Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Dæmdar bætur eftir slys í … 2. Líkið af Pidda fundið 3. Skemmdi rúðu í Dómkirkjunni 4. Hvað gerir sambönd góð? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarunnendur þyrptust á haustuppboð Gallerís Foldar á mánu- dagskvöld og voru margir áhuga- samir um málverk eftir Eggert Pét- ursson. Var það að lokum slegið kaupanda á 3,4 milljónir króna, um 4,1 milljón með gjöldum. Einnig seld- ust yfir matsverði verk eftir Huldu Hákon, Karólínu Lárusdóttur, Alfreð Flóka og teikningar eftir Kjarval. Þá var lítil mynd eftir Stórval slegin kaupanda á 330.000 krónur. Morgunblaðið/Einar Falur Mikill áhugi á mál- verkum Eggerts  Silja Hauksdóttir mun leikstýra Áramótaskaupinu í ár og verður handritið að því eingöngu skrifað af konum og er Silja þeirra á meðal. Hinar eru Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Gagga Jónsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og María Reyndal. Silja segist gera ráð fyrir því að tökur á Skaupinu hefjist í fyrri hluta nóvember. Handritsskrifin standi enn yfir og muni gera það út mánuðinn og í október hefjist undir- búningur fyrir tökur. Silja segir handritsskrifin hafa staðið yfir frá lokum ágúst. „Þetta verður viðbjóðslega fyndið,“ segir Silja, spurð að því hvort Skaupið verði svakalega fyndið í ár. „Við höf- um úr nógu að moða, þetta hefur ver- ið mjög grínvænt ár,“ bæt- ir hún við. Vandamálið sé að ákveða hverju eigi að sleppa. „Það verður mikið skorið niður á endanum því þjóðin hefur verið mjög tillitssöm og séð okkur fyrir miklu efni,“ segir Silja kímin. „Þetta verður við- bjóðslega fyndið“ Á fimmtudag Gengur í sunnan 10-15 m/s vestantil með lítils- háttar vætu, annars hægari og yfirleitt léttskýjað. Hiti 9 til 14 stig. Á föstudag Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og víða rigning fram- an af degi, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlægur vindur og víða skúrir. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR Það var einfaldlega ekki hægt að byrja undankeppni EM 2016 í knattspyrnu bet- ur. Þriggja marka sigur á Tyrklandi, liði sem gæti ver- ið skæðasti keppinauturinn um að komast áfram úr riðl- inum. Strákarnir voru tilbúnir í verkefnið, það fór ekki á milli mála, og þeir spiluðu af sama kraftinum, ákveðn- inni og yfirveguninni nánast í 90 mínútur. »2-3 Varla hægt að byrja betur „Þetta var algjör liðsheild sem skóp þennan sigur. Við unnum vel sem lið og það er alltaf mikilvægt, sérstak- lega í svona leik,“ sagði landsliðs- framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eft- ir 3:0-sigur Íslands á Tyrklandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Kolbeinn var að spila sinn 24. lands- leik og innsiglaði sigurinn með sínu sextánda landsliðsmarki. »1 „Algjör liðsheild sem skóp sigurinn“ ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jón Gunnlaugsson hefur spilað eða séð nánast hvern einasta opinbera karlaleik meistaraflokks Skaga- manna í knattspyrnu í meira en hálfa öld. Hann hefur haldið tölfræði og öðru til haga, verið með sögu- stund fyrir leiki í nokkur ár og með aðstoð sonarins Stefáns komið viða- miklu efni – tölfræði, upplýsingum um leikmenn og leiki, myndum, myndböndum, úrklippum úr blöðum og fleira – á nýja heimasíðu Skaga- manna (kfia.is). Þar er sagan og feðgarnir bæta við eftir þörfum. Í liðinni viku tryggðu Skagamenn sér rétt til að leika í efstu deild karla, Pepsi-deildinni, á næsta ári. Þetta stórveldi í íslenskri knatt- spyrnu hefur fjórum sinnum fallið og aðeins einu sinni verið í næstefstu deild lengur en eitt ár í einu. Erfitt á fámennari stöðum Jón Gunnlaugsson bendir á að í fyrstu tvö skiptin, sem ÍA féll, hafi verið nokkuð sjálfgefið að liðið færi beint upp aftur og í fremstu röð, bæði á áttunda áratugnum og þeim tíunda. Eftir fallið 2008 hafi tekið þrjú ára að komast aftur upp, sem sýni fyrst og fremst hvað 1. deildin sé orðin erfið, en liðið hafi staðið sig vel í sumar og náð settu marki. Skagamenn tóku fyrst þátt í Ís- landsmótinu 1946 og hafa 18 sinnum orðið Íslandsmeistarar, fyrst 1951. Jón segir að lengst af hafi Skaga- menn fyrst og fremst teflt fram heimamönnum, en samkeppnin hafi aukist og því eigi fámennir staðir eins og Akranes erfiðara uppdráttar en lið í fjölmennari bæjum og borgarhverfum. Tekjumöguleikar hafi líka breyst minni stöðum í óhag. Jón hefur verið í hringiðu ÍA á einn eða annan hátt sem leikmaður, stjórnarmaður og stuðningsmaður allt sitt líf. Nú er Gunnlaugur, sonur hans, þjálfari liðsins. „Hann hefur staðið sig vel sem þjálfari undanfar- in sex ár, þjálfað í þremur deildum og þrívegis farið með lið upp um deild,“ segir stoltur faðirinn. Knattspyrnusaga Akraness heill- aði Jón snemma og hann segist hafa eytt löngum stundum á Landsbóka- safninu og síðar á netinu. „Þegar Helgi Daníelsson heitinn flutti til Reykjavíkur 1972 lét hann mig fá gögn og sagði mér að vinna úr þeim,“ segir hann um skrásetning- una. „Þá höfðu Skagamenn spilað tæplega 300 leiki en 2.000. leikurinn verður í byrjun næsta sumars og þá verða mörkin um 4.400. Auk þess hafa yfir 60 leikmenn spilað í lands- liðinu. Það er því af nógu að taka og næst er það landsleikjasagan.“ Alltaf á Skagavaktinni  Knattspyrnu- saga ÍA á nýjum vef Skagamanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Gervigrasvöllurinn í Laugardal Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson sáu ÍA tryggja sér sæti í efstu deild í liðinni viku. Gunnlaugur Jónsson, hinn sonur Jóns og Elínar Einarsdóttur, þjálfar Skagamenn. Stefán Jónsson hefur unnið við að setja inn efnið um ÍA á vefinn í rúmt ár, en Gylfi Steinn Gunnars- son hannaði vefinn eins og hann gerði fyrir Breiðablik. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni, þarft og löngu tíma- bært,“ segir Stefán. „Mig hefur lengi dreymt um að sjá efnið, þessa merku sögu, á einum stað, en þetta er eilífðarverkefni.“ Tölfræðilegu upplýsingarnar um Skagamenn eru nánast tæmandi en þó vantar upplýsingar um nokk- ur mörk, sérstaklega sem voru skoruð í keppnisferðum í Noregi 1952 og Færeyjum 1961. Jón Gunn- laugsson ætlar að skoða gagna- söfn í viðkomandi löndum og von- ast þannig til að geta fyllt í eyðurnar. „Svo vantar okkur myndbönd en því miður eru mynd- bönd af íslenskum fótbolta af skornum skammti,“ segir Stefán. Skemmtilegt eilífðarverkefni VANTAR NOKKRA MARKASKORARA OG MYNDBÖND Reykjavíkurliðum fjölgar úr tveimur í fjögur á næstu leiktíð í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, því Þróttur R. og KR unnu sér í gærkvöld þátttöku- rétt í deildinni á næstu leiktíð. Þrótt- ur sló út Fjölni í um- spili um sæti í úrvalsdeildinni en KR hafði betur gegn HK/Víkingi. »4 KR og Þróttur aftur í efstu deild kvenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.