Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 27

Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 27
fyrir Lútersku kirkjunnar í land- inu. Varðstu ekki vitni að pólitísku róstunum í Eþíópíu á þessum ár- um? „Þegar við fórum fyrst til Eþíóp- íu var úthaldið fjögur og hálft ár hjá kristniboðum þar. Þegar við snerum aftur úr 11 mánaða fríi og fórum um höfuðborgina, Addis Abeba, var kommúnistabylting Mengistu Haile Mariam enn í full- um gangi. Þar skiptust menn á skotum og lík lágu á götunum. Þetta var mikil skálmöld en þó frið- samara á landsbyggðinni. Konur og börn kristniboða voru send heim en við störfuðum áfram að líkn- armálum, enda veitti ekki af.“ Voruð þið ekki í bráðri lífshættu? „Þetta var ákveðin áhætta en það verður að segjast eins og er að byltingarstjórnin var þakklát kristniboðum og læknum fyrir að yfirgefa ekki landið og við fengum yfirleitt alla þá fyrirgreiðslu sem við þurftum á að halda.Samt voru nú ungir kristnir Eþíópíumenn of- sóttir og ég man eftir einuim kirkjuhöfðingja sem var líflátinn, en yfirvöld létu okkur í friði og þökkuðu fyrir störf okkar.“ Jónas Þórir var ráðinn fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar árið 1990 og sinnti því starfi þar til hann lét af störfum vegna aldurs í lok síðasta árs. Jónas Þórir hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, riddara- krossinn, árið 1990 fyrir framlag til líknarmála og hjálparstarfa. Þá hlaut hann heiðursmerki Rotary- hreyfingarinnar á Íslandi fyrir störf sín að hjálparstörfum hér heima og erlendis. Fjölskylda Eiginkona Jónasar Þóris er Ingi- björg Ingvarsdóttir, f. 4.8. 1948, kennari. Foreldrar hennar: Björg Jónsdóttir, f. 4.1. 1911, d. 22.8. 1990, húsfreyja í Reykjavík, og Ingvar Árnason, f. 30.6. 1892, d. 24.9. 1960, verkstjóri í Reykjavík. Börn Jónasar Þóris og Ingibjarg- ar eru Hulda Björg Jónasdóttir, f. 8.4. 1971, sjúkraliði og leikskóla- kennari, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Kristján S. Sig- urðsson vélfræðingur og eru börn þeirra Ingibjörg Lilja, f. 10.6. 1995, Sólveig Lára, f. 8.7. 1997, Margrét Linda, f. 25.1. 1998, og Sigurður Hákon, f. 13.11. 1999; Hanna Rut Jónasdóttir, f. 2.10. 1972, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, búsett á Selfossi, en maður hennar er Sig- urður Freyr Emilsson, kerfisstjóri og vélamaður, og eru börn þeirra Dagbjört Gísladóttir, 15.7. 1997, Höskuldur Þórir Baldursson, f. 9.12. 2005, og Jónas Dagur Bald- ursson, f. 12.2. 2012; Hrönn Jón- asdóttir, f. 9.2. 1974, nemi í þroska- þjálfun og stuðningsfulltrúi, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Valur Jóhann Vífilsson bifvélavirki og eru börn þeirra Jakob Vífill, f. 3.3. 2000, Tómas Leó, f. 21.10. 2003, og Aníta Rós, f. 24.8. 2005; Halla Jónasdóttir, f. 17.10. 1976, aðstoðarverslunarstjóri, búsett í Reykjavík, en börn hennar eru Sól- ey Björk, f. 13.9. 1995, og Gunnar Daði, f. 15.6. 2001; Þóra Björk Jón- asdóttir, f. 21.6. 1978, sjúkraliði og förðunarfræðingur, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Óli Þór Harðarson rafvirkjameistari. og eru börn þeirra Sara Mikaels- dóttir, f. 14.12. 2001, og Óliver Ísak Ólason, f. 21.2. 2012; og Jónas Ingi Jónasson, f. 5.9. 1988, bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Jónasar Þóris: Jónas Þórir Björnsson, f. 4.12. 1909, d. 17.3. 1999, vélstjóri í Sam- bandsverksmiðjunni Gefjuni, og Hulda Stefánsdóttir, f. 11.11. 1920, d. 31.1. 1993, húsfreyja á Akureyri. Úr frændgarði Jónasar Þóris Þórissonar Jónas Þórir Þórisson Margrét Sigurlína Sigurðard. húsfr. á Hjalteyri Sigurður Jón Sigurðsson útvegsb. á Hjalteyri Ella Sigurðardóttir húsfr. í Hörgárdal og á Akureyri Stefán Rósant Sigurjónsson b. í Hörgárdal og daglaunam. á Akureyri Hulda Stefánsdóttir húsfr. á Akureyri Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Eyjafirði Sigurjón Jónsson b. á Hellu í Blönduhlíð í Skagaf. Vilhjálmur Þór forstj. KEA, ráðherra og bankastj. Stefán Baldursson Óperustjóri Margrét Stefánsdóttir húsfr. á Hjalteyri og í Rvík. Ása Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Þórhalla Þorsteinsdóttir leikari og kennari á Akureyri Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfr. og verkak. á Akureyri Jakob Vilhjálmur Jónsson b. í Grímsey og húsm. á Akureyri Sigurjóna Jakobsdóttir leikkona og kennari á Akureyri Jónas Þórarinsson Þór verksmiðjustjóri á Akureyri Jónas Þórir Björnsson vélstjóri í Sambandsverksm. Gefjun á Akureyri Ólöf Margrét Þorsteinsdóttir húsfr. á Akureyri Þórarinn Jónas Jónasson b. og síðar verkam. á Akureyri Þórarinn Þór pr. á Reykhólum og á Patreksfirði Sverrir Þór skipstj. á Sambandsskipunum Atli Steinarsson fyrrv. blaðam. og fréttam. Bragi Steinarsson fyrrv. vararíkissaksóknari ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Anna Margrét Magnúsdóttir,tónlistarfræðingur, kennariog semballeikari, fæddist í Reykjavík 7.8. 1952. Foreldrar henn- ar voru Magnús Petersen, f. 29.10. 1920, d. 19.7. 1992, verkamaður í Reykjavík, og Elísabet Vilhjálmsson, f. 25.2. 1921, d. 11.12. 2007, myndlist- armaður og meðal frumherja Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Systir Önnu er Guðrún Petersen, f. 28.7. 1953, búsett í Portúgal. Auk þess átti Anna hálfbróður, Helga Vil- hjálmsson, f. 17.6. 1943, d. 19.2. 2000, tæknifræðing í Þýskalandi. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er dr. Reynir Axelsson, f. 6.3. 1944, fyrrv. dósent í stærðfræði við HÍ. Dætur Önnu Margrétar og Reynis eru Birta, f. 25.7. 1990, og María Elísabet, f. 4.3. 1992. Anna Margrét lærði píanóleik hjá Gísla Magnússyni og Árna Kristjáns- syni, lauk lokaprófi frá tón- menntakennaradeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík 1978, stundaði nám við University of Illinois í Urbana- Champaign frá ársbyrjun 1979 og varði þar doktorsritgerð sína í september 1985. Ritgerðin er á sviði heimspekilegrar fagurfræði og fjallar um eðli merkingar í tónlist. Hún lagði stund á semballeik frá 1980, fyrst undir leiðsögn George Hunter og William Heile við Háskól- ann í Illinois, og síðar hjá Helgu Ing- ólfsdóttur í Reykjavík. Anna Margrét kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1985 og við aðra tónlistarskóla, síðast við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1992. Anna Margrét kom fram sem semballeikari á fjölda tónleika, bæði sem einleikari og í samleik. Hún var um skeið þátttakandi í norræna tón- listarspurningaþættinum Kontra- punkti, stjórnaði árlegu Páska- barokki í Kópavogi í mörg ár og var mikill talsmaður þess að tónlistar- flutningur á upprunaleg hljóðfæri ætti sér fastan sess í íslensku tónlist- arlífi. Hún skrifaði greinar og hélt opinbera fyrirlestra um tónlist og var aðstoðarorganisti við Kristskirkju í Landakoti frá haustinu 1999. Anna Margrét lést 17.8. 2001. Merkir Íslendingar Anna Margrét Magnúsdóttir 90 ára Elí M. Sigurðsson Jónína Árnadóttir 85 ára Ólafur Davíðsson Sólveig Sigurðardóttir 80 ára Guðný Debóra Antonsdóttir Jón Vídalín Halldórsson Reynir Vilhjálmsson 75 ára Agnar Breiðfjörð K. Jacobsen Áslaug Herdís Úlfsdóttir Benedikt Jónasson Helga Benediktsdóttir Hlíf Samúelsdóttir Jytte Th.M. Jónsson 70 ára Gróa R. Sigurbergsdóttir Ingibjörg Ívarsdóttir Ingimundur Vilhjálmsson Marteinn Jóhannesson Óskar Kristinsson Steinn Kjartansson Svanhildur Jóhannesdóttir Vigdís Lára Viggósdóttir 60 ára Guðrún Hrefna Gunnarsdóttir Gunnlaug Hjaltadóttir Halldór Nikulás Lárusson Ingibjörg Kr. Jóhannesdóttir Jóna Helga Magnúsdóttir Jónína Margrét Sævarsdóttir Kristbjörg Lóa Árnadóttir Olga Kristjánsdóttir Sigurður Valur Sveinsson Valborg Elsa Hannesdóttir Þórarinn Sigurjónsson Örn Magnússon 50 ára Audroné Zabelo Baldur Harðarson Bryndís Hrafnkelsdóttir Guðbjörg Kr. Valdimarsdóttir Guðjón Marteinsson Ingibjörg Ingvadóttir Kolbrún Sævarsdóttir Magnús Einarsson Sandra Pálsdóttir 40 ára Ása Brynja Reynisdóttir Bergný Dögg Sophusdóttir Guðgeir Bragi Ingimarsson Guðrún Árnadóttir Hildur Ása Sævarsdóttir Joanna Gabinska Kjartan Ásgeirsson Ragnar Heiðar Júlíusson Roman Rymon Lipinski Sylvía Kristín Stefánsdóttir Sæunn Jóhannesdóttir Valur Smári Þórðarson Vara Oddsson Þorsteinn Gunnar Bjarnason 30 ára Adrian Sabido Andreas Boysen Anna Björg Kristinsdóttir Arnar Már Halldórsson Bragi Magnússon Brynja D. Diljá Guðmundsdóttir Egill Kristbjörnsson Eiríkur Bjarki Jóhannesson Margrét Hrönn Snorradóttir Monika Maria Brooks Paulius Grigaliunas Páll Ásgrímsson Sigmundur Geir Helgason Til hamingju með daginn 30 ára Óðinn ólst upp í Suður-Afríku, hefur verið búsettur í Reykjavík sl. 16 ár og er kerfisstjóri hjá Nýherja. Systir: Hlíf Þráinsdóttir, f. 1983, í námi og vinnu í Kanada. Foreldrar: Þráinn Sigur- bjarnason, f. 1949, verk- fræðingur hjá Ístaki, bú- settur í Reykjavík, Susan Sigurbjarnarson, f. 1962, húsfreyja í Reykjavík. Óðinn Þráinsson 30 ára Auður ólst upp í Reykjavík og býr þar, er leikskólakennari að mennt og starfar við leik- skólann Geislabaug. Maki: Sigurður Rún- arsson, f. 1980, húsa- smiður. Dætur: Freydís María, f. 2006, og Berglind Emilía, f. 2008. Foreldrar: Helga Jón- asdóttir, f. 1951, heyrn- artæknir, og Hannes Sig- marsson, f. 1954, læknir. Auður Hannesdóttir 30 ára Bjarni ólst upp á Blönduósi og síðan í Reykjavík, býr í Reykjavík, lauk BS-prófi í tölv- unarfræði við HR og starf- ar í hugbúnaðarþróun við Landsbankann. Systkini: Davíð Örn, f. 1976, og Petra Björg, f. 1978. Foreldrar: Emma Arnórs- dóttir, f. 1951, bókari í Reykjavík, og Kjartan Að- alsteinsson, f. 1951, d. 1991, lyfjafræðingur. Bjarni Þór Kjartansson www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.