Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 7
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4
-1
7
3
9
Fengum takmarkað magn af ríkulega búnum Kia cee’d Sportswagon EX
með öflugri bensínvél á sérstöku tilboðsverði.
Aðeins 35.990 kr. á mánuði í 84 mánuði.*
* M.v. 1.600 þús. kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti
og bílalán Landsbankans í 84 mánuði. 9,4% óverðtryggðir vextir.
Árleg hlutfallstala kostnaðar:11,14%.
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
www.kia.com
Mikill bíll - frábært verð
– Kia cee‘d Sportswagon
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
Eigum bíla til afgreiðslu strax!
Komdu og reynsluaktu.
Takm
arkað
magn
3.690.777 kr.
Kia cee‘d Sportswagon EX 1,6 bensín,
beinskiptur 6 gíra, 135 hestöfl.
Tilboðsverð
• Kastarar með beygjuskynjara
• Hiti í stýri og framsætum
• 525 lítra farangursrými
og m.fl.
• Bluetooth
• USB tengi
• LED ljós
• Aksturstölva
• Hólf milli sæta
Dæmi um búnað:
• 16” álfelgur
• Loftkæling (A/C)
• Cruise Control
• Bakkskynjarar
• Flex stýrisstilling
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ný brú yfir Múlakvísl á Mýrdals-
sandi var formlega opnuð síðdegis í
gær, þegar Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra klippti á
borða með aðstoð Hreins Haralds-
sonar vegamálastjóra. Það var
laugardaginn 9. júlí 2011 sem
gamla brúin, og þar með hringveg-
urinn, fóru í sundur í jökulhlaupi.
Sú brú var 130 metrar og var
byggð árið 1990. Nýja brúin er 162
metrar og er brúargólfið 2 metrum
hærra en á eldri brú.
Hanna Birna sagði í stuttri ræðu
að bygging brúarinnar væri í raun
Ísland í hnotskurn. Eftir flóðið í júlí
2011 hefði verið smíðuð bráða-
birgðabrú á fáum dögum. Það væri
Íslendingum líkt að ganga í verkin
og redda hlutunum. Það hefðu
vegagerðarmenn gert og smíðað
brú á einni viku, sem væri mikið af-
rek. Þar væri valinn maður í hverju
rúmi. Því bæri að þakka vegagerð-
armönnum fyrir þeirra verk. Nú
væri risið fallegt mannvirki sem
yrði mikil vegabót.
Auk Hönnu Birnu voru Sigurður
Ingi Jóhannsson landbúnaðar-
ráðherra og Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, viðstödd opnunina, ásamt
heimamönnum og fleirum.
Þörf á frekari framkvæmdum
Fram kom í máli heimamanna að
mannvirkið væri mikilvægt en að
þörf væri á frekari framkvæmdum
á svæðinu í náinni framtíð.
Lágpunktar eru hafðir í veg-
inum, sinn hvorum megin brúar, til
þess að brúna taki ekki af í flóði af
þeirri stærðargráðu sem varð í júlí
2011 en flóðið rjúfi þess í stað veg-
inn. Í austanverðum farveginum of-
an brúar voru byggðir um 5,6 km
langir varnargarðar upp með ánni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Brúin vígð Frá vinstri: Einar Hafliðason, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Silja Dögg Gunnarsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins, opnuðu brúna síðdegis. Stúlkan með skærin heitir Birna Sólveig Kristófersdóttir.
Vígðu 162 metra
brú yfir Múlakvísl
Ráðherra segir brúna mikla vegabót