Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Durban, Suður-Afríku 25.septemberHafgolan sveigirpálmatrén við strönd- ina, hvítfyssandi öldur en stór- skipalægi í fjarska; svo byrjar barnakór að syngja á gangstétt- inni umkringdur mannmergð og maður er kominn til Suður-Afríku. Durban, sem er vettvangur heims- meistaramóts ungmenna 8-18 ára, þar sem Vignir Vatnar Stefánsson er eini keppandi Íslands, liggur næstum því eins langt suður frá Íslandi og hægt er að komast. Flugleiðin London-Jóhann- esarborg tekur 11 klst. sem er þó varla nema eins og „ein vakt á stíminu“ svo maður noti nú orða- lag Stefáns Péturssonar, gamals sjómanns og föður Vignis Vatnars sem er með í för. Truflun á dæg- ursveiflunni er þó ekki mikil; tíma- mismunur á Íslandi og Durban eru tvær klukkustundir. Þeir glíma við beltahrollinn sem koma frá Eyja- álfu og nærliggjandi svæðum og það er eini gallinn við skipulag þessa móts að fyrstu dagana hafa krakkarnir stundum verið látnir tefla tvær skákir á dag. Vignir Vatnar, sem er 11 ára gamall og er á fyrra ári í sínum flokki, tefldi langar og strangar morg- unumferðir en brast úthald í seinni skákinni, og missti t.d. af rakinni vinningsleið snemma tafls í 6. umferð. Hann er með 4½ vinn- ing af sjö mögulegum og við ger- um okkur góðar vonir um loka- sprettinn enda hefur pilturinn teflt vel. Skákmót af þessari stærð- argráðu, þar sem sem keppendur eru í kringum þúsund talsins, hef- ur ekki verið haldið áður í Suður- Afríku en afar vel skipulagt. Keppnin fer öll fram í einum sal í fimm stjörnu ráðstefnuhöll í mið- borginni. Norðurlandaþjóðirnar eiga a.m.k einn fulltrúa á mótinu en Norðmenn, sem sigla á bylgju Magnúsar Carlsens, senda hvorki fleiri né færri en 27 keppendur til leiks. Skáksambandið leggur meiri áherslu á EM ungmenna sem hefst í Georgíu í næsta mánuði þar sem fimm íslenskir skákmenn taka þátt en kostnaður við þátttöku Vignis Vatnars er auðvitað mikill. Sameinaðir kraftar leystu málið. Vignir tefldi við gamlan kunningja frá Noregi í fimmtu umferð. Framan af var skákin í járnum en í miðtaflinu var Vignir úrræða- betri og vann með snarpri kóngs- sókn: 5. umferð: Vignir Vatnar Stefánsson – Andre Nielsen Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. Da4 Be7 6. Bb7 Bb7 7. 0-0 0-0 8. Rc3 Re4 Dc2 Rxc3 10. Dxc3 d5 Þessi eðlilegi leikur hefur ekki gott orð á sér. Eftir 11. … c5 eða 11. … f5 á svartur að jafna taflið. 11. cxd5 exd5 12. Bf4 c5 13. Hfd1 Rc6 14. dxc5 bxc5 15. h4!? Vignir vildi hindra framrás g- peðsins en þessi leikur nýtist vel að ýmsu öðru leyti. 15. … d4 16. Dc4 Ra5 17. Dc2 Db6 18. Hb1 Hac8 19. Bh3 Ha8 20. Re5 Hfd8 21. Kh2 f6 22. Rf3 Bxf3? Gefur eftir hvítu reitina, 22. … c4 leit vel út en eftir 23. b4! d3 24. exd3! Bxf3 25. bxa5 Bxd1 á hvítur millileikinn 26. Dxc4+! og vinnur. 23. exf3 Bd6 24. Bd2 Hb8 25. h5 He8 26. Bf5 h6 27. He1! He5 28. Be6+ Kh8 29. Dg6 Bf8 30. Hxe5 fxe5 Hægt og bítandi hefur hvítur náð að byggja upp sterka sókn- arstöðu. Nú rífur hann upp kóngs- stöðuna. 31. Bxh6! Vitaskuld ekki 31. … gxh6 32. Dg8 mát. 31. … c4 32. Bxg7+! Bxg7 33. h6 Dc7 34. Bf7 – og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Vignir Vatnar í námunda við topp- inn á HM ungmenna Virðisaukaskattur er almennt 25,5%, en matvörur, hótelgisting og fleira bera 7% virð- isaukaskatt. Nú stend- ur til að hækka skatt- inn á matvörurnar, en lækka skattinn á ann- að. Er þetta ranglætið uppmálað? Svo er að heyra. ASÍ og stjórn- arandstaðan hafa látið alvarlega til sín heyra, flatskjáirnir lækka, en mjólkin handa ómegðinni hækkar segja þau. Nautakjöt og humar hækkar mest Hver verða áhrifin á þá tekju- lægstu og þá efnameiri? Kjúkling- urinn hækkar um 40 krónur, en nautakjötið hækkar um 250 krónur kílóið. Humarinn hækkar um 450 krónur. Flott máltíð á veitingahúsi hækkar svo um munar. Svo má áfram telja. Hvað lækkar? Tölvan handa nem- andanum á heimilinu lækkar. Bensínið lækk- ar (því miður segir borgarstjórnin). Hversu mörg heimili eiga ekki bíl? Barnaföt- in lækka. Lyfin lækka. Þannig má áfram halda með nauðsynjavör- urnar. Alveg öfugt við það sem ASÍ heldur, þá varðar almenning lækkun á lyfjum meir en hækkun á humri. Á kannski að þrengja matar- skattsundanþáguna? Matarskatts- undanþágan byggist á því að um sé að ræða nauðsynjavörur sem enginn getur verið án og bitni því mest á fá- tækum. Auðvitað er fátt sem styður þetta. Hvers vegna skyldu t.d. nokkrar drykkjarvörur vera í lægra skattþrepi en annað? Nóg er vatnið í krananum. Ég skora á þingmenn sem ganga beinir í baki að leggja til að matar- skattsundanþágan verði þrengd. Ef Samfylkingin er á móti þýðir það bara eitt; málið er gott. Framlag rithöfunda er svo sér- kapítuli eins og stundum áður. Þeir halda sum sé margir hverjir að þeir borgi virðisaukaskattinn af bók- unum, ekki við sem kaupum bæk- urnar. Eru bókakaupendur þá jafn- an þeir efnaminni? Hvernig kemur matarskattsrökstuðningurinn og bókaskattsrökstuðningurinn heim og saman? – Það hefur víst sjaldnast verið áhyggjuefnið hvort rökin ganga upp. Einkum ekki þegar sam- an fer í einum manni rithöfundur og vinstrimaður. Er ranglátt að hækka matarskattinn og lækka annan virðisaukaskatt? Eftir Einar S. Hálfdánarson » Alveg öfugt við það sem ASÍ heldur, þá varðar almenning lækk- un á lyfjum meir en hækkun á humri. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Nú þegar haustar og Alþingi Íslendinga kemur úr helmingi lengra sumarfríi en al- menningur á landinu er rétt að íhuga vel hvar áhersluatriði stjórnvalda liggja. Nú er t.d. verið að tala um breytingar á virðisaukaskatti og vörugjaldi. Hvar er rætt um að minnka virðisaukaskatt á lyfseðilsskyldum lyfjum? Ekki heyrst stuna eða hósti, hvorki frá stjórnarflokkum né stjórnarand- stöðu. Þó er vsk. af lyfjum einn af stærstu útgjaldaliðum margra eldri borgara. Má benda á að innan Evrópu er- um við með hæsta vsk. á lyfjum, Danmörk og Noregur eru með svipaðan. Flest lönd Evrópu eru með talsvert minni vsk. á lyfjum en almennt. Þrjú lönd eru með engan vsk. á lyfjum, það eru Malta, Bret- land og Svíþjóð, hvernig væri að stjórnvöld hugsuðu til eldri borgara annað slagið? Eru bar- áttuaðferðir eldri borgara ekki nógu kraftmiklar, er ekki rétt að íhuga breyt- ingar þar á, t.d. mæta fyrir utan Alþingi þeg- ar fjárlagafrumvarpið kemur úr nefnd? Stefna stjórnvalda hefur verið sú að eldri borgarar geti sem lengst verið á sínum heimilum er aldur færist yfir þá. Til þess að slíkt gangi upp verða stjórnvöld að gera sér grein fyrir því að sveitarfélög þurfa að hafa heimildir til að lækka fast- eignagjöld á þann veg er þau vilja og treysta sér til. En slíkar heim- ildir virðast ekki vera hjá sveitarfé- lögum. Einnig má benda á í þessu sam- bandi að mikill munur er á ástandi eldri borgara en var fyrir 10 til 15 árum er þeir fara á hjúkrunarheim- ili. Sem þýðir þyngri hjúkrun er þeir koma inn á hjúkrunarheimili. Rétt er að benda á að bygging hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði er búin vera til skoðunar síðan 2006, átti að taka hjúkrunarheimili í notkun 2012. Hvað veldur? Þegar stórt er spurt verður fátt til svara; óeining innan bæjarstjórnar? Hvað sem öllum baráttumálum eldri borgara líður, þá má benda á að á næstu dögum verður ný dag- skrá fyrir starf eldri borgara í vet- ur tilbúin og send í allar íbúðir í Hafnarfirði eins og venjulega. Ég skora á alla eldri borgara í Hafnarfirði að ganga í félag okkar og fá afsláttarbókina og styrkja um leið baráttu okkar. Sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við. Hver er staða eldri borgara á Íslandi? Eftir Jón Kr. Óskarsson » Baráttumál eldri borgara á Íslandi virðast ekki vera í forgangi hjá stjórn- völdum hér á landi. Hvað veldur? Jón Kr. Óskarsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Fyrir nokkru opn- aði Lyfja nýtt apótek í Kópavogi til að auka hlutdeild sína á lyfja- markaði. Það væri kannski ekki í frásög- ur færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að Lyfja er nú í eigu Glitnis eftir að fyrr- verandi eigendur Lyfju fóru á húrrandi hausinn með margra milljarða króna skuldabagga á bakinu. Glitnir er fyrrverandi við- skiptabanki sem er nú í slita- meðferð, en Glitnir á m.a. meiri- hlutann í Íslandsbanka. Kunna þessir menn ekki að skammast sín? kann nú einhver að segja, er ekki nóg komið af braski þessara aðila hér á landi? Með samþykki yfirvalda Samkvæmt áliti Samkeppniseft- irlitsins eru Lyfja (Lyfja og Apó- tekið) og Lyf & heilsa (Lyf & heilsa, Apó- tekarinn, Skipholts apótek, Gamla apó- tekið) með sameig- inlega markaðs- ráðandi stöðu á lyfjamarkaði á höf- uðborgarsvæðinu og ættu því ekki að fá heimild til að fjölga apótekum á svæðinu af þeirri ástæðu einni saman svo ekki sé minnst á bankann. Í Samkeppniseftirlitinu virðast allir sofa þyrnirósarsvefni yfir þessu máli. Þá má einnig geta þess að það þarf leyfi bæði frá Lyfjastofn- un og velferðarráðuneytinu til að opna nýtt apótek, þannig að þetta er gert með samþykki þessara stofnana. Hvað er til ráða? Þessi litla saga sýnir að yfirvöld virðast ekki hafa lært mikið af hruninu þrátt fyrir þykkar skýrslur þar um og rándýrar í þokkabót og virðast vera að hugsa um eitthvað allt annað en að koma á eðlilegri samkeppni í lyfjaversl- un hér á landi. Almenningur getur þó tekið þessi mál í sínar hendur með því að vanda val sitt við hverja hann hefur viðskipti, það eru til sóma- kærir apótekarar í landinu sem hvergi komu nálægt útrásinni eða hruninu. Banki opnar apótek Eftir Hauk Ingason » Lyfja er nú í eigu Glitnis eftir að fyrr- verandi eigendur Lyfju fóru á húrrandi hausinn með margra milljarða króna skuldabagga á bakinu Haukur Ingason Höfundur er apótekari í Garðs Apóteki. Úff, ég hálfkvíði fyrir því að eldast. Hvers vegna? Jú, það er orðinn því- líkur læknaskortur hér á landi að þeir læknar sem enn eru hér starf- andi súpa hveljur. Læknar flýja landið hver um annan þveran og þeir sem ljúka námi geta ekki hugsað sér að flytja hingað vegna slæmra kjara og lélegs aðbúnaðar. Ég stórefa það þess vegna að ég fái einhverja þjón- ustu ef ég veikist síðar á lífsleiðinni. Stjórnvöld verða að gera eitthvað í þessum málum og það strax. Ein áhyggjufull. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Læknaskortur Sjúkrarúm Engir læknar, engir sjúklingar. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.