Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 ✝ Kristín Gunn-arsdóttir fædd- ist 12. ágúst 1954 í Bolungarvík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 30. júní 2014. Kristín var dótt- ir hjónanna Helgu Guðmundsdóttur frá Blesastöðum á Skeiðum, f. 17. maí 1917, og Gunnars Hjartar Halldórssonar frá Bol- ungarvík, f. 30. maí 1924, d. 28. maí 2007. Systkini Kristínar eru 1) Agnar Halldór, f. 23. jan- úar 1953. Hann er kvæntur séra Döllu Þórðardóttur, f. 21. mars 1958, og eiga þau tvo syni, Trostan og Vilhjálm. 2) Ósk, f. 26. desember 1956. Dóttir hennar er Agnes Vero- nika. Kristín giftist hinn 28. sept- ember 1974 Benedikt Kristjáns- syni, f. 19. september 1952. Foreldrar hans voru hjónin dóttur er Benedikt, f. 2002. 3) Aron Ívar, f. 2. janúar 1995 Kristín vann á unglingsárum ýmis störf, fyrst í fiskvinnslu og síðar skrifstofustörf. Kristín og Benedikt ráku verslanir undir nafninu Vöruval á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík í nær fimmtán ár frá árunum 1985 til seinni hluta ársins 1999. Kristín tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Ísafirði í desember 1985 og var í fyrsta hópi nem- enda sem útskrifaðist frá öld- ungadeild skólans. Hún lauk kennararófi frá Kennarahá- skóla Íslands árið 1996 og var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist frá KHÍ í fjarnámi. Kristín kenndi við Grunnskóla Bolung- arvíkur til ársins 2003. Kristín og Benedikt fluttu ásamt yngsta syninum, Aroni Ívari, til Keflavíkur í janúar 2003. Krist- ín var kennari við Heiðarskóla í Keflavík frá þeim tíma. Kristín fékk námsleyfi haustið 2012 en gat ekki lokið því vegna veik- inda og auðnaðist ekki að snúa aftur til starfa. Kveðjuathöfn var frá Kefla- víkurkirkju 4. júlí 2014 kl. 13. Útför Kristínar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 12. júlí 2014, kl. 14. Ketilríður Jakobs- dóttir frá Reykja- firði, f. 22. desem- ber 1921, d. 24. nóvember 1982, og Kristján Karl Júl- íusson kennari, f. 17. júní 1913, d. 6. júní 1973. Börn Kristínar og Bene- dikts eru 1) Ragn- hildur Helga, f. 27. febrúar 1973. Maki Ragnhildar er Hagbarður Mar- inósson, f. 4. ágúst 1973. Þau eru búsett í Bolungarvík. Börn þeirra eru: Gunnar Hjörtur, f. 1995, Kristín Helga, f. 1999, Katla Salome, f. 2007 og Mar- inó Steinar, f. 2009. 2) Kristján Heiðberg, f. 11. ágúst 1977. Maki Kristjáns er Ásdís Ósk Viggósdóttir, f. 10. september 1980. Þau eru búsett í Reykja- vík. Börn þeirra eru Gabríel Heiðberg, f. 2003, Eydís Ósk, f. 2004 og Kristín Líf, f. 2011. Sonur Kristjáns og Hildar Páls- Elsku hjartans Stína mín hef- ur kvatt okkur allt of fljótt. Því fáum við ekki ráðið. Ég gæti skrifað heila bók um lífshlaup okkar. Mér er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa kynnst þér og átt með þér yfir fjörutíu dásam- leg ár. Það bar aldrei skugga á okkar hjónaband sem var farsælt og innihaldsríkt, en í september nk. eigum við fjörutíu ára brúð- kaupsafmæli. Þú gafst mér svo mikið. Þú áttir auðvelt með að hrífa aðra með þér, enda naustu virðingar hvar sem þú varst, þ.á m. samkennara og nemenda í skólunum sem þú kenndir við í Bolungarvík og Heiðarskóla í Keflavík. Það var alveg sama hvar þú komst eða varst, þú varst svo góð og skemmtileg. Þér var einni lagið að halda uppi sam- ræðum og segja sögur þannig að allir skemmtu sér vel af frásögn- um þínum. Við trúlofuðum okkur 16. maí 1972. Þú minntir mig gjarnan á hvaða dagur væri og þú sagðir að þessi dagur væri líka afmælis- dagur Kristínar ömmu þinnar. Eina sögu vil ég segja sem er frá okkar unglingsárum, við þá bæði í Grunnskóla í Bolungarvík. Ég var í sjöunda eða áttunda bekk og þú tveimur bekkjum á eftir mér. Pabbi var kennari við skól- ann. Þá tíðkaðist að fara heim í hádegishlé. Fórum við strákarnir oft með honum í bílnum. Þú ásamt tveimur bekkjarsystrum varst að labba heim til þín, fram hjá húsinu okkar, Vitastíg 8. Pabbi kallar til þín: „Stína mín, ég er hér með hlut sem mig lang- ar að gefa þér. Ég ætla að gefa þér hann Benna minn.“ Hvað var kallinn að gera, ráðstafa mér unglingnum? Já, hann var að því en auðvitað þekktumst við, alin upp í sama þorpinu og gengum í sama skóla. Þú sagðir þessa sögu stundum og minntir mig líka stundum á hana. Ég fór til Reykjavíkur í nám eftir að hafa safnað fyrir því um sumarið á sjó og í frystihúsinu. Ég kom svo heim 1971 um haustið og þá varst þú að vinna á skrifstofunni hjá EG. Þá kynntumst við. Við eign- uðumst Ragnhildi Helgu í febr- úar 1973 og Kristján Heiðberg í ágúst 1977 og yndislegan dreng, Aron Ívar, sem fæddist í janúar 1995 sem við fengum inn í líf okk- ar 1997. Við Aron munum spjara okkur og við öll fjölskyldan, börnin og barnabörnin halda minningu þinni á lofti. Við áttum yndislegt og fallegt heimili í Bol- ungarvík, í Heiðarbrúninni sem við byggðum sjálf, og bjuggum þar þar til við fluttum til Kefla- víkur í janúar 2003. Ég hóf störf hjá Samkaupum og þú fórst að kenna við Heiðarskóla, skólann sem Aron gekk í. Starfsfólk Heiðarskóla hefur hlotið kærleiksviðurkenningu Reykja- nesbæjar. Eftir að þú veiktist í námsleyfinu þínu hefur sam- ferðafólkið í Heiðarskóla haldið utan um okkur eins og margir aðrir. Þau tóku garðinn okkar í gegn eitt sumarið og bökuðu fyr- ir okkur fyrir jólin og komu í heimsóknir til þín reglulega. Þeim eru færðar þakkir, sem og hjúkrunarfólki á D-deild HSS fyrir einstaka umönnun og hlýju í okkur garð. Ég mun sakna þín mikið og við öll. Þú varst yndisleg eiginkona, móðir og amma, og yndisleg per- sóna sem verður saknað alla tíð. Nú ertu farin til hins hæsta höf- uðsmiðs himins og jarðar. Megir þú hvíla í friði. Þinn elskandi eiginmaður, Benedikt (Benni). Elsku mamma mín kvaddi okkur fjölskylduna aðfaranótt 30. júní sl. Eftir að við fluttum til Keflavíkur, ég þá 8 ára, fór ég í Heiðarskóla, sem mamma mín kenndi við. Mamma vissi alltaf hvað ég átti að gera ef ég lenti í vandræðum með eitthvað eins og t.d. í skólanum, vinnunni eða fé- lagslífinu. Hún var jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún og pabbi ólu mig upp og gáfu mér yndisleg systkini, Ragnhildi og Kristján, og bestu frænkur og frændur sem til eru í heiminum. Það var alltaf hægt að tala við mömmu um allt í lífinu, hún hafði alltaf svör við öllu. Mamma var líka ein af þeim manneskjum sem hafði svo gott og yndislegt skopskyn og kom öllum til að hlæja. Það var alveg sama hvort það var heima eða í vinnunni eða hvar sem hún var. Mamma vildi alltaf það besta fyr- ir börnin sín og barnabörn og vildi alltaf gefa okkur öllum ham- ingju og gleði. Mamma er mjög rík að hafa átt okkur börnin sín, barnabörnin og pabba. Hún sýndi alltaf mikið stolt og vildi framgang okkar allra sem mest- an. Við erum svo stolt af því að geta kvatt mömmu með þeirri virðingu sem henni sannarlega ber. Mamma var þekkt af öllum mínum skólafélögum og vinum sem skemmtilega og glaðværa mamman hans Arons Ívars sem alltaf bauð upp á mjólk og kökur eftir að við höfðum verið að leika okkur úti. Mamma og pabbi vildu alltaf að heimili mitt væri ávallt opið fyrir vini mína sem það er. Fyrrverandi nemendur hennar í Heiðarskóla hafa sagt mér að mamma hafi verið besti kennar- inn sem þau hafi haft. Mamma var einstakur kennari sem naut virðingar nemenda sinna og hún kunni að láta nemendur hlýða og læra. Mamma vildi eiga minning- ar og var oft að taka myndir eða láta taka myndir af öllum saman, klippa þær út og raða í stóra ramma sem eru heima. Nú eru það bara myndir og minningar sem við eigum eftir og henni verður aldrei gleymt. Mamma og pabbi vildu að ég fengi sama tækifæri og systkini mín að kynnast framandi menn- ingu og siðum í öðrum löndum. Ég fór sem skiptinemi á vegum AFS daginn eftir að mamma fór í aðgerð í febrúar í fyrra. Það var erfitt að kveðja hana á sjúkra- húsi og vera að fara til Brasilíu í nær eitt ár. Við höfðum alltaf samband á facebook og töluðum saman með vissu millibili eins og við vildum hafa það. Það var styrkur fyrir mig að vera í fjar- lægu landi að fylgjast með mömmu vera að sigrast á mein- inu og líka eftir að ég kom heim. Allt var á uppleið og við sáum fram á að þessu stríði lyki með sigri hennar og okkar. Það fór þó á annan veg. Viku áður en mamma kvaddi greindist hún með annað mein sem ekkert varð við ráðið. Mér var brugðið við þetta allt og trúði ekki neinu sem að var sagt við mig um örlög hennar mömmu, innan nokkurra daga var hún hætt að geta talað en heyrði allt sem við sögðum við hana. Við vorum hjá henni öll fjölskyldan talandi og haldandi í höndina á henni mömmu þangað til kom að kveðjustund. Ég mun alltaf elska mömmu mína, pabba og alla fjölskylduna. Í mínum huga er nú stór hola og skarð höggið í fjölskylduna allt of fljótt sem ekki verður fyllt. Þinn einlægi sonur, Aron Ívar. „Hvað segirðu gullið mitt,“ mamma var komin í heimsókn, einu sinni sem oftar til að kíkja á krakkana. Elsku mamma, ég trúi ekki að þú sért farin. Ég er þér óendanlega þakklátur fyrir ynd- islega æsku, öll pylsupartýin á afmælinu mínu og ég mátti alltaf bjóða eins mörgum og ég vildi, ferðalögin til sólarlanda og allar þær ógleymanlegu stundir sem við áttum, þú varst alltaf svo góð við mig. „Þessi er ekki með lauk,“ mig langaði ekki í lauk. Þú stjanaði endalaust við mig og alltaf gat ég pantað uppáhalds- matinn minn. Eftir að þið pabbi og Aron fluttuð suður varstu dugleg að koma í heimsókn, stundum með pabba, stundum ein, kíkja á krakkana, aðeins að renna við. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, þú spurðir stundum, „ertu ekkert leiður á að keyra Kristján minn?“ „Nei, mér líkar þetta vel.“ „Já, þetta er ekta fyrir þig, vera á ferðinni.“ Eftir að þú veiktist var ég viss um að þú myndir jafna þig fljótt, ég trúði aldrei öðru, en svo veiktist þú meira, og þetta varð mjög óraun- verulegt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með þér síðustu dagana, vorum öll í Keflavík, öll fjölskyldan, barna- börnin að leika, allir að hafa það gott í húsinu, eins og þú vildir hafa það. Mamma, ég sakna þín svo mikið, guð geymi þig. Þinn sonur, Kristján Heiðberg. Elsku hjartans mamma mín, ég trúi því ekki enn að ég sitji hér og skrifi þessi orð til þín. Ég sakna þín meira en orð fá lýst og það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú sem varst svo lífs- glöð og hamingjusöm, alltaf eitt- hvað að gera eða plana, alltaf með nokkrar peysur á prjónun- um, eða kjóla í hönnun. Þú elsk- aðir okkur öll svo mikið, svo stolt af krökkunum hvað þau eru öll dugleg að læra, og ekkert smá montin að eiga þrjú börn á vor- tónleikunum sem þú komst á núna í vor. Gunnar á píanó, Kristín að syngja og Katla á fiðl- una. Þú sagðir alltaf þegar við töluðum saman í símann, ég þarf aldrei að spyrja hvort hann Mar- inó þinn sé heima, ég heyri svo vel í honum. Það verður skrítið að fá ekki símhringingu frá þér á laugardags- og sunnudags- morgnum. Ég hringdi alltaf í þig ef mig langaði til að segja þér eitthvað eða spyrja þig út í, mað- ur fær alltaf svör hjá mömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað verið með þér þínar síð- ustu tvær vikur á sjúkrahúsinu þegar þú varst orðin mjög veik, dag og nótt, þær voru hverrar mínútu virði. Þú varst svo ánægð að hafa mig og þú varst alltaf að monta þig af mér við hjúkkurnar, hvað ég væri nú flink og natin og dugleg að vakna með þér á næt- urna því ég væri í svo góðri þjálf- un með börnin. Síðustu dagana þína þá vorum við Ogga báðar hjá þér og við sögðum að við yrð- um bara að ímynda okkur að nú værum við í stelpuferð saman í flatsæng og spjölluðum, hlógum og grétum. Elsku mamma mín, hvernig getur maður þakkað nóg fyrir allt sem þú og pabbi hafið gefið mér, yndislega barnæsku, bræð- ur mína Kristján og Aron, allt andlega fóðrið, öll ferðalögin okkar saman, öll dressin sem þú saumaðir á mig fyrir diskóin, all- ar plöturnar og dótið sem ég fékk endalaust að panta upp úr vörulista og við höfum svo oft hlegið að. Þú hefur verið til staðar fyrir mig þegar ég eignaðist börnin mín, stjanað við okkur þegar við komum að heimsækja ykkur í Keflavíkina og minningin um morgunteið okkar sem gat tekið næstum allan morguninn. Og þegar ég fór aftur heim kviðum við því, því við vissum að við myndum gráta svo mikið. Síð- ustu dagana þína hreiðruðum við fjölskyldan öll um okkur í Grænagarðinum. Við vonuðumst til að þú kæmist aðeins heim en því miður varð það ekki að veru- leika. Þú varst svo glöð í hjarta þínu að eiga svona góða og fal- lega og samrýnda fjölskyldu. Ég veit þú fórst með fallega mynd í huga þér, mynd af okkur öllum heima, pabbi að grilla, búið að kveikja upp í arninum og við öll saman í flottu stofunni þinni, litlu krílin á trampólíninu og hundurinn Tryggur á túninu. Svona stundir munum við reyna að eiga sem oftast og við munum passa vel hann Aron okkar sem er svo mikið gull og þú varst svo endalaust stolt af. Elsku mamma mín, nú hefur þér verið ætlað annað hlutverk, ég veit að afi og hundurinn okk- ar, hún Tinna, eru búin að taka á móti þér. Ég mun sakna þín Kristín Gunnarsdóttir ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SNORRI GARÐARSSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri, Kársnesbraut 84, Kópavogi, lést föstudaginn 4. júlí. Útför hans fer fram í Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 13.00. Björg Kristjánsdóttir, Berta Gerður Guðmundsdóttir,Guðmundur Steinþórsson, Garðar Snorri Guðmundsson, Fanney Petra Ómarsdóttir, Kjartan Páll Guðmundsson, María Ólöf Sigurðardóttir, Harpa Rós Guðmundsdóttir, Sigurbergur Theodórsson, Snædís Guðmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, Kristján Berg Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Suðurlandsbraut 62, áður Nökkvavogi 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, föstudaginn 27. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elín Magnúsdóttir, Kristján M. Gunnarsson, Guttormur Rúnar Magnússon, Ingiríður Lovísa Magnúsdóttir, Margrét Lovísa Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, amma, langamma og systir, ANNABELLA HARÐARDÓTTIR, Hækingsdal, Kjós, lést miðvikudaginn 9. júli á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Útför verður auglýst síðar. Guðbrandur Hannesson og fjölskylda. ✝ Okkar ástkæra SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 10. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar og heima- hlynningar Landspítalans. Gunnar Bernhard, Ragna G. Gould, Richard Gould, Guðmundur Geir Gunnarsson,Ingibjörg Snorradóttir, Gylfi Gunnarsson, Dóra Bjarnadóttir, Edda Gunnarsdóttir, Sveinn Ásgeir Baldursson, Gunnar Gunnarsson, Bergljót Ylfa Pétursdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.