Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Handverkshátíðin að Hrafnagili í Eyjafirði verður haldin í 22. skipti nú um helgina og verður formlega sett af Kristjáni Þór Júlíussyni, heil- brigðisráðherra, klukkan 12 í dag. Fjöldi nýrra sýnenda tekur þátt í ár og óhætt er að fullyrða að fjöl- breytnin sé mikil. Á útisvæðinu er meðal annars risið 250 fermetra tjald þar sem matvælaframleið- endur koma sér fyrir. „Um leið og setningu hátíðarinnar lýkur munu 96 sýnendur opna sölubása en þar verður til sýnis fjöldinn allur af flottu handverki. Svo erum við kom- in með glæsilega matvælasýningu sem verður á útisvæðinu,“segir Est- er Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðarinnar. Vinsæll liður Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður á svæðinu en hún hefst á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi. Þar má nefna tískusýningu, hús- dýrasýningu, grillveislu og margt fleira. „Það verður sýning á gömlum landbúnaðarvélum sem áhugavert verður að skoða. Á laugardeginum verðum við með svaka vinsælan lið þar sem börn í Eyjafjarðarsveit sýna kálfana sína. Þar keppa þau um hver á fallegasta og best tamda kálf- inn. Það vekur alltaf mikla lukku enda láta kálfarnir ekki alltaf að stjórn hjá keppendunum sem eru allt niður í þriggja ára gamlir,“ segir Ester. Í fyrsta skipti verður handverks- markaður á hátíðinni. Markaðurinn verður opinn á föstudegi og sunnu- degi en þar munu fjölmargir selja varning sinn. „Á markaðnum verða margir litlir aðilar sem hafa verið heima að prófa sig áfram í hand- verki. Þetta eru bæði karlar og kon- ur svo það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur,“ segir Ester. Búist er við að um 15-16 þúsund manns muni heimsækja svæðið yfir helgina og Ester fullyrðir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátiðinni. „Þetta er hátíð fyrir alla. Hátíðin er líka að verða karl- lægari og sífellt fleiri karlar taka þátt. Þetta eru ekki bara lopapeysur og ullarsokkar sem fólk getur skoð- að. Við höfum fengið heilu fjölskyld- urnar til okkar og ég er viss um að þetta verður mjög vel heppnuð há- tíð,“ segir Ester. Ljósmynd/Handverkshátíðin Hátíð Nóg verður um að vera á handverksthátíð í Eyjafirði um helgina. Matur, hand- verk og kálfar  Handverkshátíð haldin í Eyjafirði Margt að gerast » Búsaga sýnir gamlar vélar og Hestamannafélagið Funi teym- ir undir börnum alla daga frá klukkan 14-17. » Félag ungra bænda á Norð- urlandi sér um húsdýrasýning- arsvæðið. »Von er á að 15-16 þúsund manns heimsæki svæðið. » Búið er að koma upp sam- tals 900 fermetrum af sýning- artjöldum til að taka við þeim fjölda. Ljósmynd/Handverkshátíðin Sýning Kálfasýningin hjá börnunum í Eyjafjarðarsveit er vinsæl. Heljarinnar uppskeruhátíð verður haldin á laugardagskvöldinu klukkan 19:30 og er hún öllum op- in. Séra Hildur Eir Bolladóttir er veislustjóri og meðal þeirra sem fram koma eru Álftagerðisbræður, Pálmi Gunnarsson ásamt hljóm- sveit og prestatríó skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon. Matreiðslumenn Greifans munu svo sjá um grill- veisluna og verðlaunaðir verða handverksmaður ársins og sölu- bás ársins. pfe@mbl.is Grillveisla og prestatríó á uppskeruhátíð FER FRAM Á LAUGARDAGSKVÖLDI OG ER ÖLLUM OPIN Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.