Morgunblaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 15
Traust og góð þjónusta Í 17 ÁR
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200
OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14
Umgjarðir
í miklu úrvali
Er ekki
kominn t
ími á
sjónmæl
ingu
VIÐSKIPTI 15Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
FYLGIFISK Á GRILLIÐ
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
Pantaðu tilbúna grillpakka
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur)
Lágmarkspöntun er fyrir 4 - grillpakka þarf að panta fyrirfram
Pakki 1 - spjót
Kryddlegið fiskispjót
Fyllt kartafla
Grískt salat
Grillsósa
1.495 kr/manninn
Pakki 2 - steik
Kryddlegin laxasteik
Kartöflusalat
Grænmeti á grillið
Grillsósa
1.695 kr/manninn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tæknin er á góðri leið með að
breyta ásýnd verslana og veit-
ingastaða. Að sögn Rúnars Rafns-
sonar eru fyrirtæki í auknum
mæli að taka
snertiskjái og
kynningarskjái í
sína þjónustu og
skipta t.d. út
prentuðum til-
boðsauglýs-
ingum, upplýs-
ingaskiltum og
matseðlum fyrir
stafrænt og jafn-
vel gagnvirkt
efni á skjá.
Rúnar er sölustjóri upplýsinga-
tæknisviðs hjá Ormsson og Sam-
sung setrinu. „Verslun getur t.d.
verið með stóran snertiskjá í miðri
búð þar sem viðskiptavinir geta
tengst netverslun fyrirtækisins,
eða ferðamannamiðstöð sett upp
skjá með gagnlegum upplýsingum
fyrir gesti,“ útskýrir hann. „Sumir
velja jafnvel að setja risavaxinn
snertiskjá í fundarherbergið og
skapa þannig mjög áhugaverða
möguleika til að halda kynningar
eða fjarfundi á gagnvirkan hátt.“
Geta þakið heilu veggina
Segir Rúnar að þessi tækni verði
ódýrari með hverju árinu og gæð-
in fari sömuleiðis hratt batnandi.
„Framleiðendur á borð við Sam-
sung eru að bjóða upp á skjái sem
eru frá 22 upp í 95 tommur að
stærð, svo hægt er að hafa mjög
stóran flöt til að miðla upplýs-
ingum til viðskiptavina, en þá er
ótalið að raða má mörgum skjáum
saman ef svo ber undir og búa til
heila vídeóveggi sem ekki fara
framhjá neinum,“ segir hann.
„Þetta eru líka skjáir sem eru sér-
staklega smíðaðir til þessara nota
og þola vel að vera í gangi allan
sólarhringinn, með lengri verk-
smiðjuábyrgð en fylgir venjuleg-
um sjónvarpsskjáum.“
Bendir Rúnar á að með því að
nota kynningar- og snertiskjái
geti fyrirtæki ekki bara betur
fangað athygli gesta og gangandi.
„Sjónvarpstæknin þýðir líka að
hægt er að uppfæra allar upplýs-
ingar á augabragði með einum
músarsmelli. Ef ég stýrði t.d.
keðju hamborgarastaða gæti ég,
frá skrifborðinu mínu, breytt
verðinu á öllum stöðunum sam-
tímis. Ekki þarf að prenta út nýj-
ar myndaplötur eða plaggöt,
senda á nokkra staði og koma fyr-
ir með ærinni fyrirhöfn,“ segir
hann. „Yfir daginn er hægt að
skipta út tilboðum mörgum sinn-
um eða breyta markaðsefninu á
skjáunum í takt við tíma dags og
hvers konar gestir eru á staðnum
hverju sinni. Í tilviki hamborg-
arastaðarsins gæti t.d. verið allt
annars konar áherslur og yf-
irbragð á matseðlinum yfir af-
greiðsluborðinu á morgnana en á
kvöldin.“
Starfsmenn lausir til
annarra verka
Byrjunarkostnaðurinn getur verið
hár en á móti segir Rúnar að komi
ýmis sparnaður. „Í stað þess að
skipta um auglýsingaspjöld eða
standa vaktina í þjónustuborði eru
starfsmenn að gera eitthvað ann-
að, enda auglýsingarnar upp-
færðar með músarsmelli og upp-
lýsingagjöfin fáanleg í gegnum
gagnvirkan þjónustuskjá.“
Segir Rúnar að fara megi bæði
ódýrar og dýrar leiðir við að búa
til efni fyrir skjáina. „Í verslun
okkar, Samsung setrinu, höfum
við t.d. einn snertiskjá fyrir við-
skiptavini sem er bara tengdur
heimasíðu fyrirtækisins og gæti
ekki verið einfaldara. Ef því er að
skipta er síðan hægt að búa til
auglýsingu í einföldum mynd-
vinnsluforritum, en til að nýta
möguleika tækninnar til fulls er
samt upplagt að fá t.d. grafíska
hönnuði á auglýsingastofu til að
búa til kynningar og lifandi mynd-
efni.“
Rúnar býst við því að þeir sem
fyrstir verða til að innleiða kynn-
ingar- og snertiskjái muni hafa
það forskot á samkeppnina sem
fylgir nýbreytninni, en seinna
meir, þegar notkun skjáa verði al-
mennari fari forskotið að ráðast af
því hverjum tekst að búa til besta
efnið: „Möguleikarnir eru nánast
ótakmarkaðir og sést mjög vel að
þar sem skjáir eru settir upp fá
þeir mjög góða svörun.
AFP
Grípandi Gestir á sýningu David Hockney virða fyrir sér myndbandsverk. Kynningar- og snertiskjáir verða út-
breiddari með hverju árinu og setja æ sterkari svip á þau rými þar sem viðskiptavinir og gestir eiga leið um.
Kynningarefninu
breytt með músarsmelli
Þegar notkun kynningar- og snertiskjáa verður almenn-
ari fara gæði efnisins á skjáunum að stýra áhrifunum
Rúnar Örn
Rafnsson