Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Vindmyllur Þær fanga vindinn myllurnar sem snúast við Búrfell. Þær voru settar upp í febrúar í fyrra og eru hluti af rannsóknar- og þróunarverkefni Landsvirkjunar um hagkvæmni vindorku. Árni Sæberg Á hverjum degi reyna góðhjart- aðir stjórnmála- og embættismenn að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum sem í „fávisku“ sinni vita ekki hvað þeim er fyrir bestu. Lög eru innleidd og reglugerðir settar í þeim göfuga tilgangi að verja almenning gagnvart sjálfum sér. Eftirlitsstofn- unum er komið á fót til að tryggja að einstaklingar og fyrirtæki fari eftir fyrirmælum. Í nafni umhyggju eru sérstakir skattar lagðir á vörur sem hinir góðhjörtuðu telja ekki æskilegt að venjulegt fólk neyti í miklum mæli. Aðrar vörur eru bannaðar. Ríki barnfóstrunnar þenst út og faðmur hennar breiðir úr sér enda henni fátt mannlegt óviðkomandi. Ríkisbarnfóstran hefur tekið að sér að ala okkur upp og tryggja að eng- inn fari sér að voða. Þess vegna hef- ur hún ákveðið – í nafni heilbrigðis – að við Íslendingar skulum aðeins borða íslenska kjúklinga, svína- og nautakjöt. Aðeins útvaldir megi nota írskt smjör til að framleiða íslenska osta. Í visku sinni hefur barnfóstran ákveðið að rauðvínið skuli selt í sér- búðum ríkisins, undir vakandi eftir- liti þar sem vöruúrvalið ræðst af öðru en vilja og löngun viðskiptavin- anna. Stöðugt á varðbergi Þótt ríkisbarnfóstran sé ströng og eigi oft erfitt með að fyrirgefa hefur hún á stundum þurft að láta undan. Einu sinni var barn- fóstran sannfærð um að ekkert okkar hefði gott af því að hlusta eða horfa á annað en ríkisstimplað ljósvaka- efni. Í umhyggju sinni var barnfóstran þess fullviss að það væri miklu betra að lands- menn drykkju sterka drykki í stað þess að leggjast í bjórdrykkju, nema þá helst í flug- vélum og á sólar- ströndum. En ríkisbarnfóstran gefur aldrei eftir án átaka og hún er stöðugt á varðbergi fyrir nýjum hættum. Í ástríki sínu er hún sannfærð um að fákunnandi einstaklingar geti ekki borið ábyrgð á eigin lífi og fyrir- tækjum sé ekki treystandi til að bjóða góða vöru og þjónustu á hag- stæðu verði. Reglur, eftirlit og höft eru einkunnarorðin sem unnið er eftir. Mörgum líður vel í hlýjum og öruggum faðmi barnfóstrunnar, lausir undan áhyggjum sem fylgja því að axla ábyrgð. Afleiðingin er sú að farið er að líta á neytendur sem hóp af kjánum, einfeldningum eða ómálga smábörnum. Kjáninn varaður við Af ótta við barnfóstruna og í sam- ræmi við þær kröfur sem hún hefur sett í samráði við evrópsk samtök barnfóstra, leggja framleiðendur út í að merkja vörur sínar með ærnum tilkostn- aði. Ekki til að veita upplýsingar um inni- hald og eðli vörunnar heldur til að vara kján- ann – kaupandann – við. Í samræmi við til- skipun barnfóstrunnar er gengið út frá því að almenn heimska sé ráðandi. Þannig segir á umbúðum fyrir smur- og hreinsiefni að „ef efnið er drukkið“ þá „hafið samband við lækni“. Með öðr- um orðum er gengið út frá því að einhverjum komi til hugar að svala þorsta sínum á smur- og hreinsiefni. Á dós með viðarvörn er tekið fram að efnið geti „valdið lungnaskaða við inntöku“. Á þrýstihylki með kveikj- aragasi er tekið fram að reykingar séu bannaðar og lagt bann við að úða á eld eða glóandi hluti. Skordýraeitur er merkt sér- staklega og bent á að ekki megi geyma það hjá matvælum eða öðrum neysluvörum og sérstaklega er tekið fram: „Ekki má nota efnið á fólk eða húsdýr.“ Í samræmi við kröfu barnfóstr- unnar er undirstrikað að ekki megi nota skordýraeitrið á „fleti þar sem matvæli eru unnin, matbúin eða þeirra neytt“. Í bæklingi sem fylgir rafmagns- sög er varað við að setja hendurnar fyrir sagarblaðið. Með sama hætti er sérstaklega tekið fram á umbúðum Súperman-búnings, að þó menn klæðist búningnum geti þeir ekki flogið. Á sama tíma og kaupandi Súperman-búningsins er upplýstur um þessa annmarka eru merkingar umbúða matvæla (í samræmi við reglur) oftar en ekki illskiljanlegar. Buddan er fórnarlambið Auðvitað skaða þessar merkingar fáa. Það eru aðeins peningabuddur neytenda sem eru fórnarlömb enda greiða þeir á endanum kostnaðinn. En merkingarnar eru birtingar- mynd barnfóstruríkisins þar sem byggt er á hugmyndafræði forræð- ishyggjunnar um nauðsyn þess að hafa vit fyrir fávísum almenningi. Í skjóli forræðishyggju barnfóstr- unnar hefur eftirlitsiðnaðurinn feng- ið að leika lausum hala. Öflugar eftirlitsstofnanir eru taldar mikil- vægari en almenn löggæsla og ör- yggi borgaranna. Opinberu fé er því dælt í stofnanir en framlög til lög- gæslu eru skorin við nögl. For- gangsröðun forræðishyggjunnar er skýr að þessu leyti. Á undanförnum áratugum hafa opinberar stofnanir fengið æ ríkari valdheimildir. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins (31. júlí 2013) hefur haldið því fram að margar þessara stofnana hafi „sýnt að þær kunna ekki með þær að fara“: „Þær gæta ekki meðalhófs. Þær svara ekki eða eins og út úr kú at- hugasemdum þolendanna, sem eru hluti almennings í landinu. Gerðar eru óbilgjarnar kröfur til þeirra sem í myllu stofnananna lenda, en síðan er dregið á langinn að gera hreint fyrir sínum eigin dyrum. Eins og bent hefur verið á, þá virðist iðulega út frá því gengið að í samskiptum við slíkar stofnanir hafi sönnunarbyrð- inni heimildarlaust verið snúið við.“ Varlega má ætla að beinn kostn- aður íslenskra fyrirtækja vegna op- inbers eftirlits sé 15-20 milljarðar króna á ári. Óbeinn kostnaður vegna minni framleiðni, lakari samkeppn- isstöðu og skilvirkni hleypur á millj- örðum. Þannig rýrir ríkisbarnfóstran lífs- kjör almennings – skjólstæðinga sinna – á hverju ári. Á móti kemur að við erum hægt og bítandi orðin áhyggjulítil um eigin farsæld. Og til- finningin fyrir því hvað það er að vera frjáls einstaklingur dofnar í hvert sinn sem barnfóstran breiðir út faðminn. Eftir Óla Björn Kárason » Í skjóli forræðis- hyggju barnfóstr- unnar hefur eftirlitsiðn- aðurinn fengið að leika lausum hala. Eftirlits- stofnanir eru mikilvæg- ari en almenn löggæsla. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríki barnfóstrunnar: Þar sem vit er haft fyrir fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.