Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Metropolitan-óperan í New York er
stærsta óperuhúsið í dag og nýtur
mikillar hylli tónlistarunnenda.
Undanfarið hafa stjórnendur húss-
ins þó átt í erfiðum kjarasamningum
við félög starfsmanna en fram-
kvæmdastjóri óperunnar, Peter
Gelb, vill lækka laun um 17 prósent
og hótaði í liðnum mánuði verkbanni
frá 31. júlí ef starfsfólk samþykkti
það ekki.
Verkalýðsfélög kórs og hljóm-
sveitar hússins samþykktu að ganga
til samninga, gegn því að verkbann
yrði afturkallað, og hefur sáttasemj-
ari verið skipaður. Sérfræðingar
telja að málið sé ekki til lykta leitt og
kunni starfsfriði hússins að verða
ógnað í vetur.
Aðsókn hefur dregist saman síð-
ustu ár, á sama tíma og kostnaður
við hinar viðamiklu uppfærslur og
launakostnaður hefur aukist mikið. Í
fyrra nam tap félagsins 2,8 millj-
ónum dala en Gelb segir það verða
mun meira í ár.
Stærst Metropolitan er ríkasta óperuhús samtímans en skuldir aukast.
Skuldir og launadeilur
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Kammer 6 – Tónlistarhátíð unga
fólksins byrjar í kvöld með tón-
leikum sem eru í raun afrakstur
keppni sem við höfum haldið síðustu
þrjú ár, Tónleikakeppni TUF 2014. Í
ár var það Hungry Dragons, skipuð
þeim Ásthildi Ákadóttur og Kirstine
Lindemann, sem fór með sigur af
hólmi og mun hún því stíga á svið í
Salnum í Kópavogi klukkan 20,“ seg-
ir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, list-
rænn stjórnandi Tónlistarhátíðar
unga fólksins sem hefst í kvöld og
stendur til 16. ágúst.
Vinnusmiðjur og námskeið
„Við verðum með fjöldann allan af
námskeiðum og smiðjur fyrir ungt
tónlistarfólk þessa tíu daga. Þar fá
þau fá tækifæri til að vinna sér á báti
með sitt eigið hljóðfæri en síðan eru
þau sett í kammerhópa. Sú samvinna
er svolítið í forgrunni hjá okkur. Þau
geta síðan valið á milli smiðja sem
ganga meðal annars út á að skapa
samtímatónlist. Tinna Þorsteins-
sdóttir, píanóleikari, vinnur með
þeim þar og fær meðal annars til sín
tvö tónskáld, Þórunni Grétu Sigurð-
ardóttur og Inga Garðar Erlends-
son, til að sýna bæði í verki og orði
hvernig maður á í raun að nálgast
þessa tegund af tónlist. Það er mjög
mikilvægt fyrir ungt fólk í tónlist-
arnámi, og breytir jafnvel sýn þess á
hvað sé aðgengilegt í tónsmíðum, að
tileinka sér þessa tækni. Það er okk-
ar von að þessi hátíð fái fólk til að
opna eyrun fyrir nýrri samtíma-
músík og öðruvísi nótnaskrifum. Öll
þessi hljóð, allt þetta áreiti og allt
sem maður hlustar ekkert endilega á
í daglegu lífi sem tónlist, það er hægt
að nálgast slíkt á betri hátt í gegnum
samtímatónlist,“ segir Guðný. Þess
má geta að hægt er að skoða alla
dagskrána á vefsíðunni musicfest.is.
„Við verðum auk þess með
kennslu í spuna, ýmsa fyrirlestra,
jóga og annað skemmtilegt. Fólk
getur komið, tekið þátt eða einfald-
lega bara fylgst með. Við erum líka
enn að taka við fólki sem hefur
áhuga á því að taka fullan þátt í nám-
skeiðunum,“ segir hún.
Hámenntað popptónlistarfólk
„Allir viðburðirnir verða haldnir á
menningartorfu Kópavogs. Þetta
verður því í Salnum, Tónlistarskóla
Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands,
sem er hinum megin við götuna, og
Safnaðarheimili Kópavogs,“ segir
hún.
„Það sem er líka svo skemmtilegt
við hátíðina er að fólkið sem kemur
þar fram er áhugaverð blanda af
klassískt hámenntuðu tónlistarfólki
sem er líka að vinna innan popp-
tónlistargeirans. Þetta er því eins-
konar þverskurður af því sem er að
gerast hér á landi en ekki annars
staðar útí hinum stóra heimi,“ segir
Guðný og bætir við að klassíkin,
samtímatónlistin og poppið séu víð-
ast hvar meira aðskilin.
Áhugaverð blanda
hámenntunar og popps
Tónlistarhátíð unga fólksins hefst í kvöld í Salnum
List Hungry Dragon skipa þær Ásthildur Ákadóttir og Kirstine Lindemann.
„Kammer – Tónlistarhátíð
unga fólksins var, í samstarfi
við aðila í Bretlandi og Noregi,
að fá risastóran Evrópustyrk.
Hátíðin á næsta ári verður því
að öllum líkindum virkilega
stór og mikil um sig,“ segir
Guðný Þóra Guðmundsdóttir,
listrænn stjórnandi hátíð-
arinnar. Styrkurinn, sem veitt-
ur er af Evrópusambandinu og
ber nafnið Creative Europe,
hljóðar upp á rúmar 11 millj-
ónir króna og mun skiptast
niður á nokkur verkefni.
Styrkur upp
á milljónir
RISASTÓR HÁTÍÐ 2015
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Eigum til á lager gott úrval loftkælitækja.
Leigjum einnig tæki til lengri eða skemmri tíma.
Er heitt og þungt
loft á þínum
vinnustað eða í
tölvurýminu?
Loftkæling er þá svarið
Verð frá aðeins
kr. 159.001 m.vsk.
Ekki drepast úr hita!
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík
www.bjorg.is • Sími 553 1380
EFNALAUG
ÞVOTTAHÚS
DÚKALEIGA
GÆÐI – ÞEKKING
ÞJÓNUSTA