Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Það er margs að
minnast, mamma
mín, þegar ég kveð
þig í hinsta sinn, og
sjálfsagt verð ég
lengi að venjast því að geta ekki
hringt í viskubrunninn og spurt
um frændur og frænkur langt
aftur í tímann, og svo margt
fleira. Berjatúrarnir í gamla
daga, ár eftir ár, sumarbústað-
ardvölin sumar eftir sumar í öll
þessi ár, hefur gefið lífinu svo
óendanlega mikið gildi og það
verður alltaf yndislegt að eiga
þessar minningar. Svo seinni ár-
in var gott að geta komið á Bú-
staðaveginn til þín í mat og gist-
ingu, alltaf var nægur matur á
borðum fyrir alla sem komu.
Elsku mamma, ég þakka innilega
fyrir mig og bið guð almáttugan
að blessa þig og varðveita, ég
bið þess í Jesú nafni.
Þinn sonur,
Pétur Ingiberg.
Sigfríður tengdamóðir mín
sem ég kynntist fyrir 44 árum
var merkileg kona. Hún var und-
anfari fólks sem nýtir næringu
og lækningaefni úr náttúrunni
sem lifibrauð. Það var fátt sem
hún Fríða gat ekki læknað með
olíum og náttúrujurtum og svo
var hún alltaf með hugann við að
hjálpa öðrum sem áttu um sárt
að binda. Fríða var með eindæm-
um forvitin og fróðleiksfús. Hún
var skýr í kollinum og nokkrum
dögum áður en hún lést bað hún
mig um að finna fyrir sig grein
um Alzheimer og kókosolíu því
hún vildi lesa hana. Hún hafði
alltaf jafn mikinn áhuga á að
læra og finna út hvernig hún
gæti læknað sig og sína sem best.
Einu sinni var ég með vörtu á
einum fingri og Fríða sagði mér
Sigfríður
Georgsdóttir
✝ SigfríðurGeorgsdóttir
fæddist 31. mars
1920. Hún lést 27.
ágúst 2014. Útför
Sigfríðar fór fram
5. september 2014.
að nota mjólkina úr
fífli og setja hana á
vörtuna. Auðvitað
fór ég eftir hennar
ráðleggingum og
vartan hvarf. Fríða
lifði tímana tvenna.
Hún ólst upp í
torfbæ í Ytri-Njarð-
víkum á þriðja ára-
tug síðustu aldar og
94 árum seinna var
hún alveg skýr í
kollinum, hlustaði á útvarp,
fylgdist með öllu og hafði sterka
skoðun á þjóðmálaumræðunni
fram á síðasta dag. Hún hafði
einstaklega góð áhrif á samferða-
fólk sitt og frá því að ég kynntist
henni þá var alltaf fullt af fólki í
kringum hana á Bústaðavegin-
um. Þjóðþekktir einstaklingar
komu til að smakka á fiskiboll-
unum hennar, aðrir komu frá
Ameríku til að borða kjötsúpuna
og buffið og enn aðrir komu bara
til að fletta upp í henni því hún
gat rakið ættir margra fjöl-
skyldna á Íslandi. Þá var gaman
að heyra hana þylja vísur og
sönglög sem heyrast ekki lengur.
Syngdu meðan sólin skín
sumarlangan daginn
ljúfust æsku ljóðin þín
létt og hrein sem blærinn
þegar sækir hausta heim
heyra munt af söngvum þeim
fellin enduróma, fellin enduróma.
(ók. höfundur.)
Síðustu 20 árin bjó Fríða ein á
Bústaðaveginum eftir að hafa
hjúkrað Jóni eiginmanni sínum
sem þjáðist af Alzheimer-sjúk-
dómnum. Það lýsti Fríðu vel að
einhverju sinni þegar það barst í
tal hvort það þyrfti ekki að fara
að vinna að því að koma Jóni á
spítala eða viðeigandi stofnun þá
svaraði hún einfaldlega, á meðan
ég er uppistandandi verður Jón
hjá mér. Að leiðarlokum vil ég
þakka Fríðu fyrir alla góð-
mennskuna og stuðninginn við
börnin okkar Óla síðustu 42 árin.
Hvíl í friði, kæra tengda-
mamma.
Kristín Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín,
núna ertu komin til Guðs, en
þú trúðir á það góða og notaðir
alltaf bænina til þess að leiða þig
á rétta braut í lífinu og þú sagðir
svo oft að guð hlustaði og hjálp-
aði þeim sem trúa og hann hafði
alltaf hjálpað þér í gegnum lífið.
En það var alltaf stutt í hláturinn
hjá þér og þú kunnir alltaf góð
ráð við öllu og kunnir svo vel á
lífið og ósjaldan fórstu svo með
hinar ýmsu vísur líka. Það var
allt gott og gaman að koma og
heimsækja þig og svo iðulega í
hádegismat og við gátum alltaf
spjallað saman svo mikið um
daginn og veginn. Það er margt
að minnast alveg frá því við vor-
um uppí sumó í gamladaga og í
berjamó en það var dýrmætur og
yndislegur tími. En ég mun aldr-
ei gleyma því þegar þú hringdir
núna um daginn og söngst svo
skemmtilega fyrir okkur mæðgin
lagið „ég langömmu á sem létt er
lund og spilar og syngur hverja
einustu stund“ en þetta lag lýsir
þér svo vel. Elsku amma, ég
þakka þér fyrir þann dýrmæta
tíma sem við áttum saman, guð
blessi þig og geymi. Nú kveð ég
þig, elsku amma mín, með kvæð-
inu sem þú fórst svo oft með þeg-
ar við kvöddumst.
Tíminn líður furðu fljótt,
fölnar hár á vanga,
söngvar þagna,
nálgast nótt,
nóttin hljóða og langa.
Þín,
Ása Þöll.
Elsku amma mín. Þú hefur
alltaf verið hetjan mín, og hefur
það komið alltaf meira og meira í
ljós eftir að maður hefur fengið
að þroskast þér
við hlið, og þvílík gjöf að hafa
fæðst sem barnabarn þitt. Mér
eru svo minnisstæðar allar
stundirnar sem við vorum uppi í
Kjós, þegar þú skarst stóra
súkkulaðistykkið í skápnum bak
við eldhúshurðina og allar berja-
ferðirnar út um allar jarðir,
finnst í minningunni við hafa
ferðast um allt land með þér
syngjandi og þvílík fræðsla sem
maður fékk og þið vissuð ein-
hvern veginn, hvað hver hóll,
fjall, skarð eða vötn hétu, ótrúleg
ást á landinu sem og öllu öðru
sem var í kringum þig. Svo öll
kvæðin og ljóðin sem þú þuldir
upp næstum í hvert skipti sem
við hittumst, heilu ræðurnar í
þágu kennslu og vitneskju, sem
þú alltaf varst að bæta allt í
kringum þig, og þvílík fyrirmynd
sem þú ert, elsku amma mín,
þegar þú hlóst þá var það alger-
lega frá hjartanu, eins og allt
sem kom frá þér og gat maður
ekki annað en sprungið úr hlátri
með þér, og þau voru ófá skiptin,
töfrar er rétta lýsingin á sam-
veru með þér. Mér þótti svo vænt
um það og grobbaði mig iðulega
af þér, hversu dugleg þú værir að
vera heima 94 ára að elda handa
heilum flokk, já eins og mamma
missti út úr sér um daginn þá
varstu ennþá að þjóna sérþörfum
barna þinna með matinn og hafð-
ir lítið fyrir því að elda sitthvað,
til að gera öllum til geðs. Ég vil
þakka þér fyrir hvað þú elskaðir
mig og alla skilyrðislaust og hvað
skein í gegn umburðarlyndi og
trú á bæninni sem þú notaðir
óspart alla daga og það er eitt
sem ég fékk í arf frá þér. Ég vil
senda eina bæn til þín með sökn-
uði og á sama tíma samgleðst ég
þér að þú sért farin til ljóssins
þar sem hærri tilgangur bíður
þín.
Farðu frá okkur í friði, elsku
amma, allt er eins og það á að
vera og þú skilaðir þínu verki frá
og meira til.
Brottför þín er nú hafin í
dýpsta friði með Guði.
Farðu með kærleika og leitaðu
til ljóssins því ljós sem skín eins
skært og þú verður partur af
ljósi sem á eftir að bæta mann-
kynið, það er álitið sem barna-
barn þitt hefur á þér djúpt í
hjarta mínu, elsku elsku elsku
fallega amma mín.
Er minnisstætt að við fráfall
Deddu, dóttur ömmu, sagði Jón
Jónsson um systur sína að hún
stráði fleiri perlum en sandstein-
um í kringum sig. En amma mín,
þú vissir hreinlega ekki hvað
sandsteinar voru því perlur voru
það eina sem þú stráðir með þínu
barnslega hjartalagi sem þú
hélst til síðasta dags.Við vorum
heppin að fá að deila með þér
þínu fallega lífi.
Það mundi ég telja að væri
nánast ómögulegt en þú lékst
þér að því og gerðir það með
þínu fallega lífi sem við vorum
svo heppin að fá að deila með
þér. Ef maður vissi ekki betur þá
mætti halda að þú hefðir verið
stökkbreytt.
Þakklæti er mér efst í huga og
get ég ekki þakkað þér nóg en
það sem ég skal gera er að taka
þitt barnslega hjarta eins mikið
og ég get áfram til heimsins, og
svo skal ég halda áfram að lotta
fyrir þig.
Kveðja,
Trausti og fjölskylda.
Ég svaf illa alla nóttina og fór
fram úr við sólaruppkomu.
Mundi ekki hvað mig hafði
dreymt, eflaust ekkert merki-
legt. Í dag, 27. ágúst, er afmæl-
isdagurinn hennar mömmu, hún
hefði orðið 73 ára í dag ef
brjóstakrabbinn hefði ekki haft
yfirhöndina fyrir 23 árum. Sím-
inn hringir og ég sé að þetta er
litli brói, ég læðist fram á gang
og svara. Hann spyr mig hvort
mig hafi dreymt eitthvað skrítið
eftir að hafa kastað á mig
kveðju. Ég heyrði á tóninum í
röddini að ekki var allt í lagi
þrátt fyrir að hann gerði sitt ýtr-
asta til að skýla því. Svo segir
hann brostinni röddu: „Amma.“
Hún Sigfríður amma mín, ynd-
islega amma mín, það getur ekki
verið! Ekki svo langt síðan ég
heyrði í henni, en samt. Seinni
árin spjölluðum við oftast í síma
vegna fjarlægðar og enduðum
flest okkar símtöl á að ég sagði
„ég heyri í þér fljótlega amma
mín, mér þykir vænt um þig“ og
hún svaraði „ef Guð leyfir mér að
lifa annan dag!“, ég varpaði til
baka „þú munt lifa okkur öll
amma“ og vonaði að hún heyrði
hvað ég brosti. Þessi yndislega
vera sem sýndi okkur hverju og
einu áhuga eins og það væri eng-
inn annar. Hún var dóttir, systir,
eiginkona, móðir, amma,
langamma o.s.frv., húmoristi
með fílsminni. Ég er þakklát í
dag fyrir það að ég hafði kjark til
að segja henni hvað mér þótti
vænt um hana, að ég hafði kjark
til að segja henni hvað ég leit
upp til hennar og dáðist að
henni. Hversu fyndin hún var án
þess að reyna! Hún hló öll og það
var ekki annað hægt en að hríf-
ast með. Það er ekki hægt að
bræða í nokkrar línur þá næst-
um hálfu öld sem ég horfði á
þessa yndislegu ömmu mína
spinna regnboga sem litaði til-
veruna hjá okkur öllum. Ferðir í
sumó í Kjós, þvílíkt ævintýr,
fyrsti bústaðurinn var með fram-
hurð sem var tvískipt. Lítill kofi
sem var varla stærri en meðal-
geymsla í dag. Sull í tjörninni,
sílin að kitla tærnar og broshýru
augun hennar ömmu á okkur.
Litlu jólin á Bústó, almáttugur;
potturinn með grjónagrautnum,
ég er viss um að það var annar
matur líka en maður varð að
borða grautinn til að vinna
möndluna. Ég gleymi aldrei öll-
um hljóðunum, skvaldur og ham-
ingja, píanó og rökræður, krakk-
ar í öllum hornum. Stóra
fjölskyldan okkar öll samankom-
in. Rúntarnir sem við fórum um
landið með þeim afa og ömmu,
það var alltaf brjóstsykur í
hanskahólfinu og flöskur í veg-
kantinum. Spilakassar, lottó, spá
í bolla og spjalla, eða skella á
hana af því að Guiding Light var
á í sjónvarpinu var líka nokkuð
sem hún átti til að gera. Amma
mín gekk við eigin takt, hún varð
94 ára í ár. Elsku amma, ég vona
að þú hafir séð hvernig þú bættir
heiminn, þú lifir í hverju brosi,
hverju verki og öllu því sem við
snertum. Við erum um allan
heim og þó að þú hafir sagt mér
að bera nafn þitt með rentu þá
lifir þú í okkur öllum, við berum
ljósið þitt í hjarta okkar, alltaf!
Hvíl í friði elsku qmma mín, Guð
geymi þig.
Ástar- og samúðarkveðjur,
Sigfríður Sigurðardóttir.
Elsku amma. Ég trúi því ekki
ennþá að þú sért farin, allt er svo
tómlegt án þín. Ég veit að þú
varst tilbúin til að fara enda áttir
þú yndislegt líf af því að þannig
persóna varst þú, alveg sama
hvernig fólk var í kringum þig,
skipti ekki máli, því þú lést það
ekkert á þig fá. Þú breyttir aldr-
ei um tóntegund, hvæstir aldrei,
kvartaðir aldrei, brostir bara út í
eitt, alveg sama hvað.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, elsku amma, frá
því ég var lítil og í gegnum líf
mitt. Öll ferðalögin sem ég fór
með ykkur, bæði upp í sumó
uppi í Kjós, ég elskaði að fara
með ykkur, og í berjamó, ég
elskaði að vera með ykkur. Það
myndaðist stórt skarð í líf mitt
þegar þú fórst; að koma til þín á
morgnana með Moggann, fá
þessar móttökur frá þér var dá-
semdin ein. Alltaf varstu stolt af
mér, hrósaðir mér fyrir hvað ég
væri dugleg og góð við þig, það
þótti mér vænt um að heyra.
Einnig að koma svo á kvöldin til
að hrista upp sængina og breiða
yfir þig, ég elskaði að gera það
fyrir þig af því að þú varst svo
þakklát bara fyrir þessar fimm
mínútur sem ég kom til að að-
stoða þig smá. Litlir hlutirnir
skipta meira máli en þeir stóru í
mínum huga.
Þeir voru ófáir rúntarnir sem
við fórum saman, gátum stund-
um verið upp í tvo tíma. Ég
keyrði með þig og oft í Vest-
urbæinn, það var merkilegt því
þú gast sagt mér liggur við hvað
hvert hús heitir og hver bjó
þarna, alveg ótrúlegt. Þótt þér
liði ekki vel að sitja of lengi í
bílnum léstu þig hafa það af því
þú elskaðir að vera á ferðinni. Þú
hafðir líka orð á því þegar ég
keyrði allt aðra leið heim úr Bón-
us hvað það væri gaman að fara
með mér því ég færi alltaf lengri
leiðina heim!
Síðasta kvöldið sem þú lifðir,
elsku amma, hinn 26. ágúst,
gafstu mér að borða hakkabuff,
sem var einn besti matur sem ég
hef fengið, að þínum hætti. Þú
vildir endilega gefa mér að borða
þar sem þú hafðir áhyggjur af
mér af því ég var að vinna svo
mikið. Þú hitaðir upp diskinn,
buffið og grænmetið, mikið var
þetta notaleg stund. Svo vaskaði
ég upp og þú þurrkaðir, samt
varstu búin að vera með sjö
manns í hádeginu. Þú varst ótrú-
leg, elsku amma
Margar hugsanir hafa farið í
gegnum hugann; af hverju og ef
og ég hefði getað eytt meiri tíma
með þér og … og … og … Ég
get talið endalaust áfram en ég
er samt sátt því ég gerði mitt
besta til að gera þér lífið bæri-
legra undir það síðasta.
Elsku amma, hvíl í friði, ég
elska þig og sakna þín en ætla að
lifa með fallegu og skemmtilegu
minningunum sem við áttum og
hvað við gátum hlegið saman oft
og talað saman.
Ég veit að þér líður betur og
ert komin til afa og barnanna
þinna þriggja sem þú lifðir. Það
voru ýmis verkefni lögð fyrir þig
en þú leystir þau svo sannarlega.
Lífið er stutt og á morgun get-
ur sko verið of seint, enginn veit
sína ævina fyrr en öll er, ég lærði
það í þessari viku.
Ég kveð þig, elsku amma, með
tárin í augunum og söknuð í
hjarta.
Þín
Hulda Ósk.
Elsku amma mín, ég veit að þú
last iðulega minningargreinar
um gott fólk. Því er ég viss um að
þú munir lesa þessa. Það er
margt sem ég minnist núna á
þessum tímamótum. Hér er brot.
Ég var að koma úr fallegu
minningarathöfninni þinni. Þetta
er svo óraunverulegt, þú hefur
alltaf verið til staðar.
Oft fékk ég að fara með í sum-
arbústaðinn við Eyjatjörn. Bæði
þann gamla sem brann og svo
síðar þann nýja. Þar var alltaf
nóg að gera og oft hópur barna
með þér. Á meðan við krakkarnir
vorum að sulla í tjörninni eða
leika okkur var alltaf nóg að gera
hjá þér að hafa til mat því hópur
barna borðar mikið. Þú gerðir
þetta með bros á vör og við kom-
um bara hlaupandi þegar við vor-
um svöng eða þegar þú kallaðir á
okkur. Stundum fengum við líka
að hjálpa til og baka jólaköku
með rúsínum. Það var alltaf jafn-
skemmtilegt að hræra með ga-
tasleifinni og fá svo að borða kök-
una. – Sumir staðir öðlast
sérstakan sess í huga okkar og er
það vegna upplifunar á staðnum.
Samspil náttúru, mannvirkja og
manneskja býr til þessa upplifun.
Þannig varst þú órjúfandi hluti af
sumarbústaðnum.
Matur, landsfrægar fiskbollur
og „hassí“ sem var ekki bara ljúf-
fengt heldur þurfti ekki einu
sinni að tyggja það. Það er ekki
hægt að hugsa til þín án þess að
upp spretti minningar um mat.
Skælbrosandi andlit barna
minna, Emilía Guðrún sagði
þetta einmitt um hassíið þitt og
Einar Berg sagði eitt sinn um
fiskbollurnar þínar: „Amma ger-
ir alveg góðar fiskibollur en
langamma gerir miklu betri!“
Það var líka yndislegt að sjá hvað
þetta gladdi þig. Þú hafðir yndi
af mat og varst oft á undan þinni
samtíð. Þú varst líka alltaf svo
heiðarleg og sagðir hlutina oft
með þínu lagi. Það er t.d. mikið
búið að hlæja að því þegar þú
varst búin að smakka á flestum
sortum í einni veislunni sem við
vorum í og þér fannst þær allar
góðar en það datt út úr þér:
„Þessi er nú einna verst.“ Við
vissum öll hvað þú varst að
meina og við erum enn að rifja
þetta upp og minnumst þín í leið-
inni.
Amma mín, hvað þú varst
fróð. Þú sagðir mér stundum
sögur af liðinni tíð eins og það
hefði allt gerst í gær. Sögur af
þér og afa og samferðafólki ykk-
ar. Sérstaklega fannst mér
áhugavert að heyra frá uppvexti
þínum á stríðsárunum. – Vísurn-
ar sem þú fórst með og söng-
urinn voru oftar en ekki eitthvað
sem ég hef aldrei heyrt áður og
mun líklega aldrei heyra aftur og
það kæmi ekki á óvart að sumar
vísurnar væru bara geymdar í
minnum manna og væru jafnvel
að gleymast um aldur og ævi.
Orðatiltækin þín voru oft
skemmtileg. Ég man t.d. eftir
einu núna sem var í miklu uppá-
haldi hjá þér: „Kóngur vill sigla
en byr ræður.“ Þetta er svo ótrú-
lega satt. Svo man ég annað sem
þú sagðir mér að kæmi frá smið
sem þú þekktir. Smiðurinn átti
að hafa sagt þetta að kláruðu
verki: „Nú er húsið búið, allt
skakkt og snúið.“
Elsku amma mín, ég þekkti
þig sem góða konu og gleðigjafa.
Nú hefur þú kvatt okkur en þú
lifir áfram í minningunni. Hvíl í
friði.
Jón Pétur Einarsson.
„Hvenær ætlið þið að koma til
mín í mat?“ var alltaf fyrsta setn-
ing ömmu þegar við heyrðum í
henni. Í gegnum tíðina höfum við
systkinin og fjölskyldur okkar
farið reglulega til ömmu í hádeg-
inu. Amma var alltaf með nóg á
pönnunni og var uppáhaldið okk-
ar spælt egg, grænar baunir,
buff, kartöflur og heimabakað
ömmu Fríðu brauð. Þessarar
máltíðar fengum við að njóta með
ömmu okkar einungis nokkrum
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir og afi,
LEIFUR ÖRN DAWSON
málari,
Byggðarholti 4,
Mosfellsbæ,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
miðvikudaginn 3. september.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju, Grafarholti,
föstudaginn 12. september kl. 15.00.
Camilla Ragnars,
Leifur Örn Leifsson, Inga N. Matthíasdóttir,
Guðrún M. Leifsdóttir, Adam Jarman,
Sigurður Jónsson, Marta Markúsdóttir,
Matthías Leifsson, Kjartan Örn Leifsson,
Camilla Jarman, Elias Jarman.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR EMILS MARINÓSSONAR,
fyrrv. framkvæmdastjóra
Sælgætisgerðarinnar Mónu,
Boðaþingi 5,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilis Hrafnistu
að Boðaþingi fyrir góða umönnun og hlýhug.
Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir,
Jakobína Edda Sigurðardóttir, Gunnar Eiríksson,
Gunnar Sigurðsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir,
Emilía Sigurðardóttir,
Ágúst Sigurður Sigurðsson, Aðalheiður Ólafsdóttir,
Hjalti Sigurðarson, Hrönn Hrafnsdóttir,
Sigurjón Atli Sigurðsson, Jóney Hrönn Gylfadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.