Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrstu bleiku slaufurnar í fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands voru afhentar í gær en átakið sjálft hefst formlega í dag. Af því til- efni var Safnahúsið baðað bleikum lit eins og hefð er fyrir. Sala slaufunnar stendur yfir í tvær vikur en átakið er út október. Árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands hafið Morgunblaðið/Ómar Baðað bleikri birtu í tilefni sölu bleiku slaufunnar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lagt er til að heildarveiði á þremur mikilvægum uppsjávartegundum í Norðaustur-Atlantshafi dragist sam- an á næsta ári samkvæmt ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Heildarráðgjöfin í makríl lækkar um rúm 100 þúsund tonn, um 135 þús- und tonn í norsk-íslenskri síld og rúm 100 þúsund tonn í kolmunna. Útlit er fyrir að veiði í tegundunum þremur verði umfram ráðgjöf í ár. Nýtt stofnmatslíkan í makríl Í makríl eru hærri mörk ráðgjafar nú 906 þúsund tonn fyrir árið 2015, en eftir endurskoðun endaði hún í rúmlega milljón tonnum fyrir þetta ár. Heildarveiði ársins er hins vegar áætluð um 1.400 þúsund tonn, /ar af er afli Íslendinga áætlaður 154 þús- und tonn. Veiðiþjóðirnar eru Evr- ópusambandið, Noregur og Færeyj- ar sem sömdu sín á milli í fyrravor, en auk þeirra Ísland, Grænland og Rússland. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun segir að nýtt stofnmatslíkan hafi nú verið tekið í notkun fyrir makríl, af- rakstur þróunarvinnu og prófana síðastliðinn vetur innan ICES. Margþættari gögn séu notuð í þessu líkani en áður. Hrygningarstofn norsk-íslenskrar síldar hefur farið minnkandi frá 2009, nýliðun er léleg og góðir ár- gangar láta bíða eftir sér. Lagt er til að heildarveiði næsta árs fari ekki yf- ir 283 þúsund tonn og er það um 135 þúsund tonnum minna en ráðlagt var í ár. Aflamark árið 2014 var 419 þús- und tonn skv. ráðgjöf ICES, en ekki náðist samstaða strandríkja um skiptingu aflaheimilda árið 2014. Gert er ráð fyrir að aflinn verði 437 þús. tonn í ár, þar af veiði Íslending- ar um 60 þúsund tonn, en samkvæmt samkomulagi frá 2007 er hlutur Ís- lands 14,51% af heildaraflamarki. Minnkar enn frekar næstu ár Samkvæmt nýjasta mati er hrygn- ingarstofn norsk-íslenskrar síldar árið 2014 rétt rúmar fjórar milljónir tonna, sem er undir varúðarmörkum. „Árgangar 2005-2012 eru allir metn- ir litlir og því fyrirséð að afli og hrygningarstofn munu halda áfram að minnka á næstu árum,“ segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Talið er að hrygningarstofninn árið 2015 verði um 3,5 milljónir tonna og að hann fari enn minnkandi og verði um 3,2 milljónir tonna árið 2016 ef afli árið 2015 verður samkvæmt afla- reglu. Ráðleggja minni veiði  Samdráttur í veiði á makríl, norsk-íslenskri síld og kolmunna verði farið að ráðgjöf ICES  Afli umfram ráðgjöf á þessu ári  Síldin undir varúðarmörkum Vertíð Á kolmunna vestur af Írlandi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hótelherbergjum með baðherbergi verður fjölgað um 16 við Hálendis- miðstöðina Hrauneyjar í vetur. Hrauneyjar eru við Sprengisandsveg og þar hefur verið starfrækt gisting og matsala frá árinu 1994. Eftir breytingarnar verða 56 her- bergi með baði í miðstöðinni og 20 herbergi og svítur á Hótel Hálandi, sem er við hliðina á miðstöðinni. Alls eru jafnframt 36 svefnpokarými fyrir tvo gesti hvert. Framkvæmdirnar við herbergin og aðrar breytingar kosta um 100 milljónir króna. Friðrik Pálsson hótelhaldari segir að með breytingunum sé komið til móts við óskir viðskiptavina. „Við erum að taka út þau herbergi sem eftir eru og hafa verið seld án baðs og byggja ný og verðum þá ein- göngu með her- bergi með baði, auk svefnpoka- gistingar. Reynsla okkar er sú að það er mun meiri eft- irspurn eftir her- bergjum með baði þótt þau séu lítil, svo lengi sem þau eru góð. Þannig að við erum að bregðast við þeirri ósk viðskiptavina.“ Góð nýting í sumar Friðrik segir góða eftirspurn eftir gistingunni og útilokar ekki frekari stækkun í Hrauneyjum á næstu ár- um. „Við teljum skynsamlegt að stækka hótelið stig af stigi. Það var góð nýting í sumar og sú eftirspurn heldur áfram. Það er greinilegt að eftir- spurnin eftir betri gistingu eykst jafnt og þétt. Þótt við séum uppi á fjöllum gildir það sama.“ Miðstöðin hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Árið 2010 var herbergjum í mið- stöðinni fjölgað úr 60 í 80 og árið 2012 fjölgaði herbergjunum í tæplega 100. Herbergjum í Hálendismiðstöðinni fækkaði svo um 16 við það að ein álma var tekin undir starfsfólk. Þá var og tekinn í notkun nýr 120 fermetra mat- salur á þessu sumri. Friðrik rekur jafnframt lúxushót- elið Hótel Rangá. Þar er 51 herbergi og segir Friðrik ekki áformað að fjölga þeim. „Fara þarf varlega í stækkun á því, enda eru 50 herbergi hentug stærð til að halda því sérkenni hótelsins að bjóða upp á lúxusgistingu á lands- byggðinni. En auðvitað erum við að laga og breyta á hverju ári.“ Stækka hótelið stig af stigi  Hálendismiðstöðin Hrauneyjar verður endurnýjuð í vetur  Eftirspurnin eftir betri gistingu eykst jafnt og þétt Friðrik Pálsson Í gær bárust ábendingar um nýja gossprungu en af vefmyndavélum Mílu mátti ráða að ný sprunga hefði myndast. Landvörður á svæðinu var ræstur út og fór upp á Vaðöldu til að kanna aðstæður. Hann stað- festi að ekki væri um nýja sprungu að ræða og lýsti því sem fyrir augu bar svo: Hraunáin rennur saman og fer öll út í Jökulsá á sama stað. Við það myndast gufubólstrar sem bjarminn frá hrauninu speglast í. Viðvarandi skjálftar eru enn í Bárðarbungu. Þar mældust 40 skjálftar í gær og 30 við ganga- munnann. Það eru nokkru fleiri skjálftar en höfðu mælst á sama tíma í fyrradag. Enginn skjálfti náði fimm stigum í gær en þrír skjálftar mældust við öskju Bárð- arbungu í kringum fjögur stig. Hraunáin fer öll í Jökulsá á sama stað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eldgos Virkni í gosinu við Holuhraun er svipuð og undanfarið. Kolmunnaárgangar 2009 til 2013 eru metnir vera um og yfir langtímameðaltali. Lítill afli 2011 og góð nýliðun undanfarin ár hafa orðið til þess að stofn og afli hafa farið vaxandi. Sam- kvæmt nýjasta mati er hrygn- ingarstofninn talinn vera um 5,5 milljónir tonna 2014, sem er töluvert lægra en spá um stærð hans frá úttekt síðasta árs. Gert er ráð fyrir að hrygningarstofn- inn verði um 5,9 milljónir tonna árið 2016 ef afli árið 2015 verð- ur samkvæmt aflareglu. Strandríkin settu sér 1,2 milljóna tonna aflamark 2014, en ráðgjöf ICES var 949 þúsund tonn samkvæmt aflareglu. Afla- mark árið 2015, skv. aflareglu, verður um 840 þúsund tonn. Yfir langtíma- meðaltali UNDIR VÆNTINGUM Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.