Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu VILTU YNDIS- LESTUR? Spaugileg, pirrandi og ástrík samskipti NOTALEG SUMARLESNING ... VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í útlöndum berjast þjóðir í blóðugum styrjöldum til að sölsa undir sig land- svæði og ná vatnsbólunum. Á Íslandi virðist ætlun stjórnvalda þó á stund- um sú að losna við eitthvað af byggð- unum úti á landi, þaðan sem er örstutt í auðlindir sjávar. Þetta er einkenni- legt,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Örlar á skilningi Það eru viðsjár fyrir vestan vegna fólksfækkunar. Í Ísafjarðarbæ eru íbúar nú 3.639 og hefur því fækkað um 12% frá því fyrir áratug, þegar þeir voru 4.139. Skýringar þessarar fækk- unar eru sjálfsagt margar, atvinnulífið er valt og þó eru mikil umsvif í fiski og ferðaþjónustu. En það vantar meiri fjölbreytni, t.d. eitthvað svo að ungt fólk vilji í ríkari mæli skapa framtíð sína úti á landi. Umræðan um þetta er uppi á öllum tímum og í þjóðhátíð- arræðu 17. júní síðastliðinn gerði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra stöðu landsbyggðar að umtalsefni. Nefndi þar að nú byggu aðeins um 2% þjóðarinnar á Vest- fjörðum. Því væri eðlilegt að opinber störf dreifðust jafnar um landið. Þarna má segja að tónninn hafi verið gefinn fyrir því sem síðar varð; það er að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Samráð er skynsamlegt „Vissulega vekja orð forsætisráð- herra með okkur vonir um að nú sé hjá stjórnvöldum skilningur á mikil- vægi þess að byggja upp landið allt. Mér fannst örla á því þegar við sveit- arstjórnarmenn héðan úr Ísafjarðar- bæ ræddum við Sigurð Inga Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra nú í vor vegna málefna Þingeyrar,“ segir Gísli Halldór. Um flutning Fiskistofu segir hann að samráð við sem flesta hefði verið skynsamlegri leið en sú sem farin var. Í Fiskistofumálinu hafa ráðherrar lát- ið að því liggja að fleiri opinber störf verði flutt út á land í framtíðinni. Um það segir bæjarstjórinn í Ísafjarðar- bæ að undirstrika verði að enn sé ekk- ert í hendi. Góð tækifæri í því efni séu þó til staðar vestra, svo sem vinna í strandsvæðaskipulagi á Íslandi, einn- ig sé þar umsýsla í fiskeldismálum, unnið sé að hafrannsóknum, þar sé Rannsóknarsetur hamfara og Fjöl- menningarsetur. Háskólasetur og Þróunarsetur Vestfjarða hafi sannað sig og nærtækt sé að efla starfsemi stofnana sjávarútvegsins. Undir verndarvæng Háskólans á Akureyri sé vænlegt að byggja upp þann há- skóla hafsins sem nú sé kominn vísir að. „Það þarf að finna út úr því hvaða grunnstoðir og lagaramma þarf að styrkja til að færa virðisaukninguna af auðlindanýtingu inn á svæðið,“ segir Gísli Halldór. Verkefni en þráðurinn slitnar Ísafjarðarbær sótti nýverið um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og óskaði eftir að Byggða- stofnun ynni með sveitarfélaginu á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Ástæðan fyrir umsókn er, að sögn bæjarstjórans, að á öllum stöðunum er byggt á fiskvinnslu – það er fyrir- tækjum sem hafa verið í tvísýnni stöðu þar sem lítið má útaf bregða. Sjálfsefling þessara þorpa sé nauð- synleg, enda gæti hún leitt til nýsköp- unar og styrkingar innviða. Suður- eyri hafi náð lengst í slíkri sjálfseflingu og nokkur árangur hafi náðst á Þingeyri. Hvað Flateyri snerti telji menn þar möguleika til staðar, svo sem á sviði fiskeldis. Al- mennt þurfi þó styrkari stoðir. „Annars hafa frá aldamótum verið sett af stað ýmis verkefni er lúta að eflingu byggðar á Vestfjörðum, í samstarfi við stjórnvöld. Yfirleitt hef- ur þráðurinn slitnað fljótlega, ýmist vegna þenslu eða vegna kreppu, alltaf virðist ástæða til að skera niður upp- byggileg verkefni hér. Vestfjarða- nefndin kom með fjölmargar hug- myndir héðan árið 2007. Sumir býsnuðust yfir enn einni Vestfjarða- aðstoðinni. Það sem minna er ævin- lega fjallað um er að venjulega koma aðeins um 10-20% þeirra fjármuna sem í upphafi eru nefndir til sögunnar í slík verkefni,“ segir bæjarstjórinn og að síðustu: Verkefnin strikuð út „Þessari varnarbaráttu byggðanna hér líki ég stundum við kvikmyndina Groundhog Day. Við náum einhverju í gegn, störfum eða verkefnum, og svo hefst strax barátta við að halda í þau. Að kvöldi er búið að strika mest allt út vegna hagræðingar. Næsta dag hefst sama stríðið. Hér er komið upp lítilli útstöð, svo kemur krafa um hallalaus ríkisfjárlög og niðurskurð. Og þá er kannski, fyrir þann sem mannaforráðin hefur, auðveldara að segja upp manni fyrir vestan en þeim sem situr í næsta herbergi.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestfirðingur Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Gísli Halldór Halldórsson með Skutulsfjörð og fjallið Kubbinn í baksýn. Sama stríð næsta dag  Örlar á skilningi um mikilvægi landsbyggðar, segir bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar  Íbúum fækkað um 12% á áratug Framtíðin Á Suðureyri, frá vinstri talið, Kristín Ósk Jónsdóttir, Berglind Torfadóttir og Ingibjörg Torfadóttir sem heldur á Pétri Inga Jóhannssyni. Í bæjarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ í maí síðastliðnum var Í-listinn ótvíræður sigurvegari. Framboðið fékk 42,5% greiddra atkvæða og fimm menn kjörna í bæjarstjórn, það er hreinan meirihluta. Gísli Halldór Hall- dórsson var, áður en hann gaf kost á sér sem bæjarstjóraefni Í-listans, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í átta ár. Segist hann þar hafa verið ósammála ráðandi öflum um kvótakerfið. Sá ágreiningur hafi leitt til þess að áhrifafólk í hópi sjálfstæðismanna gerði ljóst að hann yrði aldrei bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. „Ég taldi mikilvægt að stefna á sæti bæjarstjóra til að vinna áfram að góðum málum í þágu Ísafjarðarbæjar. Og sem betur fer kom í ljós að meirihluti bæjarbúa var sammála mér og studdi það í kosningum. Það tala margir um – og hafa gert lengi – að þeim finnist flokkapólitíkin ekki eiga heima í sveitarstjórnarmálum. Ég held þó að flokkar geti alveg geng- ið upp í sveitarstjórnum. Spurningin er bara hvort fjórflokkarnir hafi nokkuð lagt áherslu á að vinna fyrir sveitarstjórnarstigið, hvort þeir hafi ekki bara notað þessi útibú sín sem hækjur til að safna fótgönguliðum.“ Var ósammála ráðandi öflum ÍSAFJARÐARLISTINN SIGRAÐI Í VOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.