Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjórnir Ölfuss og Hvera-
gerðis munu væntanlega hittast á
fundi í byrjun október til að ræða
um möguleika á sameiningu sveit-
arfélaganna. Bæjarstjórn Hvera-
gerðis hefur umboð kjósenda til að
hefja viðræður en forseti bæjar-
stjórnar Ölfuss telur rétt að leggja
málið fyrir íbúana, áður en farið
yrði í viðræður.
Bæjarstjórn Hveragerðis kannaði
hug íbúanna til sameiningar við
önnur sveitarfélög samhliða sveitar-
stjórnarkosningunum í vor. Kom í
ljós að þeir hallast að sameiningu
við Ölfus. Bæjarstjórn Ölfuss þar
sem Þorlákshöfn er aðal-þétt-
býliskjarninn ákvað að gera ekki
sambærilega könnun.
Bæjarstjórn Hveragerðis sendi
niðurstöður könnunar sinnar til
bæjarstjórnar Ölfuss í vor og ósk-
aði eftir viðræðum um mögulega
sameiningu. Bæjarstjórn Ölfuss
svarar ekki beint en í bókun kemur
fram að bæjarfulltrúar eru sam-
mála um að funda með fulltrúum
Hveragerðisbæjar.
Sveinn Steinarsson, forseti
bæjarstjórnar Ölfuss, tekur fram að
ekki hafi verið tekin afstaða til til-
lögu um sameiningarviðræður, að-
eins að taka spjallið, heyra hvaða
hugmyndir Hvergerðingar hafi um
kosti og galla sameiningar. „Við
myndum líta á það sem okkar
fyrsta skref að kanna hug íbúa til
sameiningar, áður en við færum í
alvöru könnunarviðræður,“ segir
Sveinn.
Pólitískt umboð í Hveragerði
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðis, segir að með niður-
stöður skoðanakönnunarinnar frá
því í vor í farteskinu hafi bæjar-
stjórn pólitískt umboð til að fara í
viðræður um sameiningu við Ölfus.
Síðan þyrfti að leggja hugsanlegan
samning fyrir bæjarbúa áður en
gengið yrði frá málum.
„Ég er sannfærð um að einhvern
tímann mun verða sameining sveit-
arfélaga í Árnessýslu. Hvort hún
verður í smærri skrefum eins og
sameining Hveragerðis og Ölfuss
eða í stærri skrefum verður tíminn
að leiða í ljós,“ segir Aldís þegar
Spjalla um mögu-
leika á sameiningu
Íbúar Ölfuss þurfa að ákveða viðræður um sameiningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt Ölfus Hveragerði yrði stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu.
Sveitarfélögin
» Um 2.330 íbúar eru í Hvera-
gerði og um 1.900 í Sveitarfé-
laginu Ölfusi. Íbúum hefur
fjölgað í báðum bæjarfélög-
unum á síðustu tíu árum.
» Hveragerði var hluti af
Ölfushreppi til ársins 1946.
Aldís
Hafsteinsdóttir
Sveinn
Steinarsson
spurt er um afstöðu hennar til sam-
einingar.
Margir íbúar dreifbýlis í Ölfusi
sækja þjónustu til Hveragerðis.
Sveitarfélögin reka grunnskólann
saman og ákveðin samvinna er um
rekstur leikskóla. „Það er mikið og
gott samstarf á milli sveitarfélag-
anna,“ segir Aldís bæjarstjóri.
Andri Karl
andri@mbl.is
Sakborningar í Marple-málinu svo-
nefnda neituðu allir sök við þingfest-
ingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur
um miðjan dag í gær. Enginn fyr-
irsvarsmaður var hins vegar vegna
fimm félaga sem málið er einnig höfð-
að gegn en þeim var ekki birt fyr-
irkall. Eflaust verður tekist á um það
atriði þegar málið verður tekið fyrir
næst, eftir tæpar tvær vikur.
Nafngift málsins má rekja til þess
að það snýst að miklu leyti um fjár-
málagerninga sem snúa að Kaup-
þingi og Marple Holding S.A. SPF.
Upphæðin nemur um átta milljörð-
um íslenskra króna.
Sérstakur saksóknari ákærði
vegna þeirra Hreiðar Má Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og
Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrver-
andi fjármálastjóra Kaupþings, fyrir
fjárdrátt og umboðssvik. Þá er
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi
forstjóri Kuapþings í Lúxemborg,
ákærður fyrir hlutdeild í fjárdrætti
og umboðssvikum Hreiðars Más og
Guðnýjar Örnu. Að lokum er at-
hafnamaðurinn Skúli Þorvaldsson
ákærður fyrir hylmingu.
Sem áður segir neituðu öll ákærðu
sök og var að minnsta kosti ein frá-
vísunarkrafa lögð fram í formi bók-
unar, fyrir hönd Skúla. Þá velti verj-
andi Skúla því upp hvort þingfest-
ingin ætti einnig við um félögin fimm.
Í ákæru sérstaks saksóknara segir
að málið sé höfðað gegn eftirtöldum
félögum til upptöku: Marple Hold-
ing S.A. SPF, BM Trust S.A. SPF,
Holt Holding S.A., SKLux S.A.og
Legatum Ltd.
Öll eru félögin með lögheimili í
Lúxemborg fyrir utan Legatum sem
er með lögheimili á Möltu. Í ákær-
unni segir einnig að Skúli hafi verið
eigandi (e. beneficial owner) allra
þeirra félaga sem krafist er upptöku
á eignum hjá.
Marple í gjaldþrotameðferð
Við þingfestinguna í dag sagði
verjandi Skúla að honum hefði aldrei
verið birt fyrirkall vegna félaganna
fimm né öðrum fyrirsvarsmönnum
þeirra. Þá væri Marple í gjaldþrota-
meðferð í Lúxemborg og væri deilt
um eignarhaldið á því félagi. Tvö
önnur félög væru í eigu fleiri en
Skúla.
Hann sagði að félögin fimm þyrftu
að hafa fyrirsvarsmenn fyrir dómi og
birta þyrfti þeim fyrirkall. „Það er
bara rangt að hann eigi öll þessi fé-
lög,“ sagði verjandi Skúla.
Símon Sigvaldason, dómari í mál-
inu, sagði að þetta atriði þyrfti að
skoða sérstaklega og þá hvort stefna
þyrfti fyrirsvarsmönnum félaganna
inn í málið. „Við erum ekki að þing-
festa málið gagnvart þeim á þessu
stigi.“
Morgunblaðið/Þórður
Fyrir dómi Athafnamaðurinn Skúli Þorvaldsson mætti fyrir dómara í
Héraðsdómi Reykjavíkur og kvaðst saklaus af ákæru sérstaks saksóknara.
Héldu öll fram
sakleysi sínu í
Marple-málinu
Ákært fyrir fjárdrátt og umboðssvik
Snýst um átta milljarða íslenskra kr.
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - immtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Fyrirhuguð líkamsræktarstöð við
Breiðholtslaug verður kynnt í dag á
opnum kynningarfundi kl. 18 í
Íþróttamiðstöðinni Austurbergi.
Fram kemur í tilkynningu að á
fundinum verði hugmyndin að baki
verkefninu kynnt í stuttu máli og
sýndar myndir af staðsetningu og
útliti fyrirhugaðrar líkamsræktar-
stöðvar. Að því loknu gefst fundar-
mönnum kostur á að koma með fyr-
irspurnir og athugasemdir.
Kjartan Magnússon borgar-
fulltrúi og Sólveig Valgeirsdóttir,
forstöðumaður Breiðholtslaugar,
verða á fundinum auk fulltrúa frá
skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Að fundinum standa sjálfstæðis-
félögin í Breiðholti og Íbúa-
samtökin Betra Breiðholt.
Sólveig
Valgeirsdóttir
Kjartan
Magnússon
Kynna líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug
STUTT