Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir samstöðu- og
styrktartónleikum fyrir íbúa á Gaza-svæðinu í
porti Kex Hostels í gærkvöld. Vel viðraði til tón-
leikahalds þar sem m.a. Mammút, Sóley og
Boogie Trouble spiluðu. Aðgangseyrir rennur
óskiptur til neyðarsöfnunar til handa íbúum
Gaza. Í kvöld verður ljós Friðarsúlunnar í Viðey
tendrað í minningu þeirra barna sem hafa látið
lífið undanfarnar vikur á Gaza.
Samstaða og tónlist í Kex-portinu
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistarmenn spiluðu til styrktar íbúum á Gaza-svæðinu og fjölmargir hlýddu á
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sveitarfélög eru nú öll búin að
manna stöðu sveitar- og bæjar-
stjóra eftir sveitarstjórnarkosning-
arnar sem fram fóru 31. maí síðast-
liðinn. Þegar kosið var til sveitar-
stjórna árið 2010 voru sveitarfélög
landsins 76 talsins en nú eru þau
hins vegar 74.
Munu nú alls 56 karlar gegna
stöðu sveitar- og bæjarstjóra á
móti 18 konum.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir að hlutfallslega fleiri konur
séu nú kjörnar sveitarstjórnar-
fulltrúar en fyrir fjórum árum.
„Það stefnir þó í að færri konur
verði sveitar- og bæjarstjórar nú
en fyrir fjórum árum síðan,“ segir
Halldór.
Spurður út í hugsanlega skýr-
ingu á þessu svarar Halldór: „Í
raun hef ég enga skýringu á þessu.
Ég hefði haldið að eftir því sem
fleiri konur eru kjörnir fulltrúar
yrðu fleiri konur ráðnar. Það virð-
ist hins vegar ekkert samhengi
vera þar á milli.“
Gegna karlar stöðunni lengur?
Að sögn Halldórs mun Samband
íslenskra sveitarfélaga fara betur
yfir málið og skoða niðurstöðuna.
„Ég hafði orð
á þessu í ræðu á
fjármálaráð-
stefnu sveitar-
félaga fyrir
nokkrum árum.
Talaði ég þá um
hlutfall kjörinna
fulltrúa og að
konur væru að
sækja í sig veðr-
ið en það er ekki
að gerast þegar kemur að stöðum
sveitar- og bæjarstjóra,“ segir
hann og bætir við að vert væri að
skoða hvort konur séu líklegri til
að gegna þessum störfum í
skemmri tíma en karlar.
Þegar tíu stærstu sveitarfélög
landsins eru skoðuð má sjá að kon-
ur, sem gegna munu stöðu sveitar-
eða bæjarstjóra eftir sveitarstjórn-
arkosningarnar sem fram fóru fyrr
á þessu ári, eru í miklum minni-
hluta. Er fjöldi kvenna tveir á móti
átta.
Átta karlar og tvær konur
Karlar munu skipa embætti
borgarstjóra í Reykjavík, bæjar-
stjóra í Kópavogi, Hafnarfirði,
Reykjanesbæ, Garðabæ, Mosfells-
bæ, Fjarðabyggð og á Akureyri.
Konur skipa stöðu framkvæmda-
stjóra sveitarfélagsins Árborgar og
stöðu bæjarstjóra Akraness.
Karlar manna flestar stöður
Alls munu 56 karlar og 18 konur gegna stöðu sveitar- og bæjarstjóra Búið
er að ákveða allar stöður Tvær konur í tíu stærstu sveitarfélögum landsins
Halldór
Halldórsson
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er búið að vera mjög mikið að
gera í sumar. Við erum ekki komin
með endanlega tölu en okkar til-
finning er sú að það sé búið að vera
meira um óhöpp og slys en verið
hefur,“ segir Jónas Guðmundsson,
verkefnastjóri slysavarna ferða-
manna hjá Landsbjörg, um ann-
ríkið hjá Hálendisvaktinni í sumar.
Hálendisvaktin tók til starfa síð-
ustu helgina í júní og er á þremur
stöðum á hálendinu; einn hópur á
Sprengisandi, annar norðan Vatna-
jökuls og tveir að Fjallabaki.
Björgunarsveitir landsins skiptast
á að standa vaktina og taka 200
sjálfboðaliðar og um 30 björgunar-
sveitir þátt í verkefninu. „Það hef-
ur varla liðið dagur án slyss eða
óhapps, sem oftast verða þegar fólk
dettur hvort sem það er að ganga á
ójöfnu undirlagi eða niður ein-
hverja smá hæð. Svo hefur tíðin
verið þannig að margir bílar hafa
verið að festa sig í ám eða drullu,“
segir Jónas.
„Mér heyrist það á bæði skála-
vörðum og landvörðum að þeir
gætu bara ekki starfað ef þessir
hópar Hálendisvaktarinnar væru
ekki til staðar.“
Spurður hvort þetta gefi ekki
vísbendingu um að eitthvað þurfi
að gera betur segir Jónas að það sé
vitað að það þurfi að bæta innviðina
heilmikið. „Það þarf að laga göngu-
stíga, fjallvegi, vöð og merkingar.
En þetta er líka afleiðing fjöldans.
Ef við horfum á Landmannalaugar,
sem eru á góðum degi eins og þorp
með hátt í 2 þúsund manns, þá
verður að teljast eðlilegt að það
verði slys eða veikindi í slíkum
fjölda.“
Hálendisvaktin lýkur vaktinni á
Sprengisandi um miðjan ágúst,
viku síðar norðan Vatnajökuls og
um næstu mánaðamót að Fjalla-
baki. „Fjallabakið er það svæði þar
sem eru langflest verkefni, þar er
mest af fólki,“ segir Jónas.
Meira um slys og óhöpp
í sumar en verið hefur
Ljósmynd/ Landsbjörg
Annríki Hálendisvaktin að störfum
en nóg hefur verið að gera í sumar.
Hálendisvaktin
stendur í ströngu
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
74.900
Bratislava
11. september í 4 nætur
Netverð á mann frá kr. 74.900 á Hotel Saffron
m.v. 2 í herbergi. Morgunmatur innifalinn.
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Við erum búin undir það að eitt-
hvað geti hugsanlega gerst hér á
landi, en það er mjög ólíklegt,“ segir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir, en
hann telur ebólaveiru ekki áhyggju-
efni hér á landi eins og stendur.
Ekkert lát er á sýkingahrinunni af
völdum veirunnar, sem hófst í Gíneu
í byrjun febrúar á þessu ári.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á
sóttvarnarsviði Embættis land-
læknis, segir mikilvægt að vera í við-
bragðsstellingum gagnvart veirunni,
„Það er ekki ástæða til að fara í ein-
hverjar stórkostlegar aðgerðir núna,
en þegar sýkingar sem þessar koma
upp þurfa menn alltaf að vera undir-
búnir,“ segir hann. Þórólfur segir
viðbragðsáætlun komna í gang og
brugðist verði við eftir því sem við á.
„Við styðjumst við viðamiklu við-
bragðsáætlunina sem var nýtt þegar
heimsfaraldur, inflúensa, kom 2009.
Þó að þessi sýking sé öðruvísi og
hegði sér ekki eins og inflúensan þá
eru viðbragðsáætlanir og viðbragðs-
aðilar þeir sömu í grunninn, það þarf
bara að beita öðruvísi aðferðum,“
segir Þórólfur.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
og Sóttvarnastofnun Evrópusam-
bandsins hafa ekki mælt gegn ferða-
lögum enda er smithætta ferða-
manna hverfandi lítil. Þórólfur segir
ástæðuna þá að ekki sé hægt að
smitast af veirunni með lofti. „Þetta
er snertismit og menn þurfa að
koma við eða annast veikan eða
dáinn einstakling til að smitast.“
Ljósmynd/AFP
Ebóla Veiran hefur verið skæð og
ekkert lát er á sýkingahrinunni.
Ólíklegt
að ebóla
komi hing-
að til lands
Viðbragðsáætlun
þó komin í gang