Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og al-þingismaður, er bæjarstjóri í Garði. Hann tók við starfinuþar árið 2012 og var endurráðinn í vor eftir sveitarstjórn- arkosningarnar. Magnús er frá Ólafsvík og var sveitarstjóri í Grund- arfirði en hann segir mannlífið suður með sjó vera svipað því sem er á Snæfellsnesi. Rúmlega 1.400 manns búa í Garði og næstu verkefni bæjarstjórans er fjárhagsáætlunargerðin sem mun taka næstu vikurnar. Magnús er bassaleikari og einn stofnmeðlima hljómsveitarinnar Upplyftingar. Hljómsveitin er í fullu fjöri en hún spilaði á tveim böll- um um síðustu helgi, á Sauðárkróki og í Hreðavatnsskála í Borgar- firði, en þar var sveitaball að gömlum sið þar sem ballgestir voru á öll- um aldri. Hljómsveitin vinnur nú að útgáfu á geisladiski með óútgefnu efni eftir Jóhann G. Jóhannsson heitinn. Þó er ekki stefnt á útgáfu fyr- ir jólin. „Við erum að dúlla okkur við þetta og gerum þetta ekki í neinni tímapressu.“ Magnús hefur einnig mikinn áhuga á íþróttum og þar er fótboltinn númer eitt, en sonur hans, Guðmundur, hefur verið að spila með Fram og HK. „Bæjarstjórnarfundur verður í dag og einnig fundur með alþingis- mönnum kjördæmisins ásamt sveitarstjórnarmönnum á Reykjanesi. Svo vonast ég til að geta haldið upp á afmælið með fjölskyldunni á morgun, en þá á dóttir mín Guðrún afmæli.“ Eiginkona Magnúsar er Sigrún Drífa Óttarsdóttir, bankastarfsmaður hjá Íslandsbanka. Magnús Stefánsson er 54 ára í dag Ólsari Magnús er Snæfellingur en unir sér vel á Reykjanesi. Bæjarstjóri í Garði og bassaleikari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Nýir borgarar Reykjavík Sara Diljá Daníelsdóttir Behrens fæddist á Landspítalanum 18. október 2013 kl. 22.00. Hún var 3.495 g og 49,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ellen Ósk Þórarinsdóttir og Daníel Henrik Pétursson. Hafnarfjörður Fanndís Embla Smára- dóttir fæddist 9. júlí 2014 kl. 4.44. Hún vó 3.660 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Sandra Birna og Smári Guðnason. D aníel fæddist í Reykja- vík 1.10. 1934 og ólst upp í Bjarnaborg við Hverfisgötu: „Ég var í sveit í Sælingsdal í Dalasýslu í tvö sumur og lærði þar að synda. Síðan var ég á Blikastöð- um í Mosfellssveit, á Selalæk í Rangárvallasýslu og loks í Árbót í Aðaldal. Öll þessi sumardvöl var skemmtileg hjá sómafólki.“ Daníel var í Austurbæjarskóla, hóf nám í framreiðslu á Hótel Borg 15 ára, lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík, stundaði framhaldsnám í framreiðslu í Svíþjóð frá 1951 og lauk þar prófum sem framreiðslu- maður og barþjónn. Hann lærði ung- ur dans hjá Rigmor Hansen, lærði flug hjá Flugskólanum Þyti, lauk einkaflugmannsprófi og tók dómara- próf í badminton. Hann keppti í knattspyrnu og á skíðum hjá Val frá níu ára aldri. Daníel hóf kornungur störf við Verslunina Varmá, á horni Hverfis- götu og Vitastígs, var sendill hjá KRON á Vesturgötu og afgreiðslu- maður þar ári síðar, vann við fisk- búðina Sæbjörg og var þingsveinn á Alþingi. Hann var framreiðslumaður á Hótel Borg að námi loknu til 1959, barþjónn í Lídó í Skaftahlíð 1959-63 og starfrækti síðan bar í Súlnasaln- um, „Dallabar“, 1963-89. Þá hóf hann störf fyrir Tennis- og badmin- Daníel Stefánsson framreiðslumaður – 80 ára Stór hópur Daníel, Karen og fjölskyldan, eða „Dallas Family“ eins og þau kalla sig stundum á góðri stund. Afreks- og eljumaður Yngri kynslóðin Hér eru barnabörnin, níu talsins, og fyrsta langafabarnið. MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin. Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.