Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til að berjast gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Páll Vilhjálmsson blaðamaðurhefur eins og aðrir áhyggjur af efnahagslegu hökti í Evrópu- sambandinu, sem „býður 28 aðild- arríkjum sínum upp á tæp 12 pró- sent atvinnuleysi að meðaltali, engan hagvöxt og verð- hjöðnun sem mun knésetja skuldug- ustu þjóðir sam- bandsins, Ítalíu fyrst.    Wolfgang Münchau efnahags-skríbent Spiegel segir að- ildarríki ESB ekki búa við svig- rúm til að gangsetja efnahagskerfi sín.    Aðeins Evrópusambandið sjálftí samvinnu við seðlabanka evrunnar getur ráðist í það stór- virki að hleypa lífi í efnahags- starfsemi álfunnar.    Framkvæmdastjórn ESB er áhinn bóginn ekki með umboð til nauðsynlegra ráðstafana og því gerist ekkert. Í Telegraph óttast Jeremy Warner að tröllauknar skuldir kæfi eftirspurn sem held- ur aftur af verðbólgu og vöxtum.    Fyrr heldur en seinna rennurupp fyrir lánardrottnum að þeir fá ekki peningana sína til baka og þá verður hvellur.    Bandaríkin eru komin fyrirhorn með öflugan hagvöxt og æ sterkari dollar.    Þjóðverjar horfa öfundaraugumá Bandaríkin stökkva fram úr Evrópusambandinu, sem ætlaði sér að verða heimsveldi viðskipta og fjármála, en situr kirfilega fast í heimagerðri kreppu ónýts gjald- miðlasamstarfs.“ Páll Vilhjálmsson Hökt og haltrandi gangur STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.9., kl. 18.00 Reykjavík 4 skúrir Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 7 léttskýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skúrir Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 22 léttskýjað París 22 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 18 skýjað Vín 17 skýjað Moskva 7 skýjað Algarve 27 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 21 þrumuveður Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 7 alskýjað Montreal 12 alskýjað New York 20 alskýjað Chicago 12 alskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:37 18:59 ÍSAFJÖRÐUR 7:44 19:01 SIGLUFJÖRÐUR 7:27 18:44 DJÚPIVOGUR 7:07 18:28 Bardagakappinn Gunnar Nelson er nú á lokastigum undirbúnings fyrir bardaga gegn Rick Story í UFC- hringnum í Svíþjóð næsta laugar- dag. Bardagi Gunnars er aðal- bardagi kvöldsins og er það í fyrsta skipti sem Gunnari er sýndur sá heiður. „Ég efast um að hann vilji taka mig niður en ef hann reynir væri planið að snúa honum til baka,“ segir Gunnar Nelson með vott af kímni í röddinni þegar blaðamaður spyr út í herkænsku Ricks Storys. Bardaginn verður sá 15. sem Gunnar tekur þátt í en hann er enn ósigraður; með 13 sigra og eitt jafntefli. Story, sem hefur viðurnefnið „The Horror“, er aftur á móti með 25 bardaga á bak- inu; hefur unnið 17 þeirra en tapað átta. „Þetta er hörkubardagamað- ur og hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann getur barist og það við hvern sem er,“ segir Gunnar og bendir á að Story búi meðal annars að sigri yfir núverandi meistara, Johnny Hendricks. „Hann hefur barist við alla þessa toppgæja og hefur verið þokkalega sigursæll. Þetta er algjör nagli og ég er bara mjög glaður að hafa fengið þennan bardaga.“ annamarsy@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Í bardaga Gunnar Nelson mætir Rick Story í Svíþjóð á laugardag. Bardaginn gleður Gunnar  Gunnar Nelson í aðalbardaganum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.