Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 31
klukkustundum áður en hún
kvaddi okkur og mun sú minning
um ömmu lifa í hjarta okkar.
Amma naut þess að elda fyrir
fjölskyldu og vini. Hún sat við
eldavélina og fyllti á matardiska
gestanna. Hún hlustaði á sögur
úr okkar daglega lífi og forvitn-
aðist um vini og vandamenn. Eft-
ir matinn settumst við saman í
stofuna og þar fengum við oft að
heyra sögur af henni síðan hún
var lítil stelpa.
Amma átti líka mikinn þátt í
því að við fórum að læra á píanó,
enda bað hún okkur oft um að
spila fyrir sig lag eftir að við vor-
um búin að borða. Þetta fundust
henni góð skipti. Ömmu fannst
líka gaman að fara með vísur og
söng oft fyrir okkur, nú síðast
Vísur Vatnsenda-Rósu „Augun
mín og augun þín“. Amma notaði
líka alltaf tækifærið til að syngja
„ég langömmu á sem að létt er í
lund“ fyrir barnabörnin þegar
þau komu í heimsókn og sú minn-
ing um langömmu þeirra mun
lifa í huga þeirra.
Amma átti líka alltaf góð ráð
til að flýta fyrir bata eftir togn-
anir og annað hnjask. Ýmsar að-
ferðir voru notaðar með aðstoð
aloe vera, birkiplöntu, minkaolíu,
fjallagrasa og káls, og viti menn;
alltaf virkuðu aðferðirnar henn-
ar. Amma var hlý og einlæg, hóg-
vær og kærleiksrík.
Það verður mikill söknuður að
fara ekki aftur til ömmu í hádeg-
ismat á Bústaðaveginn. Amma
Fríða mun alltaf eiga stóran stað
í hjarta okkar og í heilræðum og
bænum.
Takk fyrir okkur elsku amma.
Guð blessi þig og varðveiti þig.
Þín barnabörn,
Jason, Bjarney (Baddý)
og fjölskyldur.
Elsku amma, það er svo skrít-
ið að hugsa til þess að þú sért
ekki hérna hjá okkur lengur. Það
voru svo mikil forréttindi að fá að
hafa þig svona lengi hjá okkur.
Það var líka mikil huggun í því
hversu fallega þú fórst frá okkur,
og núna ertu komin til afa og
allra hinna á himnum. Þú varst
einstök kona, svo hlý og góð og
alltaf tilbúin til að hjálpa öllum.
Á þínum borðum var líka alltaf
nóg af mat, ég á eftir að sakna
þín svo mikið og „hakkíbuffanna“
þinna, fiskibollanna og brauðsins
þíns. Enginn getur gert matinn
eins og þú gerðir hann, hvað sem
við hin reyndum þá varð hann
aldrei eins, það voru alltaf ein-
hverjir töfrar við eldamennskuna
þína sem þú ein kunnir. Ég man
líka allar stundirnar okkar uppi í
sumarbústað, litla gamla „su-
mónum“ sem var áður en sá nýi
var reistur. Þar var alltaf nóg
pláss fyrir alla, þó svo hann væri
bara eitt herbergi og eldhús-
krókur. Alltaf fengum við krakk-
arnir eitthvað að dunda, hvort
sem það var að hræra í jólaköku
með sleif og skál eða baka drullu-
kökur. Þolinmæði þín og hlýja
var endalaus handa okkur öllum.
Elsku, besta amma mín, ég á
eftir að sakna þín svo mikið en
veit þú ert komin á betri stað til
afa.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Ragnhildur Kristbjörg
Einarsdóttir.
Ég geng upp stigann og finn
hvernig ró og hlýja umlykur mig.
Það er alltaf ákveðin kyrrð sem
ríkir þegar ég hef komið á Bú-
staðaveginn. Að koma inn í stof-
una eða herbergið þitt var alltaf
eins og að ganga inn í mynda-
albúm sem er uppfullt af ást, en
veggirnir þínir voru þaktir ást-
vinum og merkum atburðum í lífi
þínu og þeirra sem voru þér
næstir. Þú varst alltaf með spil
við höndina, tilbúin að spá í fram-
tíðina hjá mér þótt ég hefði það á
tilfinningunni að sumt sem þú
sagðir væri eflaust bara það sem
ég vildi heyra. Ég veit ekki
hversu oft ég hef farið heim með
sokka frá þér, þrátt fyrir að ég
hafi alltaf tekið fyrir það vildirðu
ekki heyra það. Þú vildir ekki að
ég yrði veik. Þannig varst þú
bara, með hjarta úr gulli. Af öll-
um þeim stundum sem ég hef
notið með þér þótti mér vænst
um þegar þú talaðir um liðnar
stundir. „Fílsminni.“ Það er gott
orð yfir minnið þitt, þú gast þulið
upp hluti sem hentu þig fyrir
meira en hálfri öld. Elsku lang-
amma, takk fyrir að deila með
mér öllu því sem þú hefur yf-
irstigið í gegnum árin og fyrir að
sýna mér hvernig á að vera sterk
og sjálfstæð ung kona! Þú varst
ein sú sterkasta, skarpasta, góð-
hjartaðasta, einlægasta og fal-
legasta kona sem ég hef kynnst,
og ég er óendanlega stolt að geta
kallað mig afkomanda þinn. Þú
hefur kennt mér svo margt, og
ég get aðeins vonast til að ná tán-
um þangað sem þú hefur alltaf
verið með hælana. Elsku
langamma, hvíl í friði.
Signý Ósk.
Elsku langamma mín, núna
ertu farin frá okkur. Ég hef verið
virkilega heppin að fá að hafa þig
hjá mér seinustu 20 árin því það
eru forréttindi að fá að eiga lang-
ömmu. Ég ætla að reyna að vera
ekki leið, elsku amma mín, þótt
það verði erfitt, heldur þakklát.
Þakklát fyrir allan þann tíma
sem við fengum að eyða saman,
þakklát fyrir allan þann mat þú
hefur eldað fyrir mig, þakklát
fyrir að þú fékkst að halda heils-
unni til æviloka, þakklát fyrir all-
ar sögurnar sem þú sagðir mér,
þakklát fyrir góðmennskuna og
gleðina sem skein af þér alla
daga og þakklát fyrir að þú
fékkst að deyja í friði og ró í þínu
eigin rúmi. Ég minnist þín sem
frábæru konunnar sem þú varst
og þú verður alltaf mín fyrir-
mynd. Ég mun aldrei gleyma
orðunum sem þú sagðir við mig í
viðtali sem ég tók við þig fyrir
skólaverkefni. Ég vil enda þessa
grein á þeim orðum, orðrétt eftir
þig langamma mín, sem er allt
sem segja þarf um það hvernig
þú horfðir á lífið með jákvæðum
augum og björtu hjarta.
„Ég hef alltaf verið lánsöm,
lánið hefur leikið við mig í gegn-
um alla mína erfiðleika. Ef mað-
ur er jákvæður og er ekki alltaf
vondur, leiðinlegur og neikvæður
hefur það svo mikið að segja í líf-
inu að það er alveg stórkostlegt.
Drottinn minn hjálpar mér, leiðir
mig áfram og þá fer allt vel. Það
hefur verið mín stefna, að góður
Guð og Jesú Kristur hefur leitt
mig á rétta vegu. Enda hef ég
beðið Guð að leiða mig áfram og
hann hefur gert það. Hann hefur
hlustað á bænir mínar og það
hefur verið mér nóg.“
Harpa Hjartardóttir.
Elsku Sigfríður, takk fyrir allt
sem við áttum saman. Gleði,
hlýja og þroski, þannig mundi ég
lýsa þér.
Það var tenging á milli okkar
sem er ekki hægt að lýsa með
orðum. Ég og fjölskylda mín vor-
um svo heppin að fá að kynnast
þér. Þú kenndir okkur svo margt
og það var svo gaman að hlusta á
þig og tala við þig. Ef allir væru
jafn nægjusamir og góðhjartaðir
og þú þá væru sjálfsstyrkingar-
námsskeið óþörf.
Ég man þegar við vorum sam-
an í handavinnu hjá Laufeyju. Þá
hljópst þú út um allt til að hjálpa
konum að sauma kort. Það var
ekki hægt að sjá að þarna væri
kona um nírætt. Þú varst ótrú-
leg. Þú varst ekki að telja eftir
þér það sem þú gerðir. Það er
heldur ekki langt síðan ég var
með heimsins bestu fiskibollur í
potti hérna heima hjá mér frá
þér. Brosi þínu mun ég aldrei
gleyma. Þú gafst alltaf svo mikið
af þér. Takk fyrir hvað þú varst
góð við okkur. Þú varst
langamma allra fimm barnanna
minna. Við munum öll sakna þín
sárt.
Sesselja Anna Ólafsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og frænku,
GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR,
Geithömrum.
Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.
Þorsteinn Þorsteinsson, Snjólaug Þóroddsdóttir,
Kristín Áslaug Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, Sigrún Ingimarsdóttir,
Þóroddur B. Þorsteinsson,
Þórgunnur Þorsteinsdóttir,
Kristín Indriðadóttir, Bjarni Ólafsson
og fjölskylda.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR,
Vallarbraut 6.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og
heimahjúkrun, fyrir alúð og umhyggju.
Elísabet Vigfúsdóttir,
Vignir Guðmundsson, Jadvyga Usvaltiene,
Ásthildur Guðmundsdóttir, Hafsteinn Benediktsson,
Ingvar Guðmundsson, Sólveig Þorsteinsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR EYVINDSDÓTTUR
frá Útey, Laugardal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar
fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug.
Páll Stefánsson,
Stefán Pálsson, Sigrún Lilja Jónsdóttir,
Katrín Pálsdóttir, Ásgeir Árnason,
Jónína Pálsdóttir, Guðjón Kolbeinsson,
Páll S. Pálsson, Birna Huld Helgadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar elskulega eiginmanns, föðurs,
tengdaföðurs, sonar og afa,
BIRGIS H. ÞÓRISSONAR,
Anna Laufey Sigurðardóttir,
Agla Birgisdóttir, Egbert van Rappard,
Andri Már Birgisson, Ingveldur Dís Heiðarsdóttir,
Hanna Kristín Birgisdóttir, Árni Geir Úlfarsson,
Sigurður Helgi Birgisson, Sólveig Ásta Einarsdóttir,
Egill Snær Birgisson,
Hanna Björg Felixdóttir,
Þórir Jónsson, Lára Lárusdóttir
og barnabörn.
✝ Björg Einars-dóttir var
fædd 16. apríl 1924
í Litla-Hvammi, þá
Kirkjuvegi 39 B, í
Vestmannaeyjum.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 27.
ágúst 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Einar
Magnússon, f. 31.
júlí 1892 í
Hvammi, Vestur-Eyjafjöllum,
trésmíða- og járnsmíðameistari,
sem átti og rak eigið verkstæði
í Vestmannaeyjum. Hann lést af
slysförum 25. ágúst 1932. Móðir
hennar var María Vilborg Vil-
hjálmsdóttir, f. 26. júní 1897 í
Knopsborg, Seltjarnarnesi, lát-
in 18. febrúar 1974. Björg var
næst elst sex systkina: Sigríður
Margrét Einarsdóttir, f. 20. jan-
úar, 1923, látin 9. febrúar 2003,
Magnús Einarsson, f. 30. nóv-
ember, 1925, látinn 13. janúar,
1998, Þuríður Einarsdóttir
Ólafson, f. 9. október 1927, lát-
in 12. júní 1962, Villa María
Einarsdóttir, f. 12. desember
bjuggu þau lengst af í Mary-
land-fylki en Björg fluttist heim
til Íslands rúmlega áttræð.
Björg og Ásgeir eignuðust
fjögur börn: 1) Steinunn Jó-
hanna, f. 4. ágúst 1951, gift Ás-
geiri Sigurði Hallgrímssyni, f.
19. ágúst 1954 og eiga þau fjög-
ur börn: a) Ásgeir Hallgrím,
kvæntur Guðnýju Rós Sigur-
björnsdóttur og eiga þau tvær
dætur: Sigurrósu Nótt og Ást-
rósu Vígdögg b) Björgu Aðal-
heiði, sambýlismaður hennar er
Davíð Örn Ingason og eiga þau
þrjú börn: Júlíus Jóhann, Aldísi
Elku og Elías Erni c) Karólínu
Vigdísi, d) Árna Sigurð. 2. Ein-
ar Magnús,f. 27. apríl 1953,
kvæntur Elisabeth S. Vahey,
þau eru barnlaus. Einar er bú-
settur í Maryland-fylki í USA.
3. María, f. 22. október 1959,
hún er fráskilin. Börn Maríu
eru: Vilhjálmur Ásgeir og Tóm-
as Pjetur. 4. Pjetur Georg, f. 3.
desember 1966, kvæntur Svan-
laugu Arnardóttur Pétursson.
Börn þeirra eru a og b) tvíbur-
arnir Hanna Kristín og Hekla
Björg, c) Brynja Sóley.
Útför Bjargar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 10.
september 2014, og hefst at-
höfnin kl. 15.
1928 og Einar
Einarsson, f. 2.
september, 1930,
látinn 29. júlí 2010.
Fjölskyldan bjó í
Vestmannaeyjum í
sex ár eftir lát Ein-
ars en fluttist suð-
ur til Reykjavíkur
eftir fermingu
Bjargar vorið
1938. Björg stund-
aði nám við Iðn-
skólann í Reykjavík og var síð-
an í heimavist í
Húsmæðraskólanum í Reykja-
vík fyrsta heila starfsár hans,
1942-43. Áður en hún giftist
vann hún m.a. á saumastofunni
Spörtu og í Nærfatagerðinni.
Heimili Bjargar bar ávallt
merki þess að hún væri hús-
mæðraskólagengin.
Björg giftist Ásgeiri Péturs-
syni flugmanni þann 22. mars
1951. Ásgeir var fæddur í
Reykjavík 5. nóvember 1924,
látinn 30. júlí 1991. Björg og
Ásgeir fluttust til Bandaríkj-
anna sumarið 1956 með tveim-
ur elstu börnum sínum. Þar
Móðir mín Björg var einstök
kona. Hún kenndi okkur hvaða
þýðingu það hefur að vera Íslend-
ingur, þó svo að við byggjum alla
eða mestan hluta ævinnar í Banda-
ríkjunum. Foreldrar mínir fluttu til
Bandaríkjanna árið 1956 með tvö
börn, þriggja og fimm ára og gáfu
okkur þannig tvo menningar-
heima, sem við erum mjög stolt af.
Móðir mín bjó 50 ár í Maryland, þó
svo að „heima“ væri alltaf Ísland.
Ég man eftir ilminum úr eldhús-
inu þegar hún sauð hangikjöt fyrir
jólin og bakaði flatkökur, eins líka
þegar hún bakaði danska vínar-
brauðskringlu, þá bestu sem ég
nokkurn tíma smakkaði og enginn
gat hermt eftir. Það tók tvo daga
að fletja út deigið og hvíla og því-
líkur ilmur þegar það fór loks í ofn-
inn. Pönnukökur og kleinur voru
oft á borðum og þó svo að hún segði
að ekkert væri til, þá svignaði kaffi-
borðið undan kræsingum.
Það voru ekki bara vinir og fjöl-
skylda sem sóttust eftir að koma í
heimsókn til hennar, því gestrisni
hennar var einstök, heldur líka
seinna þegar barnabörnin komu,
þá elskaði hún að taka á móti þeim
og passa þau. Hún talaði ýmist við
þau á íslensku eða ensku, en það
skipti engu máli, þau skildu ást
hennar og umhyggju. Þegar bróðir
minn Pétur og Svana kona hans
eignuðust tvíbura, sem fæddust
fyrir tímann, þá flutti móðir mín til
þeirra til að aðstoða þau með börn-
in. Hún var einnig alltaf til staðar
fyrir syni mína tvo, þá Tómas og
William. Þeir voru miklir fjörkálfar
en hún eltist við þá eins og hún
væri enn bara tvítug. Ég þakka
fyrir að þeir hafi átt svona yndis-
lega ömmu og þeir eiga núna dýr-
mætar minningar um ömmu
Björgu.
Mamma kenndi okkar svo
margt, hún var listakona við
saumaskap og alla handavinnu.
Glæsilegir kvöldkjólar spruttu
fram úr smá efnisbútum, það var
töfrum líkast. Hún kenndi okkur
með því að láta okkur horfa á hana
sauma og sjálf vinna og finna okkar
stíl. Þannig gat ég eignast allt sem
mig langaði í, þurfti bara að búa
það til sjálf. Hún kenndi okkur að
það gilti um allt, líka það sem sem
við vildum læra og verða í lífinu.
Þetta var gjöfin frá mömmu til
okkar, ást, umhyggja, sköpunar-
gleði, gestrisni og samheldni fjöl-
skyldunnar. Hvort sem var í
Bandaríkjunum eða á Íslandi, þá
hafði hún sinn lífsstíl og kenndi
okkur að finna okkar. Hún átti 90
yndisleg ár og nú hvílir hún jafn
fallega og hún lifði. Góða nótt,
mamma mín.
Þín dóttir,
María Ásgeirsdóttir.
Elsku Björg, ég var ótrúlega
heppin að eignast þig sem tengda-
móður.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
hitti þig fyrst. Ég var í heimsókn á
heimili Maríu dóttur þinnar í
Bandaríkjunum þegar ég hitti
þessa fallegu vel tilhöfðu tignar-
legu konu. Ég man vel hvað mér
fannst þú flott kona. Ef ég hefði
bara vitað þá að þessi flotta kona
yrði tengdamóðir mín.
Björg, þú varst mikil húsmóðir
og áttir fallegt heimili. Þú bakaðir
heimsins bestu pönnukökur, flat-
kökur og danska kringlu. Enda eru
vinir okkar ennþá að spyrja um
dönsku kringluna sem þú gerðir
alltaf í kringum jólin.
Þú varst líka mjög flink sauma-
kona. Þú hannaðir og saumaðir
margar dragtir, kjóla og brúðar-
kjóla, þar á meðal minn brúðarkjól.
Þú varst áskrifandi að Vogue tísku-
blaðinu og saumaðir oft á þig flíkur
sem þú hafðir séð í því blaði.
Bestu tímarnir okkar voru að
drekka kaffi og spjalla um allt milli
himins og jarðar. Ég gat talað við
þig um allt og mér fannst ómet-
anlegt að geta leitað til þín og notið
góðs af þinni lífsreynslu. Þú sagðir
mér oft frá þinni barnæsku í Vest-
mannaeyjum og seinna lífinu í
Reykjavík sem ung kona. Það var
líka gaman að heyra sögurnar frá
því þegar þið Ásgeir fluttuð frá Ís-
landi til Bandaríkjanna með tvö
ung börn.
Þú vildir alltaf bara hálfan bolla
af kaffi og eitthvað sætt með
kaffinu, en svo bættirðu nú oft í
þennan hálfa bolla ef samræðurnar
voru góðar. Þú hafðir gaman af því
að spá í bolla og túlka drauma. Það
kemur engum á óvart sem þekkja
þig að túlkun bollans eða draums-
ins var alltaf fyrir einhverju góðu.
Björg mín, þú skildir eftir mörg
gullkorn. Eitt uppáhald er „Svana
mín, viltu samvisku,“ þegar þú
varst að bjóða mér samloku. Einn-
ig sagðirðu oft þegar þú varst að
þakka mér fyrir eitthvað: „Þú ert
nú betri en enginn, Svana mín“
sem var meint mjög vel en svolítið
skrítið hrós að mínu mati.
Elsku Björg, þú varst mín stoð
og stytta í gegnum veikindi sonar
þíns. Þú bjóst yfir ótrúlegum styrk
og bjartsýni sem hjálpaði okkur
oft.
Öll börn sem hittu þig hændust
að þér. Þú elskaðir börn og þau
elskuðu þig. Tvíburarnir okkar,
Hanna Kristín og Hekla Björg,
eiga yndislegar minningar um sér-
staklega góða ömmu. Yngri systir
þeirra, Brynja Sóley, á eftir að
heyra margar fallegar sögur um
ömmu Björgu.
Betri konu en þig er ekki hægt
að finna. Þú varst alltaf tilbúin að
hjálpa öllum og settir alltaf þarfir
annarra á undan þínum.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Björg, kærar þakkir fyrir
samveruna.
Þín tengdadóttir,
Svanlaug (Svana).
Björg Einarsdóttir