Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Hljóðlát og endingargóð
jeppadekk sem koma
þér örugglega hvert
á land sem er.
Við bjóðum öll afmælisbörn
velkomin og gefum þeim fría
n
eftirrétt í tilefni dagsins.
afmaeli?
Attu´
Til hamingju!!!
H
ug
sa
sé
r!
Þeir börðust, þeir börð-
ust um brauðið og
grautinn,
því brauð og grautur er
mannanna fæða.
Þeir hlupu, þeir stukku,
þó hlykkjótt sé brautin
að hamingjulind vorra
jarðnesku gæða.
Og einn fékk of lítið og
annar meira en nóg,
og einn lest af fylli, en hinn úr sulti dó.
Að ráða slíka gátu er mönnum þyngsta
þrautin.
Þannig hljóðar sagan um brauðið og
grautinn.
(Steinn Steinarr)
Veröld sem var
Bankarnir þrír skiluðu methagnaði
og státuðu af AAA-einkunn. Greining-
ardeildir bankanna gullu sem von
hins almenna borgara til betra lífs.
Útrásin var sem aldrei fyrr og gróða-
tölur voru sviðsljós þeirra sem eitt-
hvað höfðu fram að færa til sam-
félagsins. Fjölmiðlar, allir sem einn,
dásömuðu landvinninga hinna hug-
fimu viðskiptamanna og Íslendingar
höfðu eignast nýjar hetjur, útrás-
arvíkingana. Þeir kunnu að græða
meira á excel en nokkur fyrr í sögu
þjóðar og fyrri mælikvarðar voru úr-
eltir.
Allir voru vinir
Þjóðhagsstofnun var lögð niður
2002. Einkavæðingu ríkisbankanna
var lokið 2003 og stjórnmálamenn
eignuðust bankavini og bankamenn
eignuðust stjórnmálavini. Fjármála-
eftirlitið varð vinur allra og Við-
skiptaráð lék undir með aðkeyptum
tónverkum. Fjölmiðlar mærðu hetj-
urnar og blind sókn almennings í ver-
aldleg gæði varð harðari en nokkru
sinni fyrr. Neysluhyggja tröllreið
heimilisfriði og útrásarhetjur þurftu
einkaþotur til að komast hratt milli
staða, tími þeirra var dýrmætur.
Nær dauða reynslan
AGS 19. nóv. 2008: Hvað fór úr-
skeiðis á Íslandi?
Poul Thomsen: Að lokinni einka-
væðingu bankakerfisins 2003 var
bönkunum leyft að stækka efnahag
sinn frá 100% upp í nálægt 1000% af
GDP. Bankakerfið óx
langt yfir stærð rík-
isins svo engin leið var
fyrir Seðlabankann að
reynast lánveitandi til
þrautarvara. Viku frá
því bankarnir þrír féllu
hafði ÍSK fallið meira
en 70% og hlutabréfa-
markaðurinn þurrkast
út um 80%. Fyrir hag-
kerfi háð innflutningi
var þetta nær dauða-
krísa af óþekktri
stærðargráðu.
Íslandi hafði verið breytt í vogunar-
sjóð og bankarnir þrír voru meðal tíu
stærstu gjaldþrota veraldarsögunnar.
Týndum við Guði?
Í margslungnum kerfum sam-
félagsins virtist sem ein trú væri
ríkjandi, trúin á sjálfan sig sem hinn
æðsta í tilverunni en andhverfan
raungerðist og smæð þjóðar-
sálarinnar snerti ný viðmið. Íslend-
ingar kynntust því í fyrsta sinn frá
stofnun lýðveldisins hvað það var að
skammast sín fyrir eigin fána og full-
trúa. Þjóðernisvitund okkar um-
breyttist í einni svipan í það sem Þjóð-
verjar skilja hvað best meðal
Evrópuþjóða, skömm á eigin sögu,
tímabili ævintýralegs uppgangs, sem
allir héldu að hlyti að stafa af æðri
getu eigin kynstofns.
Eru mistökin munaðarlaus?
Andhverfa mistakanna er lærdóm-
ur sem einungis verður raungerður
með því að horfast fordómalaust og
heiðarlega í augu við staðreyndir.
Rannsóknarskýrsla Alþingis er sjálf-
skoðunarspegill samfélagsins og
þeirra sem helsta skaðanum ollu,
stjórnmálamanna og viðskiptamanna,
þó að vissulega vanti upphaf mistak-
anna, einkavæðinguna sjálfa. Vart
heyrist lengur vitnað í þessa sann-
leiksskýrslu, þó að hún sé án efa eitt
merkasta framlag vestrænnar þjóðar
til greiningar á eigin afglöpum.
Skýrsla RNA ætti að vera skyldu-
lesning í skólum landsins og vera
þýdd á helstu tungumál til fróðleiks
og lærdóms. Ég hvet blaðamenn til að
vitna reglubundið í skýrsluna og
leggja þannig sitt af mörkum til betra
samfélags, því að sannleikurinn er
þráður sem sættir.
Samfélag okkar er líf sem líður
áfram, vex eða hnignar allt háð við-
horfum og gjörðum einstaklinganna
sem það byggir.
Höfuðstóll lífsins
Eilífðin er lífið og jarðvistin tíma-
bundin vegferð lærdóms og þroska.
Það er rökvilla að vera fastur í þeirri
þráhyggju að þess meira sem þér tak-
ist að afla af veraldlegum verðmæt-
um, þess meiri maður sért þú. Á
stundu viðskilnaðar áttu einungis eina
varanlega eign, áunninn sálarþroska,
allt annað er hjóm.
Eyrir ekkjunnar
Jesús settist gegnt fjárhirslunni og
horfði á fólkið leggja peninga í hana.
Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá
kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo
smápeninga, eins eyris virði. Og hann
kallaði til sín lærisveina sína og sagði
við þá: Sannlega segi ég yður, þessi
fátæka ekkja gaf meira en allir hinir,
er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir
af allsnægtum sínum, en hún gaf af
skorti sínum allt sem hún átti, alla
björg sína.
Skattakóngar og -drottningar
Hinir raunverulegu skattakóngar
og -drottningar lands okkar eru hinir
hljóðlátu eigendur lífeyrissjóðanna,
feður, mæður, afar og ömmur sem
gefa meir til þjóðarbúsins en nokkur
fyrirtækjasamsteypa sægreifa, fjár-
málafursta eða flokkstengdra gæð-
inga. Þau eru hinir mannhelgu ein-
staklingar, bakbein samfélagsins, hin
vinnandi stétt manna og kvenna sem
var falin umsjón og uppbygging þessa
lands og hefur gert svo án þess að
óska annars í staðinn en að fá að lifa
friðsömu og nægjusömu lífi. Heið-
arlegt fólk sem skarar ekki eld að
sinni köku á kostnað annarra og legg-
ur sig fram um að skila landinu áfram
til afkomenda í betra ástandi en það
tóku við.
Eftir Árna Má
Jensson »Hinir raunveruleguskattakóngar og
-drottningar lands okk-
ar eru hinir hljóðlátu
eigendur lífeyrissjóð-
anna; feður, mæður, af-
ar og ömmur.
Árni Már Jensson
Höfundur er heilari, miðill og áhuga-
maður um betra líf.
Grautur og brauð
Ég hef mikinn áhuga
þessu tvennu, þ.e. bæði
hvernig megi minnka
og spara við allan rík-
isrekstur og einnig á
sjávarútvegsmálum og
hef skoðanir á því
hvernig halda ber á
fiskveiðistjórnuninni.
Eyðsla í stað
sparnaðar
Mér finnst lítið hafa
heyrst frá sparnaðarnefnd þingsins
sem komið var á stuttu eftir kosning-
arnar og það mætti halda að menn
þyrðu ekki að taka á heilögum kúm.
Nú herma nýjustu fréttir hins vegar
að eyða eigi meiru ríkisfé í óþarfa og
þá í að flytja Fiskistofu norður, en
þótt Akureyringar eigi auðvitað allt
gott skilið þá ætti líka að hugsa um
hagsmuni almennra skattgreiðenda
og þá í stað einhverrar tilbúinnar
gervihugmyndafræði um þvingaða
dreifingu ríkisstofnana.
Ný sjávarútvegsstefna
Ég vona að Morgunblaðið muni
samþykkja að birta á næstunni blaða-
grein um hvernig Hægri grænir telja
að skynsamlegast sé að haga fisk-
veiðistjórnuninni, en þá mun ég gera
grein fyrir því að flokkurinn telur að
koma eigi á kvótalausu veiðidaga-
kerfi og því ætla ég ekki að fara út í
þá sálma hér.
Sparnaður í stað eyðslu
Samt verður það að segjast strax
að Hafrannsóknastofnunin hefur
skemmt mikið fyrir og
ruglað náttúrulegan
vöxt og viðgang stofn-
anna með ráðgjöf og að-
gerðum sínum til ára-
tuga eins og dæmin um
hrun fiskistofna sýna og
sanna. Með kvótalausu
dagakerfi má minnka
Hafró því þá þarf hún
t.d. ekki að standa í sí-
fellum verndunarrann-
sóknum og smáfisk-
afriðun eða þá
rándýrum röllum sem
engu hafa skilað. Þá
mætti um leið leggja Fiskistofu nið-
ur, enda verður hún þá líka óþörf
með því að færa um leið alla skrán-
ingu aftur til Fiskifélagsins. Þannig
mætti spara stórfé eða þá færa eitt-
hvað af milljörðunum sem Fiskistofa
kostar yfir til okkar ágætu og afar
mikilvægu Landhelgisgæslu sem sæi
þá um eftirlitið, en Gæslan mun þurfa
á þeim peningum að halda nú þegar
og vegna aukinna verkefna hennar í
framtíðinni.
Sparnaður
og Fiskistofa
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
Kjartan Örn
Kjartansson
» Það þarf líka að
hugsa um hagsmuni
skattgreiðenda í stað
tilbúinnar gervihug-
myndafræði um
þvingaða dreifingu rík-
isstofnana
Höfundur er fyrrv. forstjóri og vara-
formaður Hægri grænna, flokks
fólksins og endurreisnar.