Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 17

Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is E-60 Stólar Verð frá kr. 24.300 www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum. Veiðiþjófar drepa fleiri fíla í Afríku en fæðast á ári hverju en ný rannsókn, sem varpar nýju ljósi á raunveru- lega tíðni veiðiþjófnaðar, bendir til þess að fílastofninn minnki nú um 2% ár frá ári. Rannsóknin, sem leidd var af George Wittemyer, prófessor við Colorado State Uni- versity, bendir m.a. til þess að 40.000 fílar hafi verið drepnir ólöglega í Afríku árið 2011 en samkvæmt eldri rannsóknum var fjöldinn áætlaður 25.000. Þá segja vís- indamennirnir að á árunum 2010-2012 hafi fleiri en 100.000 fílar verið drepnir í álfunni. „Við komumst að því að aukinn veiðiþjófnaður var nátengdur staðarverð- inu á svartamarkaðsfílabeini,“ segir Wittemyer en rann- sakendurnir komust að því að þegar verðið á fílabeini fór yfir 30 Bandaríkjadali fyrir kílóið, varð veiðin ósjálfbær. Því miður hafi verðið að lokum farið upp í allt að 150 dali á kílóið. Þá segja vísindamennirnir að þar sem stærstu skögultennurnar séu eftirsóttastar séu karldýr á besta aldri og mæður lítilla fílsunga gjarnan helstu skotmörk veiðiþjófanna en drápin á þeim geri það m.a. að verkum að ungarnir verði eftir einir og varnarlausir. Heimild: PNAS/National Geographic/Traffic Ný rannsókn sýnir að veiðiþjófnaður er tíðari en áður var talið Fleiri en 100.000 fílar drepnir ólöglega á árunum 2010-2012 í Afríku Áætlaður fjöldi eftir svæðum Mið-Afríka Austur- Afríka Suður-Afríka 42.000 41.000 24.000 Fílum slátrað Hald lagt á stóra farma fílabeins Á heimsvísu 2001 - 2011 Þúsundir kílóa 2001 7,1 19,5 4,4 2,8 4,7 16,4 2,2 19,3 9,8 23,7 02 03 04 05 06 07 09 10 11 Áætluð stærð fílastofnsins: 470.000 - 690.000 (IUCN, 2007) Fleiri fílar drepnir en fæðast París. AFP. | Nokkrar af þeim þjóð- um, sem Bandaríkjamenn hafa verið duglegir við að gagnrýna í gegnum tíðina fyrir mismunun og mannrétt- indabrot, hafa gripið tækifærið í kjöl- far dauða hins 18 ára gamla Michael Brown og aðgerða lögreglu gegn mótmælendum í Ferguson í Missouri og skotið fast til baka. Í Kína hafa fjölmiðlar fylgst náið með málinu og ríkisfjölmiðillinn CCTV sýnt upptökur frá mótmæl- unum, sem þykir kaldhæðnislegt í ljósi þess að kínversk stjórnvöld leyfa ekki álíka umfjöllun um mót- mæli heima fyrir. Opinbera frétta- stofan Xinhua sagði að drápið á Brown sýndi enn og aftur „að jafnvel í landi sem hefur um árabil reynt að leika hlutverk alþjóðlegs mannrétt- indadómara og -verndara, er enn mikið rúm fyrir umbætur heima fyrir.“ Í yfirlýsingu frá utanríkisráðu- neyti Írans sagði m.a. að mismunun gegn svörtum í Bandaríkjunum af hendi lögreglu- og dómsyfirvalda væri klárt dæmi um mannréttinda- brot. Þá tísti æðsti leiðtogi Írana, Ali Khamenei, að afrískir Bandaríkja- menn væru í dag, líkt og hingað til, kúgaðir og að mismunað væri gegn þeim. Jafnvel í Egyptalandi, þar sem 1.400 manns, flestir íslamskir mót- mælendur, hafa látið lífið í átökum við öryggissveitir, hafa ráðamenn ekki getað setið á sér en talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði banda- ríska lögreglu beita óhóflegu afli og utanríkisráðuneytið sagðist fylgjast náið með þróun mála í Ferguson. holmfridur@mbl.is Skjóta til baka á Bandaríkjamenn  Kínverjar, Íranir, Egyptar og Rússar nota tækifærið í kjölfar dauða Michaels Brown og gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir mismunun og mannréttindabrot AFP Nota tækifærið Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að Banda- ríkjamenn ættu að leysa eigin vandamál áður en þeir skiptu sér af öðrum. Oliver Brady, farsóttafræð- ingur við Ox- ford-háskóla, segir að þörf sé á tugþús- undum skammta af tilraunalyfj- um til að hamla útbreiðslu ebólu-faraldurs- ins sem brotist hefur út í Gíneu, Nígeríu og Síerra Leóne. Bresk stjórnvöld og Wellcome- styrktarsjóðurinn kölluðu í gær eft- ir rannsóknartillögum varðandi út- breiðslu og lækningu ebóluveir- unnar en þær verða yfirfarnar samstundis til að hægt verði að hrinda þeim í framkvæmd án tafar. 10,8 milljónum Bandaríkjadala verður veitt í þær rannsóknir sem verða fyrir valinu. 1.350 hafa látið lífið af völdum veirunnar frá því í mars sl. EBÓLUFARALDURINN Milljónum dala ráð- stafað til rannsókna Á árunum 2008-2012 ferðuðust 611 einstaklingar til Sviss til að fá aðstoð við að deyja. Fjöldinn minnkaði milli ára 2008-2009, úr 123 í 86, en tvöfald- aðist á árunum 2009-2012, í 172. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri grein sem birtist í tímaritinu Law, Ethics and Medicine í vikunni en þar kemur einnig fram að svokallaðir „sjálfsvígstúristar“ hafi komið frá 31 landi, flestir frá Þýskalandi og Bret- landi. „Í Bretlandi, að minnsta kosti, eru „að fara til Sviss“ orðin veigrunarorð fyrir sjálfsvíg með aðstoð,“ segir í greininni en þar segir einnig að sex samtök, sem hafa barist fyrir réttin- um til að deyja, aðstoði við 600 sjálfs- víg á ári, þar af 150-200 þar sem ein- staklingurinn hefur ferðast til Sviss til að deyja. Í frétt CNN um málið kemur fram að 58% af áðurnefndum 611 einstaklingum voru konur. Aldur sjúklinganna var á bilinu 23-97 ára, en meðalaldurinn 69. Nærri helmingur þeirra þjáðist af taugasjúkdómi, aðrir af krabbameini, gigtarsjúkdómum eða hjartasjúkdómum. Margir þjáð- ust af fleiri en einum sjúkdómi. Sjálfsvíg með aðstoð og líknardráp eru víðast hvar afar umdeild en sumir sérfræðingar hafa haldið því fram að verið sé að sneiða fram hjá raunveru- lega vandamálinu, sem sé þörfin á betri líknandi meðferð. Alison Twy- cross, sem starfar við London South Bank University, segir fylgismenn sjálfsvígs með aðstoð oft hafa horft upp á ástvin upplifa langdreginn og sársaukafullan dauða. „Við þurfum að fara að spyrja okk- ur spurninga á borð við: er viðeigandi að gefa sjúklingi með ólæknandi sjúk- dóm sýklalyf ef hann fær sýkingu í brjóstholið?“ segir hún og spyr hvort það sé mögulegt að stuðning fólks við sjálfsvíg með aðstoð megi rekja til til- hneigingarinnar til að halda áfram læknandi meðferð, jafnvel þegar sjúklingurinn er við dauðans dyr. Þá bendir hún á að reglum um sjálfsvíg með aðstoð hafi ekki alltaf verið fylgt. „Sjálfræði er mikilvægt. En það getur verið, í málum er varða líf og dauða, að þú getir ekki skapað frelsi fyrir fáa án þess að svipta marga viðunandi vernd.“ Þeim fjölgar sem „fara til Sviss“ Morgunblaðið/Sverrir Umdeilt » Víða er gerður greinar- munur á sjálfsvígi með aðstoð og líknardrápi en munurinn felst í þátttöku sjúklingsins sjálfs. » Sjálfsvíg með aðstoð er ólöglegt í Bretlandi, Írlandi og Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.