Morgunblaðið - 10.09.2014, Side 28

Morgunblaðið - 10.09.2014, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 ✝ Gunnar Finns-son fæddist í Reykjavík 1. nóv- ember 1940. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 31. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Finnsson frá Hvilft í Önundarfirði, f. 21.7. 1911, d. 1.4. 1993 og Thyra Finnsson frá Slagelse í Dan- mörku, fædd Friis-Olsen, 30.1. 1917, d. 8.8. 1995. Systkin Gunnars eru Arndís, f. 5.6. 1943, maki Hrafn Jóhannsson, f. 27.7. 1938, Hilmar, f. 21.6. ness, í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum 1966. Gunnar starfaði hjá Flugfélagi Íslands sem fulltrúi hjá forstjóra frá 1964 til 1969, er hann flutti til Montreal í Kanada, þar sem hann starfaði hjá Alþjóðaflug- málastofnuninni (ICAO) sem deildarstjóri og sérfræðingur í rekstri flugvalla og flugmála- stjórna. Hann flutti til Íslands árið 2001 og starfaði hér sem sérfræðingur og ráðgjafi í flug- málum. Gunnar lét málefni Endurhæfingardeildar LSH við Grensásveg sig miklu varða og var meðal stofnenda og for- maður Hollvinasamtaka Grens- áss frá upphafi. Útför Gunnars fer fram frá Langholtskirkju í dag, 10. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 1949, maki Jóse- fína Ólafsdóttir, f. 10.6. 1951 og Ólaf- ur William, f.5.10. 1951, maki Bryndís Margrét Valdi- marsdóttir, f. 10.9. 1952. 16. nóvember 1968 kvæntist Gunnar eftirlifandi konu sinni, Krist- ínu Erlu Alberts- dóttur, f. 29.4. 1935. Þau voru barnlaus. Gunnar varð stúdent frá MR 1960. Cand. oecon. frá H.Í. 1964 og M.B.A í rekstrar- hagfræði frá Indiana Univers- ity, Graduate School of Busi- Einstakur maður, ástkær bróð- ir er jarðsunginn í dag. Minning- arnar eru verðmætar frá bernsku- árum okkar. Hann var frumburður foreldra okkar, stóri bróðir minn. Það má því ímynda sér hvílíkt reiðarslag það var fyrir foreldra okkar og fjölskyldu þegar þessi tápmikli drengur, nýorðinn sex ára, fékk lömunarveikina og lamaðist allur á einum sólarhring. Þriggja ára stelpuhnokki hafði lít- inn skilning á alvarleika kringum- stæðna en með árunum lærðist að Gunnar bróðir gat ekki hlaupið né tekið þátt í öllu sem við krakkarn- ir tókum okkur fyrir hendur. Á þeim árum var engin ónæmisað- gerð gegn þessum sjúkdómi og takmörkuð þekking á meðferð sjúklinga í bráðafasa sjúkdóms- ins. Við áttum fjölskyldu í Dan- mörku og dvaldi Gunnar þar um tíma á sjúkrahúsi og í endurhæf- ingu. Móðir okkar gleymdi aldrei þeim óvarkáru orðum sem þar staddur læknir sagði við hana: „Þér skuluð ekki reikna með að Gunnar nái þrítugsaldri.“ Sá mað- ur vissi ekki úr hvaða efnivið drengurinn var gerður. Foreldrar okkar voru samhent í að aga og hjálpa Gunnari til að takast á við erfiðar aðstæður. Það var ekki alltaf auðvelt. Þegar hann datt var viðkvæðið: „Stattu upp sjálfur, Gunnar minn. Þú getur og skalt.“ Og Gunnar með járnaga og vilja þjálfaðist í að geta! Í hjólastól skyldi hann ekki fara ef hægt var að komast hjá því. Gunnar var ósköp eðlilegur stóri bróðir, meinstríðinn, bráðfyndinn, skemmtilegur og óþolandi orð- heppinn. Það voru hans vopn. Á hverju kvöldi gerði faðir okkar samviskusamlega fyrirskipaðar æfingar, sem okkur fannst engan enda taka. Um leið og ljósið var slökkt og að afloknum kvöldbæn- um hófst okkar einkaskemmtun en með háu hvísli. „Frúin í Ham- borg“. Óskirnar voru margar og draumar Gunnars gengu allar út á flugvélakaup og væntingar um að verða flugmaður. Óhjákvæmilega gátu þessir draumar ekki ræst, en Gunnar ákvað síðar á ævinni að menntun hans skyldi nýtast í þágu flugmála, sem gerðist svo sannar- lega. Það sem skorti af líkamlegu þreki hafði Gunnar á andlega svið- inu. Hann varð sá maður, sem vakti virðingu og aðdáun allra sem til hans þekktu. Sem unglingar tengdumst við nánum vináttu- böndum sem entust til dauðadags. Gunnar gerði sér fulla grein fyrir því að hann átti stuðningi allrar stórfjölskyldunnar og læknavís- indunum mikið að þakka. Á unglingsárunum fór hann tví- vegis í erfiðar aðgerðir til Banda- ríkjanna, sem urðu honum til björgunar og gerðu honum kleift að vinna áfram að settu marki. Í einkalífinu var Gunnar lánsmaður. Hann átti sinn máttarstólpa í konu sinni, Kristínu Erlu Albertsdótt- ur, alltaf kölluð Stína hans Gunn- ars. Hún var „hinn afreksmaður- inn“, sem aldrei vék frá Gunnari. Æðrulaus og á hæverskan hátt sá Stína um allar þær nauðsynjar og þarfir daglegs lífs, sem Gunnar átti erfitt með að sinna. Stína og Gunnar eignuðust ekki börn en þeim var ekkert óviðkomandi varðandi systkinabörnin. Bróður mínum tókst að gera orð fyrr- nefnds læknis marklaus. Gunnar varð tæplega sjötíu og fjögurra ára, sem telja má afrek. Síðustu árin gerðu svokölluð Post Polio Syndrome bróður mínum lífið erf- itt. Það er Stínu að þakka að Gunnar gat verið á heimili sínu til hinsta dags. Oft heyrði ég bróður minn segja: „Ég á Stínu minni allt að þakka.“ Við erum beygð og sorgmædd en óendanlega þakklát almættinu og Stínu fyrir að fá að hafa Gunnar hjá okkur öll þessi ár. Blessuð sé minning Gunnars bróð- ur. Arndís Finnsson. Gunnar frændi var enginn venjulegur maður. Hann var uppáhaldsfrændi okkar. Að öllum öðrum ólöstuðum þá var það bara þannig. Hann var aðalfrændinn. Gunnar var mjög ættrækinn og fjölskyldan skipti hann alltaf miklu máli. Hann var höfuð ætt- arinnar síðustu ár sem elsta systk- inið. Hann fylgdist vel með okkur öllum og var fyrstur manna til að hringja þegar einhver átti afmæli, lauk merkum áfanga eða ef heils- an var í ólagi. Eða bara að gamni. Það var eitthvað sérstakt við það hvernig hann talaði við okkur, allt- af sem jafningi, og fyrir vikið öðl- aðist hann meiri virðingu og vin- áttu af okkar hálfu. Því hann var einlægur og gaf sér tíma til að spjalla. Þegar hann spurði „hvernig hefurðu það?“ vildi hann fá alvöru svar. Hann var aldrei að þykjast, var skemmti- lega hreinskilinn og sagði einfald- lega ef honum líkaði ekki eitthvað eða einhver og að því gátum við svo hlegið. Já, uppáhaldsfrændi var hann sannarlega. Gunnar kenndi okkur sjóorr- ustu. Við spiluðum svo tímunum skipti því að hann hafði óþrjótandi þolinmæði. Sjóorrustan var spiluð með aðstoð blýants og rúðustrik- aðs blaðs og svo var hún hljóðsett af Gunnari sjálfum. Þetta var ekki leiðinlegt. Og þó svo að leikurinn færðist upp á annað plan þegar upp úr einum jólapakkanum frá Gunnari og Stínu kom sjóorrustu- spil í kassa með alls konar flott- heitum fannst okkur rúðustrikaða blaðið alltaf skemmtilegast. Því í góðum félagsskap kemst maður svo vel af með lítið. Þetta var í gamla daga – þegar við vorum litl- ar og hittum Gunnar bara þegar hann var á landinu. Gunnar og Stína áttu nefnilega heima í Kan- ada. Það þótti manni nokkuð framandi og þegar sendingar bár- ust þaðan kom alltaf eitthvað spennandi í ljós. Afmæliskortin voru yfirleitt þrautir sem þurfti að leysa ætlaði maður að skilja kveðj- una. Gjarnan stærðfræðirunur miklar. Gunnar var einn mesti húmor- isti sem við höfum kynnst. Það má eiginlega segja að hann hafi kennt manni sitthvað um húmor – og hvernig honum ber að beita. Við vorum svo heppin að eiga skap saman. Það gaf okkur endalaus tækifæri til að gera grín að okkur sjálfum, bæði kostum og göllum. Mikilvægt er að takast á við lífið með „et glimt i øjet“ og hafa húm- or fyrir sjálfum sér. Til dæmis þurfti hann því miður, vegna anna, að afþakka aðalhlutverkið í upp- færslu San Fransisco-ballettsins á Svanavatninu fyrir nokkrum ár- um. Margt lærðum við af honum, ekki síst það að gefast aldrei upp. Að kvarta og kveina var ekki held- ur hans stíll. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast manni eins og Gunnari og erum sannarlega ríkari fyrir vikið. Sterkari fyrirmynd er varla hægt að hugsa sér. Undanfarin jól höfum við átt saman og munu þær samveru- stundir ylja okkur um hjartaræt- urnar. Tómlegt verður við borðið næsta aðfangadagskvöld. Að sakna einvers er sárt, en um leið áttar maður sig á því að það er vegna þess hve vænt manni þótti um hann. Og vænt þótti okkur um Gunnar. Uppáhaldsfrændann. Björg og Þyri. Veðmál í rafmagnsís. Á ein- hvern undraverðan hátt gastu gef- ið nafninu mínu þessa merkingu þegar ég var lítil og síðustu daga hef ég verið að reyna að muna eft- ir útskýringunni þinni sem var svo blátt áfram að svo virtist sem nafnið Elísabet gæti ekki þýtt neitt annað en veðmál í rafmagns- ís. Það segir sig næstum sjálft, eða ekki. Ég mun halda áfram að reyna að komast til botns í þessu. Frá því ég man eftir mér hefur þú alltaf verið uppáhalds, uppá- halds frændi minn (eitt uppáhalds er ekki nóg). Þú varst ekki uppá- halds vegna þess að þú varst hvunndagshetja sem storkaðir ör- lögum þínum, ekki vegna þess að þú varst týpan til að fá 100% mæt- ingu í MR þrátt fyrir að vera með lömunarveiki, ekki vegna þess hve fyndinn og skemmtilegur þú varst og ekki vegna alls þess góða sem þú kenndir mér heldur vegna þess að dagarnir sem leiðir okkar lágu saman urðu bara einfaldlega betri dagar en hinir. Þetta segi ég vit- andi að það er mín bullandi sjálf- hverfa að tala, því í hvert sinn sem ég og litla fjölskyldan mín hittum ykkur Stínu snerust umræðurnar oftar en ekki um okkur unga fólkið og hvað við værum frábær. Sem er alveg magnað, komandi frá þér. Þú ert uppáhaldsfrændi minn vegna þess að ég fór alltaf frá þér betri útgáfa af sjálfri mér. Óspar á faguryrði í garð ann- arra, hógvær og lítillátur með ein- lægan áhuga á öðru fólki og tilbú- inn að gera hvað sem í þínu valdi stóð til að hjálpa til þar sem þú gast. Þú ert fyrirmynd mín og ég mun segja sonum mínum sögur af þér í þeirri von um að þeir taki þig einnig til fyrirmyndar. Elsku besti Gunnar, ég trúi varla að dagar heimsókna okkar séu liðnir. Ég sakna þín óskaplega og við hjónin sendum Stínu okkar ástar- og samúðarkveðjur. Það síðasta sem þú skrifaðir mér var: „Fagnað með miklu þakklæti.“ Með mikilli ást í gegnum hafsjó af gullfallegum minningum verður þér eilíflega fagnað með miklu þakklæti. Þín Veðmál í rafmagnsís, Elísabet Ólafsdóttir. Einstök og ómetanleg vinátta. Það er það fyrsta sem ég hugsa um, þegar ég minnist Gunnars frænda. Hann var hafsjór af fróð- leik. Húmoristi. Fjölhæfur. Orð- heppinn. Víðförull. Öðlingur. Ég þekkti Gunnar lítið þegar ég var yngri en vissi alltaf af hon- um, þar sem amma hélt mikið upp á hann og var svo stolt af honum. Þegar ég kynntist Gunnari sjálfur skildi ég hvers vegna. Það var sannur heiður að fá að kynnast honum og læra það sem hann hafði fram að færa. Við Gunnar urðum nánir vinir og nýttum vel þær stundir sem við áttum saman. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og mér fannst ávallt gott að spjalla við hann, um allt milli himins og jarðar. Hann var einstaklega hjartahlýr maður og það var auðvelt að hlæja með hon- um, fá góð ráð og hlusta á hann segja frá óviðjafnanlegri ævi sinni. Gunnar frændi var mér og mörgum öðrum góð fyrirmynd. Hann náði að yfirstíga margar hindranir með yfirvegaðri ró og sýndi ávallt stillingu, sama hvað á gekk. Gunnar hafði jafnframt þá ómetanlegu hæfni að hlusta alltaf á mig af óskiptri athygli, nema þegar hann laumaði að ógleyman- legum gullkornum. Það var afar hughreystandi þegar Gunnar sýndi einlægan áhuga á öllu sem ég gerði, náminu mínu sér í lagi. Gunnar fylgdist með mér í gegn- um námið og hafði yndi af. Hann ferðaðist með mér í huganum um heiminn og heimssöguna. Ég minnist þess sem við áttum saman og þakka, af einlægni, okkar góðu stundir á undanförnum árum. Þær eru mér ómetanlegar og munu fylgja mér alla tíð. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í hugum okkar mömmu eru Gunnar og Stína eitt, enda ætíð nefnd í sömu andrá. Það er mikill hæfileiki að tala alltaf til manns eins og maður sé einstakur og geti allt. Þannig kom Gunnar alltaf fram við okkur og þau Stína bæði. Alltaf tilbúin að hrósa og hvetja og láta okkur líða vel. Gunnar stóð ávallt upp til að heilsa og kveðja. Þannig munum við stórmenni í litlum líkama. Stoltan og sannan. Það var gæfa okkar beggja og ákaflega mikill heiður að fá Gunnar og Stínu í út- skriftina mína í sumar. Góðar minningar um ljúfan vin gleðja á degi sem þessum. Óhjákvæmilega söknum við þess að fá ekki fleiri gæðastundir saman. Við höfum brosað yfir lúmskum setningum Gunnars með sinn úthugsaða og hárfína húmor, sem við kunnum svo mjög að meta. Við kveðjum Gunnar í dag með sól í hjarta. Hugur okkar er hjá Stínu sem var Gunnari ávallt stoð og stytta og syrgir nú sárt. Við sendum Stínu, ömmu, Hilmari og Ólafi og fjölskyldunni allri og vin- um Gunnars innilega samúðar- kveðjur. Öðlingurinn Gunnar frændi. Þín verður sárt saknað. Anton Ingi og Steinunn. Það var stuttu eftir að Gunnar og Kristín fluttu heim til Íslands á ný að hann bauð mér til hádeg- isverðar í nokkur skipti á Hótel Sögu. Þrátt fyrir að við frændurn- ir værum nánir, var það eiginlega ekki fyrr en þá sem ég kynntist nafna mínum fyrir alvöru. Mér er það sérstakalega minn- isstætt þegar ég spurði hann út í lífshlaup sitt hvernig hann sagði frá því. Þakklæti var það sem kom upp í huga hans, sagði hann, yfir öllu því sem hann náði og hafði heilsu til að gera og fyrir góðan lífsförunaut. Ekki mátti heyra vott af sjálfsvorkunn eða biturð yfir fötluninni sem hann glímdi við frá unga aldri heldur gerði hann stólpagrín að sjálfum sér og upp- hóf aðra sem í kring voru á sinn kostnað. Þessi auðmjúka en á sama tíma jákvæða sýn Gunnars á lífið var aðdáunarverð og okkur hinum til eftirbreytni. Gunnar frændi, eins og hann var oft kallaður í minni fjölskyldu var stórmenni. Hann var ekki mikill á velli né hár í lofti en vegur nú manna þyngst í hjörtum þeirra sem hann þekktu, því hver stund með honum var gefandi, hvert orð visku hlaðið og hvert verk unnið með hag annarra fyrir brjósti. Með miklum söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir ómetanlegar samverustundir kveð ég Gunnar Finnsson og sendi Kristínu mínar innilegustu samúðarkveðjur, Gunnar Hilmarsson. Gunnar Finnsson var afreks- maður. Hann vann þó ekki til verðlauna á íþróttavöllum, þreytti langhlaup eða kleif háa fjallstinda. Afrek sín vann hann á vettvangi daglegs lífs frá blautu barnsbeini til hinstu stundar. Sex ára veiktist hann og lamaðist. Honum var leit- að lækninga heima og erlendis. Nokkur bót fékkst en alvarlega fatlaður hélt hann til móts við lífið. Hann lauk námi í viðskiptafræði, fór til Bandaríkjanna og varð rekstrarhagfræðingur. Um hríð starfaði hann hér heima en megn- hluta ævinnar gegndi hann lykil- störfum hjá einni helstu stofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða- flugmálastofnuninni. Hann var sérfræðingur í stjórn og rekstri flugmála, m.a. flugvallagerð, og sótti heim fjölda landa í fimm heimsálfum til að ráðleggja og skipuleggja. Heim kominn reyndi hann að koma vitinu fyrir það fólk sem stefnir að því leggja innan- landsflug í rúst. En auðvitað töldu sjálfhverfar mannvitsbrekkurnar í borgarstjórn að þær vissu betur en sérfræðingurinn og 70.000 Ís- lendingar og héldu áfram skemmdarstarfsemi sinni leynt og ljóst. Þó að Gunnar gengi aldrei heill til skógar var sjálfsvorkunn hon- um fjarri. Hins vegar var hann öt- ull baráttumaður fyrir alla þá sem áttu við örkuml að stríða. Holl- vinasamtök Grensásdeildar eru hugmynd hans orðin að veruleika. Og vinir hans og ættingjar áttu hauk í horni þar sem hann var. Þegar bróðir hans var svo veikur að í tvísýnu stefndi kom hann frá Ameríku til að vera honum og fjöl- skyldunni styrkur. Þá kynntumst við fyrst vel og síðan hefur hann verið okkur hjónum kær og náinn vinur. Gunnar var skemmtilegur mað- ur. Skopvísi hans var dálítið sér- stök, sumir drættir í henni fremur danskir en íslenskir enda ekki langt seilst því að móðir hans var dönsk. Kæmi mér ekki á óvart að ýmsir söknuðu jólabréfa hans þar sem notaleg kímni og launfyndni leika lausum hala. Mesta skopið beindist að honum sjálfum eins og háttur er góðra höfunda. Gunnar Finnsson var ham- ingjumaður. Honum var sá eigin- leiki í brjóst laginn að dveljast ekki við það sem miður hafði farið heldur gleðjast yfir því sem til heilla horfði. Hann átti einstaklega góða for- eldra og samhent systkini og tengdafólk og hann eignaðist konu sem var honum samboðin í einu og öllu. Og nú er hann skyndilega af heimi horfinn. Mér verður hugsað til jólanna. Hvert aðfangadags- kvöld í nærri þrjátíu ár höfum við setið saman í sófa eftir að hafa notið hátíðarmatar og horft á yngstu kynslóðina lesa sundur jólabögglana, fyrst hjá Nínu okk- ar og Hilmari, síðan Björgu okkar og fjölskyldu. Það var ekki lítill hluti af jólagleðinni að fá að njóta hennar með Gunnari. Við Björg höfum ótalmargt að þakka honum og Kristínu og nú biðjum við þeim og ástvinum þeirra Guðs blessun- ar. Ólafur Haukur Árnason. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Jón Ragnar Pétursson og Aron Bjarki Jónsson Við Gunnar Finnsson kynnt- umst fyrir margt löngu þegar hann kvæntist móðursystur minni, Kristínu Erlu Albertsdótt- ur. Þau bjuggu lengi erlendis vegna starfs hans og nokkrum ár- um eftir að þau komu aftur alkom- in til Íslands fluttum við hjónin til útlanda vegna míns starfs. Sam- skipti mín við Gunnar voru því stopul, einkum að undanförnu, en tengslin héldust alltaf og vinátta okkar var náin. Síðustu ár hitt- umst við hvert sinn sem ég var á landinu og þess á milli töluðum við saman í síma, oftar en ekki að hans frumkvæði. Hann var rækt- arsamur við fólk. Það var gott og gaman að spjalla við Gunnar. Hann var fróð- ur, fylgdist vel með málum líðandi stundar, og lagði til sumra þeirra í ágætum blaðagreinum. Mestan áhuga hafði hann þó í símtölum okkar á að spyrja um mig og mína og hvernig gengi og hvað ég hafði helst fyrir stafni um þær mundir. Lengst af bjó Gunnar við mikla fötlun og síðustu árin var hún hon- um erfiðari en áður vegna þrauta sem sem fylgdu henni þegar ald- urinn færðist yfir. En hann hafði tamið sér eiginleika, sem hjálpuðu honum að fást við fötlunina og af- leiðingar hennar. Þeir voru mikil seigla, ósérhlífni og reyndar harka við sjálfan sig, sem meðal annars birtist í því að leggja á sig ferðalög til útlanda síðustu árin þótt þau hljóti að hafa verið honum erfið. Áður hafði hann starfs síns vegna fyrir Alþjóðaflugmálastofnunina ferðast um allan heiminn. Hann dró ekki af sér þótt verkefnin hlytu að reyna mun meira á hann en aðra. Fyrir mér var Gunnar umfram allt skemmtilegur og jákvæður maður, sem var sjálfsvorkunn fjarri skapi. Þegar ég hringdi í hann og spurði hvernig hann hefði það, svaraði hann : „Mér líður ágætlega, og enn betur þegar ég heyri rödd þína.“ Blessuð sé minning Gunnars Finnsson. Albert Jónsson. Þegar ég var yngri þá var hluti af jólunum að koma við á Hótel Loftleiðum og hitta Stínu og Gunnar. Það var mjög spennandi að fá að hitta þessa framandi ætt- ingja og koma við á notalegu hót- elherberginu og gæða sér á ís- köldu malti og Macintosh. Það var enn meira spennandi að heyra um Kanada þar sem þau áttu heima og allt sem þau höfðu séð og ferðalög þeirra um heim- inn. Þegar ég flutti til London árið 2007 voru Stína og Gunnar dugleg að koma við í borginni og bjóða okkur Örnu, konunni minni í mat. Þá mættum við í einu fínu fötun- Gunnar Finnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.