Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vegahandbókin hefur sess íþjóðarsálinni, enda eruríflega fjörutíu ár síðanhún var fyrst gefin út. Eðlilega hefur framsetning á efni bókarinnar þróast mikið á þessum tíma og nýir efnisþættir komið inn. Grunnurinn er þó alltaf hinn sami, hvort sem það er á bókarformi eða nú í símanum,“ segir Hálfdan Ör- lygsson útgefandi. Nauðsynlegt að kynnast landi Síðustu vikurnar hefur Hálfdan verið á ferð um landið við að dreifa 16. útgáfu Vegabókarinnar, sem kom úr prentsmiðju um mánaða- mótin. Hann var við Varmahlíð norður í Skagafirði í síðustu viku þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann þar. Hann var þá að koma frá Akureyri og tók í framhaldinu góðan skurk og fór á sölustaði á Norðurlandi vestra, í Dölum og á Snæfellsnesi. „Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa dreifingu bókarinnar sjálfur með höndum. Það gefur mér tilfinn- ingu fyrir því hvernig bók fólkið vill og svo eru góð samskipti við selj- endur mjög mikilvæg. Og svo er auðvitað gaman að ferðast um land- ið og kynnast því, sem er mér nauð- syn í svona útgáfu.“ Vegahandbókin kom fyrst út árið 1973. Bókin var hugmynd og af- urð Örlygs Hálfdánarsonar for- leggjara, föður Hálfdanar, sem áður hafði gefið út Ferðahandbókina og Landið þitt Ísland. Texti síðar- nefndu bókarinnar, alls konar fróð- leikur og hagnýtar upplýsingar, var að miklu leyti verk Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum. Í Vegahand- bókinni er að talsverðu leyti byggt á því sem Steindór skrifaði. Þó hefur ýmislegt af því verið fellt út í síðari útgáfum og öðru bætt inn, í sam- ræmi við tíðarandann. Inn í bókina, sem nú er alls 620 blaðsíður, er komið mikið af skemmtilegu og gagnlegu efni. Má þar nefna kafla um Fjalla-Eyvind og upplýsingar um hella, heitar laugar, geitur og fleira sem lesendum gæti líkað. Sem fyrr kemur bókin út í broti sem er þægilegt þegar fólk er á ferðinni auk þess að vera í hlífðar- kápu úr plasti. Viðbótin er sú að nú er hægt að nálgast allt efni bókar- innar í símaappi. Eru þessar upplýs- ingar á íslensku, ensku og þýsku, það er tungunum þremur sem prentuð útgáfa bókarinnar er á. „Það eru nokkur ár síðan ég gerði mér ljóst hvað bókina varðar að ég yrði að fylgja nýrri tækni- þróun eftir og jafnframt leiða hana að einhverju leyti,“ segir Hálfdan. „Í gegnum frænda minn komst ég í samband við Þjóðverjan Andreas Gollenstede, sem er snjall tölvumað- ur og hefur unnið símaöpp fyrir ýmsa. Þegar við ýttum verkefninu úr vör 2007 var upphaflega ætlunin að texti bókarinnar yrði aðgengileg- ur á leiðsögutækjum eins og Garm- Snjallforrit fyrir vegina og Ísland Snjallsímavædd Vegahandbók er tákn um breytta tíma. Þrítyngt rit og þver- skurður af Íslandi. Fer vel í vasa. Þetta er 16. útgáfan, og er bæði með vegakort- um og margvíslegum fróðleik um land, þjóð og sögu. Útgefandinn er nú á ferð um landið og dreifir bókinni en fer líka út af örkinni til þess að kynnast landinu og afla sér upplýsinga um það og ekki síður vegina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Túristar Útlendingum sem til landsins koma fjölgar og því er bókin gefin út á þýsku og ensku. Túristar hér á gangi í Skaftafelli. Kristínartindar að baki. Skilti Góðar upplýsingar eru uppskrift að því að ferðalag heppnist vel og það er oft gaman að pæla í upplýsingum á skiltum Vegagerðarinnar. Á vefnum www.lotsberg.com er að finna áhugaverðar upplýsingar um lengstu jarðgöng veraldar. Síðan er reyndar frá árinu 2010 og ber þess merki að vera ekki samkvæmt nýj- ustu tísku í vefhönnun en er engu að síður áhugaverð. Á síðunni er hægt að lesa sér til um jarðgöng hér og þar í heiminum og er athyglisvert að lesa um tuttugu og fimm kílómetra löng göng í Noregi, svo dæmi sé tekið. Hugmyndin að síðunni er góð og gaman að slíkar síður séu enn að- gengilegar þrátt fyrir þá vitneskju að sambærilegar samantektir á vef Wikipedia séu stöðugt uppfærðar. Á síðunni er einnig að finna þokka- lega yfirgripsmikla sögu um jarð- gangagerð í heiminum. Vefsíðan www.lotsberg.net Morgunblaðið/Árni Sæberg Göng Hvalfjarðrgöngin eru 5.770 metrar að lengd en lengri göng eru til. Heimsins lengstu jarðgöng Það er ekki úr vegi að bregða sér í miðbæ Reykjavíkur og sjá hvaða liti íbúar borgarinnar völdu sem ein- kennisliti sumargatnanna. Kosið var um litasamsetningar á vef Reykjavíkurborgar og hlutskörpust varð samsetningin PollaPönk – burtu með fordóma. Að undanförnu hafa starfsmenn borgarinnar málað bekki, borð og hjólahlið í þessum litum og á allt að vera tilbúið fyrir morgundaginn. Hluta gatna verður breytt í sumargötur þar sem gangandi veg- farendur geta spásserað án þess að hafa áhyggjur af ökutækjum á ferð. Frá og með 17. júní verða Laugaveg- ur fyrir neðan Vatnsstíg og Skóla- vörðustígur neðan Bergstaða- strætis sumargötur fyrir gangandi vegfarendur. Bílum verður beint um greiðar hjáleiðir og opið fyrir akst- ur um þvergötur, auk þess sem bílastæði fyrir hreyfihamlaða verða við göngugötu. Gert er ráð fyrir akstri með aðföng kl. 8–12 virka daga, en almennar bifreiðastöður í götunni eru óheimilar, segir í til- kynningu frá borginni. Áhugavert verður að sjá hvernig litasamsetn- ingin kemur út í íslensku sumar- blíðunni. Endilega ... ... skoðið ein- kennislitina Málað Starfsmenn skreyta borgina. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það er misjafnt mat manna á hvað telst til gersema og hvað ekki. Það sem einn vill henda myndi ann- ar kannski vilja ramma inn vel og vandlega. Á ein- stöku safni Sverr- is Hermannsson- ar, húsasmíðameistara í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit, gefur að líta ótal hluti sem honum þótti vænt um og vert að geyma. Safnið nefnist Smá- munasafnið og hefur að geyma þá hluti sem Sverri þótti merkilegir en eins og segir á vefsíðu safnsins hefur Sverrir „aldrei farið leynt með söfn- unaráhuga sinn og í gegnum líf sitt og starf við að gera upp gömul hús og kirkjur hefur hann safnað allt að þúsund hlutum hvert ár, í heil fimm- tíu ár.“ Opið er ár hvert frá 15. maí til 15. september frá kl. 11 til 17. Hvert atriði skiptir máli Fjöldi gersema á safninu Smámunasafnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.