Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 49

Morgunblaðið - 27.09.2014, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2014 Kvikmyndin Afinn byggist ásamnefndu leikriti þarsem leikstjórinn BjarniHaukur og leikarinn Sig- urður Sigurjónsson áttu afar farsælt samstarf. Leikritið er einleikur og sjálfstætt framhald fyrra verks Bjarna, Pabbans. Í kvikmyndinni leiða Bjarni og Sigurður aftur sam- an krafta sína en afapersóna Sig- urðar fær í henni tækifæri til að spegla sig í fjölbreyttri flóru ann- arra persóna, sem dýpkar tjáningu hans og gerir kvikmyndina þar með sterkari en leikhúseinleikinn. Bjarni fékk liðstyrk frá Ólafi Agli við hand- ritsgerð myndarinnar og þeir völdu vel í nýju hlutverkin svo útkoman er firnagóð. Myndin segir af Guðjóni (Sigga Sigurjóns) sem lifað hefur öruggu lífi, menntast, kvænst og átt börn, haft góða vinnu og almennt verið tal- inn hinn mætasti samfélagsþegn. Þegar eftirlaunaaldurinn blasir við honum tapar hann hins vegar áttum og sjálfsmyndin molnar. Við það hriktir í stoðum hjónabandsins sem fram til þessa hefur verið afar ást- ríkt þannig að hann fjarlægist eig- inkonu sína (Sigrúnu Eddu). Honum geðjast einnig lítt að tilvonandi tengdasyni sínum (Steinþóri) og það styggir dóttur hans (Tinnu) þannig að smám saman einangrast Guðjón meira og meira frá ástvinum og fyrra lífi. Það er nokkuð átakanlegt en jafnframt broslegt að fylgjast með Guðjóni staulast á þessum krossgötum í leit að nýjum tilgangi þegar haustar að í ævi hans. Hann leitar fulllangt yfir skammt, því hann reynir til dæmis að endur- heimta sumarið með tilheyrandi æskuljóma og tækifærum með því að setjast aftur á skólabekk og fara í sólarlandaferð en hann er illilega minntur á aldur sinn og forgengi- leika þar eins og annars staðar. Myndin tekur í raun þematískt á mannsævinni allri, frá vöggu til grafar. Eftir því sem Guðjón eldist virðist hann heltast úr samfélags- lestinni. Hann nær ekki að halda í við tæknibreytingar og endurnýj- aðan tíðaranda þar sem atvinnuvegir taka örum stakkaskiptum og tölvu- stýrðir samfélagsmiðlar skjóta hon- um ref fyrir rass. Þetta kristallast skýrast í átökum hans við verðandi tengdason sinn sem starfar við þró- un tölvuleikja og hefur allt önnur lífsviðhorf. Myndin er hlaðin skondnum stefj- um sem binda hana vel saman. Lík- bíll virðist til dæmis elta Guðjón á röndum út alla myndina enda telur hann dauðann bíða sín handan næsta horns. Eldri kona verður einnig oft á vegi hans og þá iðulega þegar hann hefur komið sér í vand- ræðalegar aðstæður og hin fleyga laglína „Ég á líf, ég á líf, yfir erfið- leika svíf!“ fær að hljóma endurtekið á skoplegum augnablikum. Nærgætin persónustúdía mynd- arinnar lýsir djúpum skilningi á mannlegu eðli og kjarnar vel þver- skurð íslensks samfélags. Siggi Sig- urjóns nýtur sín vel í þessu sérlega bitastæða hlutverki og skín þá sér- staklega fyrir tilstuðlan frábærs mótleiks Sigrúnar Eddu. Steinþór og Tinna standa sig einnig afar vel, en aðrar persónur virðast meira vera til uppfyllingar. Búningar myndarinnar og sviðs- myndir eru vel valin og hjálpa til við að gera persónurnar sem trúverð- ugastar. Handritið er sterkt og leik- stjórn góð svo leikararnir geta allir látið ljós sitt skína. Kvikmyndataka og klipping eru einnig fagmannleg, með eftirminnilegum borgarstillum frá Reykjavík og Stykkishólmi, þar sem arkitektúr, andrúmsloft og hraði líðandi stundar njóta sín en myndin er eftir sem áður frekar leik- húsleg persónustúdía en sterk kvik- myndaleg frásögn. Það tekur menn vissulega alla ævina að læra að lifa og líklega alla ellina að reyna að sætta sig við hrörnun líkamans. Myndin á því erindi við alla og ætti að geta skemmt flestum kostulega. Herra í æsku, þræll í elli Skondin „Siggi Sigurjóns nýtur sín vel í þessu sérlega bitastæða hlutverki og skín þá sérstaklega fyrir tilstuðlan frábærs mótleiks Sigrúnar Eddu,“ skrifar rýnir meðal annars um framlag aðalleikaranna í Afanum. Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akur- eyri, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi. Afinn bbbmn Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson. Handrit: Bjarni Haukur Þórsson og Ólaf- ur Egill Egilsson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson, Tinna Sverrisdóttir og Þorsteinn Bachmann. 95 mín. Ísland, 2014. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Þungarokkssveitin Dimma mun hita upp fyrir rokkgítarleikarann Slash á tónleikum hans og Myles Kennedy and The Conspirators í Laugardalshöll, 6. desember nk. Slash, réttu nafni Saul Hudson, gerði garðinn frægan með hljóm- sveitinni Guns N’ Roses sem stofnuð var árið 1985 og sló í gegn með fyrstu breiðskífu sinni, Appetite for Destruction sem kom út árið 1987. Slash þykir með færari rokkgítar- leikurum sögunnar og er iðulega á listum yfir slíka. Slash og félagar munu m.a. flytja lög eftir Guns N’ Roses í Laugardalshöll. Gítarhetja Slash þenur gítarinn á tónleikum með Kennedy sér við hlið. Dimma hitar upp fyrir Slash og félaga AFP Listahátíð í Seltjarnarneskirkju verður sett í dag kl. 16 og stendur til 5. október. Seltjarnarneskirkja er 40 ára á þessu ári og hefur fjöl- breytt dagskrá verið sett saman af því tilefni með myndlistarsýningu, tónleikum, kvikmyndasýningu og erindi og er frítt inn á alla við- burði. Meðal þeirra sem koma fram við opnunina í dag eru Ari Bragi Kárason, trompetleikari og bæjarlistamaður Seltjarnarness, Eygló Rúnarsdóttir messósópran og Friðrik Vign- ir Stefánsson orgelleikari. Þá verður einnig opnuð myndlist- arsýning á verk- um Sveins Björnssonar list- málara. Frekari upplýsingar um hátíðina og dag- skrá hennar má finna á seltjarn- arnes.is. Ari Bragi Kárason Tónlist og myndlist við opnun hátíðar Þungarokkararnir í Skálmöld snúa aftur í Borgarleikhúsið í dag í sýn- ingunni Baldur á Stóra sviði Borg- arleikhússins. Líkt og á síðasta leik- ári munu Skálmeldingar rífa göt á búninga leikaranna og hækka í Marshall-mögnurunum, eins og segir í tilkynningu. „Skálmöld og listafólk Borgarleikhússins taka höndum saman og magna upp nor- rænan seið með vænum skammti af þungarokki maríneruðum í leikhús- inu. Sagan er Baldur, sem Skálmöld rakti svo listilega á samnefndum diski sveitarinnar og gerði hálfa þjóðina að þungarokkurum,“ segir í tilkynningu. Baldur verður aðeins sýndur þrisvar, í dag, laugardaginn 4. október og laugardaginn 11. október. Sýningin er trúðleikur blandaður þungarokki og eru leik- arar í henni Guðjón Davíð Karls- son, Hilmar Guðjónsson og Hildur Berglind Arndal en Halldór Gylfa- son leikstýrir. Baldur Stóra sviðið mun nötra á ný undan víkingamálmi Skálmaldar. Skálmöld snýr aft- ur á Stóra sviðið Ljósmynd/Lárus Sigurðarson EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON L L L 12 EQUALIZER Sýnd kl. 8 - 10:40 TOMBSTONES Sýnd kl. 3:45-5:45-8-10:20 MAZE RUNNER Sýnd kl. 5 - 8 - 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 2- 3:50 LUCY Sýnd kl. 6 TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2 DINO TIME Sýnd kl. 1:50 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.