Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 MÚRBÚÐIN LEITAR STARFSMANNA Múrbúðin óskar að ráða í eftirtalin störf: Sölumaður í verslun. Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri. Samviskusemi, þjónustulund ogmetnaður. Reynsla af sölustörfum æskileg. Starfsfólk á kassa í fullt starf og 60% starfshlutfall. Reynsla, metnaður, samsviskusemi og þjónustulund. Umsóknir ásamt ferilsskrá óskast sendar á netfangið: ragnar@murbudin.is Öllum umsóknum svarað. Kraftur leitar að sálfræðingi, í 30% starfshlutfall, til að hafa umsjón með Stuðningsneti félagsins ásamt því að veita sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn. Í gegnum Stuðningsnetið eru sjálfboðaliðar þjálfaðir til að gerast stuðningsfulltrúar sem veita jafningjastuðning til annarra í svipuðum sporum. Helstu hlutverk umsjónarmanns stuðningsnetsins eru að: • Meta umsækjendur í hlutverk stuðningsfulltrúa • Halda námskeið fyrir stuðningsfulltrúa • Finna viðeigandi stuðningsfulltrúa fyrir beiðnir sem berast • Veita stuðningsfulltrúum handleiðslu • Skipleggja endurmenntun • Kynning á stuðningsnetinu • Samstarf við stjórn og framkvæmdarstjóra félagsins Við leitum að sálfræðingi með: • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Getu til að koma fram á opinberum vettvangi • Góða samstarfshæfileika • Ríka þjónustulund Umsóknir með ferilskrá sendist á formadur@kraftur.org til og með 5. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Víðisdóttir formaður Krafts í síma 848-2636 eða formadur@kraftur.org. Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- lands (HSu). Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. október 2014. Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfar sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 með síðari breytingum. Starfssvæði stofnunarinnar nær frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Heilbrigðis- stofnun Suðausturlands á Hornafirði er rekin af sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum samn- ingi. Stofnunin annast starfsnám í heilbrigðis- greinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rann- sókna í heilbrigðisvísindum. Heilbrigðis- stofnun Suðurlands er með fjölmennustu vinnustöðum á Suðurlandi þar sem starfa að jafnaði um 475 manns í um 300 ársstörfum, ársvelta er um 4 milljarðar króna. Forstjóri ber ábyrgð á að HSu starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Forstjóri skal hafa háskólamenntun og reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi. Hann skal einnig hafa þekkingu og reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu. Gerð er krafa um hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfileikum. Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðis- þjónustu. Um launakjör forstjóra fer sam- kvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006 um kjararáð. Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, sveinn.magnusson@vel.is. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast velferðar-ráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eða á netfangið: postur@vel.is eigi síðar en 31. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Velferðarráðuneytinu, 10. júlí 2014. Ef þessir eiginleikar eiga við þig erum við með í boði bæði fullt starf og hlutastörf. Reynsla af afgreiðslustörfum er kostur og brosmildi er æskilegt. Ef þú telur þig eiga samleið með okkur þætti okkur vænt um að heyra frá þér með því að fá senda ferilskrá með mynd á umsoknir@tiskan.is. Umsóknarfrestur er til og með 27.júlí 2014. comma er ein stærsta alþjóðlega kvenfataverslun Evrópu sem býður upp á fallegan gæða fatnað og fylgihluti fyrir konur á öllum aldri. comma er með yfir 100 verslanir og 2.200 í 25 löndum. Eitt af aðalsmerkjum comma er að bjóða upp á hágæða vörur á hagkvæmu verði. COMMA Við erum að leita að hressu, glaðværu og jákvæðu starfsfólki með mikla þjónustulund til starfa í verslun okkar sem mun opna í Smáralind í september. Comma Iceland OPNAR Á ÍSLANDI Morgunblaðið óskar eftir að ráða blaðamann á viðskiptaritstjórn blaðsins. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á                     Háskólamenntun í tengdum fögum er æskileg. Mjög góð íslenskukunnátta og góð færni í erlendum tungumálum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 21. júlí. Umsóknir með ferilskrá skal senda á netfangið umsokn@mbl.is. Nánari upplýsingar gefur Haraldur Johannessen, ritstjóri, í síma 569 1100. Viðskiptablaðamaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.