Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst skipta mestu máli að við sýnum verk sem eiga erindi við fólk og hafa eitthvað að segja um sam- tímann hér og nú, verk sem vekja fólk til umhugsunar eða fá okkur til að upplifa hlutina á nýjan hátt,“ seg- ir Kristín Eysteinsdóttir borgarleik- hússtjóri þegar komandi leikár ber á góma. Aðspurð segir hún leikárið að nokkru leyti hafa verið mótað þegar hún tók við sem leikhússtjóri í vor sem leið, en Kristín hafði verið fast- ráðin leikstjóri við Borgarleikhúsið frá árinu 2008 og sat í verkefna- valsvefndinni sem lagði drög að komandi leikári. „Ég þekkti því mjög vel áhersl- urnar og verkin sem voru fram- undan, en bætti við nýjum verkum til að stuðla að meiri breidd í leik- árinu,“ segir Kristín og tekur fram að komandi leikár sé sérlega fjöl- breytt. „Mér finnst mikilvægt að all- ir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum með stórar fjölskyldusýn- ingar og mikið af nýjum íslenskum leikritum auk þess sem við erum með erlent samtímaleikverk og ger- um stundum tilraunir með leikhús- formið sem er að mínu mati mjög mikilvægt.“ Vill auka vægi kvenna innan og utan sviðs Borgarleikhúsið frumsýnir í vetur sex ný íslensk verk sem öll eru skrif- uð sérstaklega fyrir leiksviðið. „Ég er mjög meðvituð um að auka vægi kvenna þegar kemur að höfundum, leikstjórum og þeim sögum sem hér eru sagðar,“ segir Kristín og bendir sem dæmi á að vinna við gerð jafn- réttisáætlunar leikhússins sé nýhaf- in og verði kynnt næsta vor. „Jafn- réttisáætlunin snýr bæði að innra starfi og öllu listrænu starfi, t.a.m. hvað viðkemur ráðningum á lista- fólki og verkefnavali.“ Í janúar verður frumsýnt leikritið Ekki hætta að anda eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Stefáns Jónssonar. „Þetta er kómískt verk sem fjallar um fjórar konur sem hittast til að undirbúa jarðarför manns sem þær þekktu allar og fara að bera saman bækur sínar um það hver þessi maður hafi verið.“ Í mars verður frumsýnt leikritið Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. „Kristín hefur einstakan stíl og ég bind miklar væntingar við þetta leik- rit. Verkið fjallar um þrjár konur sem voru vinkonur í gagnfræðaskóla áður en slitnaði upp úr vinskapnum. Ein þeirra hefur samband við hinar og biður þær að hittast sem leiðir til ákveðins uppgjör á fortíðinni.“ Fyrr í þessum mánuði frumsýndi Borgarleikhúsið verkið Flækjur eft- ir Kviss búmm bang. „Ég er mjög stolt af þessari sýningu, en hún er allt annars eðlis en það sem við höf- um áður verið að gera. Mér finnst mjög mikilvægt að við í stóru leik- húsunum þorum að gera svona til- raunir með formið og séum ekki allt- af bundin af því að vera með sýningar á sviði með vissan fjölda áhorfenda,“ segir Kristín, en aðeins tólf áhorfendur komust á hverja sýn- ingu. „Þetta verk býður upp á mjög persónulega upplifun fyrir hvern og einn áhorfanda sem fer í raun einn í sitt ferðalag. Það voru töluvert margir kortagestir sem völdu sýn- inguna og það hefur verið mjög gam- an að sjá eldri kortagesti, sem hafa kannski aldrei upplifað þessa tegund af leikhúsi áður, verða djúpt snortna. En til þess er leikurinn auð- vitað gerður,“ segir Kristín og tekur fram að verið sé að skoða mögu- leikann á því að bæta við fleiri sýn- ingum á Flækjum síðar í vetur. Flókin fjölskylduleyndarmál „Huldar Breiðfjörð frumsýnir í september sitt fyrsta leikrit hjá okk- ur. Verkið, sem nefnist Gaukar, fjallar um tvo íslenska karlmenn sem báðir hafa nýlega skilið. Annar hyggst kaupa páfagauk af hinum og þeir hittast á hótelherbergi þar sem þeir verða veðurtepptir. Þeir fara að spjalla um líf sitt og í hvert sinn sem eitthvað erfitt ber á góma bregða þeir á það ráð að tala eins og páfa- gaukar. Þetta er ljúfsárt verk og flott frumraun hjá Huldari,“ segir Kristín og tekur fram að spennandi verði að sjá hvaða tökum Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri taki verkið. Í mars á næsta ári verður frum- sýnt nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson sem nefnist Er ekki nóg að elska? í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. „Þetta verk er í svipuðum anda og Dagur vonar, þar sem fjölskyldu- átök eru í forgrunni og fjölskyldu- leyndarmál er afhjúpað. Í verkinu stendur fyrir dyrum jarðarför mikils stjórnmálaleiðtoga. Skömmu fyrir jarðarförina upplýsir presturinn ekkjuna um að hinn látni hafi viljað láta jarða sig við hlið annarrar konu og þá eru góð ráð dýr, því fjöl- skyldan getur ekki hugsað sér að það falli blettur á orðsporið.“ Öllu tjaldað til „Lína Langsokkur og Billy Elliot eru stóru fjölskyldusýningar okkar. Ágústa Eva er stórkostleg sem Lína og þarf ekki einu sinni að lita á sér hárið,“ segir Kristín og tekur fram að Lína sé mikilvæg fyrirmynd sem setji spurningarmerki við borgara- legt líferni. „Ágústa Skúladóttir er uppátækjasamur leikstjóri sem skapar sýningar sem búa yfir mikilli hlýju og skemmtilegum leikhús- lausnum,“ segir Kristín og fer í framhaldinu einnig fögrum orðum um Berg Þór Ingólfsson sem leik- stýrir Billy Elliot. „Bergur Þór er afar flinkur leik- húsmaður sem hefur sýnt að honum fer það vel úr hendi að halda utan um stórar og flóknar sýningar. Það er hins vegar aldrei nein hætta á að hann týni sér í umgjörðinni, heldur tekst honum ávallt að búa til alvöru innihald og miðla sögunni þannig að hún hafi dýpt og hjarta. Sagan um Billy Elliot er ótrúlega falleg saga um strák sem mætir mikilli mót- stöðu gegn dansáhuga sínum, en ákveður samt að elta draum sinn. Í þessari sýningu verður öllu tjaldað til.“ Bergur Þór leikstýrir einnig ein- leiknum Kenneth Máni með Birni Thors. „Einleikurinn er hugsaður sem kvöldstund með titilpersónunni, sem flestir þekkja úr Vakta- seríunni. Hann er mættur í leikhúsið til að fara yfir líf sitt og skoðanir á samfélaginu, en hann hefur skotleyfi á allt. Ég er sannfærð um að þessi sýning muni koma fólki á óvart.“ Í jólaverkefni sínu tekst Borgar- leikhúsið á við klassík, en fyrir val- inu varð Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín og leikstjórn Hörpu Arnar- dóttur. „Þegar unnið er með klassísk verk er lykilatriði að greina hvernig verkið talar til okkar í dag, en Dúkkuheimili hefði getað verið skrifað í gær. Þetta er tímalaust verk sem fjallar um hjónabandið, um það að lifa í lygi og hvað ímynd skiptir fólk ótrúlega miklu máli á kostnað innihaldsins,“ segir Kristín og tekur fram að hún vænti mikils af Hörpu sem sé mikill listamaður. „Hún fer mjög djúpt í hlutina og þetta er þannig verk að það er mikil- vægt að vera með sterkan leikstjóra og leikhóp.“ Í hlátrinum felst hreinsun Með vorinu verður leikritið Peggy Pickit sér andlit Guðs eftir Roland Schimmelpfennig í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar frumsýnt. „Mér finnst mikilvægt að bjóða á leikárinu upp á sterkt erlent samtímaverk þar sem við kynnum íslenskum áhorf- endum nýja strauma í erlendri leik- ritun. Schimmelpfennig er ótrúlega flinkur með formið og leikur sér mikið með endurtekningar auk þess sem samtöl eru brotin upp með ein- ræðum persóna við áhorfendur. Ég held að þetta verði öflug og nýstár- leg sýning þar sem tveir heimar mætast,“ segir Kristín og segist sannfærð um að Vignir Rafn muni blómstra sem leikstjóri í þessu verk- efni, enda fái hann að leika sér með leikhúsformið og textann. Boðið verður upp á hreinrækt- aðan farsa Beint í æð eftir Ray Con- ney í íslenskri þýðingu og staðfærslu Gísla Rúnars Jónssonar. Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir og í aðal- hlutverki er Hilmir Snær Guðnason. „Þetta er mjög skemmtilegur spít- alafarsi,“ segir Kristín og upplýsir að mikil eftirspurn sé meðal leik- húsgesta eftir gamanleikjum. „Markmiðið er að skemmta fólki svo vel að það pissi nánast á sig af hlátri. Í hlátrinum felst ákveðin hreinsun sem ekki má vanmeta. Með þessu verki erum við ekki að breyta heim- inum, en gerum það vonandi í öðrum uppsetningum okkar.“ Kristín rifjar upp að mikil umræða hafi skapast um kynjaímyndir og klisjur í försum þegar Borgarleikhúsið setti upp Nei, ráðherra eftir Conney árið 2011. „Við leggjum mikið upp úr því að vinna markvisst gegn þessum klisj- um,“ segir Kristín. Fimm sýningar frá fyrra leikári verða teknar upp að nýju. Þar er um að ræða flutning Skálmaldar á Baldri, Hamlet litla, Jólahátíð Skoppu og Skrítlu, Bláskjá og Jesú litla. Loks má nefna að verðlauna- verkið Gullna hliðið, sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar í upp- hafi árs, ratar á Stóra svið Borgar- leikhússins síðar í þessum mánuði. „Egill Heiðar Anton Pálsson tekur verkið mjög skemmtilegum tökum og útkoman er sterk uppfærsla sem virkar eins og spegill á þjóðina. Við erum einstaklega ánægð með þessa samvinnu við Leikfélag Akureyrar og viljum halda starfsemi þess á lofti,“ segir Kristín og segist finna fyrir mikilli eftirvæntingu meðal leikhúsgesta í Reykjavík sem ekki höfðu tækifæri til að sjá sýninguna á Akureyri. Velur verk sem eiga erindi  Borgarleikhúsið frumsýnir sex ný íslensk leikrit  Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri segir mikil- vægt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi  Hún leggur einnig áherslu á að auka hlut kvenna Morgunblaðið/Eggert Fjölbreytni „Ég bætti við nýjum verkum til að stuðla að meiri breidd í leikárinu,“ segir Kristín Eysteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.