Morgunblaðið - 22.08.2014, Side 26

Morgunblaðið - 22.08.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Rithöfundurinn síungi Þórarinn Eldjárn er 65 ára í dag. Hannsegist alltaf vera iðinn við kolann en dagurinn í dag fari aðmestu í að safna kröftum fyrir hálfmaraþon á morgun. „Ég hleyp aldrei maraþon en segi gjarnan að ég hafi samið við skipu- leggjendur Reykjavíkurmaraþons um að ég hlaupi heilt maraþon, skipti því bara á milli ára,“ segir afmælisbarnið. Þórarinn ræktar bæði líkama og sál. Hann byrjaði að hlaupa reglulega þegar hann var í námi og bjó í Svíþjóð á áttunda áratug liðinnar aldar, hefur verið í leikfimi með öðrum hress=Sum, síung- um mönnum nokkrum sinnum í viku á veturna í um 15 ár og hleypur hálft maraþon í 14. sinn á morgun. „Ég hef haldið mig við Reykja- víkurmaraþonið og aldrei hlaupið í keppni utan landsteinanna,“ segir hann. Aftekur ekki að keppni erlendis komi til greina í fram- tíðinni en ekkert sé þó ákveðið í því efni. Þórarinn er afkastamikill rithöfundur. Í vor kom út ljóðabók hans Tautar og raular og barnaljóðabók er í prentun auk þess sem þýðing á pólsku barnaljóði er væntanleg. „Ég er alltaf að, enda af nógu að taka,“ segir skáldið. Þórarinn hefur lengi haft áhuga á Vestur- Íslendingum. Hann verður með erindi á Þjóðræknisþingi á Hótel Natura á sunnudag og fjallar þar meðal annars um tengsl sín við frændfólk í Kanada. steinthor@mbl.is Þórarinn Eldjárn skáld 65 ára Morgunblaðið/Kristinn Þórarinn Eldjárn Tautar og raular er tíunda ljóðabók hans fyrir full- orðna, en skáldið, sem er 65 ára, á 40 ára rithöfundarafmæli í ár. Skiptir maraþon- inu á milli ára Íslendingar Pétur Atlí Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Anna María Magnúsdóttir, Svanbjörn Orri Thorodd- sen, Lára Ósk Eyjólfs- dóttir, Sindri Svanberg Gunnarsson, Tómas Magni Ottósson og Stefán Þorri Magnússon eru úr Skerjafirði. Þau voru með tombólu fyrir framan leik- skólann Skerjagarð þar sem þau seldu geisladiska, plötur og annað dót. Þau gáfu Rauða krossinum ágóðann, kr. 4.091. Hlutavelta Halla Eiríksdóttir, Sólveig Erla Er- lingsdóttir, Auður Arnardóttir og Sig- urlaug Jónsdóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún og seldu dót sem þær höfðu safnað. Þær gáfu Rauða kross- inum ágóðann, sem var kr. 9.990. Hlutavelta Guðbjörg Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 22. ágúst 1944 og ólst upp á Hólum í Hjaltadal í stórum barnahópi sem þá var á staðnum. „Níu ára gömul fór ég að fylgja gestum um Hóladómkirkju. Þar skyldi sagt frá kirkjugripum og sögu staðarins. Mér til fróðleiks las ég kynningarbæklinginn Um Hóladóm- kirkju eftir Kristján Eldjárn, þáver- andi þjóðminjavörð, og lærði líka margt af þeim fjölmörgu gestum sem sóttu staðinn heim og þekktu sögu hans. Þessi leiðsögn um Hólakirkju varð til þess að vekja áhuga minn á sögu og fornum munum. Hef upp frá því haft þann sið að skoða kirkjur hvenær sem færi gefst.“ Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1966 var Guð- björg ritari Kristjáns Eldjárns í Þjóðminjasafni um eins árs skeið. „Það jók áhuga minn á listasögu og í þeirri fræðigrein hóf ég nám haustið 1967 í borginni Toulouse í Suður- Frakklandi með styrk frá háskól- anum þar. Eftir það stundaði ég nám í París í miðaldalistsögu hjá prófess- or Louis Grodecki og lauk þar meistaraprófi með ritgerð um Ís- lensku teiknibókina árið 1972.“ Kennsla og rannsóknir Eftir heimkomuna hélt Guðbjörg áfram rannsóknum sínum á Íslensku teiknibókinni með styrk frá Vísinda- sjóði. „Bókin er einstæð meðal ís- lenskra miðaldahandrita. Hún er ein af fáum teiknibókum frá miðöldum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina á Norðurlöndum. Myndir Teiknibókar varpa einstæðu ljósi á ís- lenska trúarlist og hugarheim mið- alda og óhætt er að fullyrða að hvergi Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns – 70 ára Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hólar í Hjaltadal Guðbjörg ólst upp á Hólum og þar kviknaði áhuginn á fornmunum sem hefur fylgt henni síðan. Handhafi Íslensku bók- menntaverðlaunanna Morgunblaðið/RAX Í Gerðarsafni Guðbjörg hefur veitt safninu forstöðu frá stofnun þess. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Styrking • Jafnvægi • Fegurð CCFlax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru aðmeðaltali með 8,5 kgminni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum www.celsus.is Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur ! Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.