Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ágreiningur í viðskiptum kemur að gagni – hann eykur umfjöllun, sem á móti ýtir undir viðskipti. En þú mátt hafa þig allan við að hafa yfirsýn yfir þetta allt saman. 20. apríl - 20. maí  Naut Það þarf stórátak til að brúa bilið sem hefur myndast milli vinnu þinnar og einka- lífs. Reyndu að losna við öfgafullar langanir til að eyða og sparaðu gjafmildina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lagðir hart að þér í byrjun vik- unnar og ættir því ekki að vera of gagn- rýnin/n á sjálfa/n þig þótt sjálfsagi þinn hafi minnkað. Gakktu frá þessum málum og stefndu ótrauður fram á við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhverjir vilja pranga inn á þig hlut- um sem þú hefur í raun og veru enga þörf fyrir. Nú er tíminn til þess að endurnýja kynnin við góða félaga og endurlifa gamlar minningar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumt er einfaldlega þess virði að mað- ur færi fórnir. Nú er rétti tíminn til þess að vera aðgætnari, varkárari og þroskaðri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefnir sín síðar að stinga höfðinu í sandinn og halda að öll vandamál séu þar með úr sögunni. Mundu eftir þessu næst þegar einhver kynnir þig með röngu nafni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gefðu þér tíma til að hitta ættingja og vini og spjalla um gömlu góðu dagana. Lykil- atriðið er að kynna sjálfa/n sig vel. Einbeittu þér vel, þá nærðu eftirsóknarverðum ár- angri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur ekki ætlast til þess að aðrir taki mark á málflutningi þínum ef hegð- un þín er í hróplegu ósamræmi við hann. Or- sökin er erfiðleikar, sem sigrast má á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver mun koma þér til bjargar á elleftu stundu. Notaðu keppnisskapið til að reka þig áfram í heillandi og hollri útivist. 22. des. - 19. janúar Steingeit Enn ertu að bíða eftir því að yfir- maðurinn taki eftir því hvað þú leggur mikið á þig. Að hitta fólk af tilviljun hefur mikla þýðingu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Því opinskárri sem þú ert, þeim mun betra. Viltu njóta andartaksins eða vita sannleikann? Allt kemur í ljós ef þú leitar beint í uppsprettuna – og ekkert annað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er rétti tíminn til þess að ná aftur sambandi við sálarsystur sínar og -bræður. Með slíkum aðgerðum munt þú koma reglu á hlutina. Bogi Sigurðsson sendi mérlimru eftir Ólaf Björn Guð- mundsson lyfjafræðing: Hann Ólafur læknir á Laugum er líkast til þreyttur á taugum Því hann fullyrðir það að fari ’ann í bað. Þá fyllist allt húsið af draugum. Bjarki Karlsson orti (í tilefni af ummælum forsætisráðherra, skyldi maður ætla): Ég þjáist af þrautum og spasma og þvagleka og geðveiki og asma en það sem ég sýti er sjálfskaparvíti: ég tróð í mig toxoplasma. Sigríður Hermannsdóttir varp- ar því fram á Boðnarmiði, að það séu víst einhverjir peningar í lottópottinum núna – „lífið er jú lotterí!“ Matthías sagði sitt mottó milljarða að vinna í lottó. Miða mér sýndi en miðanum týndi og milljónir hirti hann Ottó. Helga Seljan blöskraði þorsta- talið í Vísnahorni á þriðjudag og þá kom þetta: Hissa varð ég, Halldór minn, að heyra þorstakveinin. Í blávatninu bjargráð finn, sem bætir flestöll meinin En nú er vikan senn á enda og Pétur Stefánsson í essinu sínu: Föstudagar fjörga lund fjarri öllu böli. Gott er að eiga góða stund með glasið fullt af öli. x Á föstudögum jafnan jeg jakkafötin skríð’í. Á fjörugt ball ég frúna dreg og fæ mér neðan í’ðí. Undir fréttum orti Hreinn Guð- varðarson og má ráða af efni vís- unnar að allt var með kyrrum kjörum við Bárðarbungu þegar hún var ort: Oft eg sit við sjónvarpið þar sýnist andinn slíkur: Okkur kemur ekkert við utan Reykjavíkur. Guðbrandur Þorkell Guð- brandsson leggur sitt til málanna: Laus er ég við kreppu og kíf og karp um salt til grautar, því eitt er ljóst, að ekkert líf er austan Kringlubrautar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Föstudagsþorsti, drauga- gangur og toxoplasma Í klípu „MÉR LÍKAR EKKI ÞESSI TÓNN! ER ÞÉR SAMA ÞÓ ÉG BREYTI HONUM AÐEINS?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG BÝST EKKI VIÐ AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ FLÖSKU AF ÞÚSUNDEYJASÓSU Í VASANUM, ER ÞAÐ NOKKUÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að komast í form fyrir hana. SEFURÐU ENN MEÐ BANGSA, GRETTIR? ÞAÐ ER NÚ EIGINLEGA MJÖG BARNALEGT, SKO. TÍMABÆRT AÐ FULL- ORÐNAST. TAKK, HERRA KANÍNU- INNISKÓR. POLLÝ ER MJÖG SVÖNG OG EF ÞÚ GEFUR HENNI EKKI FULLT AF MAT MUN HÚN SEGJA KONUNNI ÞINNI HVAR ÞÚ FELUR ROMMFLÖSKUNA! ÉG KUNNI MUN BETUR VIÐ ÞIG ÞEGAR ÞÚ VILDIR BARA KEX! Víkverja líður mun betur og sjálf-sagt á það sama við um þorra landsmanna eftir að manna- nafnanefnd samþykkti eiginnafnið Hrafnafífa, sem samkvæmt orðabók- inni er „íslensk plöntutegund (Eriop- horum scheuchzeri) af hálfgrasaætt, með breiðum, hvítum hárskúfum á stöngulendum“. Ekki er verra að hún vex í votlendi, sem má heimfæra upp á flest ef ekki öll fóstur. x x x Víkverji sækir enda í það að líðavel. Hann samgleðst til dæmis alltaf þeim innlendu knatt- spyrnuliðum sem tryggja sér sæti í Evrópukeppni og sama á við um er- lend lið, þar sem Íslendingar eru á mála. x x x Víkverji þekkir bæði andrúmsloftiðsem fylgir því að vera utan Evr- ópukeppni um árabil og hugarfarið, sem umlykur sigurlið. Enginn þarf að efast um hvort sé skemmtilegra að vera inni eða úti í þessu sambandi. x x x KR tók fyrst íslenskra liða þátt íEvrópukeppni, fyrir hálfri öld, og var fyrsta íslenska liðið til þess að tryggja sér sæti í Evrópukeppni að ári, gerði það með því að verða bik- armeistari um liðna helgi. Fögnuður Vesturbæinga og annarra stuðnings- manna stórveldisins var fölskvalaus, eins og hann hefur reyndar verið frá 2010, en frá þeim tíma hafa KR-ingar þrisvar orðið bikarmeistarar og tvisvar Íslandsmeistarar. Ekkert hrun í Vesturbænum. x x x Hefð er fyrir því að KR-ingarfagna stóru titlunum á veitinga- staðnum Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Leikmennirnir heilsa upp á stuðn- ingsmennina og gleðin svífur yfir vötnunum. Á slíkum stundum kemur vel í ljós hvað árangur í keppnis- íþróttum skiptir miklu máli, ekki bara fyrir leikmenn og þjálfara held- ur ekki síður fyrir stuðningsmenn. Uppskeran í lokin er það sem allt snýst um. Að fagna glæstum sigrum. Að komast í Evrópukeppni. Að fá tækifæri til þess að skemmta sér saman. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, hann varð mér til hjálpræðis. (Sálm- arnir 118:14)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.