Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Glæsilegar sumarveislur með CRYSTAL frá Koziol, úti sem inni! Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Báðar fylkingarnar í deilunni um hvort Skotland eigi að lýsa yfir sjálf- stæði lýstu yfir sigri í sjónvarps- kappræðum fulltrúa þeirra í fyrra- kvöld, sex vikum fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort Skotland eigi að vera sjálfstætt ríki eftir að hafa verið hluti af Bretlandi í 307 ár. Fyrir kappræðurnar þótti Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, líklegri til að hafa betur í rimmunni við Alistair Darling, þingmann Verkamanna- flokksins og fyrrverandi fjármála- ráðherra Bretlands. Salmond hefur getið sér orð fyrir að vera snjall í slíkum kappræðum en Darling hefur þótt á meðal dauflegustu áhrifa- mannanna í breskum stjórnmálum. Darling kom þó á óvart í rimmunni í fyrrakvöld og margir stjórnmála- skýrendur breskra blaða telja að hann hafi haft betur, einkum þegar hann þráspurði Salmond um hvaða gjaldmiðil sjálfstætt Skotland ætti að hafa. Í skyndikönnun, sem náði til 512 áhorfenda, sögðust 56% þeirra telja að Darling hefði staðið sig betur, en 44% töldu að Salmond hefði sigrað. Talsmaður Better Together, sam- taka sem berjast fyrir því Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, sagði að könnunin hefði þó einnig leitt í ljós að Salmond hefði unnið fleiri á sitt band en Darling á meðal þeirra sem voru óákveðnir fyrir kappræð- urnar. Andstæðingar sjálfstæðis hafa haft verulegt forskot, ef marka má kannanir, og Salmond þurfti því á öruggum sigri að halda til að snúa vörn í sókn. Stjórnmálaskýrendur skoskra blaða sem eru hlynnt sjálf- stæði viðurkenndu að Salmond hefði ekki tekist það að þessu sinni. Könnun, sem birt var þegar kapp- ræðurnar hófust, benti til þess að 54% Skota væru „alveg viss“ um að greiða atkvæði gegn sjálfstæði Skot- lands og 40% sögðust vera staðráðin í því að styðja sjálfstæði. Stuðnings- mönnum sjálfstæðis fjölgaði um fjögur prósentustig frá samskonar könnun í júní. Aðeins 6% aðspurðra höfðu ekki gert upp hug sinn í nýju könnuninni en aðrar kannanir hafa bent til þess að um 16% séu enn óákveðin. Deilt um myntbandalag Líklegt þykir að úrslit þjóðarat- kvæðisins ráðist að miklu leyti af því hvort skoskum þjóðernissinnum tekst að sannfæra Skota um að lífs- kjör þeirra batni ef þeir samþykkja sjálfstæði. Skoski þjóðarflokkurinn, undir forystu Salmonds, vill að sjálfstætt Skotland haldi pundinu en breska stjórnin hefur sagt að það komi ekki til greina. Salmond átti undir högg að sækja í kappræðunum þegar Dar- ling þráspurði hann um hvaða gjald- miðil sjálfstætt Skotland ætti að hafa. Salmond fullyrti að bresk stjórnvöld myndu breyta afstöðu sinni og semja um myntbandalag ef sjálfstæði yrði samþykkt. Salmond vitnaði í viðtal þar sem sem Darling lét þau orð falla að myntbandalag væri „rökrétt og æskilegt“ en Darling tók fram að hann hefði í sama viðtali lagt áherslu á að slíkt fyrirkomulag krefðist póli- tísks bandalags. Salmond hafði einn- ig eftir ónafngreindum ráðherra í London að sú ákvörðun fjármálaráð- herra Bretlands að útiloka mynt- bandalag við Skotland væri aðeins „brella í baráttunni“ og breska stjórnin myndi semja um mynt- bandalag ef Skotar lýstu yfir sjálf- stæði. „Ég vil biðja þig um að gera svolít- ið sem er mjög erfitt. Ég vil að þú hugleiðir í eina mínútu hvort þú hafir ef til vill rangt fyrir þér,“ sagði Dar- ling. „Hvaða varaáætlun hefur þú?“ Salmond reyndi þá að endurtaka fyrri túlkun sína á ummælum Dar- lings og áhorfendur púuðu á hann fyrir að reyna að víkja sér undan því að svara spurningunni. Salmond þótti standa sig betur síðar þegar hann spurði Darling 21 sinni hvort hann væri á sama máli og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um að sjálfstæðu Skot- landi gæti vegnað vel. Tókst ekki að sigra Darling  Forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar tókst ekki að snúa vörn í sókn í sjónvarpskappræðum  Alistair Darling stóð sig betur en búist var við  Báðar fylkingarnar lýsa yfir sigri í kappræðunum AFP Hart deilt Alex Salmond (t.v.) og Alistair Darling (t.h.) í sjónvarpskappræð- unum. Á milli þeirra er Bernard Ponsonby sem stjórnaði kappræðunum. Heimild: Skotlandsmálaráðuneytið í London Deilt um hvort Skotland eigi að vera sjálfstætt ríki 12,2 11 Opinber útgjöld á hvern mann eru meiri í Skotlandi en annars staðar í Bretlandi Röksemdir bresku stjórnarinnar Röksemdir skosku heimastjórnarinnar 10.700 9.000 Skotar greiða meira í skatta á hvern mann en aðrir íbúar Bretlands Getur Skotland reitt sig á Norðursjávarolíuna? Myndi Skotlandi vegna betur sem sjálfstæðu ríki? JáNei JáNei Framleiðslan er of breytileg: Frá 1998 hafa tekjurnar af skosku olíunni verið á bilinu BretlandSkotlandBretlandSkotland Á 30 árum frá 2011 koma af olíuframleiðslu Bretlands frá skoskri lögsögu Í pundum (2011/2012) 2milljarðar 12milljarðar pundatil Heimild: Skoska heimastjórnin í Edinborg Í þúsundum punda 98,8% Vill halda pundinu » Skoski þjóðarflokkurinn vill halda pundinu og að Elísabet 2. Bretadrottning verði áfram þjóðhöfðingi Skotlands. Flokk- urinn vill einnig að Skotland verði í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. » Íbúar Skotlands eru um 5,2 milljónir og 8% íbúa Bretlands. » Skoski þjóðarflokkurinn leggur áherslu á að sjálfstæði verði til þess að lífskjör Skota batni. Um 9% af vergri lands- framleiðslu Bretlands koma frá Skotlandi. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað bann eða takmark- anir á innflutning landbúnaðar- afurða frá löndum sem hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna átakanna í austanverðri Úkraínu. Í tilskipun frá Pútín var ráðuneytum í Moskvu falið að útbúa lista yfir varn- ing sem bannið eða takmarkanirnar eiga að ná til. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa gripið til refsiaðgerða vegna meints stuðnings Rússa við upp- reisnarmenn í Úkraínu. Rússar hafa flutt inn ávexti og grænmeti frá ESB löndum fyrir um tvo milljarða evra á ári, eða rúma 300 milljarða króna. Innflutningur Rússa á matvælum frá Bandaríkjunum nemur u.þ.b. 150 milljörðum króna á ári. AFP Á varðbergi Úkraínskur hermaður í austanverðri Úkraínu. Pútín takmarkar matvælainnflutning  Svarar refsiaðgerðum gegn Rússum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.