Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ósátt/ur við eitthvað innan heimilisins en finnst þú þó ekki geta rætt það við heimilisfólkið. Vertu óhræddur þótt einhverjum í kringum þig kunni að finnast þetta óþarfa stælar. 20. apríl - 20. maí  Naut Ástin hallar sér að þeim sem eru opnir og bjartsýnir. Eitthvað sem þú gast ekki ímyndað þér að myndi nokkru sinni gerast er raunverulegur möguleiki í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hak- anum. Fólk mun vera opnara fyrir reynslu þinni en þig grunar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Komdu þér í viðskiptaskap. Ekki þrasa um það hvernig á að deila einhverju niður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú gengur allt á afturfótunum í vinnunni. Ef þér líkar vinnan ekki enn eftir þær ívilnanir er kominn tími til þess að fara að líta í kringum sig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu var um þig, því það er einhver draugagangur í gangi sem beinist að þér og þínum störfum. Fólk leyfir þér að ráða ferðinni, því þú virðist vita hvað þú ert að gera. 23. sept. - 22. okt.  Vog Innblástur finnst í mörgum myndum. Ef þú getur ekki ferðast í eigin persónu, geturðu látið hugann reika í staðinn, í gegnum bækur, kvikmyndir eða samtöl. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft sennilega að breyta ferðaáætlunum þínum eða áætlunum um framhaldsmenntun. Gættu þess að ofmetn- ast ekki og taktu gagnrýni vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Slæm sambönd geta eyðilagt margan góðan hlutinn svo þú skalt umfram allt kappkosta að halda samskiptaleiðunum opnum. Gættu þess að taka hana ekki sem sjálfsagðan hlut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt ykkur leiðist að fara ofan í saumana á málum aftur og aftur er það nauðsynlegt ef þið viljið hafa allt á hreinu. Með því er mælt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt hauk í horni, sem getur aðstoðað þig í vandasömu máli. Til þess að skapa þarf maður fyrst að trúa því að það sé hægt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sumir velja að ríghalda í dramatík- ina í lífi sínu og halda að erfiðleikar þeirra geri þá sérdeilis áhugaverða. Hallmundur Kristinsson skrifarfeitletrað í Leirinn „ Bar- lómur“ og segir síðan: Ég nýt ekki nokkurra styrkja og neyðist því til þess að yrkja í roðinu rýrt. Ræð ei við dýrt. Andann er vonlaust að virkja. Ég nýt ekki nokkurra styrkja og neytendalán þarf að virkja. Ég held því að meir af helvítis leir ég hafi ekki ráð á að yrkja. Davíð Hjálmar Haraldsson hefur samúð með ferðamönnum: Túrhestar hér vaða vötn og ár, að verðleikum þeir náttúruna róma. Koma þeir með fulla vasa fjár en fara heim með sömu vasa tóma. Sigrún Haraldsdóttir er á öðrum nótum: „Ég elska hann Björling á Bala“, básúnar Þórhildur Svala, „þrátt fyrir spikið þá er hann mikið rúsínurassgat í bala“ Og enn kveður við nýjan tón hjá Sigrúnu: Lárusi leist ekki á blikuna því liðið var nokkuð á vikuna og alltaf sat Binni í búrinu inni og starði á ófétis stikuna. Dr. Sigurður Ingólfsson hefur orð á því, að smekkfólk hafi sagt sér að halda skegginu, – „Ég neyð- ist til að taka mark á slíku og spara þar með í innkaupum á rakvéla- blöðum,“ segir hann. „Enda sagði Elvis við mig: Elsku pabbi dásamlegt er lífið og leyndardómarnir sem enginn sér en hjartnæmt er hvað heillast af þér víf- ið minn hjartans vinur, því þú líkist mér. Elvis hefur grimmilega gott sjálfsálit og bætir þannig fyrir mína krónísku hógværð.“ Rétt er að taka fram að Elvis er hundur Sigurðar og góðkunningi Vísnahorns. Ármann Þorgrímsson hefur orð á því að nóttin sé löng og nægur tími til að hnoða leir: Fótaverkir engu eira aldurinn víst ræður því Sjálfsagt ekki sef ég meira sænginni þó veltist í. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Túrhestar, hundurinn Elvis og Björling á Bala Í klípu „MIG VANTAR EINA BÓK Í VIÐBÓT UM SKIPULAGÐAN LÍFSSTÍL. ÉG FINN EKKI ÞÆR SÍÐUSTU TVÆR SEM ÉG FÉKK LÁNAÐAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER ALLT Í LAGI, LÖGREGLUÞJÓNN. HÚN ER AÐ LEITA AÐ STÖÐUHEMLINUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skiptast á að keyra. BÓKASAFN ÖKUSKÓLI ÖRVARS MÚS! DREPTU OG ÉTTU HANA, GRETTIR! DREPA OG ÉTA! ÉG ER MEIRI SVONA „HITA Í ÖRBYLGJU- OFNI“- KÖTTUR. HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA?! ÁHÖFNIN HEFUR GEFIÐ ÞVÍ NAFN ... EN ÉG ER OF VEL UPP ALINN TIL AÐ HAFA ÞAÐ EFTIR. Víkverji hefur stundum þóttvanafastur í viðmóti sínu gagnvart breytingum. Í vikunni þurfti hann að bregða sér snöggvast í strætisvagni úr mið- borginni í vesturátt og ákvað hann að best væri að taka vagn- inn frá Hverfisgötunni í Reykja- vík þar sem hann hafði verið staddur í dálitlum erindagjörðum. Svo vill til að töluverðar fram- kvæmdir eru nú í gangi á Hverf- isgötu og því ganga strætisvagn- arnir ekki niður Hverfisgötuna heldur Sæbrautina, norðan Hverfisgötu. Um breytingarnar á Hverfisgötu hefur Víkverji í sjálfu sér ekki sterkar skoðanir, enda gagnast reiðhjólastígarnir honum lítið. Reiðhjólaleysi veldur því. x x x Á þessum tímapunkti vissi Vík-verji ekki af þessari breytingu á strætisvagnakerfi Reykjavík- urborgar og eftir nokkra bið eftir strætisvagni sem aldrei kom, rann upp fyrir honum hvernig í pottinn var búið. Þegar hann áttaði sig á þessu, hefði Víkverja verið í lófa lagið að labba hinn stutta spöl niður að Sæbraut og ná þar strætisvagni sínum. Þar hefði hann getað virt fyrir sér Hörpu í sjaldséðum sólargeislum, en geislarnir hafa verið gefnir út í takmörkuðu upp- lagi í höfuðborginni nú í sumar. Það hefði einnig stytt ferðalag hans og hvílt þannig lúin bein Vík- verja. x x x En Víkverji var nú svo sann-arlega ekki á þeim buxunum að bregða út af vananum og sætta sig við slíkar breytingar á leiða- kerfi borgarinnar. Frekar rölti hann Hverfisgötuna að enda, niður á Lækjartorg og tók strætisvagn- inn þar, en sú stoppistöð stendur blessunarlega óhögguð þrátt fyrir framkvæmdargleðina í borginni. Það kom heldur aldrei til greina að rölta upp Hverfisgötuna, og taka strætisvagninn hreinlega frá Hlemmi. Víkverji var á leið í vest- urátt, og því væri það óeðlilegt að hefja ferðalagið á því að ganga í þveröfuga átt! víkverji@mbl.is Víkverji Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. (Fyrra Pétursbréf 5:7) Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.