Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 14
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldin í fjórtánda sinn á Dalvík. Þétt dagskrá er í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað en í fréttatilkynningu segir að frá upp- hafi hafi markmið hátíðarinnar ver- ið að fólk komi saman, skemmti sér og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á há- tíðarsvæðinu ókeypis. „Ramm- inn í kringum há- tíðina verður með svipuðu móti og und- anfarin ár en við verðum einnig með nýjungar. Við erum með nýtt á matseðlinum og ætlum t.d. í fyrsta skipti að bjóða upp á fiskipylsur. Svo ætlum við að reyna að slá heimsmet með því að baka 80 fer- metra stóra saltfiskpítsu,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmda- stjóri Fiskidagsins mikla. Dagskráin hefst snemma í dag, klukkan 8, með fjölskylduraratleik og Opna Fiskidagsmótinu í golfi. Fyrir hádegi tekur svo við hvala- skoðun, kleinusala og margt fleira. Þá mun Dana Ýr Antonsdóttir halda hádegistónleika á Þulu Café í Bergi. Tónleikar og uppistand Dagskráin er ekki í verra lagi eftir hádegi en klukkan 16 verður Risazumba í Íþróttamiðstöðinni. Klukkan 18 mun Sigga Kling svo sjá um að koma fólkinu í góðan gír í samkomuhúsinu Ungó og klukkan 19 mætast Dalvík/Reynir og Völs- ungur á Dalvíkurvelli. Sjóstanga- veiði, tónleikar Lopapeysu Hvann- dalsbræðra og uppistand með Ara Eldjárn mun svo sjá um að halda uppi góðri stemningu um kvöldið. Létt og skemmtileg dagskrá verður fram eftir degi á morgun en klukkan 18 verður Fiskidagurinn mikli formlega settur með u.þ.b. klst. langri dagskrá í kirkjubrekk- unni. Dagskráin er í daglegu tali kölluð „Vináttukeðjan“ en þar munu meðal annars Greifarnir, Friðrik Ómar, Erna Hrönn og hljómsveitin Thunder koma fram. Að kvöldi föstudags tekur hið fræga fiskisúpukvöld við kyndl- inum en þá geta gestir og gangandi rölt á milli staða í bænum og fengið að smakka fiskisúpu. Hver og einn er með sína uppskrift að fiskisúpu og því er um að gera að nýta tæki- færið og leyfa bragðlaukunum að njóta sín. „Þetta eru um 120 fjöl- skyldur sem taka þátt og þar býður fólk heim í hús eða garða. Ef þú sérð tvo kyndla fyrir utan hús þá er þér boðið inn,“ segir Júlíus. Kvöldið endar svo á tónleikum með Eyþóri Inga og Atómskáld- unum í Samkomuhúsinu Ungó en á sama tíma mun Doddi mix halda uppi stuðinu við höfnina. Allar matarstöðvar opnar Á sjálfum Fiskideginum mikla verður nóg um að vera að vanda en klukkan 11 opna allar mat- arstöðvar og dagskrá hefst. Á að- alsviðinu munu Matti Matt og Frið- rik Ómar taka fiskidagslagið en Latibær, Karlakór Dalvíkur, systk- inin Íris og Snorri, Ari Eldjárn og margir fleiri munu svo sjá til þess að engum leiðist fyrir framan aðal- sviðið. Búast má við mikilli stemningu í bænum þann daginn en myndasýn- ing Samherja á hátíðarsvæðinu ásamt neðansjávarmyndbandasýn- ingu Erlends Bogasonar er eitt- hvað sem vert er að líta á. Fjölbreytt og flott dagskrá tekur við um kvöldið en hún hefst á risa- uppistandinu mikla með Ara Eld- járn. Fyrir neðan hafnarbakkann verður svo sannkölluð tónlist- arveisla þar sem á þriðja tug söngvara og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni. Dagskráin endar svo með risaflugeldasýningu sem björgunarsveitin á Dalvík setur upp. „Þetta er hátíð fyrir alla og við leggjum mikið upp úr því að þetta sé fjölskylduhátíð. Við viljum að fólk njóti þess að vera saman og eigi góða stund á Dalvík. Miðað við síðustu ár á ég von á tugþúsundum til okkar. Ég er bjartsýnn á góða stemningu og maður finnur það í undirbúningnum að þetta á eftir að verða frábær hátíð,“ segir Júlíus. Allur matur og skemmtan ókeypis 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16 SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS MIKIÐ ÚRVAL AF ASICS HLAUPAFATNAÐI! „Þetta er oftast hugsunarleysi. Þaðer sama fólkið sem kemur hingað til að dást að náttúrunni og er að skemma gróðurinn með bílunum,“ segir Ingó Herbertsson, leið- sögumaður, en hann vakti athygli á því hvernig bílum var lagt við Djúpa- lónssand á Snæfellsnesi. Þar var hátt í tíu bílum lagt á grasflöt við hlið bílastæðisins en Ingó segir að hægt hefði verið að leggja öllum bíl- unum á bílastæðinu. „Það er lenska hérna, að þetta segi sig sjálft, að maður eigi ekki að leggja á grasinu en þú sérð hvernig veruleikinn er. Þetta segir sig ekki sjálft,“ segir Ingó. Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóð- garðsvörður, kannast vel við vanda- málið og segir hún bílastæðið við Djúpalónssand vera löngu sprungið líkt og á fleiri stöðum í þjóðgarð- inum. „Skipulag liggur fyrir, þar sem bílastæðið verður stækkað, en enn vantar fjármagn fyrir fram- kvæmdirnar sjálfar. ash@mbl.is Ljósmynd/Ingó Herbertsson Bílastæði Við Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi er bílum lagt á grasinu við hlið bílastæðisins og segir þjóðgarðsvörður bílastæðið sprungið. Fjársvelt bílastæði  Bílum við Djúpalónssand lagt á grasi  Bílastæðið er fyrir löngu sprungið Erlendur Bogason, kafari á Ak- ureyri, frumsýnir tuttugu stuttmyndir á Fiskideginum mikla með sögum og svip- myndum úr hafinu og af hafs- botni við Ísland. Myndirnar eru talsettar á íslensku og hafa sömuleiðis verið framleiddar með ensku tali. Hver mynd er um þrjár mínútur að lengd en Erlendur naut stuðnings Rann- sóknarsjóðs síldarútvegsins og Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum við að taka upp, vinna úr myndefninu og kynna það. pfe@mbl.is Frumsýnir stuttmyndir KAFARI Á AKUREYRI Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson Kokkar Arnþór Sigurðsson (til vinstri) og Úlfar Eysteinsson (til hægri). Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson Hátíð Þétt dagskrá er í boði fyrir þá sem leggja leið sína á Dalvík en búast má við góðri stemningu um helgina.  Fiskidagurinn mikli haldinn í fjórtánda sinn á Dalvík  Stefna að því að setja heimsmet í pítsugerð Júlíus Júlíusson Hvert liggur leiðin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.