Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Páll Vilhjálmsson, blaðamaðurog kennari, rekur augun í að annað kynið er miklu jafnara en hitt á athyglisverðum stað:    Jafnréttisstofa eropinber stofnun með það hlutverk að ,,annast stjórn- sýslu á sviði jafn- réttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla“.    Starfsmenn Jafnréttisstofu eruátta og skyldi ætla að stofnun með skilgreint hlutverk í jafnrétt- ismálum gætti að jafnrétti í mannaráðningum.    En það er öðru nær. Af áttastarfsmönnum eru sjö konur en einn karl. Þessi skökku kynjahlutföll (87,5 prósent konur en 12,5 karl(ar)) eru í hróplegu ósamræmi við eft- irfarandi hlutverk Jafnréttisstofu sem eru […] m.a. að:    hafa eftirlit með framkvæmdlaga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, miðlun upp- lýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til ein- staklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum.    Þá skal Jafnréttisstofa fylgjastmeð þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu, m.a. með upplýs- ingaöflun og rannsóknum.“    Þegar Jafnréttisstofa geturekki haldið eðlilegu kynja- hlutfalli á eigin stofnun er tæp- lega hægt að gera ráð fyrir að stofnunin búi að slagkrafti til að jafna stöðu kynjanna úti í þjóð- félaginu.“ Páll Vilhjálmsson Karl upp á punt? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.8., kl. 18.00 Reykjavík 16 skýjað Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 8 heiðskírt Þórshöfn 12 alskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 22 þoka Helsinki 26 heiðskírt Lúxemborg 17 skúrir Brussel 17 skúrir Dublin 21 léttskýjað Glasgow 21 skýjað London 25 léttskýjað París 22 þrumuveður Amsterdam 17 skúrir Hamborg 22 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 23 skýjað Moskva 27 skýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 26 þrumuveður Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 26 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:55 22:13 ÍSAFJÖRÐUR 4:42 22:36 SIGLUFJÖRÐUR 4:24 22:20 DJÚPIVOGUR 4:20 21:47 Lagarfoss, nýtt gámaskip Eimskipa- félags Íslands, er komið út á Atl- antshaf á leið sinni til Íslands. Ferð- in frá Kína hefur gengið vel, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsinga- fulltrúa Eimskips. Lagarfoss er annað af tveimur gámaskipum sem Eimskip lætur smíða í kínverskri skipasmíðastöð. Afhending seinna skipsins dregst fram á næsta ár. Félagið tók við Lagarfossi 24. júní og áhöfn þess sigldi af stað áleiðis til Íslands. Skip- ið hafði viðkomu í kínversku hafn- arborginni Qingdao til að lesta gáma, meðal annars fyrir við- skiptavini Eimskips, í tilefni af nýj- um fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Skipið flytur einnig 200 nýja frystigáma sem félagið festi kaup á. Siglingaleið skipsins, frá Kína til Rotterdam, er um 11 þúsund sjómíl- ur. Áhöfnin sigldi um Súezskurðinn fyrir mánaðamót og tók olíu í Gí- braltar á frídegi verslunarmanna. Ólafur segir að áhöfnin láti vel af skipinu og hafi ekki orðið vör við al- varlega „barnasjúkdóma“. Áætlað er að Lagarfoss komi til Rotterdam á þriðjudaginn í næstu viku og til Reykjavíkur að morgni sunnudagsins 17. ágúst. Skipinu verður formlega gefið nafn við at- höfn sem ekki hefur verið tímasett og eitthvað til gamans gert af því til- efni. Áratugir eru liðnir frá því Íslend- ingar hafa tekið á móti kaupskipi sem sérstaklega er smíðað fyrir út- gerð hér. Lagarfoss mun síðan leysa Selfoss af á svokallaðri gulu leið til Evrópu. Hann mun hafa viðkomu í Vest- mannaeyjum og er raunar hannaður sérstaklega til að geta athafnað sig þar í höfninni. helgi@mbl.is Siglingin frá Kína gengur vel  Lagarfoss á leið til Rotterdam  Fyrsta nýsmíði kaupskips í áratugi Ljósmynd/Yanjun Á heimleið Lagarfoss flytur nýja frystigáma Eimskips auk gáma fyrir við- skiptavini frá Kína til Evrópu. Hann kemur til Reykjavíkur 17. ágúst. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkahfrá Yndisauka Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum,Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni, Nóatúni,Garðheimum,Miðbúðinni ogBakaríinu viðBrúnnaAkureyri. OFNBÖKUÐÝSA MEÐ INDVERSKUMBLÆ Roð-ogbeinhreinsið ýsuflökinog skerið í hæfilegabita. Setjið mangó-chutney í skál ogpenslið ýsubitana velmeðþví ábáðum hliðum. Stráið Indverskudukkah vel yfir beggjamegin. Setjið í eldfast form.Bakið í ofni við 180°C í 15mín. Berið frammeðuppáhaldshrísgrjónunumykkar og salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.