Morgunblaðið - 16.06.2014, Page 1

Morgunblaðið - 16.06.2014, Page 1
M Á N U D A G U R 1 6. J Ú N Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  139. tölublað  102. árgangur  LÉKU LIFANDI TÓNLIST FYRIR SJÚKLINGANA SNJALLSÍMAVÆDD VEGAHANDBÓK TILKOMA SAFNSINS BREYTTI MIKLU FYRIR KÓPAVOG ÞRÍTYNGT RIT 10 GERÐARSAFN 20 ÁRA 30PEKKA OG FÉLAGAR 32 Spínatæði Íslendingar kaupa meira af spínati en þeir gerðu fyrir nokkrum árum.  Íslendingar eru töluvert dug- legri að borða spínat í dag en þeir voru fyrir 10 árum en innflutn- ingur á spínati hefur tæplega fimmfaldast á tímabilinu. Árið 2003 voru ekki nema tæp 25 tonn flutt inn af spínati en sú tala fór upp í 114 tonn á síðasta ári. Aukn- inguna má rekja til aukinna vin- sælda boost-drykkja og hollari lífs- stíls landsmanna að sögn inn- flytjanda. Hjá gróðrarstöðinni Lambhaga eru seld um þrjú tonn af heima- ræktuðu spínati á mánuði. Íslensk- ir grænmetisbændur eru langt frá því að anna eftirspurn. Gunn- laugur Karlsson, framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, vill lækka rafmagnskostnað til garðyrkjubænda til að tryggja vöxt innan geirans. »13 Innflutningur á spínati fimmfaldast á síðustu tíu árum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Viðræðurnar munu náttúrlega halda áfram en mikið ber enn á milli,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Í gærkvöldi lauk samningafundi í kjaraviðræðum við flugvirkja án niðurstöðu. Munu flugvirkjar því leggja niður störf í einn sólarhring en vinnustöðvunin hófst klukkan sex í morgun. Nánast allt milli- landaflug Icelandair hefur verið fellt niður í dag, eða 53 ferðir af 65, vegna þessa. Bitna aðgerðirnar á um 12.000 flugfarþegum félags- ins. Yrðu ósáttir við lagasetningu Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar og varaformaður Flugvirkjafélags Íslands, segir nið- urstöðuna mikil vonbrigði. „Það er alltaf lokaúrræði að fara í verkfall svo þetta eru vissulega vonbrigði.“ Til nýs fundar hefur verið boðað í dag klukkan tvö og segist Maríus vongóður um að samningar náist áður en ótímabundið verkfall flug- virkja Icelandair hefst næstkom- andi fimmtudag. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að Alþingi verði kallað saman og lög sett á fyrirhugaðar verkfallsað- gerðir svarar Maríus: „Það vofir náttúrlega yfir og verði sett lög yrðum við mjög ósáttir með þá að- gerð enda yrði það endurtekið efni í okkar tilfelli.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, segir enga ósk hafa borist þess efnis að þing verði kvatt sam- an til þess að setja lög á kjaradeil- una. „En það tekur þó ekki langan tíma að kveðja Alþingi saman, við svona góðar aðstæður eins og nú eru á miðju sumri, ef til kæmi.“ Verkfall lamar Icelandair  Viðræðum við flugvirkja lauk í gærkvöldi án niðurstöðu  Aðgerðir bitna á um 12.000 flugfarþegum  Alþingi ekki enn verið kvatt saman til þess að grípa inn í Morgunblaðið/Eva Björk Bolti Frá leik Íslands og Bosníu. Gærdagurinn var einhver stærsti íþróttadagur sem um getur í langan tíma og í mörg horn var að líta. Þrjú íslensk landslið spiluðu mikilvæga leiki. Kvennalandsliðið í knatt- spyrnu náði jafntefli gegn Dönum í Vejle og kvennalandsliðið í hand- knattleik sigraði Slóvakíu í Laugar- dalshöllinni. Karlalandsliðið í hand- knattleik er hinsvegar úr leik í heimsmeistarakeppninni og kemst ekki í lokakeppnina í Katar eftir að hafa gert jafntefli við Bosníu í Laug- ardalshöllinni í gær. Heil umferð var leikin í Pepsi- deild karla í knattspyrnu þar sem FH-ingar halda tveggja stiga for- skoti, Víkingar unnu óvæntan sig- ur á Valsmönnum og bæði KR og Fram knúðu fram mikilvæga sigra. Þá er heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu komin á fullt skrið í Brasilíu og þar var fjöldi fjörugra leikja um helgina. Kostaríka kom þar mest á óvart með því að sigra Úrúgvæ og Ítalir lögðu Englendinga að velli. Öllu þessu eru gerð ítarleg skil í glæsilegu tólf síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. » Íþróttir Viðburðaríkur sunnudagur  Þrír landsleikir, heil umferð í fótboltanum og HM í Brasilíu Líf og fjör var á Árbæjarsafni í gær þegar ís- lenski húsdýradagurinn var haldinn hátíðlegur. Á safninu búa hestar, kýr og kindur en aðrar dýrategundir kíktu einnig í heimsókn á safnið. Þau dýr sem berja mátti augum voru hestar, kýr, kindur, kanínur, hænur og hundar. Mikael, sem er fimm ára, heimsótti safnið og var hann mjög áhugasamur um kálfana þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Að vanda mátti sjá búsmala ganga um haga á Árbæjarsafni og gátu börn fylgst með því þegar kýrin Ljómalind var mjólkuð. Kálfunum gefin tugga úr lófa á húsdýradeginum Morgunblaðið/Ómar Húsdýr voru í aðalhlutverki þegar íslenski húsdýradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær á Árbæjarsafni  „Þetta snýst bara um skipan í nefndir og ekkert annað. Hér erum við einungis að tryggja sem flesta fulltrúa,“ segir Halldór Halldórsson, odd- viti Sjálfstæðis- flokksins, en þreifingar eru uppi á milli Sjálfstæðisflokksins og meirihlutans í borginni um samstarf í ráðum og nefndum. Framsóknar- menn segja þá með þessu komna undir pilsfald meirihlutans. »2 Komnir undir pils- fald meirihlutans Borgarstjórn fund- ar í dag kl. tvö.  Vænst er að hafist verði handa um framkvæmdir um vegabætur og lagningu slit- lags á um átta km spotta á hringveginum innst í Beru- firði á næsta eða þar- næsta ári. Samkvæmt samgönguáætlun 2011 til 2022 hafa fram- kvæmdum við þennan vegakafla verið eyrna- merktar 800 milljónir króna. Þetta er annar tveggja kafla á þjóðvegi 1 þar sem enn er malar- vegur. Hinn er ekki langt frá, í Breiðdal. Þar liggur hring- vegurinn upp hátt og bratt klif og um Breiðdalsheiðina niður í Skriðdal. Það er 33 km löng leið og eru engin áform um endurbætur á þeim vegar- kafla. Talsvert virðist því í land með að komast megi sjálfan hringveg- inn allan á bundnu slit- lagi. Með því að fara þjóðveg 66, það er um Breiðdalsvík og Stöðvar- fjörð og þaðan upp á Hérað, ætti þó að vera hægt að ná hringnum á slitlagi áður en langt um líður. » 6 Hugsanlega hægt að aka hring umhverfis landið á bundnu slitlagi eftir um tvö ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.