Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Aldrei hafa fleiri heimsótt gesta- stofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellnum en nú í sumar og stefnir í að fjöldinn verði um fimmtán þús- und manns yfir sumarið. Ferða- mönnum sem heimsækja þjóðgarð- inn hefur fjölgað á undanförnum árum eins og á öðrum ferða- mannastöðum á landinu. Til að bregðast við fjölgun gesta hefur þjóðgarðurinn ráðist í fram- kvæmdir til að byggja upp aðstöð- una og aukið þjónustu sína við ferðamenn, að sögn Lárusar Kjart- anssonar, sérfræðings í Þjóðgarð- inum Snæfellsjökli. „Það hefur ver- ið stöðug aukning ár frá ári. Til þess að koma til móts við ferða- fólkið hefur gestastofan verið höfð opin lengur. Síðasta vetur var gestastofan á Hellnum opnuð 4. febrúar en vanalega hefur hún ver- ið opnuð 20. maí og lokað 10. sept- ember. Nú er hún opin allt árið um Með æðislegan þjóð- garð í bakgarðinum  Heimsóknum í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul fjölgar stöðugt Morgunblaðið/Eggert Hellaferð Leiðsögumaður býr hóp spænskra ferðalanga undir að fara niður hringstigann í Vatnshelli. Fyrir áhugafólk um eldgos  Saga Íslands er samtvinnuð eldvirkni og áhrifum eldgosa. Áhugafólk um slíkt kemur ekki að tómum kofunum í Eldfjallasafninu í Stykkishólmi, sem að miklu leyti er byggt á safni Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Rann- sóknarefni, listaverk víða að úr heiminum, kvikmyndir og bækur leiða gesti safnsins í fræðsluferð um jarðsöguna og eldvirkni frá ýmsum sjónarhornum. Að auki stendur safnið fyrir fræðsluferðum um Stykkishólm þar sem fjallað er um jarðfræði og eldfjöll svæðisins undir handleiðslu Haraldar. Þá eru þar stundaðar þverfaglegar rannsóknir á sviði eldgosavísinda. Safnið er í gamla samkomuhúsi bæjarins, en lögð hafa verið drög að nýju og stærra safnhúsi. Steinar Gestir Eldfjallasafnsins virða fyrir sér safngripi. Meðal þeirra gripa sem á safninu er að finna eru allar bergtegundir á Íslandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eldfjallalist Í safninu eru m.a. málverk, ljósmyndir og teikningar af eld- gosum víða um heim í gegnum tíðina eftir ýmsa þekkta listamenn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vinnslustöð Mjólkursamsölunnar í Búðardal er einn stærsti vinnustað- urinn í byggðarlaginu. Starfsemin þar hófst 1964 og lengi var þar stunduð alhliða framleiðsla á mjólkurafurðum. Með þeirri upp- stokkun sem varð 2007, þegar nær öll mjólkurvinnsla í landinu var sameinuð í eitt fyrirtæki undir merkjum MS, var flest stokkað upp með hagræðingu að leiðarljósi. Á nokkrum stöðum var starfsemi lögð af en á öðrum stöðum eins og Ak- ureyri og Selfossi var hún efld. Í litlu búunum á Egilsstöðum og Búðardal voru undirstöð- urnar treystar með sér- hæfingu í framleiðslu. Í Búðardal var til staðar þekking og reynsla við vinnslu desert- og mygluosta og nánast öll vara af því tagi sem MS framleiðir og selur kemur úr Dölum. „Við höfum endurskoðað flesta þætti í rekstrinum á síðustu árum og náð fram mikl- um sparnaði þannig. Höfum til að mynda stokkað upp allt flutningakerfið; bæði ferðir út um sveitirnar til að sækja mjólk til bænda, flutninga frá afurðastöðv- um og svo útkeyrslu í verslanirnar. Einnig hefur verið komið á þessari sérhæfingu vinnslustöðva sem hef- ur leitt til þess að við náum stærri og hagkvæmari framleiðslulotum og það hefur skilað okkur mikl- um ávinningi,“ segir Einar Sigurðsson, for- stjóri MS. Framleiða úr 3-4% „Meginlínan í starf- seminni í dag er sú að ferskvörur eru framleiddar á Sel- fossi. Þar er til dæmis allri daglegri neyslumjólk fyrir höfuðborgar- svæðið pakkað, þaðan koma sýrðar vörur og fleira. Birgðavörur með lengra geymsluþol, svo sem brauð- ostar og fleira slíkt er unnið á Ak- ureyri. Mozzarellaostur er unninn í búinu á Egilsstöðum en sérostarnir fyrir vestan,“ segir Einar. „Í stóra samhenginu í um- svifamiklum rekstri MS er Búðardalur vissulega mjög lítil eining, en þar fara í gegn um 3-4% af ríflega 130 milljóna lítra ársframleiðslu kúabænda á landinu öllu. Hins vegar höfum við fundið að vel gefst að þessi sérhæfða fram- leiðsla fari fram í vinnslu- stöð sem er aðgreind öðru. Þegar við höfðum farið yf- ir allan reksturinn og markað línurnar til næstu framtíðar var sú ákvörðun tekin að bæta allan tækjakost í Búðardal. Fórum sömuleiðis í ýms- Auður og allir hinir ostarnir  MS starfar í Búðardal  Sérþekking í mygluostum  Starfsmennirnir um 20 Morgunblaðið/Eggert Höfðingi Elísabet Svansdóttir stýrir framleiðslunni í Búðardal, en ýmsar kúnstugar reglur gilda um mygluosta- gerðina. Um mjólkurbúið þar fara 3-4% af um 130 milljón lítra ársframleiðslu kúabænda á landinu öllu. Einar Sigurðsson SNÆFELLSNES OG DALIR2014 Á FERÐ UM ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.