Morgunblaðið - 16.06.2014, Qupperneq 30
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Í ár fagnar Gerðarsafn tuttugu ára
afmæli sínu en það var opnað 1994.
Nú stendur yfir afmælis- og og
sumarsýning safnsins en þar eru
sýnd verk eftir fjóra listamenn:
Gerði Helgadóttur, Barböru og
Magnús Árnason og Valgerði
Briem. Einnig eru sýnd verk Kjar-
vals úr listasafni Þorvaldar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur, þar á meðal er
Lífshlaupið sem Kjarval málaði
með svörtum lit á veggi vinnustofu
sinnar. Allt frá upphafi hefur Guð-
björg Kristjánsdóttir listfræðingur
verið forstöðumaður safnsins en
lætur af því starfi í ágúst næstkom-
andi því þá verður hún sjötug.
Mikilvægar gjafir
Spurð um sögu safnsins segir
Guðbjörg: „Verk Gerðar Helga-
dóttur eru kjarninn í Gerðarsafni
en árið 1977 gáfu erfingar Gerðar
Kópavogsbæ 1400 listaverk úr dán-
arbúi listakonunnar, en hún lést ár-
ið 1975, 47 ára gömul. Gjöfinni
fylgdu þau skilyrði að byggt yrði
safn sem bæri nafn Gerðar. Þetta
safn reis og heitir Listasafn Kópa-
vogs – Gerðarsafn og Gerðarnafnið
hefur fest við það. Tilkoma safnsins
breytti miklu fyrir Kópavog, hingað
kom fólk úr nágrannabyggðunum
sem kom venjulega aldrei í Kópa-
vog en gerði sér sérstaka ferð í
safnið. Fyrstu árin var safnið al-
hliða menningarhús, hér voru
haldnir tónleikar þar sem Jónas
Ingimundarson var í fararbroddi,
ritlistarhópur hittist hérna og húsið
var mikið notað sem móttökuhús
fyrir bæinn. Þetta mikla menning-
arstarf breytti ímynd Kópavogs og
síðan risu allar hinar byggingarnar
sem saman mynda kjarna: Salur-
inn, Náttúrufræðistofan, bókasafn-
ið, tónlistarsafnið og Molinn sem er
ungmennahús.
Safneignin hefur aukist mikið og
hér eru geymslur fullar af lista-
verkum og sýningarhald tekur
vitaskuld mið af þeirri miklu eign.
Það voru ekki einungis verkin
hennar Gerðar sem komu hingað
inn 1400 talsins heldur fékk safnið
einnig árið 1983 mikilvægar gjafir
frá minningarsjóði Barböru og
Magnúsar Árnasonar, sem eru 300
verk eftir þau hjón, 100 eftir Bar-
böru og 200 eftir Magnús. Árið
2009 fengum við líka mjög merki-
lega gjöf, teikningasafn eftir Val-
gerði Briem sem var mjög fær og
flinkur teiknari og annálaður kenn-
ari. Það vill svo skemmtilega til að
þessir fjórir listamenn voru kunn-
ingjar og vinir. Þessar stórgjafir
eru kjarninn í safninu okkar og
bærinn hefur svo keypt verk þann-
ig að safneignin er vegleg. Árið
2001 tók Gerðarsafn svo í vörslu
verk úr listaverkasafni Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar
Guðmundsdóttur sem komu sér
upp frábæru safni af verkum eftir
Kjarval, einu því besta í einkaeign
á Íslandi. Þorvaldur hafði mikið
dálæti á Kjarval og í safninu er
merkt verk, Lífshlaupið, sem er
veggirnir í vinnustofu Kjarvals.
Þorvaldur kynntist Kjarval einmitt
þegar listamaðurinn var að mála
þetta verk. Þorvaldur vann þá í
Sláturfélaginu á Hverfisgötu og fór
með mat til Kjarvals upp á vinnu-
stofu hans í Austurstræti og keypti
sitt fyrsta listaverk þar af Kjarval.
Það var upphafið að hinu mikla
listaverkasafni Þorvaldar og konu
hans.“
Safn sem
breytti miklu
Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns
lætur af störfum í ágúst en verður ekki verkefnalaus.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
Bandaríska leikkonan Ruby Dee
er látin, 91 árs að aldri. Ferill Dee
spannaði sjö áratugi og vann hún
margan leiksigurinn á sviði og
hvíta tjaldinu. Dee var ekki aðeins
hæfileikarík leikkona heldur einn-
ig ötull baráttumaður fyrir mann-
réttindum og barðist gegn kyn-
þáttahatri með eiginmanni sínum,
Ossie Davis, sem lést árið 2005.
Voru hjónin vinir þeirra Martin
Luther King Jr. og Malcolms X.
Dee lék í fjölda kvikmynda á
ferli sínum, m.a. The Jackie Rob-
inson Story frá árinu 1950, A Ra-
isin in the Sun frá árinu 1961, The
Buck and the Preacher frá árinu
1972, Do the Right Thing frá
árinu 1989 og American Gangster
frá 2007. Dee hlaut bæði Emmy-
og Grammy-verðlaun á ferli sín-
um og var tilnefnd til óskars-
verðlauna fyrir leik sinn í Gang-
ster.
Dee hóf feril sinn í New York á
fimmta áratugnum og sást fyrst á
hvíta tjaldinu í söngvamyndinni
That Man of Mine. Leikur hennar
í The Jackie Robinson Story vakti
hins vegar fyrst á henni þjóðar-
athygli í heimalandinu. Meðal
þeirra sem minnst hafa Dee eru
bandaríska forsetafrúin Michelle
Obama sem sagðist á vefnum
Twitter syrgja leikkonuna og að
hún myndi aldrei gleyma leik
hennar í Do the Right Thing en
hana hefði hún séð á fyrsta
stefnumóti sínu með Barack
Obama Bandaríkjaforseta.
AFP
Virt Ruby Dee var bæði virt leikkona og baráttukona fyrir mannréttindum.
Ruby Dee látin
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
HDS 10/20-4 M/MX
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/18-4C
30-180 bör
300-800 ltr/klst
Með og án slönguhjóls
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð