Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
» Mikið var um glys og glimmer í Hörpu í gær þarsem drottningar og kóngar skemmtu gestum og
kepptu um titilinn Draggdrottning og Dragg-
kóngur Íslands 2014. Í dómnefnd þetta árið sátu
Anna Friðrikka Guðjónsdóttir, Magnús Jónsson,
Pétur Örn Guðmundsson, Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir og Þóra Karitas Árnadóttir, en kynnir var
Þorsteinn Guðmundsson uppistandari.
Draggkeppni Íslands 2014 haldin í Eldborgarsal Hörpu með pomp og prakt
Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir
Svanhildur Sif Halldórsdóttir öðru nafni Russel Brund.
Hjálmar Forni öðru nafni Miss Gloria Hole.
Freyja Barkardóttir eða J.D. On the Rocks.
Sólrún Sandra Guðmundsdóttir eða Axl Tulip.
Daníel Halldór Guðmundsson. Grétar Freyr Grétarsson eða Tanjalisjös.
Óperukórinn og Söngskólinn í
Reykjavík efna til óperutónleika í
Hörpu 6. og 7. september næst-
komandi og flytja þá hina kunnu
óperu Giuseppe
Verdis, La trav-
iata, í konsert-
formi.
La traviata er
ein allra vinsæl-
asta ópera sem
samin hefur ver-
ið, en hún byggir
á sögunni um
Kamelíufrúna
eftir Alexander Dumas yngri.
Kamelíufrúin Marie Duplessis, sem
heitir Violetta í La traviata, var
ástkona Dumas. Verdi sá Kamel-
íufrúna leikna í París vorið 1852 og
fáeinum mánuðum síðar hafði hann
samið þessa sívinsælu óperu, sem
var frumflutt í Feneyjum árið 1853.
Flytjendur La traviata nú eru
Óperukórinn í Reykjavík ásamt
einsöngvurum og sinfóníuhljóm-
sveit undir stjórn Garðars Cortes. Í
aðalhlutverkum eru Þóra Ein-
arsdóttir sem Kamelíufrúin Vío-
letta, Garðar Thór Cortes sem ást-
maður hennar, Alfredo, Bergþór
Pálsson syngur hlutverk Giorgio
Germont, föður Alfredos, og Viðar
Gunnarson hlutverk Grenville,
læknis Violettu.
,,La traviata er afar heillandi
verk og við erum mjög stolt að
setja það upp með sannkölluðu
stórliði óperusöngvara í Hörpu,“
segir Garðar Cortes í tilkynningu.
„Það er spennandi að setja La trav-
iata upp í konsertformi og það er
mikil tilhlökkun hjá tónlistarfólk-
inu. Tilefnið er ekki síst 40 ára
afmælisgleðskapur Söngskólans í
Reykjavík og Óperukórsins.“
La traviata flutt
í Hörpu í haust
Drama Þóra Einarsdóttir og Garðar
Thor Cortes syngja aðalhlutverkin.
Garðar Cortes
Ný námskeið
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is
Komdu og svitnaðu með okkur!
Upplýsingar í síma 560 1010
eða á mottaka@heilsuborg.is
Morgunleikfimi
mán. mið. og fös. kl. 7:45.
Kvennaleikfimi
mán. mið. og fös. kl. 16:30.
Leikfimi 60+
mán. mið. (opinn tími á fös) kl. 11:00.