Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Frá því embætti sérstaks sak-
sóknara var komið á laggirnar
2009 hafa verið veittir samtals
rúmir 5 milljarðar króna vegna
rannsókna þess á hruni fjár-
málakerfisins. Gert er ráð fyrir
að verkefnum embættisins ljúki
á næsta ári.
Áætlað er að verja 292 millj-
ónum til sérstaks saksóknara,
samkvæmt fjárlagafrumvarpi
næsta árs. Er það rúmlega
helmingur af fjárveitingu á
síðstu fjárlögum og aðeins um
fjórðungur af útgjöldum emb-
ættisins á árinu 2013. Inni í fjár-
veitingunni er sérstakt 150
milljóna króna framlag í eitt ár
til að ljúka eldri málum embætt-
isins.
Verkefni sérstaks saksóknara
voru tímabundin og heimilt að
leggja embættið niður eftir 1.
janúar 2013. Í fjárlagafrumvarp-
inu kemur fram að ekki liggur
fyrir endanleg útfærsla á fram-
tíðarfyrirkomulagi efnahags-
brotarannsókna og muni end-
anlegar fjárveitingar ekki verða
fastákveðnar fyrr en þær niður-
stöður liggja fyrir. „Ráðuneytið
mun vinna náið með sérstökum
saksóknara að fjárhagslegu
uppgjöri embættisins með það
að markmiði að vel takist að
ljúka þeim rannsóknum og verk-
efnum sem fyrir liggja,“ segir í
umfjöllun um embættið í frum-
varpinu.
Eftir að verkefnum sérstaks
saksóknara lýkur stendur eftir
varanleg starfsemi við rann-
sókn og saksókn efnahagsbrota
sem færð var frá ríkislögreglu-
stjóra. Gert er ráð fyrir að þeim
verkefnum verði komið fyrir hjá
lögreglu eða ákæranda.
5 milljarðar
frá stofnun
EMBÆTTI SÉRSTAKS LOKAÐBAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Efra þrep virðisaukaskatts verður
lækkað um 1,5% um áramót en neðra
þrepið hækkað um 5%. Undanþágur
vegna skoðunarferða í ferðaþjónustu
verða felldar brott 1. maí á næsta ári.
Almenn vörugjöld sem lögð hafa verið
á sykruð matvæli og drykkjarvörur,
byggingavörur, varahluti og stærri
heimilistæki verða felld niður. Barna-
bætur verða hækkaðar.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar fyrir árið 2015 var lagt fram á
Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra sagði þegar hann
kynnti frumvarpið að markmið þess
væri að tryggja áfram stöðugleika í
efnahagsmálum og jafnvægi í ríkis-
fjármálum.
Afkoma ríkissjóðs er að batna, að
sögn Bjarna. Annað árið í röð er lagt
fram hallalaust fjárlagafrumvarp,
gert er ráð fyrir 4,1 milljarðs króna
afgangi. Fjármálaráðherra viður-
kennir að þetta sé lágmarkstala, fjár-
lögin séu í raun í járnum, en lýsir
þeirri von að tekjustofnarnir reynist
heldur betri en nú er gert ráð fyrir.
Selt til að minnka skuldir
Með jöfnuði í ríkisfjármálum hefur
skuldasöfnun ríkissjóðs verið stöðvuð.
Vegna hagvaxtar hefur hlutfall skulda
af landframleiðslu farið lækkandi,
þótt skuldirnar séu óbreyttar, og er
gert ráð fyrir að hlutfallið verði 74% í
lok næsta árs en það var 90% árið
2011. Vaxtagjöld eru áfram mikill
kostnaðarliður og gert er ráð fyrir að
þau hækki á næsta ári vegna hækk-
unar vaxta og verði 84 milljarðar.
Vaxtagjöld eru nú þriðji stærsti út-
gjaldaliður ríkissjóðs á eftir heilbrigð-
ismálum og almannatryggingum.
Bjarni segir að þótt rekin hafi verið
aðhaldssöm útgjaldastefna og verði
áfram sé ekki talið raunhæft að skapa
svigrúm til skuldalækkunar með frek-
ari lækkun útgjalda ríkissjóðs. Nær-
tækast sé að lækka skuldir og þar
með vaxtabyrði ríkissjóðs með því að
selja eignir. Í frumvarpinu er gert ráð
fyrir framlengingu á heimild til að
selja tæplega 30% hlut í Landsbanka
Íslands, þannig að hann fari niður í
70%. Bjarni segir stefnt að því að losa
um þessa eign á næstu tveimur árum.
Fjármunirnir verða notaðir til að
greiða niður lán sem tekin voru til að
endurfjármagna bankana.
Vsk aldrei verið lægri
Fyrirhuguðum breytingum á virð-
isaukaskattskerfinu er ætlað að auka
skilvirkni þess og jafnræði á milli at-
vinnugreina. Efra virðisauka-
skattsþrepið er lækkað úr 25,5% í
24%. Þetta er hinn almenni virð-
isaukaskattur sem lagður er á flestar
vörur. Verði það samþykkt hefur
virðisaukaskatturinn aldrei verið
lægri. Jafnframt er lægra þrepið
hækkað úr 7% í 12%. Við það munu
matvæli hækka í verði ásamt gist-
ingu, fjölmiðlum, bókum og plötum,
svo helstu dæmi séu nefnd.
Undanþágur vegna afþreyingar-
ferða, svo sem hvalaskoðunar, eru
felldar brott og fara þær í lægra vsk-
þrepið 1. maí á næsta ári.
Almennt vörugjald verður afnumið
um áramót. Það hefur í för með sér að
sykruð matvæli og drykkjarvörur
lækka í verði, byggingavörur, vara-
hlutir í bíla og stærri heimilistæki eins
og ísskápar, þvottavélar og sjónvörp.
Sérstakt vörugjald af bílum, bensíni
og áfengi verður ekki fellt niður.
Vegna áhrifa af hækkun virðis-
aukaskatts á matvæli og fleiri nauð-
synjavörur verður gripið til þeirra
mótvægisaðgerða að hækka barna-
bætur um 13% til viðbótar 2,5%
hækkun í samræmi við hækkanir á
verðlagi. Jafnframt verður hlutfall
skerðingar vegna tekna hækkað um
1% í þeim tilgangi að beina bótunum
af auknum þunga til tekjulægri for-
eldra.
Bætt í tryggingar og heilbrigði
Gert er ráð fyrir að útgjaldaskuld-
bindingar ríkisins hækki um 11 millj-
arða á næsta ári en aðhaldsaðgerðir
skili 3,4 milljörðum til baka.
Framlög til almannatrygginga
verða aukin um 2,4 milljarða, auk 3
milljarða króna vegna verðlags- og
launabreytinga. Hækkunin felst að-
allega í hækkun frítekjumarks lífeyr-
issjóðstekna ellilífeyrisþega og fram-
lengingu á hækkun frítekjumarks
vegna atvinnutekna öryrkja. Ný og
aukin framlög til heilbrigðismála
nema 1,8 milljörðum. Þau eru aðal-
lega til styrkingar á rekstrargrunni
spítala og heilsugæslu og til fjárfest-
ingar í tækjum og búnaði.
Þá munu framlög til vísinda og ný-
sköpunar aukast um 800 milljónir í
samræmi við aðgerðaáætlun Vísinda-
og tækniráðs og enn frekar 2016.
Virðisaukaskattskerfið skorið upp
Almennur virðisaukaskattur lækkar en hækkun verður á matvælum og vörum sem verið hafa
í lægra þrepi Heimilistæki, byggingavörur og varahlutir lækka í verði við afnám vörugjalda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stefna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í gær. Það var lagt fram á Alþingi síðdegis.
Frumvarp til fjárlaga 2015
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hækkun virðisaukaskatts á matvöru og skattalækkanir
á efnameira fólk í landinu er á meðal þess sem fulltrúar í
stjórnarandstöðunni finna helst að fjárlagafrumvarpi
næsta árs.
„Ríkisstjórnin heldur áfram á þeirri braut sem hún
markaði með fjárlögum þessa árs þar sem allt svigrúm
er notað til að koma til móts við ríkasta fólkið í landinu.
Svo eru sjúklingar sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús
látnir borga fyrir lífsnauðsynileg lyf,“ segir Oddný Harð-
ardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd.
Þær aðgerðir sem boðaðar hafi verið til að vega upp á
móti hækkun matarskattsins, meðal annars í formi
barnabóta, eru blekkingarleikur, að mati Oddnýjar.
Upphæð barnabóta nú nái ekki raunvirði þeirra sem
kveðið var á um í fjárlögum ársins 2013.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir
að það sem slái hana helst sé að ekki sé gert ráð fyrir
meira en 0,2-0,3% afkomubata og skuldir lækki ekki mik-
ið að nafnvirði. Þá sé gríðarlegt áhyggjuefni að ríkis-
stjórnin ætli að hækka virðisaukaskatt á menningu á
sama tíma og áhyggjum sé lýst af læsi þjóðarinnar.
„Mér sýnist að áhrif matarskatts geti orðið þau að
staða innlendrar matvælaframleiðslu skerðist af því að
við horfum upp á að skatturinn hækki en vörugjöld á inn-
fluttan mat lækki,“ segir hún.
Þegar ríkisfjármálaáætlun til lengri tíma sé skoðuð þá
sé litið til þess að hlutfall samneyslu af vergri landsfram-
leiðslu minnki og verði 24% árið 2016.
„Miðað við þessa framtíðarsýn er ekkert svigrúm fyrir
neina uppbyggingu, hvort sem það er að koma Háskól-
anum á par við það sem gerist í nágrannalöndunum eða
nýjan Landspítala. Við sitjum eftir miðað við það sem
gerist annars ataðar á Norðurlöndum vegna þess að það
er búið að veikja tekjustofnana,“ segir Katrín og nefnir
afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda.
Framsóknarmenn fylgist vel með umræðunni
Áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram höfðu ýmsir
þingmenn Framsóknarflokksins talað gegn hugmyndum
um að hækka matarskattinn. Þeirra á meðal var Sigrún
Magnúsdóttir, þingflokksformaður flokksins.
„Það var samkomulag um að hleypa þessu svona
áfram. Þetta er að fara í þinglega meðferð. Ég held að
við framsóknarmenn fylgjumst vel með hvernig þessu
verður tekið og umræðan þróast,“ segir Sigrún sem tek-
ur jafnframt fram að hún vilji standa vörð um matarverð,
ekki síst á íslenskri framleiðslu.
Svigrúmið nýtt í þágu
ríkasta fólks landsins
Innlend matvælaframleiðsla skaðist af breytingunum
Oddný
Harðardóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Sigrún
Magnúsdóttir
Breytingar á virðisaukaskattskerf-
inu sem boðaðar eru í fjárlaga-
frumvarpinu koma einkum illa við
tekjulág heimili og barnafólk, að
því er kemur fram í tilkynningu frá
Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).
Hærra hlutfall tekna þeirra
tekjulægri fari til matarinnkaupa
en þeirra tekjuhærri. Allt að fimmt-
ungur tekna tekjulægstu heimil-
anna fari í kaup á matvælum á móti
tæpum 10% tekjuhæstu heimilanna.
Formannafundur Starfsgreina-
sambandsins ályktaði einnig um
fjárlagafrumvarpið í gær og mót-
mælti hann harðlega því sem hann
kallar herferð stjórnvalda gegn at-
vinnulausum og öðru tekjulágu
fólki. Skerðing á bótatíma sé aftur-
hvarf til fortíðar og með hækkun á
matarskatti sé álögum velt af þeim
tekjuhæstu til þeirra tekjulægstu.
Ekki nægilegt aðhald
Samtök atvinnulífsins telja já-
kvæðar áherslur í fjárlaga-
frumvarpinu en ekki sé gætt nógu
mikils aðhalds í því. Áætlaður
rekstrarafgangur ríkissjóðs sé of
lítill á þessu ári og þeim næstu. Í
ljósi væntinga um kröftugan hag-
vöxt sé mikilvægt að aðhald skapi
mótvægi gegn fyrirsjáanlegri
þenslu í efnahagslífinu.
Morgunblaðið/Ómar
Atvinna Formenn SGS gagnrýna skerðingu á atvinnuleysisbótatíma.
Álögum velt af tekju-
hærri á þá tekjulægri