Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Miðvikudagstilboð – á völdum vörum fyrir skrifstofuna og skólann Íslensk ferðaþjón- usta stendur á tíma- mótum og er nú orðin mikilvægasta atvinnu- grein þjóðarinnar. Á slíkum tímamótum er rétt að staldra við, meta stöðuna og skoða hvort við séum örugg- lega á réttri leið. Sitt sýnist líklega hverjum en að margra mati getur brugðið til beggja vona sé horft til framtíðar ferðaþjónust- unnar. Við blasa ótal verkefni sem þarf að vinna hratt og örugglega eigi ekki að fara illa. Þetta eru einkum verkefni sem tengjast uppbyggingu svæða og innviða, margvíslegar rannsóknir og síðast en ekki síst gæðamál. Sjaldan hefur gæðavitund ferða- manna verið meiri en í dag og þeir hafa öflug vopn í höndum með út- breiðslu samfélagsmiðla. Orðsporið hefur því aldrei verið mikilvægara. Slæmt orðspor er fljótt að breiðast út og ef við náum ekki að standa undir væntingum gesta fara þeir einfaldlega annað. Erlendis eru þess mörg dæmi að áfangastaðir hafa glatað góðu orðspori sínu og þá tekur við hnignun og léleg arð- semi fjárfestinga. Áfangastaður eins og Ísland þarf að hlusta gaumgæfilega eftir upplifun gesta frá upp- hafi til enda og bregð- ast við þegar á þarf að halda. Hvernig tökum við á móti gestum okkar og hvað er þeim mikil- vægt? Rannsóknir eru lykilatriði og þá ekki bara stórar og umfangsmiklar rann- sóknir á landsvísu, heldur líka litlar kannanir sem ferðaþjónustuaðilar verða að gera sjálfir. Ekki bíða eftir því að fá umsagnir gesta á sam- félagsmiðlum heldur þarf að eiga frumkvæði að því að kanna upplifun þeirra og bregðast skjótt við ábend- ingum. Visit Scotland Starfsfólk Ferðamálastofu varð þeirrar gæfu aðnjótandi nú í vor að fá heimboð til Ferðamálaráðsins í Skotlandi, Visit Scotland. Skotar hafa náð einstökum árangri í ferða- þjónustu, ekki síst á sviði gæðamála, og af þeim getum við lært ótalmargt. Helstu markmiðin með kerfinu þeirra (Quality Assurance Scheme) eru að sannfæra ferðamenn um gæði í Skotlandi og hvetja ferðaþjónustu- fyrirtæki til að setja ánægjulega upplifun viðskiptavina í fyrsta sæti. Það sem vakti hvað mesta aðdáun okkar var að yfirgnæfandi meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja tekur þátt í gæðakerfi Visit Scotland eða um 70% og um 80% hótela. Gæðamatið er byggt á upplifun viðskiptavina með svokölluðum hulduheimsókn- um. Þátttaka í gæðakerfinu felur einnig í sér ráðgjöf og hvatningu til stöðugra umbóta. Almenn þekking á gæðamálum er mikil í Skotlandi og ferðaþjónustuaðilar leggja sig alla fram til að laða fram ánægju við- skiptavina. Verkferlar eru skipu- lagðir, starfsfólk almennt vel þjálf- að, ekki síst hvað varðar framkomu við gesti og áhersla er lögð á að fara fram úr væntingum gesta. Í lok október mun Ferðamálastofa standa fyrir Ferðamálaþingi þar sem gæðamál verða í öndvegi. Þar mun íslenskum ferðaþjónustuaðilum gefast tækifæri til að fræðast nánar um gæðakerfi Visit Scotland og gæðamál í skoskri ferðaþjónustu. Vakinn Hér á Íslandi eigum við sambæri- legt gæðakerfi og Skotar sem er Vakinn, gæða- og umhverfiskerfi ís- lenskrar ferðaþjónustu. Vakinn er sameiginlegt verkefni ferðaþjónust- unnar enda hafa fjölmargir sérfræð- ingar komið að gerð hans á undan- förnum árum. Ferðamálastofa leiðir vinnuna við verkefnið en það er unn- ið í samvinnu við Samtök ferðaþjón- ustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Nýsköpunarmiðstöð. Markmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í íslenskri ferða- þjónustu með handleiðslu og stuðn- ingi og til þess að ná því markmiði er unnið með viðurkennd gæða- og um- hverfisviðmið. Með því að nýta sér það efni sem Vakinn býður upp á má leggja góðan grunn að gæðastarfi í fyrirtækjum. Allir geta sótt og unnið með gæða- og umhverfisviðmiðin og hægt er að nálgast allt efni Vakans á heimasíðunni www.vakinn.is. Rús- ínan í pylsuendanum hlýtur þó að vera sú að fara alla leið og verða full- gildur þátttakandi í Vakanum en þannig fæst mikilvæg viðurkenning sem má nýta í markaðsstarfi. Á þessu ári verður opnaður síðari hluti Vakans sem er stjörnuflokkun fyrir gististaði en nú hafa ný gæðaviðmið fyrir hótel litið dagsins ljós á vefsíðu Vakans. Síðar á árinu verður tekið á móti umsóknum frá öðrum flokkum gistingar. Við eigum því verkfærið til þess að auka gæði og fagmennsku í ís- lenskri ferðaþjónustu og það er mik- ið hagsmunamál fyrir greinina að þetta verkefni, sem hefur kostað mikla vinnu og fjármuni, takist vel með góðri þátttöku og áhuga fyrir- tækjanna. Þannig byggjum við styrkari stoðir undir framtíð ís- lenskrar ferðaþjónustu. Það er mitt álit að langflestir ferðaþjónustuaðilar á Íslandi leitist við að gera sitt besta til að uppfylla væntingar og þarfir gesta en í ein- hverjum tilfellum telur fólk sig vera að gera betur en raun ber vitni. Fyr- ir þessu kunna að vera nokkrar ástæður, en þekking, reynsla og þjónustulund eru lykilatriði til úr- bóta. Þá er menntun og þjálfun starfsfólks þáttur sem áríðandi er að huga betur að. Það má ekki lengur láta reka á reiðanum af því að það er svo mikið að gera, það þarf að taka tíma í að byggja upp traustan grunn hvað gæði og fagmennsku varðar. Gleymum því ekki að kröfur og væntingar viðskiptavina aukast stöðugt og það sem er framúrskar- andi í dag er aðeins ásættanlegt á morgun. Gæði og fagmennska í íslenskri ferðaþjónustu Eftir Áslaugu Briem Áslaug Briem » Sjaldan hefur gæða- vitund ferðamanna verið meiri en í dag og þeir hafa öflug vopn í höndum með útbreiðslu samfélagsmiðla. Höfundur er verkefnastjóri gæða- mála hjá Ferðamálastofu. Fyrir nokkru lá mín leið inn á leik- skóla hér í borginni. Þar varð ég vitni að alveg nýju orðfæri, nefni þó aðeins eitt. Ein starfsstúlkan þar talaði af miklum móð við börnin og meðal annars sagði hún: „Nonni, þú ert skítugur um munninn“. Ég varð nokkuð undrandi því hér fyrrmeir var orðið óhreinn notað. Í hús- mæðraskóla fyrri tíðar var sagt áhöld eru hrein eða óhrein, aldrei skítug. Flaumósa fótboltabullur er lýsa leik segja „alveg drullu- magnað“. Þá er það sögnin að éta sem er alveg fullboðleg þegar talað er um dýr er éta. Ljónið étur, fiskur- inn étur, refurinn étur o.s.frv. Það er hjákátlegt að heyra sagt við börnin að hin og þessi dýrin borði. Að sitja til borðs og matast með áhöldum, er það ekki hið rétta að borða? Hættum þessum tepruskap, að tala um það við börnin að rándýrin borði! Amma. Nýtt orðfæri þeirra yngri Ég varð hissa nú fyrir helgina. Eins og kunnugt er fer álagning opinberra gjalda fram seint í júli ár hvert og dreifast greiðslur á allt að fimm mánuði. Þar sem ég er hættur að vinna sökum veikinda bjóst ég við að fá sendan greiðslu- seðil í byrjun ágúst fyrir ágúst- greiðslunni. Hann kom ekki þá, en kom hins vegar í heimabanka minn nú í byrjun september og þá voru komnir dráttarvextir. Seðill, sem á að greiða nú í september, hefur hins vegar hvorki borist í pósti né heimabanka. Svona vinnubrögð skil ég ekki. Birgir Sveinarsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Furðuleg vinnubrögð Dráttarvextir Sannarlega er hvimleitt að þurfa að greiða óþarfa vexti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.