg-
ir Ingrid að það hafi hentað vel
með Shostakovitsj að spila Bach.
„Sónötur Bach, sem eru sex tals-
ins, eru eins og biblía fiðluleik-
arans, enda er maður alltaf að æfa
þær. Lokaverk tónleikanna er út-
setning Hjartar Ingva á lagi eftir
djasspíanistann Bill Evans. Þetta
lag er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Fyrst ég spila ekki á píanó og get
ekki sjálf leikið það í upprunalegri
mynd er gaman að fá tækifæri til
að spila útsetningu lagsins fyrir
píanó og fiðlu.“
Samstarf
Ingrid og Bjarni frumfluttu efni
kvöldins á tónleikum í Reykjahlíð-
arkirkju um nýliðna helgi við góð-
ar viðtökur. Aðspurð segir Ingrid
það mikinn lúxus að fá tækifæri til
að endurtaka efnið. „Yfirleitt gefst
bara tækifæri til að flytja það einu
sinni. Það er líka gaman að laga
sig að ólíkum tónleikarýmum. Hér
í Sigurjónssafni er frábær hljóm-
burður og við hlökkum því mikið
til kvöldsins.“
Spurð hvort framhald sé fyrir-
hugað á samstarfi þeirra Bjarna
segir Ingrid það vissulega koma
til greina. „En hann er búsettur í
Berlín og ég verð meira á Íslandi
frá og með haustinu, þar sem ég
er að fara spila með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands,“ segir Ing-
rid, sem verið hefur með annan
fótinn í Amsterdam síðustu miss-
eri milli þess sem hún hefur
ferðast um heiminn og leikið á
tónleikum með hljómsveitinni Sig-
ur Rós.
„Kraftmikið og
dramatískt verk“
Næstu tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samhent Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason
píanóleikari leika verk eftir Shostakovitsj, Bach og Bill Evans í sumar-
tónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga í kvöld.
Flokkunarílát
sem einfalda ferlið
Viðarhöfða 2 110 Reykjavík | Sími 577 6500 | www.takk.is | takk@takk.is
ýmsar stærðir
og gerðir
TILBOÐ
KR. 169.9
00,- M/vsk.
MILWAUKEE H0GGBORVÉL M12 BPD-402C
Mesta átak 38 Nm.
Vinnuhraðar:
0-400/0-1500 Sn/mín.
Patróna: 10mm.
Höggtíðni: 22.500 mín.
Fylgir: 2 x M12 4.0 Ah
REDLithium rafhlöður,
Hleðslutæki, handfang,
beltishanki og taska.
MW 4933 4419 35
TILBOÐ
KR. 36.900,- M/vsk.
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899
Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is
MILWAUKEE MONSTERSETT M18 PP6D-402B
HD18 PD – Höggborvél, HD18 SX – Sverðsög,
HD18 CS – Hjólsög, HD18 JS – Stingsög,
C18 ID – Höggskrúfvél, C18 WL – Vinnuljós,
2 x M18 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, C18 C hleðslutæki,
Verkfærataska. MW 4933 4474 00