Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.09.2014, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að koma miklu í verk í dag. Gefðu þér tíma til að spjalla því þú hittir ekki fólk til þess á hverjum degi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að velta fyrir þér hvort þú sért rétta manneskjan í tiltekið starf eða ekki. Sýndu hugrekki og láttu til skarar skríða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sannleikurinn birtist í mörgum myndum. Að gefa hluti sem maður hefur sankað að sér er ekki bara sársaukalaust, heldur frelsandi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagurinn verður frábær fyrir einka- lífið en kannski ekki jafn stórkostlegur fyrir peningamálin – til styttri tíma litið. Gleði þín er smitandi og brýst fram á elleftu stundu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Yfirleitt á maður ekki að trúa orðrómi, en þér finnst sem að þessu sinni geymi hann örlítinn sannleika. Ef þú tilgreinir ná- kvæmlega hvað þú vilt er líklegra að þú fáir það fyrr. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. En í dag er allt í lagi að vera bestur og vita það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu vakandi fyrir tilfinningum og þörf- um þeirra sem eru þér næstir. Einu gildir hvernig þú bregst við út á við, innra með þér gleðstu yfir því að einhverjum finnist þú vera aðlaðandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt gefa öllum eitthvað. Staðsetning himintunglanna og nýtt tungl beina sjónum að meðferð þinni á fjár- munum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vik- unnar. Afmælið þitt nálgast og því þarftu að íhuga hvaða breytingar þú vilt sjá í lífi þínu á næstunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt smáóreiða sé ekki skaðleg eru hlutirnir undrafljótir að fara úr bönd- unum þegar skriðan fer af stað. Notaðu tækifærið og reyndu að bæta samband þitt við þína nánustu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gagnkvæm samúð milli vina mun gera þér auðvelt að hjálpa öðrum eða auð- velda öðrum að hjálpa þér. Nú er ekki rétti tíminn til þess að ætla sér að komast til botns í einhverju. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarf ekki að gera eitthvað áber- andi eða meiriháttar til að falla í kramið. Taktu tíma til að átta þig á því. Síðasta laugardagsgáta var eftirHelga R. Einarsson: Nauðsyn fyrir stund og stað. Stafsetning er krítuð á. Margur þar um miskunn bað. Má við ýmsum kvillum fá. Árni Blöndal á þessa lausn: Stundataflan er tíma væn á töflur í skóla menn rita við altaristöflu beðin er bæn svo bryðja menn töflur við hita. Harpa á Hjarðarfelli ræður gátuna svona: Með stundatöflu starfa skólar enn, á stórri skólatöflu æfð er ritun. Við altaristöflu um miskunn biðja menn og meðals töflur gleypa þeir. Guðmundur Arnfinnsson segir: Tíma og skólatöflurnar teljast mega gagnlegar, altaristaflan eflir trú, aspiríntöfluna gleypir þú. Síðan bætir hann við gátu til að glíma við: Hún er þar, sem fá má frið, fyrir ljá, svo bitið þverr, við að festa leggur lið, leturtákn, sem merkir r. Og aðra gátu fann ég eftir Guðmund í fórum mínum, svo að aftur verða þær tvær! Þetta folaldsfæðing er, fær það brjálæðingur hver, fjallshlíð stendur utan í, áður svanni klæddist því. Hér kemur síðan limra eftir hann: Lengi búin að bíða var Diljá þegar bað hennar Valdi frá Giljá, hún unglamb ei var, en sinn aldur vel bar, og hún svaraði: „Valdi, ég vil, já!“ Pétur Stefánsson kallast á við Kristján Fjallaskáld: Nú er úti hrollkalt haust, hjaðnar dagsins týra. Áfram tifar endalaust ævi manna og dýra. Vex og dafnar veðrakraftur, vindar skekja sérhvert ból. Hallar degi enn og aftur. Ekkert stöðvar tímans hjól. Síðan skrifar Pétur í Leirinn orðið „reiptog“ og bætir við: Oft og tíðum bænar bið, breið er lífsins gatan. Í mér vilja eigast við almættið og Satan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Diljá, vísnagátur og hrollkalt haust Í klípu „SEGÐU BARA NEI“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÁ, ÉG VÆRI TIL Í AÐRA BRÚÐKAUPSFERÐ... MEÐ HVERJUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...þegar ég er í örmum þér og þú í hjarta mínu að eilífu. ÉG ER AÐ SKRIFA MINNINGARNAR MÍNAR KAFLI TVÖ... ÞAÐ ER ÞAR SEM MÉR ER RÆNT AF GEIMVERUM MIG GRUNAÐI EITTHVAÐ SVOLEIÐIS HELGA! HLEYPTU MÉR INN! VILLIMENNIRNIR ERU Á EFTIR MÉR OG ÞEIR ERU ALVEG AÐ KOMA! ALLT Í LAGI! ÉG ÞARF BARA NOKKRAR MÍNÚTUR TIL ÞESS AÐ FRÍSKA UPP Á MIG! Partí í hjartað.“ Það er orðatiltækisem er tækt og gott betur, að mati fjögurra ára stúlkukindar. Hún brá þessu orðatiltæki fyrir sig þegar hún bað móður sína um að koma með sér og vinkonu sinni inn í her- bergi í partíleik. Þar var dansað og hamrað á bleikt hljómborð. „Og hvað gerir maður svo í svona partíl- eik?“ spurði móðirin sem hafði aldrei farið í umræddan leik. „Maður fær svona partí í hjartað þegar maður syngur og dansar.“ x x x Þá vitið þið það, lesendur góðir.Ekki ýkja flókið. Það er svo gott að brosa og fá smá partí í hjartað, hvort sem það er í litríku barna- herbergi um miðjan dag eða að kvöldlagi í dimmum kjallara í mið- borginni undir taktföstum tónum. x x x Að grípa fram í fyrir öðrum. Þaðkannast Víkverji vel við og gott betur. Hann á það til að vera ögn fljótfær og kann ekki þá kúnst að bíða þolinmóður eftir orðum ann- arra. Hann er þó að reyna að bæta ráð sitt þar sem hann fær iðulega skammir í hattinn. „Þú stalst orðinu mínu,“ gellur í egginu á heimilinu. Því miður þá fylgja oft tár með vegna sárra vonbrigða yfir því að frásögnin hafi verið rofin. x x x Að verða betri maður í dag en ígær, það er Víkverji að leggja sig í líma við. Það er því býsna þarft að vera með a.m.k. eitt egg sem kennir hænunni reglulega réttu tök- in í mannlegum samskiptum. x x x Þriðja æviskeiðinu veltir Víkverjimikið fyrir sér um þessar mund- ir. Ekki svo að skilja að hann eigi stutt í það, síður en svo. Samtök hér á landi sem nefnast U3A Reykjavík héldu fyrirlestra í vikunni. Þar sem maður á, og er, sífellt að læra e-ð nýtt. Þá er ekki úr vegi að huga að því hvað maður ætti að gera í ellinni. Sú hugsun reynist Víkverja nefni- lega framandi því hann kann rétt að skipuleggja morgundaginn. Kannski helgina ef hann er heppinn. Það verður því verkefni næstu daga; hugsa fram í tímann. víkverji@mbl.is Víkverji Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. (Jobsbók 19:25) JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.