Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 26

Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Betina Eikarskenkur kr. 151.700 Porgy stóll kr. 17.900 House Doctor Loftljós kr. 24.900 UNFURL Svefnsófi kr. 109.000 YUMI Eldhúsborð kr. 79.800 Gina stóll kr. 19.900 Jordan - Svalur sófi með breitt bak 212 cm kr. 206.900 / 242 cm kr. 234.700 Sögnin vara við hefur víðari merkingu en enska sögnin warn (íensku getur hún merkt tilkynna, láta vita). Fréttamenn farastöku sinnum frjálslega með þetta. Dæmi: „Obama varaðiVladimír Pútín við því að alþjóðasamfélagið þyrfti að færa fórnir ef Rússar myndu ekki kveða herlið sitt heim frá Krímskaga.“ [Hér er líka ruglast á sögnunum kveða og kveðja.] En það er annað við sögnina vara við. Stundum fylgir henni neitun og stundum ekki þó merkingin sé sambærileg. Dæmi úr þjóðsögum: „Hann varar menn við að ganga í steininn mikla.“/ „Varar hann hana við að taka ekki tappann úr leggnum.“ Það úir og grúir af rökleysum í málinu. Menn segja til dæmis „ekki ósjaldan“ þó merkingin eigi að vera „ekki sjaldan“, þ.e. oft. Það getur verið beinlínis lífshættulegt að taka tungumálið bókstaflega. Svava Jakobsdóttir sýndi fram á það í smásögunni Gefið hvort öðru. Þar bað maður um hönd stúlku. Og hún gaf honum hönd sína með því að höggva hana af sér. Líkt og Svava Jakobs- dóttir boðaði nýjan tíma með smásögum sínum á 7. áratugnum var Sigurður Nordal módernisti annars áratugar síðustu aldar. Prósaljóðið Hel frá 1919, um hinn eirðarlausa snilling Álf frá Vindhæli, virðist hafa haft mikil áhrif á tímamótaverkin Bréf til Láru og Vefarann mikla frá Kasmír. Í síðasta hlutanum segir hin volduga Hel: „Vesalings börn! Farfuglar sem leitið sokkinna landa – stefnið að ströndum sem eru ekki risnar úr sæ, þráið kóraleyjar sem enn eru á mararbotni.“ Hel mun ekki hafa selst mikið á sínum tíma, kannski (eins og glögg- ur maður sagði) vegna þess að verkið olli engum deilum, ólíkt Bréfi til Láru og Vefaranum frá Kasmír. Sögnin vaka virðist stundum í fornu máli merkja það sama og vakna. Í Droplaugarsona sögu segir Grímur Droplaugarson við Helga Ás- bjarnarson sem sefur við hlið konu sinnar: „Vaki þú, Helgi, fullsofið er.“ En síðan lagði Grímur sverðinu á Helga svo að stóð í gegnum hann. Helgi mælti: „Vaki sveinar í seti, maður vegur að mér.“ Benedikt Sveinsson þingforseti (afi þeirra Halldórs Blöndal og Benedikts Jóhannessonar) brá stundum fyrir sig fornmáli, enda Þing- eyingur og útgefandi fornsagna. Á næturfundi á alþingi árið 1928 lagð- ist þingmaður Húnvetninga fram á borðið og sofnaði. Þingforseti varð var við þetta og sagði við þingsvein: „Far þú, ungur sveinn, að þing- manni þessum og greið honum pústur nakkvarn að hann megi vaka.“ Annar Þingeyingur og miklu yngri ólst upp við fornsögur. Hann átti að fylgja gesti upp á veg. Sá fór einhverjar krókaleiðir sem barninu líkaði ekki: „Eigi skulum við þvermóast þetta lengur, frændi, heldur leita gatna.“ Höldum okkur við Norðurland. Á Akureyri spurði ungur Reykvík- ingur afgreiðslustúlku við bílalúgu: „Áttu sundsmokka?“ Eftir dálitla leit og vandræðagang sagðist stúlkan ekki eiga sundsmokka. „Ha, sundsmokka! Ég var að biðja um Sunnudagsmogga.“ „Áttu sundsmokka?“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Íkjölfar hrunsins töldu margir að sá atburður mundihafa grundvallaráhrif til breytinga á hugarfarifólksins í landinu, verðmætamati okkar og afstöðutil þess hvað skipti máli í lífinu. Það var ekki frá- leitt að ætla að það gæti gerzt. Örlagaríkir atburðir í lífi einstaklinga hafa slík áhrif eins og margir þekkja af sjálf- um sér. Ótímabær andlát og alvarleg veikindi breyta af- stöðu fólks til umhverfis síns. Náttúruhamfarir geta haft sömu áhrif. Eldgosið í Vest- mannaeyjum hefur haft varanleg áhrif á líf fólksins sem þar bjó og varð að yfirgefa heimili sín í flýti þá nótt og mun marka lífs fólksins sem þar býr nú og eftirkomenda þeirra um langa framtíð. Hið sama má segja um snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík. Tvær heimsstyrjaldir á 20. öldinni hafa haft varanleg áhrif á sálarlíf Þjóðverja. Þeir fara fram af varkárni og eru tregir til þátttöku í hernaðaraðgerðum og leita enn svara við þeirri spurningu, hvernig hámenntuð menning- arþjóð gat komið fram við gyðinga á þann veg, sem gert var. Kannski er of snemmt að staðhæfa nokkuð um það hvort og þá hvaða áhrif hrunið hef- ur haft á sálarlíf okkar Íslendinga. Það er ljóst að við sem þjóð misst- um sjálfstraustið um skeið, það sjálfstraust, sem veitti okkur kjark til að stofna eigið lýðveldi og vilja standa á eigin fótum. Sumir töldu ráðlegt að hlaupa í skjól Evr- ópusambandsins. Kannski verður tímabært að gera þetta upp á 10 ára afmæli hrunsins 2018, þegar við höldum upp á 100 ára afmæli fullveldisins, sem við fengum 1. desember 1918. En getur verið að það sjáist vísbendingar um að við séum að ganga of hratt um gleðinnar dyr á nýjan leik? Einu sinni var útrásaræði. Við vitum öll með hvaða ósköpum það endaði. Þó er það svo að grunnhugmyndin um útrás frá eyjunni okkar hvítu var ekkert fráleit. En hún fór úr böndum. Nú er hótelæði. Það á alls staðar að byggja hótel. Hótel, hótel, hvert sem litið er. Það er jafnvel farið að breyta verzlunarrými í miðborginni í gistirými. Þó er það svo að tízkustraumar í ferðalögum geta beinzt frá löndum eins og til þeirra – og hvað þá? Fasteignir hækka og hækka í verði. Enn eru engar um- ræður að ráði um það að hér sé að verða til fasteignabóla. En er það ekki augljóst? Hafa þau umskipti orðið í efna- hagslífi þjóðarinnar að þau skýri hina miklu hækkun á verði fasteigna? Eða er skýringin bara sú að fjármagn bæði lífeyrissjóða og annarra sé að keyra upp fast- eignaverð af því að það hefur ekkert annað að leita? Hér var á ferðinni á dögunum áhrifakona frá Banda- ríkjunum, sem hitti að máli stjórnmálamenn, embættis- menn, sérfræðinga og fólk úr viðskiptalífinu. Hún heyrði ekkert nema ógurlega bjartsýni á öllum vígstöðvum. Minnir það ekki eitthvað á 2007? Þegar einn viðmælandi þessarar konu hafði orð á því, að hinn almenni borgari á Íslandi yrði ekki var við þessa miklu velgengni, kvaðst hún einmitt hafa velt þessu fyrir sér, þegar hún hefði tekið leigubíl á milli borgarhverfa og þurft að borga 20 dollara fyrir. Það fannst henni dýrt og er þó í vel launaðri stöðu vestanhafs og spurði sjálfa sig hvort almenningur á Íslandi hefði virkilega efni á svona dýrum leigubílum. Það kvað við gamalkunnan tón í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu á dögunum um hvað mikil eftirspurn væri eftir skuldabréfum íslenzka ríkisins á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Sá tónn var fastur þáttur í slíkum fréttatilkynningum og álitsgerðum greiningadeilda bank- anna á árinu 2007 og fyrr. Getur verið að eftirspurnin hafi verið svona mikil vegna þess að það er lítið um ávöxtunar- möguleika fyrir fé á heimsbyggðinni nú um stundir og fjárfestar þess vegna tilbúnir til að taka áhættu, sem þeir hefðu ekki tekið ella? Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðhera talar opið um að selja hlut af hlut ríkisins í Landsbanka Íslands og takmarka kannski hlut einstakra aðila við 10- 20%. Er það skynsamlegt? Það hefur engin raunveruleg breyting verið gerð á löggjöf um bankana frá hruni. Það hefur eng- in afstaða verið tekin til grundvall- aratriða á borð við það, hvort banna eigi viðskiptabönkum að stunda fjárfestingar- bankastarfsemi. Það hafa engar umræður farið fram um það hvort bankarnir séu kannski alltof stórir og þar með alltof dýrir fyrir þetta litla samfélag. Það hafa engar um- ræður farið fram um það hvernig eigi að koma í veg fyrir að einkavæddir bankar hefji sama leikinn á ný. Það veit enginn hvert framtíðareignarhald á tveimur bönkum af þremur verður, þ.e. þeim tveimur bönkum, sem vinstristjórnin einkavæddi án umræðna. Er ekki bara skynsamlegt að Landsbankinn verði í ríkiseigu um skeið, þar til þjóðin hefur náð áttum betur en nú blasir við? Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Þetta sagði Grímur Thomsen í einu djúpvitrasta ljóði, sem ort hefur verið á íslenzka tungu á seinni öldum og á jafnvel betur við nú en þegar það varð til. Það er hægt að bregðast við hruninu haustið 2008 með því að vinna markvisst að því að endurreisa það samfélag sem hér var orðið til 2007, byggja hvert stórhýsið á fætur öðru, selja allt sem hægt er að selja og hylla stórfyrir- tækin, sem birta gífurlegar hagnaðartölur, sem lítil inni- stæða reyndist að vísu vera fyrir, þegar upp var staðið. En það er líka hægt að læra af reynslu annarra þjóða, sem hafa orðið fyrir miklum áföllum og dregið rétta lær- dóma af þeim. Af glæsivöllum samtímans Hefur fólk hér efni á að borga 20 dollara fyrir leigubíl milli hverfa spurði furðu lostin bandarísk áhrifakona. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ekki fer fram hjá neinum, aðheimsmeistamótið í knatt- spyrnu fer um þessar mundir fram í Rio de Janeiro og fleiri borgum Bras- ilíu. Borgarheitið merkir Janúar- fljótið, því að portúgalskir landkönn- uðir, sem sigldu 1. janúar 1502 inn í Guanabara-flóa, sem borgin stendur við, héldu, að þeir væru komnir í fljótsmynni. Einn þeirra var Amerigo Vespucci, sem Ameríka tekur nafn eftir. Sjálft landið Brasilía dregur nafn af rauðviðartegund, sem notuð er í liti, og mætti því nefna það Rauð- viðarland. Færum við þá að fordæmi Konráðs Gíslasonar, sem reyndi að íslenska erlend staðarnöfn og nefndi til dæmis Buenos Aires Góðviðru (bókstafleg merking á spænsku er Gott loft) og Ecuador Miðgarðaríki (en það liggur um miðbaug). Brasilía, rauðviðarlandið, er líka iðulega nefnd framtíðarlandið, en gárungarnir bæta við, að svo eigi eft- ir að vera lengi. Rio de Janeiro er kunnasta og fegursta borg landsins, og um hana er frægt skrúðgöngulag, „Cidade Maravilhosa“, Yndisfagra borg, sem tónskáldið André Filho samdi fyrir kjötkveðjuhátíðina 1935. Dansa léttklæddar, þeldökkar stúlk- ur jafnan hraða sömbu við það lag á hátíðinni. Annað og enn frægara lag frá borginni heitir „Garota de Ipanema“, stúlkan frá Ipanema. Það er rólegt og kliðmjúkt bossa-nova-lag og flétt- að inn í textann munúð og söknuði eftir því, sem aldrei varð. Tildrög voru, að árið 1962 sátu tónskáldið Antônio (Tom) Carlos Jobim og ljóð- skáldið Vinicius de Moraes iðulega saman að bjórdrykkju á veitinga- staðnum Veloso á mótum Rua Montenegro og Rua Prudente de Morais í Ipanema, einu strandhverfi Rio de Janeiro. Á hverjum degi gekk fram hjá þeim á ströndina ung og falleg stúlka, sem hreif þá svo, að þeir hripuðu á munnþurrku um hana ljóð og lag. Nú heitir veitingahúsið, þar sem þeir sátu, Garota de Ipan- ema, og Rua Montenegro hefur skipt um nafn og heitir Rua Vinicius de Moraes. Alþjóðaflugvöllurinn í Rio de Janeiro er nefndur í höfuðið á Tom Jobim. Frank Sinatra hefur með miklum ágætum sungið lagið í lauslegri, enskri þýðingu og annarri útsetn- ingu, en hér er íslensk þýðing fyrstu vísunnar eftir Kristján Hrafnsson rithöfund, sem hann gerði að mínu frumkvæði með hliðsjón af portú- galska frumtextanum: Brún á hörund, hýreyg, töfrandi, heit af Ipanema-sólinni, öllum ljóðum fegri fer hún hjá, – fer hjá. Vitað er, hver stúlkan frá Ipan- ema er. Hún heitir Heloísa Eneida Menezes Paes Pinto og kemur oft fram í brasilísku sjónvarpi. Hún var sautján ára, þegar lagið var samið, en verður sjötug á næsta ári. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Stúlkan frá Ipanema

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.