Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 12
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Mögnuð
glæpasaga sem
fær hárin
til að rísa
„... háskinn er rétt undir
THE COAST
JÓN GEIR JÓHANNSSON
Spennutryllir
sumarsins
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Raungengi krónunnar hefur styrkst
umtalsvert á árinu og hefur það auk-
ið kaupmátt almennings. Raungengi
er annað en skráð nafngengi. Styrk-
ist raungengið eykst kaupmáttur í
erlendum vörum. Eins og grafið hér
til hliðar sýnir hefur raungengið
styrkst mikið síðan botninum eftir
efnahagshrunið var náð árið 2009.
Íslenskur launamaður getur nú til
dæmis keypt fleiri evrur fyrir launin
sín en hann gat árið 2009 vegna
sterkara raungengis. Kemur sá
aukni kaupmáttur til dæmis fram í
aukinni sölu á raftækjum og bílum.
Haldi raungengið áfram að styrkj-
ast hefur það áhrif á þróun kaup-
máttar og gæti það haft áhrif á und-
irbúning kjarasamninga í haust.
Af þessu tilefni leitaði Morgun-
blaðið álits nokkurra sérfræðinga á
fjármálamarkaði um gengishorfur.
Geta endurfjármagnað skuldir
Már Mixa fjármálafræðingur tel-
ur vel heppnaða skuldabréfaútgáfu
ríkissjóðs í sumar batamerki.
„Skuldabréfaútgáfa í erlendum
myntum gengur nú vel og það sýnir
það sem margir hafa reyndar bent á
að það séu því ágætis líkur á að það
sé hægt að endurfjármagna stóran
hluta af erlendum afborgunum.
Þannig lækkar erlenda skuldastaðan
hægt og bítandi.“
– Hvaða áhrif gæti það haft á
raungengið ef endursamið verður
um afborganir erlendra lána?
„Það myndast þá aukinn stöðug-
leiki í skráningu íslenskrar myntar.
Það má þá búast við hægfæra styrk-
ingu krónunnar. Hagvaxtarhorfur
næstu ár eru nokkuð góðar og hag-
vöxtur verður samkvæmt þeim
meiri á Íslandi en í flestum ná-
grannaríkjum. Þær væntingar eru
sjálfsagt að stórum hluta nú þegar
komnar fram í gengi krónunnar. Ef
þær ganga eftir verður íslenska
krónan stöðug og mun jafnvel
styrkjast enn frekar.“
– Þannig að kaupmáttur
mun styrkjast frekar?
„Já. Það er einnig mikil-
vægt að væntingar verði
um stöðugleika. Seðla-
bankinn er að kaupa
gjaldeyri í stórum stíl til
að krónan styrkist ekki
frekar. Það er áhugavert
að bankinn sjái tækifæri
til að kaupa krónur vegna
sölupressu. Það dregur úr
þörfinni fyrir uppboð á
aflandskrónum, fyrir utan
hversu vel gengur nú með
skuldabréfaútgáfuna. Þessi
sviðsmynd er jákvæðari en ég bjóst
við í fyrra. Þá var ég í bjartsýna
hópnum,“ segir Már Mixa.
Hækki þegar slakinn hverfur
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, telur að-
spurður að tilefni sé til þess að ætla
að raungengið styrkist á næstunni.
„Mér finnst það eðlilegt. Venju-
bundið er að raungengi krónunnar
hækki samhliða því að slakinn hverfi
úr efnahagslífinu og spenna taki við.
Nú er reiknað með nokkuð hröðum
hagvexti hér á næstunni skv. opin-
berum spám, þ.m.t. okkar, og að
framleiðsluspenna myndist að nýju.
Í því ljósi ætti raungengið að hækka,
þ.e.a.s. ef þessar spár rætast.
Hins vegar er það skoðun pen-
ingastefnunefndar Seðlabanka Ís-
lands að núverandi raungengi sé
hæfilegt litið til næstu missera.
Merkir það í raun að hún vilji ekki
sjá verðlag hér á landi hækka meira
en orðið er umfram það sem það er í
samkeppnislöndunum, mælt á sama
gengi. Seðlabankinn hefur að vissu
leyti tæki til þess að hefta þessa þró-
un til skemmri tíma, m.a. með inn-
gripum á gjaldeyrismarkaði, en
bankinn hefur verið duglegur við það
undanfarið. Bankinn kemur ekki í
veg fyrir raungengishækkun til
lengri tíma en getur haft áhrif á það
með hvaða hætti hækkunin verður,
þá í gegnum verðbólgu eða í gegnum
nafngengishækkun,“ segir Ingólfur
sem telur að „litið til lengri tíma
[megi] reikna með því að raungengið
hækki hér að stórum hluta a.m.k.
með þeim hætti að verðbólgan verði
meiri en í helstu viðskiptalöndum“.
Hagfræðideild Landsbankans
spáir nokkuð stöðugu raungengi
næstu tvö til þrjú ár.
Morgunblaðið/Golli
Peningabúnt Raungengi krónu gaf mikið eftir í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Nú er það að styrkjast.
Raungengið er talið
munu styrkjast frekar
Gangi spár sérfræðinga eftir mun kaupmáttur aukast
Raungengi krónunnar 1960-2013*
Grunnur, 100, miðast við árið 2000
* Miðað við hlutfallslegt verðlag. Bráðabirgðatölur 2013. Heimild: Seðlabanki Íslands.
1960 2013
130
120
110
100
90
80
70
75,9
Júní
2014
83,9
98,8
1966
124,6
2009
70,0
Regína Bjarnadóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Arion
banka, telur að raungengið muni
halda áfram að styrkjast, eftir því
sem verðbólga er meiri á Ís-
landi en í helstu við-
skiptalöndum.
Spurð hvernig Arion banki
spái þróun raungengis á
næstu misserum segir Regína
að greiningardeildin geri ráð
fyrir áframhaldandi styrkingu.
Seðlabankinn muni spyrna á
móti því að nafngengið sveifl-
ist mikið með inngripum á
gjaldeyrismarkað. „[V]ið gæt-
um engu að síður séð ein-
hverja áframhaldandi styrk-
ingu á raungengi … Á meðan
verðbólga er meiri hér en í öðr-
um löndum mun raungengið halda
áfram að styrkjast að einhverju
leyti, en við sjáum varla mjög mikla
styrkingu ef nafngengið helst.
Nafngengið er hins vegar nokkuð
stöðugt.“
En hversu raunhæft er að raun-
gengið nái miðgildi síðustu 50 ára á
meðan höftin eru við lýði?
„Ég tel að raungengið geti vel
hækkað um 5-10%. Það hefur
styrkst um u.þ.b. 25% frá því að
það náði botninum og þar af um
heil 5% í ár. Ég tel því að raungeng-
ið muni halda áfram að styrkjast,
en að það verði einkum vegna meiri
verðbólgu hérlendis. Hversu mikil
sú styrking verður veltur hins vegar
á því hversu stöðugt nafngengið
helst.“
5-10% styrking er möguleg
SPÁ ARION BANKA UM ÞRÓUN RAUNGENGIS