Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 11
Nánir Bræðurnir Kristinn Freyr t.v. og Guðmundur Þór heitinn voru mjög nánir og söknuðurinn mikill. Kristinn Freyr segir miklu skipta að leyfa neikvæðum hugsunum ekki að ráða för heldur minnast allra góðu stundanna í staðinn. uðum sporum og hann var sjálfur fyrir fjórum árum þegar hann missti bróður sinn vill hann segja að það skipti sköpum að leita sér hjálpar og tala við einhvern. „Því það er betra að tala um þetta og mikilvægt að tala þá við einhvern sem maður treystir algjörlega og helst einhvern sem veit hvernig þetta er. Það var þess vegna sem mér fannst best að tala við mömmu og pabba því þau vissu nákvæmlega hvernig mér leið,“ seg- ir hann og bætir í lokin við því sem að hans mati skiptir einna mestu máli: „Það sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið er að hugsa um góðu stundirnar. Þótt oft komi upp í hugann eitthvað neikvætt eða eitt- hvað sem ég hefði getað gert betur þá ætti maður alltaf að reyna að hugsa um það góða sem maður átti með manneskjunni. Ekki hugsa um „hvað ef“ og „ef ég hefði“ þó að það sé hægara sagt en gert verður mað- ur að reyna eftir bestu getu að hafa það þannig,“ segir Kristinn Freyr Sigurðsson að lokum. Þeir sem vilja hlýða á dagskrána í Dómkirkjunni klukkan 20 í kvöld eru velkomnir en upplýsingar um dagskrá annarra minningarstunda er að finna á www.sjalfsvig.is. „Fyrst var ég náttúrlega bara gríðarlega sorg- mæddur og svo kom eft- irsjá yfir að hafa ekki getað gert meira en ég gerði.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Café Lingua er viðamikið verkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur, Ís- lenskuþorpið, Reykjavík bókmennta- borg UNESCO, menningarmiðstöðinna Gerðuberg og Norræna húsið. Café Lingua er í raun tungumálavettvangur fyrir þá sem búa á Íslandi og tala önnur tungumál en íslensku. Þar getur fólk af ólíkum uppruna hist, sumir geta rætt sín á milli á eigin máli og það sem mestu skiptir er að fólk geti hist og kynnst öðrum sem einnig eru að fóta sig á nýju landi og læra nýtt tungumál. Stundum er Café Lingua kallað „færanlegt kaffihús“ því það flakkar jú á milli staða og þar er spjallað í ró og næði. Hópurinn hittist einu sinni í viku á mismunandi stöð- um í Reykjavík. Iðulega hittist hann á miðvikudögum og í kvöld kl. 20 hitt- ist hann í Andrými Tjarnarbíós mið- vikudaginn 10. september. Þar verður bandaríska skáldkonan Amy Tan í sviðsljósinu en hún er væntanleg til landsins 18. september nk. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, fjallar um þýðingu sína á Leik hlæjandi láns (The Joy Luck Club) og mun lesa upp úr bókinni. Einnig segir hann frá nýjasta verki Amy Tan, The Valley of Amazement. Skáldkonan Amy Tan kemur hingað í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation sem haldin verður í Nor- ræna húsinu og Háskóla Íslands dag- ana 18.-20. september þar sem hún mun flytja erindi um lífshlaup sitt. Haustdagskrá Café Lingua er unn- in í samstarfi við félagasamtök, ein- staklinga og menningarstofnanir og birtist hér og þar í borginni. Bókmenntaborgin mun standa að Café Lingua einu sinni í mánuði út ár- ið, að þessu sinni í Andrýminu sem er samkomustaður orðlistafólks og eru allir velkomnir á þessa dagskrá sem er ókeypis. Amy Tan væntanleg til landsins Umræða Verk skáldkonunnar Amy Tan og þýðingar þeirra verða ræddar í kvöld. Þýðingar verka Amy Tan ræddar HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði HVAÐ GERÐIR ÞÚ UM HELGINA? ŠKODA Yeti Outdoor kostar frá 5.220.000,- Á vit ævintýranna í nýjum ŠKODA Yeti Outdoor. Betri eru þúsundir stjarna á næturhimni en fimm stjörnur á hóteli. Þú getur áð hvar sem þér dettur í hug, þökk sé torfærustillingunni í Yeti. Þú getur slappað af og látið fara vel um þig þótt undirlagið sé ójafnt. Þú kemst heilu og höldnu á leiðarenda og VarioFlex aftursætakerfið tryggir að þú getir tekið allan nauðsynlegan aukabúnað með þér. Geymslurými er aldrei vandamál því þú býrð einfaldlega til pláss með því að færa til aftursætin. Þá kemur sér ekki síður vel að vera með dráttarkúlu sem staðalbúnað. Leggðu drög að óbyggðaferðinni strax í dag með því að fá reynsluakstur hjá ŠKODA. Nú fæst sjálfskiptur Yeti á enn betra verði en áður. Eldsneytisnotkun og útblástur Yeti í blönduðum akstri: 4,6–8,0 l/100 km, 119–189 g/km skoda.is SIMPLY CLEVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.