Morgunblaðið - 08.07.2014, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Það er ekki á hverjum degisem maður sér danskanvestra sem tekinn er uppí Suður-Afríku en kvik-
myndin The Salvation er einmitt
dæmi um slíka kvikmynd. Sagan
segir frá danska landnemanum Jon
(Mads Mikkelsen), sem lagt hefur
land undir fót og flutt til Banda-
ríkjanna ásamt bróður sínum Peter
(Mikael Persbrandt). Sagan gerist
seint á 19. öldinni og hálfgerð
skálmöld ríkir á sléttum Norður-
Ameríku og réttlæti virðist ein-
skorðast við vilja hins sterka. Eig-
inkona og sonur Jons mæta loks til
Ameríku en er slátrað af stiga-
mönnum, sem Jon drepur síðar.
Upp frá því hefst mikill elting-
arleikur þar sem hefndin er að-
aldrifkrafturinn.
Uppgjör góðs og ills
Söguþráðurinn er í raun mjög
fyrirsjáanlegur, sem gerir það að
verkum að myndin verður lítið
spennandi. Uppbygging sögunnar
er engu að síður ágæt, svo að
kvikmyndin nær að halda athygli
áhorfandans allan tímann. Sam-
tölin eru að sama skapi frekar
stirðbusaleg og klisjulegar einnar
línu setningar, sem hafa eflaust átt
að kitla töffarataugina í áhorf-
endum, hitta ekki í mark. Jafn-
framt er þessi eilífa barátta góðs
og ills, þar sem vondu karlarnir
eru hreinræktaðir skúrkar og
góðu karlarnir hugrakkir písl-
arvættir, orðin frekar þreytt og í
raun með ólíkindum að jafn reynd-
ur handritshöfundur og Anders
Thomas Jensen, sem skrifaði
meðal annars Brødre, geti ekki
staðið að dýpri persónusköpun.
Leikstjóri myndarinnar, Kristi-
an Levring, er gamall Dogme 95-
leikstjóri, sem útskýrir mögulega
hví ýmislegt var eins klaufalegt og
raun ber vitni. The Salvation brýt-
ur nær allar tíu reglur hreyfingar-
innar, sem rann sitt skeið árið
2005 og var í raun mjög áhuga-
verð, en ein reglan segir til um að
tæknibrellur séu ekki heimilar.
Tæknibrellur viðkomandi myndar
eru einmitt frekar slæmar og
gervilegt eldhaf stingur til að
mynda í augu. Svokallaðar
„genre“-myndir eru að sama skapi
forboðnar, en vestrar eru klárlega
dæmi um slíkar myndir. Klipp-
ingin er engu að síður ágæt og fer
vel saman við línulegan söguþráð-
inn. Tónlistin í kvikmyndinni er
einnig góð og eykur gildi atrið-
anna án þess að draga of mikla at-
hygli til sín.
Cantona í kúrekastígvélum
Mads Mikkelsen er virkilega fær
leikari og heldur myndinni al-
gjörlega uppi. Hann hefur marg-
sýnt það, þá helst í kvikmyndinn
Jagten, hversu sannfærandi hann
er þegar kemur að því að túlka
angurværar persónur sem eiga í
innra stríði sem og ytra. Eva
Green, Mikael Persbrandt og Jeff-
rey Dean Morgan eru allt í lagi í
hlutverkum sínum, lítið meira en
það. Það vakti sérstaka athygli
hversu undarlega líkur Javier
Bardem sá síðastnefndi er. Sem
dyggur stuðningsmaður knatt-
spyrnuliðsins Manchester United
er ekki annað hægt en að vera
ánægður með að Levring hafi feng-
ið goðsögnina Eric Cantona í lið
með sér. Frakkinn fer með hlut-
verk skúrks sem gengur einfald-
lega undir heitinu Korsíku-
maðurinn og gengur hann iðulega í
skrokk á dönsku söguhetjunni.
Margt hefði mátt fara betur í
viðkomandi kvikmynd eins og kom-
ið hefur fram. Mikkelsen nær þó
engu að síður að fanga athygli
áhorfandans með góðum leik og
auðvelt er að finna til með persón-
unni, sem í bland við hæfilega
harðneskjulegt ofbeldið gerir
myndina sem heild að ágætis af-
þreyingu.
Valdsmannslegir Danir í Villta vestrinu
Kúrekar Jon, túlkaður af Mads Mikkelsen, þarf að taka á honum stóra sínum enda fautinn Delarue á eftir honum.
Smárabíó, Háskólabíó og
Borgarbíó Akureyri.
The Salvation bbbnn
Leikstjórn: Kristian Levring. Handrit:
Anders Thomas Jensen. Aðalhlutverk:
Mads Mikkelsen, Mikael Persbrandt,
Jeffrey Dean Morgan, Eva Green, Jonat-
han Pryce og Eric Cantona. 100 mín.
Danmörk, 2014.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
Sýningar Monty Python á úrvali
gamalla sketsa og söngatriða, með
þessum kunnasta grínhópi Breta,
hófust í O2 Arena í London fyrir
helgi. Seldist upp á fyrstu sýn-
inguna á aðeins 40 sekúndum og að
sögn breskra fjölmiðla fylltu gall-
harðir aðdáendur salinn; margir
hverjir klæddir eins og persónur í
sumum kunnustu atriðum hópsins
og fóru með línurnar um leið og
leikararnir.
Breskir gagnrýnendur eru sam-
mála um að sýningin sem hinir fimm
eftirlifandi meðlimir hópsins,
Cleese, Palin, Idle, Gilliam og Jones,
leika allir í ásamt fjölda aðstoð-
armanna sé einkum við hæfi þeirra
sem þegar séu aðdáendur og sé hún
ekki líkleg til að laða nýja að. Rýnir
The Telegraph gefur henni fjórar
stjörnur, segir sum atriðin aldrei ná
flugi en önnur, eins og hin kunna
sena með dauðum páfagauk, fylli-
lega vera aðgöngumiðans virði.
Rýnir Guardian er ekki eins hrifinn,
gefur sýningunni þrjár stjörnur og
segir hana ekki jafn góða og leik-
ritið Spamalot sem byggir líka á
gömlu efni Monty Python, en engu
að síður gangi hinir innvígðu glaðir
á braut að sýningu lokinni.
Fyndnir Félagarnir í Monty Python stilltu sér upp fyrir frumsýninguna. Frá
vinstri: Eric Idle, John Cleese, Terry Gilliam, Michael Palin og Terry Jones.
Sýning fyrir aðdáendurna
Tríó tromp-
etleikarans Ara
Braga Kárason-
ar leikur í kvöld
á djasskvöldi
Kex hostel. Auk
Ara eru í tríóinu
franskir tónlist-
armenn, söng-
konan Cyrille Ai-
meé og gítar-
leikarinn
Michael Valenau. Tríóið mun flytja
sígræn lög úr söngbók djassins, að
því er fram kemur í tilkynningu og
er aðgangur að tónleikunum
ókeypis.
Kex hostel er á Skúlagötu 28 í
Reykjavík.
Tríó Ara Braga leik-
ur djass á Kex
Ari Bragi
Kárason
Heiðar Kári
Rannversson,
dagskrárstjóri
Listasafns
Reykjavíkur,
leiðir í kvöld
göngu um úti-
listaverkin í Við-
ey, Friðarsúlu
Yoko Ono og
Áfanga eftir
Richard Serra.
Gangan hefst kl. 19.30 við Viðeyj-
arstofu og tekur um 90 mín. Leið-
sögnin fer fram á íslensku og er
ókeypis og öllum opin. Á þriðju-
dagskvöldum eru aukaferðir til
Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18.15
og 19.15. Siglt er frá Viðey kl. 22.
Leiðsögn um úti-
listaverk Viðeyjar
Listakonan
Yoko Ono
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
L
L
16
12
12
12
★ ★ ★ ★ ★
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND
MEÐ PAUL WALKER
ÍSL.
TAL
„Besta íslenska
kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir,
Fréttablaðið
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNINGKL. 9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 5:50 - 9 (P)
BRICK MANSIONS Sýnd kl. 10:40
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30
22 JUMP STREET Sýnd kl. 8
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8
TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 4
14
"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian