Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 36
Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drott- inn blessar lýð sinn með friði. (Sálmarnir 29:11) 36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlutverk þitt sem klappstýra ræður úrslitum um velgengni ástvinar. Hann er upp- lagður fyrir peningamál og fasteignaviðskipti ganga að líkindum vel. Nýttu þér tækifærið en sýndu hógværð. 20. apríl - 20. maí  Naut Það hefur ekkert upp á sig að stytta sér leið til lausnar málum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að geta lagað þig að breyttum aðstæðum og þótt þér finnist það erfitt er ekki um annað að ræða. Allt er breyt- ingum undirorpið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að horfast í augu við stað- reyndir og þér mun líða betur á eftir. Allt á sér sinn stað og sína stund svo haltu þér til hlés. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Vertu öruggur með þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér gengur allt í haginn og aðrir undr- ast velgengni þína. Margar lausnir virðast vera fyrir hendi en flýttu þér hægt því aðeins ein er rétt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að létta af þér því oki, sem þér finnst vera að kæfa þig. Ekkert getur slegið á vinsældir þínar á meðan þú brosir og deilir lífsgleðinni með öllum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Veltu því ekki of lengi fyrir þér hvernig þú eigir að framkvæma hlutina því þú gætir orðið of sein/n. Flýttu þér umfram allt hægt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert til í að finna þér félaga fyrir tiltekið hættuspil. Ekki svo að skilja að þú baðir þig í kari fullu af fimmþúsundköllum, enda eru þeir ekki beinlínis hreinlegir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki aðfinnslur annarra draga úr þér allan kjark. Hvernig væri að skrá draumana niður, halda draumadagbók og sjá hvernig það kemur út? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að huga að þínum nán- ustu samböndum. Himintunglin draga hið áhugaverða í þínu fari fram í dagsljósið. Með réttu háttalagi getur þú sinnt þessu hvoru- tveggja svo vel fari. 19. feb. - 20. mars Fiskar Í ljósi þess að þú lifir til fulls allar þær 24 stundir sólarhringsins sem þér eru úthlut- aðar verður eitthvað að láta undan. Láttu góðvild þína ekki verða á þinn eigin kostnað. Kvikmyndin París norðursins kem-ur skemmtilega á óvart. Myndin lætur kannski ekki mikið yfir sér, fjallar um barnaskólakennara í leit að sjálfum sér, eins og Björn Thors, sem leikur barnaskólakennarann, orðaði það í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag. x x x Björn Thors er frábær leikari ogfær að njóta sín í þessari mynd. Helgi Björns kom Víkverja hins veg- ar mest á óvart í hlutverki hins full- komlega misheppnaða föður kennar- ans. Uppátæki Helga í myndinni eru hvert öðru vandræðalegra og hann er fullkomlega sannfærandi í hlutverki manns, sem virðist staurblindur á eigin annmarka. x x x Í frjálsa alfræðiritinu Wikipediukemur fram að gjarnan sé rætt um að stofnun Kvikmyndasjóðs 1978 marki upphaf samfelldrar kvik- myndagerðar á Íslandi og talað sé um að myndin Land og synir, sem sjóðurinn styrkti fyrst, sé fyrsta „al- vöru“ íslenska kvikmyndin. Áréttað er að á 5. og 6. áratugnum hafi kvik- myndagerð verið með nokkrum blóma á Íslandi og myndir eins og 79 af stöðinni sem gerðar voru á 7. ára- tugnum hafi að hluta til verið fram- leiddar af Íslendingum og með ís- lenskum leikurum í aðalhlutverkum. x x x París norðursins er gamanmynd.Áhorfandinn tekur kannski ekki bakföll af hlátri, en kímnigáfa Huldars Breiðfjörð, höfundar handrits, og Hafsteins Gunnars Sigurðssonar leik- stjóra er lævís og lipur. Myndin gerist á Flateyri og einhverjar bestu senur hennar lýsa AA-fundum þriggja manna, sem gjörþekkja hver annan. Aðstæður þeirra eru vitaskuld gjör- ólíkar því sem gerist á fundum AA í stórborgum þar sem óþekktir alkar geta leyst frá skjóðunni í skjóli nafn- leysis og gengið síðan af fundi léttir í spori. Víkverji horfði upp á þessi atriði þar sem áheyrendur þess sem hafði orðið þóttust greinilega vita betur um allt, sem hann hafði að segja, og velti fyrir sér að svona aðstæður hlytu örugglega að koma reglulega upp í fá- mennum byggðarlögum á lands- byggðinni. víkverji@mbl.is Víkverji JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Hér sannast það enn einu sinnihjá Jóni Ingvari Jónssyni að lausavísan grípur á lofti það, sem helst er í umræðunni: Maður glaðst víst getur enn, glott og hreykst að nýju. Fjórar millur fæ ég senn fyrir óráðsíu. Með þessari stöku Péturs Stefánssonar urðu nokkur vísna- skipti á netinu: Ég hef logið langa hríð, lastað menn í tali. Ávallt verið alla tíð alger drulluhali. Friðrik Steingrímsson festi sig við orðið „drulluhali“ og kvað; Eitt er víst og það er það, þörfin fram vill spretta, að vita í hvers orðastað orti Pétur þetta. Fía á Sandi bætti við: Hugsi hugs, ég ætla að útúr því að finna. Orti hann kannske í orðastað útrásarvina sinna? Ólafur Stefánsson skírskotaði í Morgunblaðið og sagði: Etir baulu-mæðu og mas, magnast bóndans kraftur, svo að lokum gægst í glas, getur Jón minn aftur. Jón Arnljótsson gerði þessa at- hugasemd: Áratuga eftir þras og afturhald við sukkið, verður ekki gægst í glas, en gegndarlítið drukkið. Þá lét Þorkell Guðbrandsson til sín heyra: Lýtingur er hann að langfeðgatali og lúin vill hvíla hér beinin sín. Kveðst núna hættur sem kúasmali og kneyfa vill landa og brennivín. Jón Arnljótsson aftur: Lít á mig sem Lýting, en langt ei slíkur talinn. Flest mín drýgstu drykkjugen dæmd á Laxárdalinn. Og Þorkell Guðbrandsson: Landafræðin nú leiðrétt skal og lygina oní mig éta; Lýtingur sækir á Laxárdal landann að kunna að meta. Hér vísa úr Grettisrímum Kol- beins Jöklaraskálds: Alda rjúka gjörði grá, golnis spanga Freyju, kalda búka fluttu frá frændur Dranga eyju. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af óráðsíu, drulluhölum og Lýtingsstaðahreppi Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ALLAVEGA, ÞEGAR ÞEIR OPNUÐU MIG SÁU ÞEIR AÐ GALLBLAÐRAN VAR BARA MEÐ ÞEIM LJÓTARI SEM ÞEIR HÖFÐU SÉÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hringja til að eiga langt og gott spjall. ÉG VISSI ÞAÐ! HANN ER AÐ MÆMA. OG Á FJÓRÐA ÁRSFJÓRÐU... BSSSS HVISSSSS SKRRRRRR... MUNUM VIÐ... FRRRRRRRRR... HVISS KRSSSSS ... HAGNAÐUR ÉG HELD AÐ VIÐ GETUM LÆRT MIKIÐ AF ÞESSU, HRÓLFUR ... TIL DÆMIS AÐ STEINAR ERU MIKLU HARÐARI EN VIÐUR! LÍSA ÆTLAR AÐ KOMA Í KVÖLD. KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ TAKA TIL. ÆTLI HÚN VILJI EKKI HREINAN GAFFAL? VIÐ SKULUM NÚ EKKI MISSA OKKUR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.