Morgunblaðið - 16.06.2014, Side 28

Morgunblaðið - 16.06.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru oftast fleiri en ein hlið á hverju máli. Góðir hlutir geta líka verið endalausir. Vertu eins nákvæm(ur) og þú getur og sjáðu hversu vel heimurinn hlustar á þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt ekki séu allir á þínu máli er ástæðulaust að grípa til stóryrða. Farðu eftir hugmyndunum sem þú færð því þær eiga eftir að hafa mikil áhrif á þig í langan tíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að eiga betra með að ein- beita þér nú þegar þú hefur sett þér tak- mark. En veistu, líðan þín mun batna eftir fáeina daga, jafnvel þótt ekkert breytist. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ykkur finnst andstæðurnar hrannast upp í kringum ykkur en málið er bara að gefa sér tíma til þess að leysa málin eitt af öðru. Hresstu aðeins upp á sjálfstraustið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er mikill óróleiki í kringum þig og þú ert á nálum. Aðalmálið er að finna sér tíma. Gerðu þér frekar glaðan dag og bjóddu til þín góðum gestum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að íhuga hugmynd sem ein- hver hefur fram að færa. Hún er á næsta leiti og nú er rétti tíminn til þess að leita að hagstæðu fargjaldi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt eftir að koma þér í klípu. Notaðu daginn til að slaka á og hvíla þig ef þú hefur tækifæri til þess. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Mundu að þótt auðvelt sé að taka lán er erfiði að standa í skilum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver þér nákominn er að reyna að segja þér eitthvað en þú hlustar ekki nægilega vel. Engum stendur ógn af metnaði þínum heldur verður þú þvert á móti hvattur/hvött til að láta í þér heyra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhverjir öfundarmenn þínir vilja koma í veg fyrir að þú náir takmarki þínu. Notaðu þessa ofurorku þína til að klára verkefni sem þú hefur vanrækt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar. Leggðu þig fram um sættir og þá gengur allt vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur áhættu jafnvel þótt þér sýnist mögu- leikarnir góðir. Virtu einkalíf annarra því allir hafa þörf fyrir einveru. Gylfi Pálsson segir skemmtilegafrá á fésbók: “Var að koma af söngleik karlakórsins Heimis í Hörpu. Svitadaunninn af slags- málahundunum sem voru á dög- unum að berjast í þessari svoköll- uðu Eldborg lá enn í loftinu er inn var komið en vék að mestu fyrir hrossalyktinni sem lagði út í salinn þegar kórfélagar höfðu stillt sér upp. Það var gaman að horfa á söngmennina og geta sér til um af hvaða ætt hver var. Uppsalasvip- urinn leyndi sér ekki í fremstu röð, Eyhildarholtseinkennin sterk á Konráðssonum þótt blönduð væri. Einnig mátti merkja þarna aust- anvatnakyn þótt alið hefði mestan sinn aldur á Króknum. En hvað var orðið um hina óþvinguðu og heitu sönggleði sem einkenndi kórinn hér áður fyrr? Nú var allt orðið svo agað, fágað og fyrirséð. Ég hélt reyndar að þannig létu Skagfirðingar ekki fara með sig. Ég man svo langt að kórinn hélt konserta í gamla bragganum í Varmahlíð og þá kepptust söngmennirnir, hver í sinni rödd, að syngja hærra og sterkar en sá sem stóð við hliðina á honum og svo kepptu raddirnar sín milli í styrkleika og reyndu að yfir- gnæfa hinar. Brjóstkassarnir þönd- ust út og bárujárn braggans gekk í bylgjum. Nú sást varla nokkur bæra varirnar og tónninn oftast pianissimo. Það var helst í síðasta aukalaginu að maður þekkti sína menn. Af hverju býður Heimir ekki upp á skagfirskan alþýðukveðskap á sinni efnisskrá? Af nógu er að taka – óþarfi að sækja óperettur til Austurríkis. Hvers vegna kveða þeir ekki ferskeytlur ortar af heimamönnum. Örfá dæmi: Skála og syngja Skagfirðingar skemmtun vanda og gera hitt. Heyrið slyngir Húnvetningar hér er landaglasið mitt. Kári Jónsson frá Valadal Bregst ei þjóð á Brúarvöllum, Braga-glóð sem aldrei dvín. Skagfirskt blóð er í þeim öllum sem elska fljóð og drekka vín. Jónas Jónsson frá Hofdölum Gróa á hjalla grösin smá, grænka vallarbörðin. Nú er falleg sjón að sjá sól um allan fjörðinn. Magnús Kr. Gíslason Vöglum Lækjaraðir fjöllum frá fram sér hraða af stalli. Sýnist glaður svipur á Silfrastaðafjalli. Ólína Jónasdóttir frá Fremri- Kotum“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Skagfirðingum Í klípu „ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR, LÆKNIR! SVONA LÍTUR ÞETTA ALLT RÉTT ÚT!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞÚ VÆRIR AÐ ÞYNGJAST.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að slá rétta tóninn. SJÚKLINGUR ÚTSKRIFAÐUR GRETTIR, ÉG VAR AÐ SPÁ ... ÞAÐ ER SAGT AÐ KETTIR SÉU SNYRTILEG DÝR ... HVAÐ KOM FYRIR ÞIG? ÉG ER UPP- REISNAR- SEGGUR. VEISTU HVER ER ERFIÐASTA LEXÍAN SEM MAÐUR LÆRIR ÞEGAR MAÐUR VEX ÚR GRASI? HVER? ÞAÐ VILJA EKKI ALLIR VERA VINIR ÞÍNIR? Þegar Víkverji var barn fór af hon-um tvennum sögum. Móðir hans sá hann sem vammlausan engil en margir kennarar sem urðu á vegi hans urðu þreyttir á látum og uppátækjum. Líklega er hvorug sagan alveg rétt, því Víkverji hefur að öllum líkindum verið mitt þar á milli. Hann hefur því töluverða samúð með ungu fólki; veit að það er oftar en ekki misskilið. Það tekur mörg ár fyrir mannabörn að læra vel á tilfinningar sínar og að koma hugsunum sínum í orð svo allir megi skilja. Á meðan er engu líkara en barnssálin hrópi hástöfum inni í lok- uðu rými, en aðeins einstaka sér- hljóðar skili sér út til þeirra sem hlusta. x x x Í síðustu viku voru ungir, orkumiklirog léttklæddir menn á ferð í skóla- skipi Slysavarnaskóla sjómanna. Þeir unnu þar eitthvert tjón, en sýnu verra var þó að þeir gættu ekki að eigin ör- yggi. Með hjálp myndbirtingar komst í ljós hverjir voru að verki og sættir tókust með drengjunum og skóla- stjórnendum. x x x Það er stundum erfitt að segja til umhvaða athæfi unglings eru refsi- verð, og hvaða athæfi eru góð tækifæri til að læra og þroskast. Netverjar, sá skrítni og þveri ætt- bálkur, var þó ekki í neinum vafa. Gamall sjómaður vildi skikka drengina til togarasjómennsku í fimm ár og gefa þeim ekkert nema karfaþarma að éta. Það er ágæt leið til að halda þeim við vandræði. Fólk sem er bugað af öðrum, fyrir litar sakir, á erfiðara með að þroskast sem einstaklingar. x x x Verst fannst Víkverja þó hið aug-ljósa útlendingahatur sem spratt upp þegar myndir af unglingunum voru birtar. „Ósköp eru þeir útlend- ingalegir,“ skrifaði einn netverjinn. „Er þetta ekki eitthvað túristapakk?“ skrifaði annar. Miðað við þjóð sem stefnir hraðbyri í að lifa eingöngu á er- lendum ferðamönnum er furðulegt hvað hér þrífst mikið útlendingahatur. Hópur unglinga í miðbæ Reykjavíkur í júní á stuttermabolum? Það gera engir aðrir en grjótharðir Íslendingar. víkverji@mbl.is Víkverji En þetta er ritað til þess að þið trúið að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þið í trúnni eigið líf í hans nafni. (Jóhannesarguðspjall 20:31) Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.