Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Elsku amma, nú
ertu komin til afa
og ég veit að þú ert
búin að bíða lengi
eftir að hitta hann.
Minningarnar þjóta um huga
minn þegar ég er að reyna að
skrifa þennan texta og veit
varla hvar ég á að byrja. Ég get
sagt að við systkinin vorum
þeirrar einstöku gæfu aðnjót-
andi að fá að alast upp í sama
húsi og þið alla okkar tíð og fyr-
ir það mun ég vera ævinlega
þakklát.
Ég mun sakna þín meir en
orð fá lýst, það eru fáir sem
skilja húmorinn minn en þú
varst ein af þeim og við gátum
alltaf fíflast og hlegið allt fram á
síðasta dag. Það var fátt betra
þegar lífið var mér eitthvað erf-
itt en að koma niður til þín og
sitja í þögninni, þú þurftir ekk-
ert endilega að spyrja mig
spjörunum úr heldur leyfðir
mér að vera í friði þar til ég var
tilbúin og eina sem heyrðist
voru smellirnir í prjónunum þín-
um. Ég þakka þér fyrir alla
viskuna sem þú miðlaðir til mín,
þó stundum hafi það verið erfitt
þegar krökkunum í skólanum
fannst ég tala gamaldags og
skildu ekkert hvað ég var að
segja, en mikið er ég fegin í dag
að eiga þennan orðaforða.
Ég hreinlega trúi því ekki að
þú sért farin, það eru ekki nema
þrjár vikur síðan við fórum í
síðasta bíltúrinn okkar þar sem
þú varst sko til í að skella þér í
Sjallann með mér. Mikið ofboðs-
lega á ég eftir að sakna ísbílt-
úrana okkar sem stundum
breyttust í kók-í-gleri-bíltúr.
Nú horfi ég á blómin í blóma-
pottinum fyrir utan Ránargöt-
una sem við gróðursettum sam-
an í byrjun sumars og sé þig
sitja í stólnum og skipa mér fyr-
Guðrún H. Aspar
✝ Guðrún H. Asp-ar var fædd 2.
janúar 1922. Hún
lést 25. júlí 2014.
Útför Guðrúnar
var gerð 5. ágúst
2014.
ir… meiri mold
þarna og heitt vatn
og ýta blómunum
vel niður.
Með gleði og
sorg í hjarta segi
ég bless við eina af
svölustu konum
sem ég hef kynnst
á ævi minni.
Þín
Júlía.
Í dag kveðjum við elsku
ömmu, eina fallegustu konu sem
hægt var að óska sér að um-
gangast. Það var ekkert sem
hún ekki gat og að sitja með
henni yfir kaffibolla og spjalli
var ómetanlegt, maður varð allt-
af einhvers fróðari. Eitt af
mörgu sem var svo yndislegt við
hana var að hún tók nýjungum
og framförum opnum örmum í
stað þess að mæðast út í það
eins og oft vill verða með fólk
sem man tímana tvenna. Eins
var það með breytta tíma þegar
ég heyrði í henni eitt sinn sem
oftar komin með tvö lítil börn
og var eitthvað að ræða dagskrá
mína sem fylgir stækkandi fjöl-
skyldu. Fór ég strax að segja að
ég ætti nú ekki að kvarta við
konu sem hefði alið af sér níu.
Svar hennar til mín var, uss, þú
getur ekki borið þetta saman ...
ég hefði aldrei viljað ala upp öll
mín á þessum tíma – í stað þess
að fara að ræða hvað maður
hefði það nú gott miðað við
hvernig þetta var. Svona var
amma – lét manni alltaf líða vel.
Sumrin á Akureyri hjá ömmu
og afa í Rán eru eitthvað sem
gleymist aldrei. Þær eru ófáar
ferðirnar sem amma útbjó mann
með kringlu og kókómjólk í ferð
upp í Lystigarð og í stað þess
að banna okkur að fara að Gler-
ánni þá fór hún með okkur frá
unga aldri í göngu þangað,
nokkur sumur í röð, til að sýna
okkur og kenna að maður stork-
aði ekki þessari á. Í stað þess að
banna var manni kennt og út-
skýrt – eitt af mörgu sem ég
ákvað að tileinka mér frá henni
með mín börn. Það verða 10 ár
nú í nóvember síðan afi kvaddi
okkur og ég veit að hann tekur
á móti sinni konu opnum örm-
um, því er tími kominn fyrir
okkur að sleppa í bili. Elska
ykkur óendanlega amma og afi
– ykkar
Berglind.
Amma í Rán var skipstjóri á
stóru flaggskipi. Hún stóð hnar-
reist sína vakt án þess að detta í
hug að kvarta. Þó svo að brimið
og öldutopparnir væru hærri en
hjá mörgum öðrum þá skar hún
þá af þvílíkri lagni að þegar ég
hugsa til baka sé ég að þetta
hefðu bara einstakar konur eins
og hún getað gert. Amma var
listræn og mikill fagurkeri, allt
lék í höndum hennar. Amma var
mjög vel lesin og fróð, Já, það
voru ófá skiptin sem maður leit-
aði í visku hennar í gegnum öll
skólaárin. Amma elskaði brag
og vísnagátur og handavinna
var ævinlega í kjöltu hennar
þegar hún settist niður. Amma
var náttúrubarn og naut þess að
vera í náttúrunni innan um
blómin sín. Hún var berdreymin
og áttum við oft gott spjall um
drauma og áhrif þeirra á okkur.
Flestir hennar draumar komu
fram í heimilisverkum sem lík-
lega má rekja til þess hve heim-
ilisverk voru stór þáttur í henn-
ar lífi með svo stóra áhöfn,
aðstæður bágar og erfiðar oft á
tíðum. Ég er því nokkuð viss
um að daginn áður en hún dó,
vissi hún að það yrði okkar síð-
asta kveðjustund.
Hún var einstaklega jákvæð
kona, en þegar ég byrjaði bú-
skap tók hún mig á tal um
hvernig best væri að halda eig-
inmanni góðum, það var eina
skiptið sem amma talaði við mig
opinskátt um erfiðleika í sínu
lífi og hvað hefði helst orsakað
þá. Það var yndislegur boðskap-
ur, og margt sem hún sagði hef
ég haft bak við eyrað í öll þessi
ár. Hennar líf var markað af því
með þessa stóru áhöfn að halda
friðinn og halda uppi aga, ósætti
var það sem hún vildi forðast
með öllu. Ótal minningar eru frá
innlitum í Rán, sitjandi í litlu
tröppunum í eldhúsinu nagandi
rófu og drekkandi djús úr sósu-
litaflösku meðan ég horfði á
hana gera eldhúsverkin, steikja
kleinur, baka randalín, rúllur í
hausnum með þurrkvélina á öxl-
inni. Sinna Magga með allri
sinni alúð en samt gaf hún sér
alltaf tíma til að koma í
skemmtilega leiki með því að
setja upp ævintýraheim fyrir
okkur og klæða okkur upp í alls
lags föt. Þó svo við barnabörnin
værum komin í marga tugi og
barnabarnabörnum fjölgaði í
áhöfninni ört, náði amma alltaf
að láta mér líða eins og ég væri
einstök.
Minningin frá því í Aspar-
lundi fyrir hálfum mánuði þar
sem amma lék á als oddi og gaf
sig alla í að vera með í öllu, þar
sem öll börnin stóðu í röð til að
segja ömmu nafnið sitt og fá að
launum koss og nammi, vafin
inní teppi fram á nótt því hún
vildi ekki missa af neinu. Ömmu
mun ég minnast sem stórrar
konu í litlum líkama með stórt
skap sem hún lærði að temja
ung, með sterkan persónuleika
og nærveru sem samferðafólk
hennar og öll dýr sóttu í. Ég
mun bera nafnið hennar stolt
alla ævi, því öll má áhöfnin telja
sig lánsama að hafa haft hana
við stýrið öll þessi ár. Ég mun
einnig brosa út í annað í hvert
sinn sem ég byrja að breyta og
mála húsgögn og veggi og með-
an ég sýð kartöflurnar. Nú hef-
ur fallega vel gerða amma mín
lagt árar í bát og bundið sínar
landfestar. Ég þakka henni allar
þær fallegu minningar sem hún
skapaði í minningarbankann
minn. Þín,
Guðrún Ösp.
Lítil ljóshærð skotta uppá-
klædd í alltof stórum kjól og
hælaskóm er í hlutverkaleik inni
í herbergi. Þá er kallað. „María,
viltu ekki koma fram og fá þér
kleinur og undanrennu?“ Þetta
var amma sem var að kalla. Ég
fer fram og fæ nýbakaðar klein-
ur, tek rommýspil með afa og
spjalla við þau bæði. Þetta var
hið ljúfa líf að fá að skottast í
kringum þau. Þau voru mér svo
góð og voru alltaf til staðar fyrir
mig.
Börnunum mínum þótti ekk-
ert betra en að fara í heimsókn
til ömmu í Rán, sem hafði séð
þeim fyrir sokkum og vettling-
um í gegnum tíðina. Yfirleitt sat
amma inni í stofu. Í fyrri tíð
prjónandi, í þá seinni hlustandi
á sögu. Hún knúsaði alla með
nafni og spurði um hagi hvers
og eins. Síðan var boðið upp á
að kíkja í nammidolluna og
börnin tóku í spil á gólfinu við
hliðina á stólnum hennar.
Amma fylgdist glöð með og við
spjölluðum um daginn og veginn
á meðan.
Síðastliðna aðra helgi í júlí
áttum við yndislega helgi með
henni og flestum hennar niðjum,
í reitnum hennar sem við köll-
um Asparlundur. Amma var hin
hressasta og naut samverunnar
með okkur öllum.
Elsku amma í Rán, takk fyrir
samfylgdina og allar þær góðu
stundir sem við fengum í návist
þinni og afa í gegnum tíðina.
Þær eru okkur ómetanlegar og
munu lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Þín dótturdóttir,
María Sif og
langömmubörnin.
Elsku amma í Rán, það er
margt sem fer í gegnum hugann
þegar við rifjum upp góðar
minningar um þig. Þú varst haf-
sjór af fróðleik enda last þú
mikið og leiddist þér ekki að
miðla því til okkar barna-
barnanna. Við erum endalaust
þakklát fyrir góðar minningar
um þig, þú varst mikil fjöl-
skyldumanneskja og lagðir
mikla áherslu á að sinna börn-
um og barnabörnum og síðar
barnabarnabörnum. Í Rán var
oft margt um manninn og voru
grautardagar á laugardögum
okkur heilagir, spennandi að
hitta alla. Jólaboðin og aðrir
fjölskylduviðburðir voru hress-
andi og naust þú þess að hafa
fólkið þitt í kringum þig. Það
var líka gott að koma til þín og
njóta einverunnar með þér og
alltaf hafðir þú tíma til þess.
Hjólhýsaferðir með tilheyrandi
berjamó og fræðslu um blóm,
steina og náttúru voru hrein un-
un og búum við endalaust að því
og höldum fræðslunni áfram til
okkar barna. Myndaalbúmin
óteljandi tókst þú reglulega
fram og rifjaðir upp með okkur
og fræddir um ættfræði og fyrri
tíma. Þú vildir alltaf nýjar
myndir og geymdir þær eins og
gull. Með myndaveggnum
fannst þér þú alltaf hafa fólkið
þitt í kringum þig enda hafðir
þú tölu á þínu liði. Þú varst stolt
af fjöldanum og fannst allt fólk-
ið þitt svo fallegt, hafðir orð á
því að það væri altalað hvað
fólkið þitt væri almennt mynd-
arlegt. Þú sinntir garðinum í
Rán einstaklega vel og oftar en
ekki svaraðir þú ekki dyrabjöll-
unni og hlupum við þá bak við
hús enda vissum við að við
myndum finna þig þar við að
sinna garðinum og blómunum
blíðu.
Blómin fluttir þú gjarnan
milli staða í garðinum en allt
var niðurskráð og merkt í beð-
unum. Ýmislegt annað hafðir þú
gaman af að skrá hjá þér, hvort
sem það voru skrýtin nöfn, ár-
legt veðurfar eða sérstök orð.
Þú spáðir og spekúleraðir og
veltir ýmsum hlutum fyrir þér
og vaktir mann til umhugsunar
um svo margt, takk fyrir það,
elsku amma. Handavinna var
þér einnig hugleikin og voru það
ótal hlutir sem þú gerðir, sokk-
ar, vettlingar, teppi, dúkar,
dúkkuföt og jólaskraut. Allt lék
í höndunum á þér og hefur það
erfst vel og mikil handlagni
fylgt þínu fólki og því varst þú
stolt af.
Síðasta stundin okkar saman
var á árlegu fjölskyldumóti sem
átti upphaf sitt á Egilsstöðum
1991 en síðar í Asparlundi þar
sem þið afi voruð með hjólhýsið
ykkar. Þetta telur heil 23 ár
sem var einmitt fjölskyldutalan
okkar og bílnúmerið ykkar afa
og langömmualdurinn þinn. Á
þetta fjölskyldumót lést þú þig
aldrei vanta og nú síðast í júlí
sast þú fram eftir öllu umkringd
hópnum þínum og áttir senni-
lega þar þína eigin kveðjustund.
Takk fyrir allar stundir okkar
saman, elsku amma, nú ert þú
komin til afa og heldur í heitu
hendurnar hans.
Þín,
Alfa, Signý og Jóhann.
Í dag kveðjum við
hana Fríðu Birnu
okkar, góða vinkonu
og kæran samstarfs-
félaga.
Hún hóf störf við Grunnskól-
ann í Sandgerði fyrir sjö árum og
starfaði með okkur til dánardags.
Það er skrýtið, sárt og erfitt að
sitja og hugsa til þess að við eigum
ekki eftir að hafa hana hjá okkur,
Fríðu litlu lipurtá sem var svo ljúf,
ljós og létt á brá, að á svipstundu
geti kona í blóma lífsins verið tek-
in í burtu án fyrirvara. Okkur setti
hljóð þegar okkur barst fregn af
ótímabæru andláti hennar, með
því hefur stórt skarð verið höggv-
ið í skólasamfélag okkar í Grunn-
skólanum í Sandgerði.
Við minnumst Fríðu Birnu sem
röggsamrar, úrræðagóðrar og
hjartahlýrrar samstarfskonu.
Henni féll ekki verk úr hendi, var
hörkudugleg og einstaklega dríf-
andi. Hún var réttsýn og fylgdi
ávallt sannfæringu sinni alla leið.
Hún bjó yfir miklum skipulags-
hæfileikum og var fyrst til að
bjóða fram aðstoð sína ef einhver
þurfti á að halda. Nemendum
Fríða Birna
Andrésdóttir
✝ Fríða BirnaAndrésdóttir
fæddist 17. mars
1974. Hún lést 23.
júlí 2014. Fríða
Birna var jarð-
sungin 6. ágúst
2014.
sýndi hún ætíð skiln-
ing, kærleika og þol-
inmæði.
Fertug, fögur og
geislandi fer hún frá
okkur, allt, allt of
snemma. Af hverju?
Hvers vegna? Það er
sárt að sjá á eftir
kærri samstarfs-
konu og góðum vini.
Kona í sínu besta
formi í blóma lífsins.
Vitandi það að minning hennar
mun lifa með okkur minnumst við
hennar best með því að tileinka
okkur þá góðu eiginleika sem hún
hafði að bera. Það var heiður að fá
að vera samferða henni þrátt fyrir
að sá tími hafi verið alltof stuttur.
Með þessum orðum viljum við
þakka Fríðu Birnu samfylgdina
og allt það góða sem hún gaf okk-
ur, samstarfsfólkinu og nemend-
um skólans.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson)
Með þakklæti í huga fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari
mögnuðu konu sem skilur eftir sig
djúp spor og fallegar minningar
kveðjum við Fríðu Birnu með
trega og söknuði. Eftir situr falleg
minning um góða konu.
Gumma, Markúsi og Önnu
Karen vottum við okkar dýpstu
samúð sem og aðstandendum öll-
um. Megi góður guð styrkja ykk-
ur.
Fyrir hönd vina og samstarfs-
félaga í Grunnskólanum í Sand-
gerði,
Fanney Dóróthe
Halldórsdóttir.
Mikið óskaplega þarf Guð að
hrista mann til svo maður vakni.
Kær vinkona okkar er nú farin og
við trúum því ekki að við sjáum
hana ekki aftur. Mikið söknum við
elsku Fríðunnar okkar. Sorgin sit-
ur djúpt í hjarta okkar og svo sárt
finnum við til. Missirinn er mikill,
skarðið verður aldrei fyllt.
Við kynntumst Fríðu Birnu við
störf okkar í Grunnskólanum í
Sandgerði, hún starfaði þar sem
stuðningsfulltrúi. Sem starfsmað-
ur var hún mjög hugbundin
skyldustörfum sínum og sinnti
þeim af mikilli kostgæfni, var ötul
og ákveðin við öll störf. Hún hafði
sterkan og jákvæðan persónu-
leika, var sanngjörn og drenglynd
í öllum samskiptum sínum við
aðra. Hún var blíðlynd og alúðleg
við nemendur, ljúf og auðveld í
umgengni og ákaflega barnelsk.
Hún var forystumaður að upplagi,
sköpuð til að leiðbeina öðrum, en
var þó alltaf nærgætin og óeigin-
gjörn. Hún hafði mjög sterkar
móðurlegar kenndir og tilhneig-
ingu til að vernda aðra.
Fríða Birna var yndisleg vin-
kona og hittumst við reglulega ut-
an skólatíma og áttum við góðar
stundir saman. Þá var mikið hleg-
ið og stundum jafnvel grátið. Það
var gott að leita til Fríðu Birnu,
enda varla til traustari og hjálp-
samari manneskja en hún. Hún
hafði hjarta úr gulli og var haldin
sterkri réttlætiskennd. Hún var
stórkostleg kona, heillandi,
hjartahlý, gefandi, glaðlynd,
ákveðin, en þó svo hógvær, sem
gerði hana fyrir vikið enn meira
sjarmerandi. Við erum þakklátar
fyrir það að hafa verið hluti af
hennar lífi. Tími hennar hér á
jörðu hefði mátt vera svo miklu
miklu lengri.
Elsku Fríða Birna, við kveðjum
þig nú, sitjum með tárin í augun-
um en vitum að þú ert á góðum
stað, falleg sál eins og þín, getur
ekki verið annað en fallegasti og
besti engillinn, engillinn sem lítur
eftir fólkinu sínu, sérstaklega
börnunum sínum og honum
Gumma.
Takk fyrir allt, elskulega stelp-
an okkar, þú munt aldrei gleym-
ast, því þú ert, jú, ógleymanleg.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Þínar vinkonur,
Fríða Stefánsdóttir
og Valgerður
Guðbjörnsdóttir.
Nú er liðið næstum ár,
marga daga ég felli tár,
mikið sakna ég þín,
elsku, hjartans Aldís mín.
Mig hefur lengi langað að skrifa
nokkrar línur í minningu Aldísar
Kristinsdóttur, eiginkonu minnar,
en alltaf bugast. Það er sagt að
maður sé ekki nema hálfur maður
án konunnar, en það er miklu
meira en það. Lífið gjörbreytist
allt, manni finnst vanta tilgang
með lífinu, að maður tali nú ekki
um gleðina. Já, hún Aldís mín var
svo sannarlega gleðigjafi, hlátur-
mild og lífsglöð. Hún hafði að-
dráttarafl vegna sinnar miklu
hláturmildi, gleði og útgeislunar.
Það var gaman að vera með
barnabörnunum í búðum eða
skoða eitthvað og hvert af öðru
kölluðu þau: „amma sjáðu, amma
sjáðu“. Það var stundum svo mikið
að það var sem bergmál. En amm-
an hafði gaman af öllu saman og
gaf þeim öllum tíma og athygli.
Hún var mjög dugleg og fljót til
verka. Hún var líka handlagin og
listræn, hún hafði mjög fallega rit-
hönd, skrifaði skrautskrift og
föndraði ýmislegt, svo sem postu-
Ragnhildur Aldís
Kristinsdóttir
✝ Ragnhildur Al-dís Krist-
insdóttir fæddist 17.
desember 1950. Hún
lést 7. ágúst 2013.
Útför Aldísar fór
fram 22. ágúst 2013
lín, sauma, að
ógleymdum kort-
unum sem hún bjó
til og margir
geyma sem lista-
verk. Einnig var
hún mikil smekk-
kona á föt, hún
hafði ótrúlega
næmt auga fyrir
smekklegum föt-
um, það var eins og
það klæddi hana
allt, hennar samsetning var þann-
ig. Sama var um heimilið, henni
tókst þar að skapa fallegt og hlý-
legt úr ýmsu, ekki síst smáatrið-
unum, litlu seríunum, kertaljósun-
um og öllu „dúllinu“ og
snyrtimennskan var mikil. Eins
og sonur okkar sagði: „Mamma
tekur rykið áður en það fellur.“
Þú varst og ert í mínum huga
fallegust og best. Já, Aldís mín,
þín er sárt saknað.
Kveðja frá eiginmanni,
Eyjólfur H. Sveinsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar