Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar þremurísraelskumungmenn- um var rænt fyrir um það bil mánuði grunaði ef til vill fáa að sá atburður myndi leiða til þeirra hörm- unga sem nú blasa við. Þess í stað var talið að ungmenn- unum yrði skilað heilu og höldnu í skiptum fyrir nokkra palestínska fanga, en sú að- ferð hafði reynst Palestínu- mönnum ágætlega til þessa. Það var ekki fyrr en að lík drengjanna þriggja, sem höfðu verið svívirt fyrir og eft- ir andlátið, fundust að ljóst var að tilgangurinn var sá einn að egna fram hörð viðbrögð Ísr- aelsmanna og hleypa við- kvæmu ástandi í bál og brand. Sú ætlun hryðjuverkamann- anna virðist hafa tekist full- komlega, því að kröfur um hefnd smituðu út frá sér og leiddu til þess að palestínskur drengur var tekinn af mönnum sem vildu taka réttlætið í eigin hendur og myrtur á jafn öm- urlegan hátt og ísraelsku drengirnir þrír. Blóð kallar á blóð, og morð þessara fjögurra pilta hafa þegar dregið langan dilk á eftir sér, því að minnst sjötíu manns hafa fallið og um fimm hundruð til viðbótar eru særðir. Gera má ráð fyrir að bætist nokkuð við þá tölu á næstunni. Benjamín Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, telur sig ekki hafa önnur úrræði en að sýna fullan mátt Ísraels og reyna að koma þannig í veg fyrir fleiri mannrán og pynd- ingar á ísraelskum ríkisborgurum. Þá verður að teljast líklegt að um leið verði reynt að jafna um við hryðjuverkasamtökin Hamas, sem hafa ráðið öllu á Gaza- svæðinu um hríð og nýtt sér þau yfirráð til þess að skjóta eldflaugum linnulítið á Ísrael. Netanyahu telur að slík hegð- un megi ekki líðast lengur og má því allt eins gera ráð fyrir að landher Ísraela muni gera innrás í Gaza, dugi loftárásir ekki til. Það er eflaust engin tilviljun að mannránsmálin komu upp þegar Fatah-hreyfing Mahmo- uds Abbas og Hamas-sam- tökin voru við það að mynda sameiginlega stjórn, þar sem Hamas-liðar þurftu að gefa eftir ýmis mál og milda af- stöðu sína til Ísraelsríkis, nokkuð sem ekki allir innan þeirra samtaka gátu sætt sig við. Þau öfl beggja megin víg- línunnar sem engan frið vilja fyrir botni Miðjarðarhafs munu nú reyna að nýta sér þær aðstæður sem uppi eru og vítahringur ofbeldisins mun halda áfram. Sá hringur verð- ur ekki rofinn nema báðir að- ilar viðurkenni tilvistarrétt hins. Viðbrögð öfgaaflanna innan Hamas-samtakanna benda ekki til þess að slík lausn sé sjáanleg í bráð. Mannránsmálin fyrir botni Miðjarðarhafs munu draga illan dilk á eftir sér} Vítahringurinn heldur áfram Jafn öfugsnúiðog það virðist hefur birt nokkuð yfir David Came- ron, forsætisráð- herra Breta, þrátt fyrir að hann hafi orðið undir í slagnum um næsta forseta framkvæmdastjórnar ESB. Íhaldsflokkurinn virðist hafa grætt á því heima fyrir, að for- sætisráðherrann tók upp þykkjuna við kommissara Evr- ópusambandsins, jafnvel þó að á endanum hafi hann engu náð fram. Hluta af þessu má skýra með því að sumir fylgismenn UKIP hafi hrifist af framgöngu Camerons. Jafnframt náði Íhaldsflokkurinn að sameinast um andstöðuna við Jean- Claude Juncker. Kom það á besta tíma fyrir Cameron, en þingflokkur hans verður seint sagður hafa verið leiðitamur á kjörtímabilinu. Önnur útskýring á betra gengi Íhaldsflokksins væri sú að sam- kvæmt breskri hefð styrkjast stjórnarflokkar oft í könnunum eftir því sem nær dregur kosningum, auk þess sem horfur í efnahags- málum Bretlands eru mun betri en ESB-ríkjanna handan Ermarsundsins. Allt of snemmt er þó að bóka nokkuð um úrslit þingkosning- anna sem fram fara í maí á næsta ári. Skammt er í næstu prófraun Camerons, en ein- ungis eru um tveir mánuðir þangað til skoska þjóð- aratkvæðagreiðslan um sjálf- stæði fer fram. Segi Skotar já við þeirri tillögu gæti syrt aftur í álinn fyrir forsætisráð- herrann. Stundum eru vond tíðindi góð til heimabrúks} Íhaldið bítur í skjaldarrendur A ð jafnaði er ég frekar beinskeytt- ur í samskiptum. Ef það er eitt- hvað við fólk sem angrar mig, þá segi ég því það hreinskilnislega og held svo áfram eðlilegum sam- skiptum við það. Engin plott til að koma ein- hverju til skila sem kannski skilst en misskilst að öllum líkindum hrapallega. Í flugvélum breytist þetta allt. Fyrir það fyrsta gruna ég flugvallarstarfsmenn um sam- særi gegn mér. Mér er alltaf plantað við hlið- ina á albanskri ömmu með hökutopp og aldrei nálægt sætu stelpunum sem ég sá í röðinni inn í flugvélina. Hefur nokkur annars nokk- urn tíma setið handahófskennt við hliðina á sætri stelpu í flugvél? Nei, ég hélt ekki. Fljúga þær kannski á sérfarrými? Þar að auki veit ég aldrei hvernig ég á að takast á við flugbörn. Öskrandi börn eru allt í lagi. Það er eðlilegt að hnéhátt smáfólk sé skíthrætt þegar stálfugl- inn fer í spyrnu við ímyndaðan vin sinn til að dúndrast upp í 30.000 feta hæð. Kannski ættum við öll að vera hrædd. Það eru hins vegar sparkbörnin sem gera út af við mig. Og reyndar líka börnin sem kýla snertiskjáina í Ice- landairvélum. Takk, Icelandair. Skömmu eftir flugtak, þegar ofvirka skrímslinu fyrir aftan mig er farið að leið- ast, byrja spörkin að dynja á sætisbakinu. Hvernig tekur maður á svona löguðu? Eins og ég sagði, ef þú gerðir þetta við skrifstofustólinn minn (ég er allt að því klínískt viðkvæmur fyrir að fólk snerti stólinn minn) myndi ég slá þig utanundir, í huganum að sjálfsögðu, og biðja þig að hætta. Börn lúta öðrum reglum. Foreldrar voru fundnir upp til að hafa hemil á þessum skað- völdum. Ég velti fyrir mér hvort meðalfor- eldrið sé hreinlega svo fegið að fá stundarfrið frá litlu krúttmúttbollunni sinni að það taki ekki slaginn þó svo að barnið sé að eyðileggja daginn fyrir meðvirka manninum í sætinu fyrir framan það. Svo er spurning hvort það taki því að vera með vesen á klukkutíma löngu flugi. Kannski hættir barnið eftir smá- stund, hugsa ég. Það hættir aldrei. Er ég þá einhvern veginn búinn að hefða það að barnið megi bara gera líf mitt ömurlegt meðan á fluginu stendur? Hef ég tíu mínútna glugga til að stöðva þessa hegðun og þarf ég ellegar að afbera þetta það sem eftir lifir flugs? Hver er ábyrgð foreldra? Þarf ég að benda þér á að barnið þitt er ekki fært um að nota almenningssamgöngur og er óþolandi? Er þetta ekki eitthvað sem stendur í handbókinni sem fylgir þessum lífverum? Það er sagt að barneignir breyti manni. Það er aug- ljóst, vinir mínir hætta að taka myndir af skemmtilegum hlutum og spamma þess í stað Instagramið mitt með myndum af börnum að gera geðveikt venjulega hluti, eins og að maka barnamat framan í sig. Jeij. Ekki misskilja mig. Það er ekki það að ég þoli ekki börn. Börn eru snilld. Ég bara þoli ekki lélega foreldra. Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Seinfeldinn fljúgandi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðisstofnanir áNorðurlandi; það er áBlönduósi, Sauðárkróki,Fjallabyggð, heilsu- gæslustöðvarnar á Dalvík og Ak- ureyri og Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga, verða sameinaðar í nýja Heilbrigðisstofnun Norðurlands þann 1. október samkvæmt nýrri reglugerð. Ekki eru allir á eitt sáttir með hina nýju skipan. Byggðarráð Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín gegn samein- ingu heilbrigð- isstofnana á Norðurlandi og harmar setningu reglugerðar heil- brigðisráðherra um sameininguna. Þetta kemur fram í fundargerð ráðs- ins frá 10. júlí sl. Sveitarfélagið Skagafjörður á í viðræðum við heil- brigðisráðuneytið um að sveitarfé- lagið taki yfir rekstur Heilbrigð- isstofnunarinnar á Sauðárkróki. Byggðarráðið telur mikilvægt að setning reglugerðarinnar hafi ekki áhrif á viðræðurnar. Stefán Vagn Stefánsson, formað- ur byggðarráðsins, sagði að fljótlega eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti um væntanlega sameiningu heil- brigðisstofnana á Norðurlandi hefði Sveitarfélagið Skagafjörður óskað eftir viðræðum um að sveitarfélagið tæki yfir rekstur Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki. „Það eru fordæmi fyrir þessu. Heilsugæslan á Akureyri er með þjónustusamning við Sjúkratrygg- ingar og sama gildir á Hornafirði,“ sagði Stefán. Hann sagði málið hafa átt talsverðan aðdraganda með við- ræðum við ráðuneytið. Búið er að halda einn fund um yfirtökuna og á Stefán von á öðrum fundi, jafnvel í næstu viku. Áhyggjur af sameiningu Náist samningar um yfirtöku sveitarfélagsins á heilbrigðisstofn- uninni þá mun hún standa utan við sameinaða Heilbrigðisstofnun Norð- urlands, að sögn Stefáns. „Við, líkt og margar aðrar sveitarstjórnir, höf- um miklar áhyggjur af þessari sam- einingu,“ sagði Stefán. „Við höfum ekki séð neitt frá ráðuneytinu um hvernig þetta muni líta út. Við höf- um ekkert í höndunum um hvaða þjónusta á að vera á Sauðárkróki og hvaða þjónustustig stofnunin á að veita íbúum í Skagafirði. Við ákváðum að fara þessa leið til að tryggja að sú þjónusta sem við njót- um nú verði ekki skert meira en orð- ið er og frekar efld.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að hann hefði hitt flestar sveit- arstjórnir sem sameiningin snertir að máli. Auk þess hefðu embætt- ismenn haldið fundi með heima- mönnum. „Heilbrigðisráðherra kom á fund með sveitarstjórn hér fyrir áramót og tilkynnti okkur að hann hefði ákveðið að sameina heilbrigðisstofn- anirnar. Að mínu viti er það ekki samráð. Samráð er að menn setjist niður og finni lausn sem allir eru sáttir við og vinni út frá henni,“ sagði Stefán. Hann sagði að verkefn- ishópur, starfsmenn heilbrigðisráðu- neytisins, hefði einnig fundað með sveitarstjórnarmönnum. „Það kom ekkert út úr því. Þeir voru ekki með neitt í höndunum og gátu ekki sagt okkur hvaða þjónusta yrði á Sauð- árkróki eða hvernig þessi stofnun myndi líta út. Það hefur ekki verið haft neitt samráð við sveitarfélögin um hvaða þjónustu á að veita í Skagafirði, á Húsavík eða á Blöndu- ósi. Ég hef ekki séð stafkrók um hvernig þessi stofnun á að líta út. Við höfum áhyggjur af því.“ Sveitarfélagið Hornafjörður er með þjónustusamning við ríkið um rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands (HSSA). Samningurinn var endurnýjaður í ársbyrjun og gildir til 2016. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, sagði að fyrirhuguð sameining heilbrigðisstofnana á Suðurlandi ætti ekki að breyta neinu á meðan samningurinn er í gildi. HSSA verður formlega hluti af hinni nýju Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSSA, skrifar á síðu HSSA að hún telji kosti samningsins ótvíræða. Hann auðveldi m.a. samnýtingu starfsfólks á bæjarskrifstofum og auki samfellu í þjón- ustu. Kostirnir ótvíræðir HORNAFJÖRÐUR REKUR HEILBRIGÐISSTOFNUN Ljósmynd/Óli Arnar Sauðárkrókur Skagfirðingar hafa áhyggjur af framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Stofnunin rekur bæði sjúkrahús, heilsugæslu og dvalarheimili á Króknum. Skagfirðingar vilja heilbrigðisstofnunina Stefán Vagn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.