Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Ársskýrsla Hagstofunnar fyrirárið 2012 staðfesti að í aðlög-
unarferlinu, sem Ísland fór inn í
með umsókn sinni um aðild að Evr-
ópusambandinu, var unnið að að-
lögun Hagstof-
unnar.
Í skýrslunnisagði: „Veru-
legar breytingar urðu á rekstri
Hagstofunnar árið 2012 og jukust
umsvif talsvert vegna innleiðingar
á verkefnum, sem eru í aðgerðar-
áætlun með samningsafstöðu Ís-
lands í viðræðum um aðild að Evr-
ópusambandinu.“
Þar kom líka fram að kröfumESB um framsetningu þjóð-
hagsreikninga hefði verið mætt í
aðlögunarferlinu og að starfsemi
Hagstofunnar árið 2012 hefði mót-
ast af umsókninni um aðild Íslands
að ESB.
Þá kom fram að húsnæði og um-svif stofnunarinnar hefðu ver-
ið aukin vegna umsóknarinnar.
Í gær gaf Hagstofan út skýrsluum gæðaúttekt Evrópska hag-
skýrslusamstarfsins á Hagstofu Ís-
lands, en úttektin fór fram í sept-
ember í fyrra.
Í úttektinni er settur fram fjölditillagna um breytingar á starf-
semi Hagstofunnar og framsetn-
ingu gagna til aukins samræmis við
hagstofu Evrópusambandsins.
Og þar er enn farið fram á„aukna fjárveitingu til að upp-
fylla kröfurnar sem gerðar eru í
evrópska hagskýrslusamstarfinu“.
Er enn verið að vinna að aðlöguníslenska stjórnkerfisins að
stjórnkerfinu í Brussel?
Er aðlögunin
enn í gangi?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 11.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 9 rigning
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 9 heiðskírt
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 heiðskírt
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 17 skýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 17 skýjað
París 20 léttskýjað
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 25 léttskýjað
Berlín 25 léttskýjað
Vín 16 þrumuveður
Moskva 15 alskýjað
Algarve 27 léttskýjað
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 23 skýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:33 23:35
ÍSAFJÖRÐUR 2:54 24:24
SIGLUFJÖRÐUR 2:35 24:09
DJÚPIVOGUR 2:53 23:14
Björn Jónasson, fyrr-
verandi sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Siglu-
fjarðar, andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Fjallabyggðar á Siglu-
firði aðfaranótt 10. júlí,
69 ára að aldri. Björn
bjó á Siglufirði alla tíð
fyrir utan síðasta árið
þegar hann dvaldi á
heimili dóttur sinnar í
Garðabæ.
Björn fæddist 4. júní
1945 á Siglufirði og var
sonur Hrefnu Her-
mannsdóttur húsmóður og Jónasar
Bergsteins Björnssonar, skrifstofu-
og vigtarmanns.
Björn lauk gagnfræðaprófi frá
Reykholtsskóla í Borgarfirði 1963.
Hann nam við Vimmerby Folkhög-
skola 1964 og verslunar- og skrif-
stofustörf við Verzlunarskóla Ís-
lands 1965.
Björn starfaði að loknu námi hjá
Verzlunarfélagi Siglufjarðar hf. og
bæjarfógetaembættinu á Siglufirði.
Hann hóf svo störf við Sparisjóð
Siglufjarðar 1968 og starfaði þar
samfleytt til ársins 2003. Björn var
sparisjóðsstjóri frá 1979 til 2001.
Hann starfaði síðan sem innheimtu-
stjóri hjá RARIK frá 2005 til 2011.
Björn tók mikinn þátt í félags-
störfum. Hann var for-
maður Félags ungra
sjálfstæðismanna á
Siglufirði 1965-1980, í
stjórn SUS 1976-1980,
í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins
1989-1999, bæjar-
fulltrúi á Siglufirði og
í ýmsum nefndum frá
1974-1998. Forseti
bæjarstjórnar á Siglu-
firði 1987-1990, í stórn
Sambands íslenskra
sparisjóða 1986-2001.
Björn var sænskur
konsúll á Siglufirði frá 1982. Hann
var einn af stofnendum Kiwanis-
klúbbsins Skjaldar á Siglufirði 1971
og gekk í Frímúrararegluna 1981.
Þá var Björn í Karlakórnum Vísi
frá 1966 og í stjórn kórsins frá
1970. Hann var einnig í kirkjukór
Siglufjarðar frá 1984.
Fyrri kona Björns var Guðrún
Margrét Ingimarsdóttir (1945-
1976). Dóttir þeirra er Rakel, fædd
1965. Maður hennar er Thomas Jos-
ef Fleckenstein. Börn þeirra eru
María Lísa, fædd 1998, og Björn,
fæddur 2000. Seinni kona Björns
var Ásdís Kjartansdóttir (1948-
2013).
Útför Björns verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju 19. júlí kl. 14.00.
Andlát
Björn Jónasson, fyrr-
verandi sparisjóðsstjóri
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjavíkur, sem fram fór síðastlið-
inn miðvikudag, var samþykkt
breyting á deiliskipulagi Reykja-
víkurflugvallar. Í breytingunni felst
aukning á byggingarmagni flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar. Var einnig
samþykkt á fundinum að falla frá
grenndarkynningu, þar sem breyt-
ing á deiliskipulagi varðaði ekki
hagsmuni annarra en umsækjanda.
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykja-
víkur, segir þetta engu breyta þegar
komi að þeirri umræðu hvort flytja
eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
„Hér er einungis um að ræða flug-
stjórnarmiðstöðina, þaðan sem öllu
flugi um Norður-Atlantshafið er
stýrt. Þótt flugvöllurinn fari verður
þessi bygging þarna áfram því að
Isavia segir ekki möguleika á því að
færa þessa starfsemi,“ segir Hjálm-
ar og bendir á að framtíðarskipulag
Vatnsmýrarinnar verði því að laga
sig að starfseminni. khj@mbl.is
Samþykktu breytt deili-
skipulag flugvallarins
Teikning/THG Arkitektar
Stækkun Búið er að samþykkja breytingu á flugstjórnarmiðstöðinni. Heild-
arbyggingarmagn verður að hámarki 2.850 fermetrar í stað áður 2.600.
Skíðaferð til Flachau
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Skíðaparadísin Flachau liggur í allt að 2100 m hæð yfir
sjávarmáli, er með samtals 860 km af snjóhvítum skíðabrekkum
sem eru um 56 km langar. 15 skíðalyftur víðsvegar um svæðið
ferja gesti upp í spennandi brekkurnar sem eru við allra hæfi.
Fararstjórar: Sævar Skaptason & Bergþór Kárason (Beggó)
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli.
Rútuferðir til og frá hóteli innifaldar!
Sp
ör
eh
f.
24. - 31. janúar 2015