Morgunblaðið - 16.06.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.06.2014, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, MATTHEA PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum aðfaranótt miðvikudagsins 11. júní. Sigríður Sigurðardóttir, Pétur Stephensen, Ásta Sigurðardóttir, Haukur Gröndal, María Guðrún Sigurðardóttir, Bjarni Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar KERAN STUELAND ÓLASON lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. júní. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í dag, mánudaginn 16. júní kl 15.00. Innilegar þakkir fyrir stuðning og samhug í gegnum árin. Óli Ásgeir Stueland, Hulda Jónasdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra ættingja og vina sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, ELLERTS BJÖRNS SKÚLASONAR verktaka, Bergási 11, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á B2 Tauga- lækningadeild á Landspítala, Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Elín Guðnadóttir, Elínborg Ellertsdóttir, Bjarne P. Svendsen, Vigdís Ellertsdóttir, Björn Viðar Ellertsson, Helena Guðjónsdóttir, Ómar Ellertsson, Árni Kr. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR HERMANNSSON, ýtustjóri á Sauðárkróki, lést á Landspítalanum Fossvogi 9. júní. Útför verður gerð frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 14. Anna Lilja Leósdóttir Ásta Rósa Agnarsdóttir Hermann Agnarsson Geirlaug Ingibjörg Jónsdóttir Vilhjálmur Leó Agnarsson Halla Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ragnar Böðv-arsson fæddist í Bolholti á Rang- árvöllum 27. júní 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 24. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Böðv- ar Böðvarsson bóndi í Bolholti, f. 14. ágúst 1889, d. 24. apríl 1967, og kona hans Gróa Bjarnadóttir, f. 5. ágúst 1900, d. 28. mars 1980. Systkini Ragnars voru Árni Böðvarsson, f. 15. maí 1924, d. 1. september 1992, kvæntur Þórunni Ágústu Árnadóttur, Ingólfur Páll Böðvarsson, f. 27. janúar 1926, d. 19. júní 1993, kvænt- ur Sigríði Unni Ottósdóttur, Guðbjörg Böðvarsdóttir, f. 3. janúar 1932, var gift Ingva Þorgeirssyni, og Bjarni Böðvarsson, f. 3. apríl 1938, kvæntur Kristínu Bjarnveigu Tryggvadóttur. Hinn 9. júní 1973 kvæntist hann Jennýju Magnúsdóttur frá Árnagerði í Fljóts- hlíð, f. 21. febrúar 1935, d. 13. nóv- ember 1987. Eftir- lifandi sonur þeirra er Böðvar Jens Ragnarsson, f. 12. mars 1974. Ragnar lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri 1955. Hann bjó á Voðmúlastöðum 1958-1972 en gerðist þá verk- stjóri í Víðinesi á Kjalarnesi, en átti heima á höfuðborgar- svæðinu 1974-83 og stundaði þá lengst af skrifstofustörf. Árið 1983 fluttu þau Jenný að Kvistum í Ölfusi, en Jenný lést 1987. Ragnar bjó áfram á Kvistum en 1996 flutti hann ásamt Böðvari Jens syni sínum til Selfoss og bjó þar til dauðadags. Þar vann hann m.a. að ritun bóka um fimm sveitir í Rangárþingi. Útför Ragnars fór fram í kyrrþey frá Selfosskirkju 5. júní 2014. Ragnar Böðvarsson fræði- mann frá Bolholti á Rangárvöll- um þekkti ég frá vori 1995 þeg- ar ég fyrir atbeina Magnúsar heitins Finnbogasonar oddvita á Lágafelli í Austur-Landeyjum kom til liðs við Ragnar að halda áfram með Landeyingabók. Ég tók eftir því við fyrstu kynni að Ragnar var suðrænn í útliti. Valgeir heitinn Sigurðsson, fræðimaður á Þingskálum á Rangárvöllum, hafði tekið að sér haustið 1985 að skrifa ábúenda- töl fyrir fimm hreppa í vest- urhluta Rangárvallasýslu. Áður hafði Valgeir lokið við bók um sína heimasveit, Rangvellinga- bók, sem kom út 1983 og er fyr- irmyndin að bókunum. Valgeir varð bráðkvaddur í byrjun febr- úar 1994. Hann hafði ætlað sér að klára fyrst Austur-Landeyj- ar. Ragnar hafði búið á Voðmúla- stöðum í Austur-Landeyjum frá 1958 til 1972 og þekkti vel til í sveitinni. Eftir því sem ég best veit var það Grétar Haraldsson bóndi í Miðey sem nefndi það fyrstur manna við Ragnar að ljúka við ábúendatalið. Grétar vissi nefnilega að Valgeir og Ragnar voru jafnaldrar og ná- grannar af Rangárvöllunum og það myndi ekki standa í Ragnari að taka að sér ritstjórnina. Enda kom það fljótt í ljós að hann kunni vel til verka. Hann var ótrúlega fljótur að þekkja allar kirkjubækur, manntöl og skiptabækur svo að dæmi sé tekið. Ragnar var óvenjugóður ís- lenskumaður og vildi alls ekki láta sjást eftir sig á prenti flatan stíl og sviplausan. Ég viður- kenni fúslega að ég hafði aldrei roð við Ragnari í málfræðinni. Við lukum við ábúendatöl fyrir Austur-Landeyjar, Landsveit, Holtahrepp, Ásahrepp og Djúp- árhrepp. Hver bók gerir grein fyrir ábúendum og fjölskyldum þeirra eins langt aftur og heim- ildir ná. Bróðir Valgeirs, Ing- ólfur heitinn Sigurðsson fræði- maður á Þingskálum, var með okkur Ragnari á meðan hans naut við en hann lést í mars 2003. Ég tók fljótt eftir því að Ragnar var óvenjulega vel gef- inn og gerður maður. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri en hefði auðveldlega getað stundað hvaða langskólanám sem var ef hann hefði átt þess kost. Ragnar var áhugamaður um íslenska menningu, hann söng mörg ár í kór á Selfossi, hafði brageyra sem kallað er. Hann kunni þar að auki allar reglur þar um og heyrði þess vegna á augabragði hvort ferskeytla væri rétt kveð- in og var lengi félagi í Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Einnig tók ég eftir því í fari Ragnars hvað hann var almennt fordóma- laus. Ritstörfunum lauk í desem- ber 2010 með bókinni um Djúp- árhreppinn. Við héldum áfram að tala saman í síma – mest um sagnfræði og ættfræði. Tvær ferðir fórum við austur að Skóg- um undir Eyjafjöllum að hitta vin okkar Þórð Tómasson. Seinni ferðin var farin í apríl 2012. Og seint í ágúst 2012 fór- um við dagsferð til Vestmanna- eyja til þess að vera viðstaddir dagskrá um Rangæinga sem flutt höfðu til Vesturheims. Ég er afar þakklátur fyrir samstarfið við Ragnar Böðvars- son. Að leiðarlokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til Böðvars og nánustu ættingja Ragnars Böðvarssonar. Þorgils Jónasson. Okkur fækkar óðum sem ól- umst upp í litla samfélaginu við ána, Ytri Rangá, fyrir um og eftir miðja síðustu öld. Í dag var ég í jarðarför gamals nágranna, Ragnars Böðvarssonar, sem átti heima hér í nágrenninu fram yf- ir tvítugt. Ragnar var fjórum ár- um eldri en ég svo við vorum ekki leikfélagar, en hann var mikill félagi Valgeirs, bróður míns, sem var á svipuðum aldri og hann. Þeir voru ásamt fleiri strákum hér í nágrenninu oft í leikjum og íþróttum (við frum- stæð skilyrði en með miklum áhuga) sem stálpaðir strákar og unglingar, og ég var þá ekki langt undan. Eftirfarandi minn- ingabrot eru frá því ég man fyrst eftir Ragnari fyrir nær sjötíu árum: Það er september, heyskap er lokið hjá okkur. Bol- holtsfólkið er að hirða það síð- asta af Móanum, blett sem það hafði innan sandgræðslugirðing- ar, pabbi labbar til þeirra, ég elti pabba eins og ég gerði oft á þessum á þessum árum. Böðvar, bóndinn, var að binda með Böggu, dóttur sinni, sem þá hef- ur verið 12-13 ára. Gilli, bóndinn á Kaldbak, kemur ríðandi með tvo til reiðar, næst man ég að karlarnir eru komnir á þeysireið og pabbi reiðir mig, fyrir ofan Höfðalæk mætum við dreng með hest og heygrind, sem ríður ofan á aktygjunum. Þarna kem- ur hann Ragnar, segir pabbi við mig, hann var að flytja hey heim, þónokkurn spotta. Pabbi talar um hvað hann sé duglegur, bara níu ára. Ef þetta er rétt munað hefur þetta verið 1944 og ég langt komin á fimmta árið. Svona var lífið þá. Hitt minn- ingabrotið er líklega frá því vor- ið eftir, ég er stödd upp í melum (Þorsteinsmelum) og Ragnar er með mér og er að sýna mér kríuunga nýkomna úr eggi, það fannst mér gaman. Krían var ill en ég var ekkert hrædd, Ragnar passaði mig. Bjarni var þarna líka. „Lengi man til lítilla stunda.“ Eftir að Ragnar flutti úr nágrenninu hitti ég hann ekki oft um árabil, en síðustu tuttugu árin höfum við svo haft meira samband, bæði hittumst við oft- ar og töluðum saman í síma allt- af öðru hvoru. Ragnar var hlýr og glaðlyndur maður sem gam- an var að spjalla við enda þekkt- um við það sama frá gömlum dögum og áttum sameiginlegar minningar. Ég talaði síðast við hann í síma í vetur, febrúar- mars, þá var hann orðinn veikur en kvartaði ekki. Þá talaði hann um að koma í heimsókn á vor- dögum og ræða við mig um rit- gerð sem hann var að skrifa um vöð á Ytri- Rangá. Það verður því miður ekki. Hann fór yfir annað vað og eins og Grímur Thomsen sagði forðum: „Enginn þetta þekkir vað, þó munu allir ríða það.“ Minningin lifir um góðan dreng. Sólveig Sigurðardóttir, Þingskálum. Síðasta áratug liðinnar aldar og þann fyrsta á núverandi öld var Ragnar Böðvarsson einn þaulsætnasti fræðimaðurinn á Héraðsskjalasafni Árnesinga. Þá vann hann að ritun byggða- sögu sveitarfélaga í Rangár- vallasýslu og kirkjubókafilmur úr því héraði geymdu mikilvæg- an fróðleik í þeim rannsóknum. Það var honum mikill léttir að geta sótt þau fræði í heima- byggð og sparað sér tímafrekan akstur til Þjóðskjalasafns Ís- lands í Reykjavík. Skipulögð og nákvæm vinnubrögð hans vöktu athygli og bækurnar birtust síð- an hver af annarri. Einyrkjan- um í stöðu héraðsskjalavarðar varð Ragnar hinn trausti félagi og vinur og stóð þar oft vaktina á auglýstum opnunartíma ef að- stæður kölluðu héraðsskjalavörð af vettvangi. Yfir kaffibolla bar margt á góma og það vakti að- dáun hversu fjölfróður Ragnar var. Vel kveðnar vísur voru hluti áhugamála hans og kunnátta á því sviði með ólíkindum. Minn- isstæðust verður mér þó sam- stund okkar tveggja yfir kaffi- bolla þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir kl. 16.46 þann 29. maí 2008. Þá mun samræða okkar hafa fallið niður í nokkrar sek- úndur en að skjálftanum loknum var gengið út og engin óttavið- brögð sáust á Ragnari. Ragnar mun lifa mér í minni sem góður vinur og hámenntaður einstak- lingur án skólagöngu. Á því sviði stóð hann mörgum langskóla- gengnum langtum framar. Ég votta þér, Böðvar Jens Ragn- arsson, og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Björn Pálsson, fv. héraðsskjalavörður. Ragnar Böðvarsson ✝ Margrét Jónas-dóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1925 og lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir hinn 26. maí 2014. Foreldrar Mar- grétar voru Jónas Jónasson frá Hellu- vaði, f. 27. sept- ember 1897, d. 2. september 1964, og Mínerva Málfríður Jósteins- dóttir frá Kárastöðum, f. 27. nóvember 1896, d. 15. febrúar 1971. Margrét var fyrir miðju í sínum systkinahópi en eldri systkini voru Elín, f. 28. nóvem- ber 1914, d. 10. maí 2005, og Theódór, f. 18. febrúar 1921, d. 10. júní 2013. Yngri systkini Margrétar eru tvíburasysturnar Bryndís og Hjördís, fæddar 5. maí 1934.Eigin- maður Margrétar var Þorsteinn Guð- mundsson, f. 13. maí 1923, d. 19. júní 2001. Börn þeirra eru: 1) Sigurrós, f. 24. maí 1945, d. 23. desember 1945. 2) Haraldur, f. 17. desember 1946, börn hans eru Bryndís, Mitchell, Nikulás og Kristófer. 3) Sigur- rós, f. 21. september 1948, dóttir hennar er Krista og barnabörn Cecilia og Adelaide. 4) Hilmar Páll, f. 5. ágúst 1954, börn hans eru Alexandra og Shaun. 5) Ei- ríkur, f. 25. mars 1964, sonur hans er Trevor. Margrét var jarðsungin 30. maí 2014 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Margrét mágkona hefur lokið viðburðaríkri 89 ára ævigöngu og hlotið leg hjá Þorsteini, ást- kærum eiginmanni frá 1945. Þau voru af styrkum stofnum og jafnræði með þeim um menning- arlegt uppeldi. Hafði fólk ekki kynnst fegurri framkomu en þeirra. Þau stofnuðu heimili á Selásbletti, og hóf hann starf við Ísafoldarprentsmiðju 1942, m.a. við setningu Morgunblaðsins, en hún helgaði sig stækkandi heim- ili. Var sár harmur að þeim kveð- inn við andlát Sigurrósar dóttur þeirra. Önnur tvö börn fæddust hér, Haraldur og Sigurrós. Orðstír Steina hafði borist út, og var leitað til hans að starfa við íslensku blöðin í Winnipeg, og tók fjölskyldan sig því upp 1954. Fastmælin héldu þó ekki, og leitaði hann annars starfs. Heimför var svo áformuð eftir tveggja ára dvöl, en fyrst vildu þau sjá Vesturheim, og leiddi skoðunin af sér atvinnu í Los Angeles, þar sem veðurfar er hvað blíðast. Vestra buðu þau fljótt ömm- unum, Mínervu og Sigurrós, í heimsókn 1958, og var þeim sleg- ið upp ásamt Margréti, Þorsteini og Hilmari Páli sem stórviðburði á forsíðu blaðs hans Daily Breeze, og greint glöggt frá gjöf- um og matföngum og áliti á landi og lýð. Lýsti það áhuga á þeim og virðingu fyrir Steina svo snemma á ferli hans. Árið 1964 dreymdi mig (Bjarna) vestur, að kom í eldhús, hvar Margrét stundaði listilega matreiðslu. Fann rektor háskól- ans þá upp á að senda mig sem gistiprófessor til Pomona Col- lege, um stundarakstur frá LA, og var Jón Bragi með okkur til að kynnast landi og þjóð. Var þá ómetanlegt að njóta ráðgjafar og gestrisni frændfólksins. Liðkað- ist senn um ferðahug og dug. Þjóðhátíðarsumarið 1974 komu þau heim og var fylgt í hringferð um landið, og árið eftir fórum við ásamt Jóni Braga, konu og dótt- ur hringferð um vestrið og var tekið með kostum og kynjum. Fleiri ferðir voru síðar farnar af sértilefnum. Smekkvísi og listfengi voru Margréti í blóð borin. Þegar létt- ist um barnaforsjá stundaði hún í vaxandi mæli fjölbreytta skreytilist. Starf Þorsteins var að sjálfsögðu viðurhlutameira og tileinkaði hann sér jafnharðan allar tölvunýjungar og fylgdi eft- ir í verki og varð stjórnandi í um 100 manna prentsal. Við starfs- lok hans í maí 1988 var kynnt þvert yfir forsíðu blaðsins: „Steini Gudmundsson retiring“ með stórri mynd og fjöllun um áform. Reyndist vandkvæðum bundið að fá eftirmann, sem treysti sér í spor hans. Í skóla barnanna varð algjört upphlaup af sama tilefni, en hann hafði sýnt nemendum mikla ræktar- semi. Heit ósk þeirra hjóna var að enda ævina hér heima. Eftir tals- verða leit að bústað urðu þau ánægð með sama fjölbýlishús og við vorum að velja og fluttu inn um svipað leyti, 1995. Var gagn- kvæm ánægja með það nábýli. Um leið afréðu þau að dvelja hluta árs hjá börnum sínum ytra og taka eftir atvikum á móti þeim hér heima. Þorsteini auðn- aðist þó ekki langlífi og andaðist hann í júní 2001, og eru þau nú sameinuð í faðmi fósturjarðar og um leið, að við trúum, í fyllstu hamingju í andans veröld. Rósa og Bjarni Bragi. Margrét Jónasdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.