Morgunblaðið - 16.06.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
AFP
Sjálfvirkni „Það sem við erum stoltastir af með nýju útgáfunni er hvað forritið ræður vel við flóknari hugbúnað,“ segir Þórarinn um nýjustu vöru Emco.
Mynd úr safni af starfsmönnum við langa röð tölvuskjáa á vinnustað í Indlandi. Að halda utan um stórt safn af tölvum er ekki lítið verk.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það sætir furðu hversu lítið hefur
farið fyrir Emco ehf. í íslenskum
fjölmiðlum til þessa. Þetta litla ís-
lenska hugbúnaðarfyrirtæki var
stofnað árið 2001 og hefur síðan þá
tekist að sanka að sér stórum hópi
viðskiptavina
sem dreifðir eru
um allan heim-
inn. Þórarinn
Óskarsson er
framkvæmda-
stjóri Emco
(www.emco-
software.com) og
áætlar hann að í
dag hafi um
15.000 viðskipta-
vinir keypt hug-
búnað frá fyrir-
tækinu, sumir þeirra þekkt
alþjóðleg stórfyrirtæki. „Bara í
síðustu viku var Disney Interna-
tional að bætast við þennan lista,“
segir hann.
Takmörkuð frægð Emco á
heimamarkaði stafar mögulega af
því að fyrirtækið sérhæfir sig í
hugbúnaði fyrir kerfisstjóra, en
ekki fyrir almenna neytendur.
„Við höfum þróað ýmis hjálpar-
tæki sem nýtast kerfisstjórum sem
hafa í sinni umsjá stórt safn vinnu-
stöðva. Forritin okkar annast m.a.
dreifingu hugbúnaðar innan tölvu-
kerfa, söfnun ýmissa upplýsinga
úr kerfinu og hreinsun á vírusum
og ýmiss konar óværu. Einnig höf-
um við forrit sem slekkur á tölv-
um, t.d. á kvöldin til að spara raf-
magn, og kveikir aftur að morgni
samkvæmt fyrirfram ákveðinni
tímaáætlun,“ útskýrir Þórarinn.
Uppsetning einfölduð
Helsta vara Emco í dag kallast
EMCO MSI Package Builder.
„Þar er á ferðinni forrit sem kerf-
isstjórar nota m.a. þegar setja
þarf hugbúnað upp á mörgum tölv-
um. Má segja að hlutverk MSI sé
að spara kerfisstjóranum þá vinnu
að þurfa að setjast við hverja ein-
ustu tölvu og setja nýja hugbún-
aðinn þar upp handvirkt,“ segir
Þórarinn.
Nýlega leit dagsins ljós endur-
bætt útgáfa af MSI Package Buil-
der sem Þórarinn kveðst vera
ákaflega hreykinn af og jafnist á
við það besta sem keppinautarnir
á þessu sviði eru að bjóða. „Ef lýsa
ætti virkni MSI Package Builder á
einfaldan hátt þá skynjar forritið í
rauntíma allar þær hreyfingar og
aðgerðir sem eiga sér stað þegar
forrit er sett upp á tölvu. Býr for-
ritið því næst til svokallaða MSI
skrá sem nota má til að endurtaka
uppsetningarferlið á sjálfvirkan
hátt. Það sem við erum stoltastir
af með nýju útgáfunni er hvað for-
ritið ræður vel við flóknari hug-
búnað. Sem dæmi á MSI Package
Builder ekki í neinum vandræðum
með uppsetningu á Microsoft Of-
fice 2013.“
Tveir menn og verktakar
Þrátt fyrir stóran og alþjóðlegan
viðskiptavinahóp er Emco ekki
með mikla yfirbyggingu. Hér á
landi eru starfsmennirnir aðeins
tveir: Þórarinn og frændi hans
Emil Þór Jónsson en báðir eru
þeir sjálfmenntaðir forritarar og
kerfisfræðingar, og bæði stofnend-
ur og einu eigendur Emco.
Fyrirtækið nýtir sér þjónustu
verktaka til að leysa af hendi ýmis
forritunarverkefni og hefur t.d. í
gegnum tíðina verið með forritara
á sínum snærum í löndum á borð
við Kanada, Pakistan, Úkraínu og
Nýja Sjálandi. Þessa dagana á
Emco aðeins í samstarfi við forrit-
ara í Úkraínu.
Heyra má á Þórarni að það var
af ásetningi gert að hafa umgjörð-
ina svona smáa. Frá fyrsta degi
hafi Emco verið rekið án sérstakr-
ar aðkomu fjárfesta og starfsemin
staðið undir sér. „Þannig hefur
þetta gengið alveg ágætlega hing-
að til. Við byrjuðum á núlli og höf-
um sinnt allri uppbyggingu hægt
og rólega.“
Létta kerfisstjóranum lífið
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki hefur m.a. þróað hugbúnað sem auðveldar uppsetningu forrita og kerfi
sem slekkur á tölvum yfir nóttina til að spara rafmagn Með þúsundir viðskiptavina um allan heim
Þórarinn
Óskarsson
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur
farið hækkandi undanfarið vegna
átaka og vaxandi spennu í Írak. Wall
Street Journal greinir frá því að
framvirkir samningar um Brent-
hráolíu með afhendingartíma í júlí
hafi hækkað um 4,4% í liðinni viku og
standi nú í 113,41 dölum á fatið.
Uppreisnarmenn hafa verið mjög
virkir í norðurhluta Írak og náðu í
þarsíðustu viku valdi á Mosul, næst-
stærstu borg landsins. Hafa þeir
hótað að leggja næst til atlögu við
Bagdad í landinu miðju.
Átökin eru enn langt frá helstu
olíuvinnslusvæðum landsins, sem
finna má í suðurhlutanum, en svo
virðist sem markaðurinn óttist
möguleikann á að átökin magnist og
breiðist alla leið suður.
Írak var á síðasta ári sjöundi
stærsti olíuframleiðandi heims.
Að sögn WSJ er í dag hárfínt jafn-
vægi á milli framboðs og eftirspurn-
ar á olíu á heimsmarkaði. Auk spenn-
unnar í Írak hefur dregið úr
framleiðslu í Líbíu og Íran. Á móti
kemur að mikill uppgangur hefur
verið í olíuframleiðslu í Bandaríkj-
unum, en þar í landi eru í gildi lög
sem koma í veg fyrir útflutning á
megni þeirrar olíu sem kemur upp úr
jörðu.
Komi til þess að skortur verði á ol-
íu er reiknað með að Sádi-Arabía
getið aukið hjá sér framleiðsluna, en
þá væru „öryggispúðar“ olíumarkað-
arins uppurnir ef kæmi til frekari
truflana í framleiðslu annars staðar í
heiminum.
WSJ segir suma markaðsgrein-
endur spá því að ef olíuframleiðsla
lamist í Írak get verð á Brent-hrá-
olíu náð fyrri methæðum frá júlí
2008, en þá seldist fatið á 146 dali.
Auk olíunnar hefur gullúnsan ver-
ið á uppleið. Ágústsamningar á gulli
enduðu í 1.274,10 dölum á föstudag á
markaðinum í New York, 1,7% hærri
eftir vikuna. MarketWatch hefur eft-
ir markaðsgreinanda að átökin í Írak
geti haft sterkari áhrif á gullverð en
ólgan í Úkraínu.
ai@mbl.is
AFP
Dæla Starfsmenn Gazprom við olíubrunn í Suður-Írak. Ef átökin í norður-
hluta landsins breiða úr sér til suðurhlutans gæti það valdið olíuskorti.
Átök í Írak ýta upp olíuverði
Gullverð einnig á uppleið vegna óvissu við Persaflóa