Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Sveitasæla Fátt er betra en að vera með hestum og hundum úti í náttúrunni og það veit Sunna Skeggjadóttir á Skeggjastöðum í Flóahreppi, sem naut góða veðursins í sveitinni í fyrradag.
Eggert
Íslendingar eiga
mikið verk fyrir hönd-
um við að reisa við ut-
anríkisstefnu sem tek-
ur annars vegar mið af
alþjóðlegum að-
stæðum og hins vegar
þörfum og hags-
munum lands og þjóð-
ar. Í sex ár (frá maí
2007 til maí 2013) sátu
ráðherrar Samfylk-
ingarinnar að völdum í utanríkis-
ráðuneytinu. Engu er líkara en allt
hafi verið látið reka á reiðanum,
þótt um hríð hafi einhverjir látið sig
dreyma um að komast upp á hið al-
þjóðlega svið stjórnmála og leika
þar aðalhlutverk við að ná sáttum í
langvinnum og hatrömmum deild-
um fyrir botni Miðjarðarhafs.
Í sex ár – 72 mánuði – var í raun
engin sjálfstæð stefna í utanríkis-
málum mörkuð og lítt var skeytt
um framtíðina eða þróunina allt í
kringum Íslands. Þess í stað var
óraunsæi, óskhyggja og fyrir-
hyggjuleysi ráðandi enda skipti að-
eins eitt máli; að draumurinn um
aðild að Evrópusambandinu yrði að
veruleika.
Á þeim árum sem Samfylkingin
sat við völd í ráðuneyti utanríkis-
mála lögðu íslenskir skattgreið-
endur liðlega 86 þúsund milljónir
króna á verðlagi 2013 í reksturinn.
Með öðrum orðum; utanríkisþjón-
ustan kostaði hverja fjögurra
manna fjölskyldu rúmlega eina
milljón króna. Það er í besta falli
erfitt að halda því fram að skatt-
greiðendur hafi fengið mikið fyrir
sinn snúð. Þvert á móti – utanríkis-
stefna Íslands er í molum.
Pólitísk herkví
Allt frá því að vinstristjórn Sam-
fylkingar og Vinstri
grænna var mynduð í
febrúar 2009 voru
utanríkismálin í póli-
tískri herkví og út úr
þeirri herkví hefur ný
ríkisstjórn ekki brotist
nema að hluta. Í hinni
„norrænu velferðar-
stjórn“ afsöluðu
Vinstri græn sér öllum
áhrifum í utanríkis-
málum – gengu gegn
því sem var lofað og
afhentu Samfylking-
unni forræðið að fullu. Stefnan var
sett á Brussel undir skipstjórn Öss-
urar Skarphéðinssonar en flest
önnur hagsmunamál voru sett til
hliðar.
Leynt og ljóst reyndi vinstri-
stjórnin að stilla landsmönnum upp
við vegg þannig að þeir teldu sig í
raun ekki eiga aðra kosti en að
ganga í Evrópusambandið. Póli-
tískt samstarf og opin viðskipti við
aðrar frænd- og vinaþjóðir áttu
ekki upp á borð Samfylkingar og
meðreiðarsveina hennar til Bruss-
el.
En hinn „diplómatíski sigur“ sem
fyrrverandi utanríkisráðherra hélt
fram að hefði unnist í júlí 2009, þeg-
ar ráðherraráð Evrópusambandið
samþykkti aðildarumsókn Íslands,
snerist í pólitíska martröð. Evrópu-
sambandið neitaði að leggja spilin á
borðin í sjávarútvegsmálum og
„viðræðurnar“ sigldu í strand þeg-
ar árið 2011 þótt leikritið héldi
áfram allt fram í janúar 2013. Þá
neyddist vinstristjórnin, í aðdrag-
anda alþingiskosninga, til að horf-
ast í augu við staðreyndir og gera
formlega hlé á viðræðum við Evr-
ópusambandið.
Árangurinn af Brusselför Sam-
fylkingarinnar var því enginn og
helstu ágreiningsmálin – sjávar-
útvegur og landbúnaður – voru
aldrei rædd. Nú hefur Jean-Claude
Juncker, forseti framkvæmda-
stjórnar ESB, kippt síðasta
hálmstrái Samfylkingar í burtu.
Það er búið að loka á frekari stækk-
un ESB næstu fimm árin, til ársins
2019.
Illa unnin heimavinna
Draumórakennd utanríkisstefna
Samfylkingar í upphafi og síðar
einstefnan til Brussel hefur leitt til
þess að við Íslendingar erum illa
undir það búnir að mæta þeim
breytingum sem orðið hafa allt í
kringum landið, pólitískt og hern-
aðarlega. Við höfum heldur ekki
náð að grípa þau tækifæri sem eru
fyrir hendi með náinni samvinnu og
fríverslun við önnur ríki; Noreg,
Færeyjar; Grænland; Kanada og
Bandaríkin. Engum á að koma
þetta á óvart enda heimavinnan illa
eða lítt unnin.
Á sama tíma og allur kraftur ís-
lenskra stjórnvalda fór í „við-
ræður“ við Evrópusambandið lögðu
Rússar grunninn að nýrri sókn í
norðurhöfum. Á síðustu fimm árum
hafa rússnesk stjórnvöld, undir for-
ystu Vladimír Pútíns forseta, aukið
framlög til hermála um 50%. Ríki
Atlantshafsbandalagsins hafa hins
vegar dregið úr útgjöldum um 20%.
Fram undan er stórkostleg upp-
bygging herflota Rússlands þar
sem Kólaskagi gegnir að nýju lyk-
ilhlutverki í hernaðaruppbyggingu
og umsvifum í höfunum norður af
Íslandi. Þá eru vísbendingar um að
Rússar hafi brotið gegn INF-
samningnum frá 1987 um útrým-
ingu meðaldrægra kjarnorku-
flauga.
Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, vakti athygli á þessum
auknu umsvifum í pistli á Evrópu-
vaktinni fyrir skömmu þar sem
hann benti á að nýir, fullkomnari og
hljóðlátari kafbátar á valdi Kreml-
verja sæktu nú út á heimshöfin:
„Undanfarin ár hefur áhugi á
siglingaleiðum umhverfis Ísland
aukist vegna áforma um ferðir
kaupskipa á norðurslóðum. Látið
hefur verið eins og einstök sam-
vinna kynni að takast milli Banda-
ríkjamanna og Rússa auk annarra
ríkja í Norðurskautsráðinu um frið-
samlega þróun rannsókna, nýtingar
og siglinga vegna loftslagsbreyt-
inga.
Fari vígdrekar að sveima á þess-
um slóðum að nýju breytist staðan
fljótt. Þeim fylgir tortryggni í stað
trausts. Atburðirnir í Úkraínu hafa
einnig gjörbreytt andrúmslofti ör-
yggismála í okkar heimshluta.“
Byggt á gömlum
og traustum grunni
Lítil sem engin umræða hefur átt
sér stað meðal íslenskra stjórn-
málamanna eða í fjölmiðlum um
þær miklu breytingar sem eru að
verða og snerta Ísland með beinum
hætti, eins og sagan hefur kennt
okkur. Þótt unnið sé að mótun þjóð-
aröryggisstefnu er byggt á úreltu
áhættumati frá árinu 2009. Þess
vegna verður sitjandi ríkisstjórn að
láta vinna nýtt áhættumat, „ætli
hún að leggja fram tillögu um
marktæka þjóðaröryggisstefnu,“
eins og Björn Bjarnason hefur fært
rök fyrir.
Gríðarleg hernaðaruppbygging
Rússa er langt í frá eina ógnunin
sem steðjar að landi og þjóð.
Hryðjuverkamenn eru ekki langt
undan, eins og við vorum minnt
rækilega á fyrir skömmu þegar
Norðmenn höfðu ástæðu til að
grípa til víðtækra öryggisráðstaf-
ana. Við Íslendingar eru vanbúnir
til að bregðast við slíkum ógnunum.
Um leið og samskiptin við
Bandaríkin hafa visnað, annars
vegar vegna sinnuleysis íslenskra
stjórnvalda og hins vegar vegna
heimskulegrar stefnu Bandaríkj-
anna sem mótuð var af Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra í
forsetatíð George W. Bush, hafa
Kínverjar aukið umsvif sín og áhrif
á Norðurslóðum. Íslendingar eru
hins vegar stefnulausir í sam-
skiptum við kínversk stjórnvöld.
Fríverslunarsamningur verður
vonandi báðum þjóðum hagfelldur
en áhugi Kínverja nær langt út fyr-
ir fríverslun – áhugi þeirra er hluti
af valdabaráttu stórvelda þar sem
tekist er á um auðlindir náttúr-
unnar.
Það er því rík ástæða til að hafa
áhyggjur af því að ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks hafi ekki tekið til hendinni
eins og nauðsynlegt er þegar kem-
ur að utanríkismálum þjóðarinnar.
Mótun stefnunnar er viðamikið og
krefjandi verkefni. Þar skiptir
mestu að hafa skýra sýn á framtíð-
ina, djúpan skilning á þróun al-
þjóðamála og heilsteypta hug-
myndafræði. Ríkisstjórnin getur
byggt á gömlum og traustum
grunni sem var lagður árið 1949 og
1951 þegar stjórnmálalegt og efna-
hagslegt sjálfstæði landsins var
tryggt með virkri þátttöku í Atl-
antshafsbandalaginu og varnar-
samstarfi við Bandaríkin.
Eftir Óla Björn
Kárason » Við Íslendingar er-
um illa undir það
búnir að mæta þeim
breytingum sem orðið
hafa allt í kringum land-
ið, pólitískt og hern-
aðarlega.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Ný utanríkisstefna í stað draumóra og einstefnu